Morgunblaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Danskur gagnagrunnur unninn af Skýrr NÆSTI hvutti takk. Hundahreinsun Davið mörgum gerði greiða og góða reglu setti. Að núna hundahreinsun verði í Hæstarétti. Sigfus Kristjánsson Ekki sambærilegur við íslenska grunninn Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. „GAGNAGRUNNURINN, sem Skýrr hefur tekið þátt í að vinna með Kommunedata, er eingöngu þjónustugrunnur fyrir dönsku sjúkrahúsin,“ segir Hans Christian Hojslet, aðstoðarframkvæmdastjóri Kommunedata í Danmörku. Fyrir- tækið er í eign Sambands sveitarfé- laga í Danmörku og Sambands dönsku amtanna og er þjónustufyr- irtæki á sviði tölvuvinnslu. Hojslet segir að Skýrr hafi tekið þátt í þessu verkefni sem undirverktaki, en verkefninu sé nú lokið. I Dan- mörku er ekki til neinn gagna- grunnur hliðstæður þeim, sem fyr- irhugað er að setja upp á íslandi. Meginmunur á þessum gagna- grunni og fyrirhuguðum íslenskum grunni er að hér er aðeins um upp- lýsingar af sjúkrastofnunum að ræða, en hvorki heilbrigðisupplýs- ingar almennt, ættfræðiupplýsingar né lífsýnaupplýsingar, sem eru þrjár uppistöður í íslenska grunnin- um og það sem gerir hann svo ein- stakan. Gagnagrunnurinn er miðlægur að því leyti að í hann í safnað upplýs- ingum frá sjúkrastofnunum í Dan- mörku. Að sögn Hans Christian Hojslets er efni grunnsins byggt á upplýsingum um meðferð á sjúkra- húsum. Sagt er frá aðdraganda inn- lagnar, hvenær sjúklingur var lagð- ur inn, meðferð og hvenær hann fór heim, þannig að í raun er um að ræða sjúkraskýrslu á rafvæddu formi, því færsla í grunninn auð- veldar sendingu upplýsinga milli sjúkrastofnana. Upplýsingar um hvern einstakan sjúkling eru aðeins aðgengilegar þegar sjúklingur er vistaður á sjúkrastofnun, annars ekki. Þessu má líkja við að venju- lega eru sjúkraskýrslur aðeins teknar fram við slíkar aðstæður. Þar sem Kommunedata hefur að- eins séð um tæknilega hlið grunns- ins hefur fyrirtækið engan aðgang að sjálfum upplýsingunum, sem í grunninum liggja. Að sögn Hpjslet eru það hinar einstöku sjúkrastofn- anir, sem hafa umsjón með aðgangi hver á sínum stað. Venjulega er það aðeins læknir sjúklingsins og hjúkr- unarkona, sem hafa aðgang að upp- lýsingunum, en oft einnig ritari vegna færslna í grunninn. Aðgang- urinn er mjög takmarkaður og bundinn við upplýsingar um þá sjúklinga, sem eru í meðferð hverju sinni. Eins og aðrar heilbrigðisupp- lýsingar í danska heilbrigðiskerfínu eru upplýsingarnar geymdar undir nafnnúmeri. Engir einstaklingar ut- an viðkomandi stofnana hafa að- gang að upplýsingunum og allar reglur um aðgang eru unnar í sam- vinnu við dönsku Tölvunefndina. Spurningin um hvort hugsanlegt væri að miðla eða selja upplýsingar úr grunninum kom Hojslet á óvart. Allt slíkt væri með öllu óhugsandi, segir hann, enda grunnurinn hugs- aður til að auðvelda starf á sjúkra- húsum og meðferð sjúklinga. Upp- lýsingunum væri ekki safnað í við- skiptafræðilegum tilgangi. Gagnagrunnurinn, sem Kommunedata hefur gert tekur ekki til allra danskra sjúkrahússað- gerða, því nokkur dönsk ömt hafa kosið að afhenda ekki upplýsingar sjúkrastofnana sinna í gagnagrunn- inn, heldur eingöngu í sjúklingaskrá á vegum heilbrigðisráðuneytisins. Grunnur Kommunedata er hluti af grunni ráðuneytisins. Slóð Kommunedata er www.kmd.dk og þar er að finna upplýsingar um verkefnið og aðra starfsemi Kommunedata. Félagsstofnun stúdenta 30 ára Hátíðardagskrá fyrir stúdenta Rebekka Sigurðardóttir Aþessu ári eru þrjátíu ár liðin frá því Fé- lagsstofnun stúdenta var stofnuð. Af því tilefni hef- ur ýmislegt verið gert á árinu, búið að vígja nýjan stúdentagarð og opna At- vinnumiðstöðina. Þá eru framundan nokkurra vikna hátíðarhöld fyrir stúdenta við Háskóla Is- lands. Rebekka Sigurðardótt- ir er kynningarfulltrúi hjá Félagsstofnun stúdenta. „Hinn 1. júní árið 1968 var Félagsstofnun stúd- enta formlega stofnuð með lögum. Aðild að henni eiga allir skrásettir stúdentar við Háskóla Is- lands, Háskólinn og menntamálaráðuneytið.