Morgunblaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 54
'54 FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÚLÍUS HALLDÓRSSON + JÚ1ÍUS Halldórs- son fæddist á Borðeyri 26. febrú- ar 1924. Hann lést á Landsspítalanum 4. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Halldór Kr. Júlíusson sýslu- maður Stranda- sýslu og Lára V. Helgadóttir. Júlíus var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Kristín Símonar- dóttir. Þau eignuð- ust ijögur börn; Ingibjörgu, f. 9.7. 1945 gift Jóni Hansen, Halldór Kristján, f. 2. des. 1948, kvæntur Ólínu Guð- mundsdóttur, Láru Valgerði, f. 13.4. 1951 gift Þorsteini Har- aldssyni og Sigurð, f. 17. feb. 1956, kvæntur Önnu Eyjólfs- dóttur. Þau siitu samvistum. Seinni kona Júlíusar er Þórunn Gröndai. Þeirra börn eru: Anna, f. 12. mars 1960 gift Gunniaugi Sævari Gunnlaugs- syni, Þórunn, f. 20.9. 1962 og Pétur Benedikt, f. 18.8. 1964, kvæntur El- len Apalset. Einnig ói hann upp börn Þórunnar af fyrra hjónabandi, Sigurð Konráðsson f. 19.8. 1953, kvæntur Kol- brúnu Eggertsdótt- ur og Aslaugu, f. 6.1. 1955 gift Karli Júlíussyni. Barna- börnin eru nú 30 talsins. Júlíus var véifræðingur að mennt, vélstjóri til sjós fyrr á árum en síðar deildarstjóri véladeiidar Hamars hf. Hann stofnaði 1983 eigið fyrirtæki, Búvélar, þar sem hann var framkvæmdastjóri í 10 ár. Júlí- us starfaði við innflutning og sölu véla og tækja, sérlega til landbúnaðar. Útför Júlíusar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. • Það hefur verið dapurlegt þessa haustdaga að fylgjast með baráttu vinar okkar Júlíusar við sjúkdóminn sem að lokum hafði betur. Vonir stóðu til að lengri tími gæfist og svo sannarlega var hann ekki tilbúinn að gefast upp, enda átti hann svo mikið eftir, jafnfullur af lífskrafti og hann ávallt var. Árin eru að verða 38 síðan kunningsskapur okkar við Dódí og Júlíus hófst en þá fluttu þau í Skaftahlíðina þar sem við bjuggum. Kunningsskapurinn þró- aðist með árunum í einlæga vináttu sem aldrei hefur borið skugga á. Þær eru margar ferðimar sem við + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, PETRA LANDMARK, lést á elliheimilinu Eir að kvöldi 10. október. Jarðarförin fer fram á morgun, föstudaginn 16. október kl. 10.30 frá Fossvogskapellu. Böm hinnar látnu. Eygló Þórðardóttir, Jón G. Óskarsson, Kolbrún Leifsdóttir, Þórður Óskarsson, Steinunn Helgadóttir og barnabörn. + Elskuleg móðir okkar, stjúpmóðir, tengda- móðir, amma, langamma og langalangamma, INGUNN ÞORSTEINSDÓTTIR frá Broddanesi, verður jarðsungin frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn 17. október kl. 14.00. Jarðsett verður frá Kollafjarðarnesi. Böm, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HALLDÓR ÁSGRÍMSSON, Minni-Borg, verður jarðsunginn frá Fáskrúðarbakkakirkju laugardaginn 17. október kl. 14.00. Sætaferðir verða frá BSÍ kl. 11.30. Inga Guðjónsdóttir, böm, tengdabörn og barnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, ÓSKAR JÓNSSON, Brún, Laugarvatni, lést að morgni þriðjudagsins 13. október. höfiun farið saman, bæði innanlands og utan, á þessum áratugum. Veiði- ferðimar okkar í Grímsá sem við fórum í um nokkurra ára bO ásamt vinum okkar Hjördísi og Njáli eru ógleymanlegar, en við sex höfum átt því láni að fagna að njóta samveru og vináttu öll þessi ár. A þessum Grímsárárum, þegar þar var allt minna í sniðum, nutum við þess að vera í litla gamla og notalega veiði- húsinu með Rósu ráðskonu þar sem okkur fannst