Morgunblaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 46
*46 FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Sambandsflokkur um
silkikapítalisma?
„SJALFAN sig get-
ur maður aldrei selt
öruvísi en með tapi,“
sagði gi-eindur maður
fyrir tæpum fimmtíu
ánim. Þeirri kenningu
hefur ekki verið hnekkt
svo ég viti til, og hún
hefur verið mér ofar-
lega í huga vegna
fjeh-ra pólitísku um-
brota sem hafa ein-
kennt undanfarna mán-
uði. Síst hefur skort á
tilefni til að hafa þessi
óbrigðulu sannindi yfír
og eitt skrautlegt bætt-
ist í safnið í Morgun-
blaðinu 7. október sl.
Hagfræðileg nauðsyn?
Þar birtist grein eftir Þorstein
Gunnarsson, fjölmiðlafræðing í Vest-
mannaeyjum, undir yfirskriftinni
„Samvinna vinstrimanna er hag-
fræðileg nauðsyn“. Þar fullyrðir
greinarhöfundur að valdagræðgi ein-
staklinga hafí skaðað íslenska
iinstrihreyfingu í gegnum tíðina og
kúgað ,4-ökhyggju samfylkingarskyn-
seminnar", sem virðist mikið hugtak á
prenti. Það sem helst verður lesið út
úr greininni í heild er að sameining
flokka í þeim tilgangi að komast til
valda sé skynsamleg og aldrei of dýru
verði keypt. Þessi speki er þeim mun
merkilegri þegar litið er á hvemig
Þorsteinn telur svo skynsamlegt að
grýta þá sem hafa sagt skilið við
„flokkinn". Líkt og greinin í heild er
varla nema hluti þess máls svaraverð-
ur, t.d. er ekki nema fyrir einstök
'“brotahöfuð að skiija hvemig mægðir
fólks verða að rökum í pólitískri um-
ræðu. En víst er að Hjörleifur Gutt-
ormsson yrði hvergi á fólskum for-
sendum nema í væntanlegri samíylk-
ingu. Það fólk sem hefur ákveðið að
mynda nýja hreyfingu til vinstri á það
sameiginlegt að hafa tekið sína
pólitísku sannfæringu fram yfir hina
hagfræðilegu nauðsyn.
Regnhlífarsamtök -
sambandsflokkur
Það er rétt hjá Þorsteini að Alþýðu-
bandalagið hefur að undanfómu verið
að þokast til hægri án þess að breyt-
ast í hreinræktaðan krataflokk. Sú
þróun hófst að marki fyrir rúmum tíu
-,árum og hefur kostað sitt. Uppgjörið i
sumar var aðeins endapunktur henn-
ar og það er ósanngjamt að eigna
núverandi formanni flokksins slíkt ill-
virki að hafa spúlað fólki út af dekk-
inu. Afgreiðsla aukalandsfundar var
auðvitað meira en stuðningur við for-
manninn, enda tillaga stóraukin og
flutt af meira en tíu manns áður en yf-
ir lauk.
Þessi hugmynd um
foringjadýrkun er önnur
af meginstoðum þess
flokks sem Þorsteinn tel-
ur nauðsynlegt að til
verði á næstunni. Hin er
að stjómarandstæðingar
beri gæfu til að bæla
skoðanir sínar í þágu
samstarfsins, að fyrir-
mynd andstæðinganna.
Það sem helst sameinar
A-flokkana að hans mati
er svipuð heildarsýn á
stjómmálin og sú trú að
Sjálfstæðisflokkurinn sé
höfuðandstæðingurinn.
Steinþór Þetta hefur Alþýðu-
Heiðarsson flokkurinn svo lfldega
sýnt í verki með því að
starfa í ríkisstjóm með höfuðóvinin-
um í aðeins 17 ár á síðustu fjórum ára-
tugum. Hvað hafa kratar varið mörg-
um árum í vinstristjómir á sama
tíma?
Regnhlífarsamtök þeirra sem vilja
Helst verður lesið út úr
grein Þorsteins í heild,
segir Steinþdr Heiðars-
son, að sameining
flokka í þeim tilgangi
að komast til valda sé
Ertu búinn að
skipta um olíusíu?
