Morgunblaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 29
MORGUNB LAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998 29 Kjarni ein- lægrar tjáningar ná fram enn fjölbreytilegri texta- túlkun en hér gat að heyra. Að loknu hléi frumflutti Bergþór Pálsson ásamt Kammersveitinni el- egíuna Söknuð í minningu Leifs Þórarinssonar, eftir að tónleikagest- ir höfðu hlýtt á hljóðritun með upp- lestri Halldórs Laxness á kvæði Jó- hanns Jónssonar. Verkið hófst og endaði svipað, eða með samsöng barýtons og horns á orgelpunkti djúpra strengja, fyrst með, en síðast TONLIST Langholtskirkja AFMÆLISTÓNLEIKAR Verk eftir Jón Ásgeirsson. Gradu- alekór, Kammerkór, Kammersveit Langholtskirkju og Bergþór Pálsson u. sij. Jóns Stefánssonar. Langholts- kirkju, þriðjudaginn 13. október kl. 20.30. Morgunblaðið/Jón Svavarason JÓN Ásgeirsson þakkar Bergþóri Pálssyni frumflutninginn á Söknuði. Á bak við þá; Jón Stefánsson stjórn- andi og félagar í Kammersveit Langholtskirkju. í TILEFNI af sjötugsafmæli Jóns Asgeirssonar var efnt til tón- leika í Langholtskirkju á þriðju- dagskvöld, þar sem flutt voru eftir hann kórlög og kórútsetningar eldri og yngri. Þ.á m. voru frumflutt verkin Þrír gleymdir söngvar fyrir kór við ljóð úr Húsi skáldsins eftir Laxness og Söknuður fyrir barýton og hljómsveit við ljóð Jóhanns Jóns- sonar, samið í minningu Leifs Þór- arinssonar tónskálds. Að lokum fluttu Kammerkórinn og Kammer- sveitin 2. þátt, „í gleðinni", úr ís- lenzkum söngdönsum. Kammerkórinn söng fyrst án und- irleiks útsetningu Jóns á Sofðu unga ástin mín; lengst af talið þjóðlag, þó að Jón Þórarinsson hafi fært líkur á að gæti verið eftir Sveinbjörn Svein- bjömsson. Tólfmenningar kórsins sungu af viðeigandi kyrrð og að flestu leyti mjög fallega, þó að væri yfirdrepsskapur af hálfu undirritaðs að þykjast hrifinn af miklum ví- bratohljóm kórsins, sem að hans vit- und gat slagað upp í fornan rúss- neskan kirkjukórastíl þegar mest lét, eins og í Faðir vor þar næst á eftir. Að því frátöldu var söngur kórsins fallega mótaður og mjög vel sam- stilltur, og fór hann sérlega vel með söngvana gleymdu úr Húsi skáldsins, sem voru samdir í einkennilega tíma- lausum stfl, þar sem textavænn ein- faldleikinn hefði jafnt getað verið saminn í gær og fyrir hálfri öld. Það var mikil klassísk heiðríkja yfir þess- um þrem lögum, að viðbættum di'augslegum undirtóni í hinu þriðja („rennur blóð eftir slóð / og dflla ég þér jóð“), og sannaðist hér enn hið gamalreynda, að beztu textarnir fá jafnan bezta útfærslu. Hinum fimmtíu radda Gradu- alekór Langholtskirkju hafa nú bætzt fimm ungir drengjasópranir, sem þegar eru farnir að setja bjart- an anglíkanskan kirkjukórablæ á stúlknafansinn. Kórinn söng íyrst Móðir mín í kví kví, Vísur Vatns- enda-Rósu og Krummi krunkar úti, og komu Vísurnar einna bezt út, enda hvorki eins kröfuharðar um hæð né hraða og fyrsta og síðasta lagið. Hinir fjórir litlu þríradda nú- tímamadrígalar Jóns, „Barnalög“, við ljóð Guðnýjar Arndísar Þórðar- dóttur (1958-73) voru ekki ókeimlík- ir smækkaðri mynd af Gleymdu söngvunum; einfaldar en svipsterk- ar raddfærsluskizzur með hóflegi’i en viðeigandi textamálun þar sem helztu tækifæri gáfust, einkum í 3. (Vetrarkoma). Gradualekórinn söng þessi meistaralegu smálög af mikl- um þokka undir stjórn Jóns Stefáns- sonar. Kammerkórinn söng þessu næst 1. hluta úr kórverki Jóns frá 1977 við Tíminn og vatnið eftir Stein Steinarr, þar sem næmleiki Jóns á íslenzkum texta nýtur sín fram í fingurgóma með einskonar útvíkk- uðum 20. aldar organum-stfl, sem hæfir dulúð og angurværð skáldsins frábærlega vel. Kammerkórinn mót- aði að vanda af mikilli innlifun, en maður gat þó stundum ekki varizt þeirri tilhugsun, að með breytilegri beitingu á víbratói hefði jafnvel mátt 1 1 imm fHifí! f I SsÍÍi 4 M^**jJ* < i&mnmm Kammerkór Langholtskirkju og Gradualekór fluttu verk Jóns Ásgeirssonar á afmælistónleikunum. Á sviðinu er Kammerkórinn og á bak við sér í félaga í Gradualekórnum. án púls. Það var mikill, næm því Brahmskur, höfgi yfir þessu stutta en afar sviphreina verki, og tæplega hefur mörgum hérlendum tónhöf- undi tekizt að tjá jafneftinninnileg- an innileika á jafnfáum mínútum og hér var gert. Afl verksins, sem von- andi ratar á geisladisk áður en allt of langt um líður, var fýrst og fremst fólgið í þeim innblásna ein- faldleika sem eftir verður þegar hismið hefur verið flysjað utan af kjarna einlægrar tjáningar. Bergþór söng á víðfeðmum tilfinningaskala, ýmist af krafti eða mýkt, og Kammersveitin lagði sig auðheyran- lega alla fram. Lokaatriði hinna veglegu afmæl- istónleika var flutningur 2. þáttar úr Islenzkum söngdönsum Jóns frá 1995, þar sem skiptast á stemmur, dansar, leikir og fleira af því tagi sem eitt sinn var meðal fárra dægi-astyttinga íslenzkrar alþýðu, en nú finnst aðeins varðveitt á bók- um safnara eins og Olafs Davíðsson- ar. Þessi tuttugu ýmist útsettu eða frumsömdu atriði við forna þjóð- texta eru, ef frómt skal frá segja, í mismiklu uppáhaldi hjá undirrituð- um, sem einhvern veginn hefði kosið meiri og hrárri „forneskjusvip" yfir heildina, jafnvel þótt hefði kostað tilbúning frá rótum. Því þó að sumt þjóðlagaefnið sé vissulega sérkenni- legt, t.d. ildráttardansinn Vera mátt góður, þá hljómar annað - t.d. Ás- bjarnarkvæði - truflandi líkt „vaudeville" ellegar knæpusöngvum frá Kaupinhöfn Biedermeiertímans, sem kann enn frekar að hafa undir- strikazt af stundum fullhægu tempóvali stjórnandans. En engu að síður sátu eftir í huganum mörg frá- bær kórverk, að ógleymdri harm- söngsperlunni Söknuður, sem gæti átt eftir að verða notuð til jafns við Requiem Jóns Leifs á döprum stundum þjóðarinnar. Ríkarður Ö. Pálsson Lyst ehf., McDonald's á íslandi, þakkar viöskiptavinum góöar móttökur á undanförnum 5 árum. Á þessum tíma höfum viö þjónaö u.þ.b. 4,5 miiljón manns sem borðað hafa 220 tonn af íslensku nautakjöti og 500 tonn af kartöfium! McDonald's ® Itm Austurstræti 20 Suðurlandsbraut 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.