góðar sálir vera á flakki, skyldar jafnt sem óskyldar. Alltaf var tilhlökkunin jafn mikil fyrir þessar ferðir og ýmsar hefðir í heiðri hafðar, stoppað á sömu stöð- um og nestis notið í fallegri laut. Náttúrubamið Júlíus naut sín ekki síst á slíkum stundum, enda kunni hann góð skil á náttúmnni og fræddi okkur óspart. Hvalsárferðimar í Hrútafjörðinn sem oft vom famar vora sérstakar. Ofrávíkjanleg regla var að koma við á Borðeyri þar sem Júlíus var fædd- ur og þar varð hann að fara í flæð- armálið og fleyta kerlingar. Ótal minningar komu þá í huga Júlíusar og era ófáar sögumar sem hann sagði um lífið á Borðeyri á æskuár- um sínum. Frásagnir hans af ferð- um sínum vítt og breitt um Strand- imar með föður sínum sýslumann- inum, alltaf að sjálfsögðu á hestum, vora fróðlegar og skemmtilegar og öðluðust líf í sínu rétta umhverfi. Þrátt fyrir mikla ánægju af ferða- lögum um landið sitt naut hann þess ekki síður að ferðast til útlanda og kynnast lífi og menningu annarra landa og fóram við oft saman í ferð- ir bæði austur um haf og vestur. Dódí og Júlíus vora mjög samhent og samtaka í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur, en samband þeirra var sérlega náið og elskulegt, enda alltaf talað um þau í sama orðinu. Heimili þeirra er glæsilegt og öllu komið fyrir af smekkvísi og alúð, gestrisni þeirra mikil og alltaf jafn- gott að koma til þeirra. Okkar kæri vinur Júlíus hlaut mikið í vöggugjöf, einstaka ljúfmennsku og góðar gáf- ur, sem hann nýtti vel í hfi og starfi. Hann var einnig sérstaklega hand- laginn og hafði unun af að dytta að heimili þeirra, jafnt innanhúss sem utan, og nutu fleiri góðs af hand- lagni hans. Hann hugsaði með til- hlökkun til áranna framundan þeg- ar að starfslokum kæmi og tími gæfist til að sinna sínum fjölmörgu hugðarefnum. ðtaldar era þær mörgu ánægju- stundir sem við höfum átt á heimil- um hvort hjá öðra alla tíð. Bamalán þeirra er mikið og era þau öll ein- stakt mannkostafólk. Böm okkar og bamaböm munu alla tíð minnast Júlíusar fyrir einstaka hlýju og bamgæsku. Við söknum vinar og alls þess sem við áttum eftir að gera öll saman, en þakklæti er okkur efst í huga fyrir allar góðu samvera- stundimar. Elsku Dódí og fjölskyldan öll, hugur okkar er hjá ykkur. Þið hafið misst mikið en við vitum að góðar minn- ingar, styrkur ykkar og samheldni mun létta ykkur sporin þegar fram líða stundir. Edda og Konráð. Það vora hðin 40 ár sl. sumar frá því að Þórunn systir mín gekk að eiga Júlíus Halldórsson, en þau vora samt alltaf eins og nýtrúlofuð, slíkur var kærleikurinn á milli þeirra. Bæðu áttu þau annað hjóna- band að baki og höfðu sín á milli eignast níu böm. Þórann átti tvö lít- il böm þegar hún giftist Júlíusi, en hann fjögur. Síðan eignuðust þau þrjú böm. Nærri má geta að oft hefur verið þröngt í búi, en hin létta lund systur minnar og dugnaður þeirra beggja og hversu samhent þau vora hjálp- aði til að allt gekk þetta vel. Bömin era öll sérstaklega vel gerð og hafa hlotið góða menntun og ættboginn er svo stór að oft var sagt í gríni að leigja þyrfti samkomusal ef rúma ætti alla afkomendur. Þau hjón byggðu fallegt hús í Fossvoginum, þar sem varla var hægt að segja að iðnaðarmaður kæmi nálægt, svo handlaginn var Júlíus og mikill verkmaður. Við vor- um nágrannar í 25 ár og oft leitaði ég til Júhusar eftir ráðum með garðyrkju, en það var mikið áhuga- mál hans, enda garðurinn með þeim fallegri í hverfinu. Júlíus var vélfræðingur að mennt, en sat