Komdu í skoðun
skynsamleg og aldrei of
dýru verði keypt.
ná völdunum af hægriflokkunum
munu með tímanum breytast í ein-
hvers konar sambandsflokk. Fyrsta
áfanga er þegar náð, Kvennalistinn er
endanlega horftnn í skoðanakönnun-
um, Alþýðubandalagið mælist varla
lengur og Alþýðuflokkurinn hangir
þar á horriminni. Þegar sameiningin
er yfirstaðin mun þessi flokkur eðli-
lega sækja inn á miðjuna því þar er
eftir miklu fylgi að slægjast.
Sambandsflokkur um hvað?
Fyrstu tónarnir í raunverulegri
pólitík sambandsflokksins hafa þeg-
ar verið slegnir í umræðunni á síð-
ustu vikum. Ágúst Einarsson full-
vissaði sína kjósendur um það í
Morgunblaðsgrein 25. september sl.
að málefnapakkinn gerði ekki ráð
fyrir neinum meginbreytingum á ut-
anríkisstefnu Islands. Guðný Guð-
björnsdóttir tók í sama streng í um-
ræðum um stefnuræðu forsætis-
ráðherra 1. október sl. Fyrir
skömmu átti Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir orðastað við Vilhjálm
Egilsson um útgjöld til velferðar-
mála í morgunútvarpi Rásar 2, og
talaði allan tímann að hætti hægri-
manna um dýra og ódýra sjúklinga.
Loks hefur formaður Alþýðuflokks-
ins tekið fram að hann vilji ekki úti-
loka stjórnarsamstarf við Sjálf-
stæðisflokkinn. Það var ekki að
heyra að þar færi maður sem ætlaði
sér að koma „höfuðóvininum“ frá.
Falleg orð á blaði koma fyrir lítið
þegar fólk opinberar sína raunveru-
legu pólitísku sannfæringu með
. þessum hætti. Málefnapakkinn góði
hefur litlum breytingum tekið frá því
að vinnunefndir flokkanna þriggja
skiluðu af sér. Bæði Hjörleifur og
Steingrímur tóku þátt í því starfi svo
sem langt sem það náði, og báðir
skiluðu séráliti. Pólitísk sannfæring
þeirra leyfði þeim ekki að berast
með sfraumnum í von um völd og
áhrif. Áherslur málefnapakkans hafa
lengi legið fyrir frá því á aukalands-
fundinum í sumar. Síðan hefur hann
verið í nokkurs konar nýrnavél til
þess að skilja út það lakasta án sjá-
anlegs árangurs. Ut úr nýi'navélinni
mun á endanum koma verkefnaskrá
og þar á eftir stefnuskrá fyrir kosn-
ingar í vor.
Tilgangurinn mun helga meðulin.
Ef sameiginlega framboðið ætlai' að
ná fjöldafylgi kallar það á kosninga-
baráttu að hætti evrópskra krata-
flokka. Áherslurnar verða svipaðar
og hjá núverandi ríkisstjóm, frjáls-
hyggjunni verður kyngt í grundvall-
aratriðum en henni gefið silkimjúkt
félagslegt yfirbragð til að gera fram-
boðið meira aðlaðandi. Afraksturinn
verður straumlínulagaður miðju-
flokkur sem getur fengið meira en
þessi þreytandi 10%. Hann getur
hins vegar aldrei orðið trúverðugur
vegna þess að hinn hugmyndafræði-
lega grunn vantar.
Þingmenn hverra?
