Morgunblaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 52
"*t>2 FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998
AÐSENDAR GREINAR
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
„Skuldir okkar
allra n?“
PAÐ er sjálfsagt
leiðigjarnt að menn
séu sífellt að hræra í
einhverri fortíð. Nú á
dögum virðast líka
margir þeirrar skoðun-
ar að best sé að kasta
syndum sínum aftur
fyrir sig og láta þær
gleymast. Samt skal
hér enn litið til fortíð-
--•*ir, ekki ýkja fjarlægr-
ar.
Frá árdögum sósíal-
ískrar hreyfingar hafa
menn og konur lagt
sinn skerf af kröppum
efnum til margvíslegra
samtaka sem unnu að
bættum hag alþýðu, fátæklinga og
öryrkja. Pótt fólk greindi á um leiðir
voru margir viljugir til að gefa fjár-
muni úr naumum sjóði til hugsjóna
sinna.
Alþýðubandalagið naut lengi
þessarar velvildar alþýðu manna,
fékk framlög margra fórnfúsra ein-
staklinga og byggði þar á eldri
gi-unni. Hundruð og þúsundir
_jpanna og kvenna lögðu sitt litla lóð
á vogarskálar Alþýðubandalagsins
með því að greiða félagsgjöldin,
með því að kaupa kaffi og meðlæti
fullu verði á félagsfundum, með því
að læða klinki í bauk eða kopp eða
láta flokkinn njóta sín á hvern þann
hátt sem fjárhagurinn leyfði. Pað
er líka vel því snöggtum þekkilegra
er að efla starfsemi hugsjónasam-
taka með peningum frá félags-
mönnum en að betla pylsu og kók
frá McDonalds, Vífilfelli eða Aðal-
verktökum.
Barátta vinstri hreyfínga hefur
lengst af verið fjármögnuð með
framlögum einstaklinga, flestra fá-
tækra, nokkurra megandi og fá-
einna auðugra. I annan stað fengu
vinstrimenn auglýsingatekjur með-
an Þjóðvilinn var við lýði. Þess utan
hafa stjórnmálaflokkarnir þegið
framlög af almannafé til starfsemi
sinnar. Meginstyrkur vinstri sam-
taka hefur þó jafnan komið frá fylg-
ismönnum þeiira.
www.mbl.is
Það er ekkert laun-
ungarmál að Alþýðu-
bandalagið hefur lengi
búið við bágan fjárhag.
Samt hafa fjölmargir
styrkt það með tals-
verðum fjámunum, að
minnsta kosti þegar
miðað er við eyri ekkj-
unnar. Pað má því
segja að Alþýðubanda-
lagið hafi verið rekið
fyrir fjárframlög „okk-
ar allra“.
Pað getur vel verið
að það sé nöldur í göml-
um stuðningsmanni Al-
þýðubandalagsins að
æskja svara um það
hvað varð um þá peninga sem hann
og margir aðrir létu renna í flokks-
sjóðinn. En kannski koma fjárreiður
flokksins, þeir peningar sem runnu
út úr blóðmjólkuðum sjóðum flokks-
ins, almennum greiðendum tO
flokksins ekki við. Það má kannski
kalla það fortíðarhyggju að spyrja
um peningamál eins stjórnmála-
flokks svo sem fimm ár aftur í tím-
ann, þó ekki sé lengra farið, t.d. að
inna svara við því hvernig stóð á því
að skuldir voru vantaldar um 18-20
milljónir árið 1995.
Þegar þetta er ritað eru liðnir
nærri tveir mánuðir frá því Ulfar
Fékk umræddur fram-
kvæmdastjóri, spyr Jón
Torfason, margumrætt
bréf um að greiða sinn
skerf af „skuldum
okkar allra“?
Þormóðsson bryddaði á fjármálum
Alþýðubandalagsins í Morgunblað-
inu. Enn hefur ekkert svar borist
frá flokksskrifstofunni. Úlfar ýjaði
að því að bruðlað hefði verið með
fjármuni flokksins og þeim jafnvel
verið varið til einkaneyslu einstakra
starfsmanna flokksins. Ekkert svar
hefur komið við því. Þýðir það að
ásakanir Úlfars séu réttmætar?