fjögur ár í Menntaskólanum í Reykjavík áður en hann sneri sér að vélfræðinni. Hann var vélstjóri á toguram fyrr á áram, síðan deildar- stjóri véladeildar í Hamri. Árið 1983 settu þau hjón á stofn fyrirtældð Búvélar og ráku það uns þau seldu það fyrir nokkram áram, en Júhus starfaði þar eftir sem áður uns hann veiktist skyndilega í sumar. Síðasthðið vor seldu þau húsið í Fossvoginum og fluttust vestur á Ægisíðu í fallega íbúð þar sem þau hugðust eyða ævikvöldinu. Júlíus valdi þennan stað sérstaklega með tilhti til útsýnisins, en hann var alltaf mjög hugfanginn af sjónum og gat setið lengi og horft út á sjó og fylgst með skipunum. En skyndilega og óvænt skipast veður í lofti, Júlíus fær sjúkdóm sem læknavísindin virðast ekki alltaf ráða við og í dag kveðjum við mág minn með söknuði í huga og vottum systur minni og öllum af- komendum hans innilega samúð. Blessuð sé minning hans. Helga Gröndal. Kæri Júlíus minn. Með söknuð í hjarta langar mig til að kveðja þig, sannan heiðursmann, og þakka þér fyrir stutt en ógleymanlegt sam- starf. „Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, yrði ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. Og þótt ég hefði spádóms- gáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekkingu, og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt. Og þótt deildi ég út öllum eigum mín- um, og þótt ég framseldi líkama minn, til þess að ég yrði brenndur, en hefði ekki kærleika, væri ég engu bættari. Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður; kærleikurinn öfundar ekki; kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp; hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin; hann reiðist ekki, tilreiknar ekki hið illa; hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en sam- gleðst sannleikanum; hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar aht, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. En nú varir trú, von og kær- leikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur.“ (Kor. 13. 1-18.) Elsku Dódí, mínar dýpstu samúð- arkveðjm- sendi ég þér og fjölskyldu þinni, megi Drottinn umvefja ykkur ljósi kærleikans, hugga og styrkja. Hugrún Lilja Hilmarsdóttir. Með nokkrum orðum vil ég minn- ast vinar og samstarfsfélaga, Júhus- ar Halldórssonar. Leiðir okkar lágu saman árið 1994 þegar við hófum samstarf við rekstur fyrirtækisins Búvéla hf. Strax í upphafi tókst gott sam- starf okkar á milli. Júhus miðlaði mér af áratuga reynslu sinni og þekkingu, jafnframt því sem góður vinskapur myndaðist á milli okkar. Þær vora ófáar stundimar sem við sátum saman á skrifstofunni og skeggræddum daglegt amstur, ekki síst líf og starf íslenskra bænda. Þessar ánægjulegu og gjöfulu stundir verða ekld fleiri. Kynni Júlíusar af sölu búvéla náðu tugi ára aftur í tímann og minnast hans margir bændur vegna viðskipta við hann á því sviði. Júlíus var mjög fróður um vélar og kynnti sér ávallt það nýjasta sem fram kom. En þótt Júlíus tæki starf sitt alvarlega var hann lífsglaður og gefandi, góður samstarfsmaður og félagi. Um leið og ég kveð kæran vin og samstarfsmann þakka ég fyrir þann tíma sem við áttum samleið. Við Helga og fjölskylda vottum þér, Þórunn, og öðram aðstandend- um dýpstu samúð okkar. Theódór S. Halldórsson. Kæri Júlíus. Ekki hvarflaði að mér að kveðjustundin væri innan seilingar þegar við stóðum hvor gegnt öðr- um við Hítará um miðjan júlímán- uð. Þú og Dódí lögðuð færi ykkar af natni fyrir laxinn