í einum af hápunktum sálfræði-
legrar greiningar Þorsteins á þing-
mönnum óháðra kemst hann að
þeirri niðurstöðu að þeir hafi verið
þingmenn fyrir fjölskyldur sínar og
að auki „með rofín raunveruleika-
tengsl“. Kannski ætti fjölmiðla-
fræðingurinn að taka netið í gagnið
og kynna sér þau mál sem þing-
mennirnir hafa flutt. Ef afnám við-
skiptabanns á Irak, aukinn hlutur
hins opinbera í tannlæknakostnaði
ungmenna, umhverfismat fyrir
Fljótsdalsvirkjun og afnám komu-
gjalda á heilsugæslustöðvar eru fjöl-
skyldumál þessara þingmanna, þá er
ættarveldi þeirra mikið og teygir sig
víða um heimsbyggðina. Orlítil þekk-
ing á þjóðmálaumræðunni hefði
getað forðað fjölmiðlafræðingnum
frá því að bera fram jafn niðurlægj-
andi rangfærslur.
En eitt er hins vegar alveg rétt
hjá Þorsteini og ber að halda til
haga. Þeim sem fylgdu sinni sann-
færingu út úr sameiningarum-
ræðunni líður vel.
Höfundur er starfsmadur þing-
flokks óháðra.
ITOYOTA
ULMMU
Nýbýlavegi 4-8
S. 563 4400
Reykvíkingar
Munið
borgarstjórnarfundinn
í dag kl. 17.00
sem útvarpað er á
l\lær
Reylqavíkiidboi^
Skrifstofa borgarstjóra
Falskt öryggi
dulkóðunar
í UMRÆÐUNNI
um miðlægan heilsu-
farsgagnagrunn hefur
lítillega verið rætt um
dulkóðun og þær að-
ferðir sem nota á til að
vernda upplýsingar
sem þar eru geymdar.
í þessari umræðu hef-
ur alveg gleymst að
spyrja einnar spurn-
ingar og það er hvort
hægt sé að dulkóða
heilsufarsgagnagrunn
sem inniheldur ætt-
fræðiupplýsingar. All-
ar þær dulkóðunarað-
ferðir sem lýst hefur
verið í fjölmiðlum hafa
það markmið að koma upplýsingum
í gagnagrunninn þannig að öruggt
sé að aðeins sá sem sendir upplýs-
ingarnar til gagnagrunns viti um
hverja þær eru. Nýjasta útfærslan
á dulkóðun felst í þrefaldri
dulkóðun. Það á að telja þjóðinni trú
um að upplýsingarnar séu það
brenglaðar að ekki sé hægt að per-
sónugreina einstakling í grunnin-
um.
Nýjasta útfærslan felst í þrefaldri
Upplýsingar í gagna-
grunninum eru per-
sónugreinanlegar, segir
Oddur Þór Þorkelsson,
á meðan ættfræðiupp-
lýsingar eru geymdar.
dulkóðun þar sem tvö þrep
dulkóðunarinnar eru aðeins í aðra
áttina og það þriðja þannig að hægt
er að afbrengla hana með lykli.
Ástæðan fyrir þessum þremur
þrepum er góð, en þau hafa í raun
lítið með brenglun upprunalegu
gagnanna að gera. Þegar kennitala
er brengluð verður til önnur tala
sem er bara ný kennitala fyrir ein-
staklinginn. Það að búa til nýja
kennitölu þrisvar bætir ekki brengl-
un upphaflegu kennitölunnar.
Þarna á máltækið „allt er þegar
þrennt er“ ekki við. Ástæðan fyrir
þessum auknu dulkóðunum er
vemdun upplýsinganna á leið þeirra
í granninn og sennilega trygging
þess að hægt sé að hafa eftirlit með
grunninum. Meðal annars til að
staðfesta að upplýsingar um þá ein-
staklinga sem ekki vilja vera í
gagnagrunninum séu ekki þar.
Gerum nú ráð það fyrir að þessi
þrjú þrep séu 100% örugg og að
ekki sé nein leið til að vita hvaða
kennitala er hvað eftir dulkóðun. Til
þess að eitthvert gagn verði að
gagnagrunninum þarf alltaf að
framkvæma dulkóðunarskrefm
eins, þannig að sama kennitala rati
ávallt á réttan stað. Þetta gildir
einnig um ættfræðigrunninn. Þetta
þýðir að Islensk erfðagreining mun
hafa aðgang að ættfræðigrunni sem
er bæði brenglaður og óbrenglaður.