Fyrir röskum mánuði spurði und-
irritaður saklausrar spurningar í
þessu sambandi, hvort fyrrverandi
framkvæmdastjóri Alþýðubanda-
lagsins hefði fengið sams konar bréf
og almennir flokksmenn nú í sumar
um að greiða sinn skerf af „skuldum
okkar allra.“ Ekki hef ég fengið svar
við því enn. Því vil ég í lokin ítreka
þessa litlu spurningu til flokks-
kontórsins, fékk umræddur fram-
kvæmdastjóri margumrætt bréf um
að greiða sinn skerf af „skuldum
okkar allra“ sem eru þá væntanlega
hans skuldir líka?
Höfundur cr íslenskufræðingur.
Jón
Torfason
TIL HVERS ER FÉLAG
ELDRI BORGARA?
ÉG HLÝT að hafa
misskilið stefnuskrá og
tflgang Félags eldri
borgara. Ég hélt eins
og fleiri, að tflgangur
félagsins væri að berj-
ast með kjafti og klóm
fyrir betri lífskjörum
okkur eldri borguimm
til handa.
Mér finnst það í
sannleika hart að í for-
svari fyrir okkar mál-
stað skuli vera fyrr-
verandi stjómmála-
maður, sem ætti að
vera öllum hnútum
kunnugur, en lætur sér
nægja að skrifa nokkr-
ar greinar í Moggann á ári til mála-
mynda.
Brotið gegn
fjölda samninga
Umræðuefni mitt er skerðing á
gi-eiðslum, sem ég tel brot á lögum
um almannatryggingar frá árinu
1935, en við þau lög miðuðust
tryggingagreiðslur upphaflega.
Auk þess er brotið gegn alþjóða-
samningum um borgaraleg og
stjómmálaleg réttindi fólks, sam-
kvæmt alþjóðlegum samningum
frá árinu 1966, sem Island er aðili
að, með undirskrift. Að auki brýtur
skerðingin gegn Mannréttindasátt-
mála Evrópu og Stjórnarskrá Is-
lands. Þess vil ég geta, að bætur
hjóna em skertar um 50% ef annað
hjóna „vinnur úti“. Þessi skerðing
er ólögmæt samkvæmt stjórn-
sýslulögum, samkvæmt jafnrétt-
islögum og auk þess er bannað að
mismuna fólki tekjulega, sam-
kvæmt mannréttindayfirlýsingu
Sameinuðu þjóðanna frá árinu
1948.
Alþingi Islendinga hefur fullgilt
alla fyrmefnda samninga og al-
þjóðasáttmála. Mér finnst skrýtið,
að hvorki Páll Gíslason, formaður
Félags eldri borgara, né Helgi Selj-
an, formaður Öryrkjabandalags Is-
lands, skuh minnast á þessi mann-
réttindabrot og alþjóðasamþykktir,
þrátt fyrir að annar hafi verið þing-
maður og hinn borgarfulltrúi. Get-
ur verið að þeir geri sér ekki grein
fyrir að margir samlandar þeirra
og jafnaldrar eigi ekki fyrir salti í
grautinn? Getur það verið að ríkið
borgi þeim svo rífleg eftirlaun, að
þeir sjái sér ekki hag í því að berj-
ast fyrir sanngjömum launum tfl
handa samlöndum, sem ekkert hafa
gert af sér annað en að fiska fyrir
samfélagið?
Getur það verið að
þessir herramenn séu
með þær tekjur á
mánuði sem nægi til
þess, að þeir gleymi
að berjast fyrir þeim
hópi fólks sem þeim
er trúað fyrir? Þessir
tveir herramenn, ann-
ar fyrram borgarfull-
trúi sjálfstæðismanna
til margi-a ára og hinn
forystumaður sósí-
alista, sitja nú í hæg-
indastólum og ráða
ráðum eldri borgara,
eða hvað?
Mér finnst skrýtið
að hvorki Páll Gísla-
son, formaður Félags eldri borg-
ara, eða Helgi Seljan, formaður
Öryrkjabandalags Islands, skuli
nefna þessi brýnustu málefni í
ræðum og skrifum sínum.