“ Rebekka segir að stofnunin sé sjálfseignarstofnun með sjálf- stæða fjárhagsábyrgð. „Starf- semin skiptist í sex megindeild- ir, Bóksölu stúdenta, Ferða- skrifstofu stúdenta, Stúdenta- garða, Kaffístofu stúdenta, Leikskóla FS og Atvinnumið- stöðina. Starfsmenn fyrirtækis- ins eru 68 talsins.“ - Hvert er hlutverk Atvinnu- miðstöðvarinnar? „Hún hefur fyrst og fremst með atvinnumál nemenda að gera. Ýmsar námsmannahreyf- ingar standa að henni og yfir sumartímann er þar starfrækt atvinnumiðlun. Þegar skólar byrja á haustin mun starfsfólk Atvinnumiðstöðvarinnar ein- beita sér að miðlun hlutastarfa og smærri verkefna. Þá er einnig verið að stofna lokaverk- efnabanka sem er mjög spenn- andi nýjung hjá okkur.“ - Hvað er lokaverkefnabanki? „Það er nýjung í íslensku at- vinnulífi sem margir telja mjög brýna. Hugusunin er sú að nem- endur geti komið og skráð sig ef þeir ætla að vinna lokaverkefni á næstunni í tengslum við nám sitt. Atvinnurekendur sem hafa óunnin verkefni og vilja fá fólk með nýjar og ferskar hugmynd- ir til að vinna fyrir sig geta látið skrá sig í bankann og við reyn- um síðan að stilla saman náms- fólki og atvinnurekendum." Rebekka segir að stuðst sé við erlendar fyrirmyndir sem vel hafi gefist og hún segir að þessi loka- verkefnabanki hljóti að koma að góðum notum. „Það hlýtur að vera hvetjandi fyrir námsmenn að fá að spreyta sig á raunverulegum verkefnum og fyrir atvinnurek- endur er þetta gott tækifæri til að láta vinna fyrir sig óleyst verkefni." - Fleira sem búið er að gera á afmælisárinu? „Við vígðum nýjan stúdenta- garð í ágúst síðastliðnum sem heitir Skerjagarður. Hann er tekinn í notkun í tveimur áfóng- um og í ágúst var 41 einstak- lingsíbúð tekin í notkun. Síðari hlutinn verður síðan tekinn í notkun eftir áramót en þá verða alls á Skerjagarði 77 einstak- lingsíbúðir. - Eru þá engir biðlistar leng- ur eftir húsnæði? „Jú, við erum enn með marga á biðlista og langt í land með að búið sé að tæma biðlistana. Að- sóknin hefur aukist ár frá ári og ►Rebekka Sigurðardóttir er fædd í Reykjavík árið 1968. Hún lauk BS-prófi í fjölmiðla- fræði og almannatengslum frá háskólanum í Virginíu í Banda- ríkjunum árið 1993. Rebekka starfaði tímabundið sem upplýsingafulltrúi hjá Kjarvalsstöðum en hóf störf sem kynningarfulltrúi hjá Fé- lagsstofnun stúdenta haustið 1993. umsækjendur um húsnæði hafa aldrei verið fleiri en í ár eða 666 talsins. A bakvið hverja umsókn geta verið fleiri en einn náms- maður þegar um fjölskyldu- eða paraíbúð er að ræða. Við höfum á hinn bóginn ein- beitt okkur að því að reisa ein- staklingsíbúðir því okkur hefur tekist að stytta biðlista eftir fjöl- skylduíbúðum töluvert. Ástand- ið á leigumarkaðnum í Vestur- bænum og Miðbænum er frekar bágborið og leigan hefur hækk- að mjög mikið á almennum leigumarkaði." -Framundan eru hátíðarhöld fyrir nemendur Háskóla ís- lands? „Já, við ætlum að bjóða skemmtidagskrá næstu fjögur fimmtudagskvöld. Öll verða þau á Sólon Islandus og við hefjum dagskrána í kvöld, fimmtudag- inn 15. október, með Megasukki. Þar munu Megas og Súkkat halda tónleika. Eftir viku eða fimmtudagskvöldið 22. október verða Bítlam- ir með spilaspuna og 29. október bjóðum við upp á upplestur þar sem hópur rithöfunda les úr bókum sem koma út fyrir jólin. Síðasta kvöldið eða 5. nóvembr verður svokallað leikhússport þar sem leikarar spinna með aðstoð áhorfenda." Rebekka segir að lokaatburð- urinn verði síðan 13. nóvember en þá býður Félagsstofnun stúd- enta nemendum á ball með Páli Óskari og Casino. -Endar afmælishátíðin með þessu? „Þetta er síðasti dagskrárlið- urinn en við munum þó bjóða ýmis afmælistilboð af og til út árið. Fyrir skömmu bauð Ferða- skrifstofa stúdenta handhöfum ISIC skírteina upp á ferð til Minneapolis á sérstöku tilboði, við verðum með tilboð í kaffi- stofunum í vetur og einnig verða sérstök afmælistilboð í Bóksölu stúdenta." Lokaverkefna- banki hjá Atvinnumið- stöðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.