Þessu myndu dulkóðunarsér-
fræðingar án efa hlæja að, enda
þarf ekki lengur að reyna brjóta
eitthvert dulkóðunaralgrím, heldur
eingöngu að bera saman ætt-
fræðigrunnana til að finna hvaða
brenglaða kennitala er hvað í
óbrenglaða grunninum.
Þetta er í raun auðveld-
ara en það sýnist við
fyrstu sýn. Það eina
sem þú þarft að gera er
að horfa á ættartréð
þitt og búa til texta-
streng sem myndi lýsa
stöðu þinni í trénu.
Þetta má gera t.d. á
eftirfarandi máta.
Fyrst skrifar þú nið-
ur fjölda systkina
þinna. Því næst skrif-
arðu niður fjölda systk-
ina móður þinnar og
svo fjölda föður þins.
Skrifaðu niður fjölda
systkina ömmu þinnar i
móðurætt og svo afa þins í móð-
urætt. Skrifaðu niður fjölda systk-
ina ömmu þinnar í föðurætt og svo
afa þíns í fóðurætt. Þannig er haldið
áfram upp ættartréð og brátt verð-
ur til strengur sem lýsir þér í ættar-
trénu. Þennan sama streng má svo
finna í brenglaða ættargranninum.
Þá munt þú ekki bara þekkja þig
sjálfan heldur einnig alla ættingja
þína í dulkóðaða ættargrunninum.
Til að bæta áreiðanleika þessarar
leitar mætti bæta í ættartrés-
fingrafarið fleiri upplýsingum úr
ættartrénu, svo sem kyni, afrúnuð-
um aldri, afrúnuðu fæðingarári og
afrúnuðu dánarári. Allar þessar
upplýsingar ykju aðeins áreiðan-
leika og gerðu það að verkum að
ekki þyrfti að labba langt eftir ætt-
artrénu áður en einkvæmt ættarf-
ingrafar yrði til. I raun skiptir ekki
máli hveraig þú gengur ættartréð á
meðan þú gengur eins í báðum ætt-
argrunnunum.
Nú má með einföldum hætti bera
saman þessa ættarstrengi til að
finna sama ættarfingrafar. Það eina
sem Islensk erfðagreining þarf nú
að gera er að ná í réttar kennitölur
úr óbrenglaða ættfræðigrunninum
og eru þá allir í þínu ættartré
þekktir. Nú á IE ættfræðigrunn
sem inniheldur bæði brenglaðar og
óbrenglaðar kennitölur saman og til
þess þurfti aldrei að ráða neina
dulkóðun og skiptir áreiðanleiki
dulkóðunarinnar því ekki lengur
máli. Ekki þarf að finna alla ein-
staklinga með ættarfingrafari, held-
ur aðeins nokkra og þeir opna svo
leið til að finna alla aðra sem
geymdir eru í brenglaða grunnin-
um. Upplýsingar í gagnagrunninum
eru því persónugreinanlegar á með-
an ættfræðiupplýsingar eru geymd-
ar.
Áðurnefnd aðferð getur að vísu
ekki fundið alla einstaklinga með
einkvæmum hætti, en hún fer langt
með að finna þá alla. Með því að
breyta þessu algrími lítillega verður
að minnsta kosti eitt vandamál eftir.
Það er að greina milli systkina sem
eru af sama kyni og eiga sama ætt-
artré af börnum og barnabörnum.
En með tímanum verður þetta ekki
lengur vandamál. Með því að fylgj-
ast með breytingum á ættargrunn-
inum munu þessir fáu einstaklingar
sem þetta á við hverfa smátt og
smátt. Það mun því ekki taka ein-
hverjar aldir að brjóta alla þessa
dulkóðun, heldur aðeins nokkra
daga eða vikur og smáþolinmæði til
að fylla upp í þau skörð sem eftir
eru.
Höfundur er tölvunarfræðingur.
Oddur Þór
Þorkelsson
Gœðavara
Gjdíavdra — indlar oq kaífislell
Allir veröflokkar. .
ffeimsfrægir hönnuðir
m.a. Gianni Versate.
VERSLUNIN
Lnugavegi 52, s. 562 4244.