hvar hann lá á brotinu á Breiðinni en við Anna reyndum við hann í Kverkinni. Er ég fylgdist með þér varð mér enn og aftur ljós sá dýrmæti eiginleiki þinn að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Keppnisskap var þér í blóð borið. Þrátt fyrir það varstu ávallt æðrulaus og hófstillt- ur. Okkur tveimur varð að vísu ekkert sérstaklega vel ágengt í þessari veiðiferð okkar í þeim skilningi að margir lægju fiskarn- ir. En Anna mátti að venju vel við sinn feng una. Eftir situr í minn- ingunni ánægjustund í fögru um- hverfi með því fólki sem hjartanu stendur næst. Þarna varst þú í essinu þínu, sannur unnandi ís- lenskrar náttúru sem ávallt var til- búinn til að leggja land undir fót kæmi fram hugmynd um ferð út fyrir bæinn. Samferðarmenn þínir fengu þá notið leiðsagnar þinnar um undur landsins og ólíkustu náttúrufyrirbæri. Engan granaði að sá illvígi sjúk- dómur er þú hafðir fyrir hálfum öðrum áratug unnið sigur á væri lagstur í nýja sókn. Allir töldu að sigur þinn þá væri fullnaðarsigur og þú yrði karla elstur enda at- gervi þitt allt og ungur andi með þeim hætti að bágt áttu menn með að trúa því að 75 ára afmælið væri í nánd. Sem fyrr sýndir þú af þér æðruleysi, styrk og einstæðan lífs- þrótt í veikindum þinum en því miður varð nú ekki við neitt ráðið. Auk djúprar sorgar og söknuðar er þakklæti það sem mér er efst í huga nú er leiðir skilja um sinn. Ég er þakklátur fyrir að hafa í um það bil aldarfjórðung verið náinn sam- ferðarmaður þinn, vinur og tengdasonur. Ég er þér ævinlega þakklátur fyrir að hafa strax frá fyrstu stundu boðið mig innilega velkominn á heimili þitt þegar við Anna, aðeins unglingar að árum, felldum hugi saman í nýbyggðum Fossvoginum. Það höfum við hjón- in oft haft á orði að ekki hafi verið sjálfgefið að slíku háttalagi væri vel tekið af foreldrum. Þrátt fyrir að segja megi að ástin á Onnu hafi leitt mig á þína slóð þá skiptu mig ennfremur miklu máli þær góðu móttökur er ég hlaut í hennar garði. I dag er ég Guði þakklátur fyrir að hafa teymt mig yfir botn- langann til mægða því ljóst er að þar voru mín mestu gæfuspor stig- in að tengjast þér og þínum. Ég er þér ekki síður þakklátur fyrir að hafa verið sá mildi og góði afi sem þú varst bömum okkar. Þau sakna þín nú sáran. Þau yngstu eiga erfitt með að skilja lífsins gang og skyiya vart hvað í brotthvarfi þínu felst. Hin eldri eiga um sárt að binda og heyja nú baráttuna við mikla sorg. Það mun þó verða þeim huggun harmi gegn að eiga minninguna um slíkan afa sem ávallt lagði við hlustir. Það var ekki hastað á börnin þegar þau kröfðust athygli en þess í stað var hún af einlægum áhuga veitt. Þau fengu ávallt óskiptan huga afa síns í bjástri sínu. Þau fengu aldrei skammir en í þess stað vora ærsl og óþekkt stöðvuð með samræðum. Bamsgrátur var læknaður með sögum af ólíklegustu fyrirbærum er börnin gleyptu í sig hugfangin og gleymdu umsvifalaust stund og stað í fangi afa síns. Fangið hans afa var sannkallað ævintýraland. Ég kveð nú góðan vin og ein- stakan tengdaföður. Það var mikið lán og mikill lærdómur að eiga með þér aldarfjórðung af þeim 40 áram er ég hef lifað. Ég mun minnast þín sem glæsilegs höfðingja sem var fullur af kappi og einurð. Sífellt í leit að fróðleik hvort sem hann lá í bókum eða í nánasta umhverfi. Þú varst sögumaður af Guðs náð og hafðir bætandi áhrif á allt sem í kringum þig var. Guð geymi þig, kæri vinur, og þökk sé þér. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.