Ég hefí farið fram á
gjafsókn, segir Einar
Grétar Björnsson,
varðandi málshöfðun á
hendur Trygginga-
stofnun ríkisins vegna
skerðingar sem ég tel
brot á lögum.
Getur það verið að sumum
mönnum sé sama um hag náung-
ans, ef þeir hafa sjálfir sæmilega
til hnífs og skeiðar?
Fannst ekki
mikið til um
Er það ekki sárt að horfa á tvo
fyrrum „verkalýðsleiðtoga" leiða
félaga sína til vansæmdar hvað
varðar lífskjör?
Það er kannski mál til komið að
ýmsir karlar verði teknir í gegn.
Tökum sem dæmi tvo fyrrverandi
verkalýðsleiðtoga. Horfum á Karl
Steinar, forstjóra Tryggingastofn-
unar ríkisins, sem ráðinn var í
starfið eftir pólitískum forskrift-
um. Hinn verkalýðsforinginn fyrr-
verandi er núverandi fram-
kvæmdastjóri Landssambands
ellilífeyrisþega, Benedikt Davíðs-
son, íýrrum forseti Alþýðusam-
bands Islands.
Ég skrifaði Karli Steinari, for-
stjóra, bréf og benti honum á fyrr-
greindar skerðingar og mannrétt-
indabrot gagnvart ellilífeyrisþeg-
um. Karli Steinari fannst nú ekki
mikið til um ábendingar mínar.
Þessir greifar hafa nú ekki mikið
að segja við svoddan ábendingum,
enda fyrram alþingismenn og
málsvarar lítilmagnans í þjóðfélag-
inu. Þessir ágætu menn virðast
hafa sofið, eða „láta sem svo“, sam-
anber: „Ég læt sem ég sofi“. Þeir
virðast ekki vita undir hvað þeir
hafa skrifað.
Ég hefi lengi barist fyrir því að
umrædd skerðingarmál séu tekin
fyrir á ýmsum vettvangi. Ég
skrifaði á sínum tíma háttvirtum
umboðsmanni alþingis og _ fékk
svar átta mánuðum seinna. Ég fór
á fund Ragnars Jörundssonar,
framkvæmdastjóra Félags eldri
borgara, og Páls Gíslasonar, for-
manns sama félags. Þeir félagar
létu mjög líklega varðandi erindi
mitt og ástæða væri til málshöfð-
unar. Þeir spurðu hvort skrifa
mætti mig fyrir málinu og sam-
þykkti ég það að sjálfsögðu. Áður
hafði ég fengið Páli alla mína
pappíra. Fjórum mánuðum eftir
að ég lét þá hafa gögnin var ég
boðaður á fund hjá Félagi eldri
borgara til að ræða nánari að-
gerðir. Sá fundur stóð í tíu mínút-
ur. Páll þurfti að sinna nokkrum
eldri borgurum og sýna þeim
Heiðmörk og Vatnsveituna eins
og þeir hefðu aldrei séð það áður,
en Ragnar þurfti að fara á áríð-
andi fund. Á þeim tíu mínútum
sem ég fékk til fundar við þessa
ágætu menn spurðu þeir mig
hvort ég hefði hreint sakavottorð.
Ég sagði sem satt er, að svo væri.
Þá virtist þeim öllum lokið og
slitu fundi.
Ég var satt að segja nokkuð
vonsvikinn og miður mín yfír mót-
tökunum hjá þessum „forsvars-
mönnum“ mínum og annarra eldri
borgara. Það var því ekki fyrr en
rúmum mánuði seinna að ég tók í
mig kjark og hringdi í Ragnar Jör-
undsson og spurði nánar út í erindi
mín. Ragnari vafðist tunga um
tönn, en sagði loks: „Einar Grétar,
þú átt ekkert erindi í Félag eldri
borgara. Þú ert hjartasjúklingur
og átt að vera í félagi öryrkja.“
Síðan ympraði Ragnar á einhverri
nefnd sem stofnuð hefði verið
varðandi þau málefni sem ég hefi
borið fyrir brjósti. Það sem mér
þótti skuggalegast var, að þessi
aðgerðarnefnd, sem stofnuð var
fyrir nokkrum misserum, skuh
ekkert hafa gert.
Einar Grétar
Björnsson