Morgunblaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998 15 AKUREYRI LANDIÐ Fiskur á þurru landi? VÍÐAVANGSHLAUP fslands var haldið á Hrafnagili síðastliðinn laugardag. Urslit í sveitakeppi urðu þau að í flokki stelpna 12 ára og yngri fór sveit UMSE með sigur af hólmi og einnig í flokki stráka 12 ára og yngri. Lið UFA vann í flokki telpna 12-13 ára og lið UMSE í sama aldursflokki stráka, í flokki sveina 15 til 16 ára urðu FH-ingar hlutskarpast- ir. Konur, 17 ára og eldri í sveit IR, sigruðu í sínum flokki og í flokki karla 19 til 39 ára urðu ÍR- ingar einnig fljótastir í markið. Katla Ketilsdóttir, UMSE, varð í fyrsta sæti í flokki stelpna 12 ára og yngri og Þorgils Magnús- son einnig í UMSE í sama flokki stráka. Rakel Ingólfsdóttir, ÍR, vann í flokki telpna 13 til 14 ára, Ómar Freyr Sævarsson, UMSE, sigraði í flokki 13 til 14 ára pilta, Gígja Gunnarsdóttir, ÍR, varð fyrst meyja, 15 til 16 ára, í mark- ið og Björgvin Víkingsson, FH. Stefán Agúst Hafsteinsson, IR, varð fyrstur í flokki drengja 17 til 18 ára og Bryndís Ernstdóttir, IR, varð fyrst í flokki kvenna 17 ára og eldri. Daníel Smári Guð- mundsson, IR, kom fyrstur karla 19 til 39 ára í mark en í flokki öldunga var það Ingvar Garðars- son, HSK. Fjarnám til meistaragráðu í hjúkrunarfræði Kynningarfundur á sex stöðum HÁSKÓLINN á Akureyri í sam- vinnu við Manchester-háskóla í Bretlandi býður upp á fjarnám til meistaragráðu í hjúknmarfræði. Aætlað er að námið taki tvö ár og hefst það í lok janúar 1999. Gert er ráð fyrir að hjúkrunarfræðingar geti stundað námið jafnhliða að minnsta kosti hálfu starfi. Inntöku- skilyrði er B.S. gráða í hjúkrunar- fræði ásamt starfsreynslu. Kynningarfundur um meistara- gráðunámið verður haldinn í dag, fimmtudaginn 15. október kl. 15 á sex stöðum samtímis með hjálp fjarfundarbúnaðar. Staðirnir eru Háskólinn á Akureyri, Þingvalla- stræti 23, 1. hæð, í stofu 14, Fram- haldsskóli Vestfjarða, ísafirði á 2. hæð í heimavist, Menntaskólinn á Egilsstöðum, 1. hæð, í stofu 2, Verkmenntaskóli Austurlands, 3. hæð, í stofu 11, Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu,_ 1. hæð, í stofu 4 og í Háskóla Islands, Fé- lagsvísindadeild, Odda, í kjallara. Upplýsingai- um námið fást hjá Þóru Ragnheiði Stefánsdóttur skrifstofustjóra heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri og hjá Sigríði Halldórsdóttur forstöðumanni heil- brígðisdeildar. Fundur um fj árhagsáætlun BÆJARSTJÓRN Akureyrar sam- þykkti fyrir nokkru að fjárhagsá- ætlun fyrir næsta ár, 1999, verði unnin sem rammafjárhagsáætlun. Af því tilefni var efnt til upplýs- ingafundar með starfsmönnum bæjarins, deildarstjórum, for- stöðumönnum stofnana og for- mönnum nefnda þar sem breyting- ar við gerð áætlunarinnar voru kynntar. Markmiðið með rammafjárhags- áætluninni er þríþætt; að áætlun um rekstrarútgjöld bæjarins grundvallist á fyrirsjáanlegum tekjum, að ábyrgðarmörk verði skýr og að aukið verði athafnafrelsi í rekstri málaflokka. Hvolsvelli - Miklir vatnavextir urðu í Þórsmörk sl. sumar og haust sem m.a. leiddu til þess að flugbrautin þar eyðilagðist af völdum Markarfljótsins. En fleiri ár voru komnar með ferðaþrá og eins og sést á þessari mynd sem Óskar Siguijónsson hjá Austurleið tók. Fyrir tveimur ár- um voru tvær göngubrýr reistar á leiðinni inn í Mörk. Önnur þeirra var yfir Steinholtsá en er það ekki lengur, því nú rennur áin í tveimur álum sitt hvorum megin við göngubrúna og gerir hún nú lftið gagn fyrir göngufólk. Má segja að brúin minni nú fremur á fisk á þurru landi en samgöngubót. Skyndi- hjálpar- námskeið Tálknafirði - Á dögunum hélt Tálknafjarðarhreppur tvö námskeið í skyndihjálp fyrir starfsfólk sitt. Kennari á námskeiðinu var Ingi- björg Inga Guðmundsdóttir og fór kennslan fram í annarri af nýju skólastofunum í grunnskólanum. Farið var í marga þætti sem tengjast fyrstu hjálp og viðbrögðum á slysstað. Markmiðið með nám- skeiðinu var að gera starfsfólk sveitarfélagsins hæfara til þess að bregðast við ef óhöpp eða slys verða á vinnustað og þar með auka öryggi þeirra sem þjónustuna sækja. Margar af stofnunum sveitarfélags- ins eru fjölmennar og má þar nefna grunnskólann, leikskólann og sund- laugina. Námskeiðið var mjög vel sótt og má segja að því sem næst allir starfsmenn sveitarfélagsins hafi sótt námskeiðið. Morgunblaðið/Finnur Pétursson INGIBJORG I. Guðmundsdóttir leiðbeinir starfsmönnum Tálknafjarðarhrepps á skyndihjálparnámskeiði. Morgunblaðið/Sigríður Ingvai'sdotúr UNGLINGAFLOKKUR. Talið frá vinstri: Sverrir Kárason, Einar Hjálmarsson og Hreinn Július Ingvarsson. KARLAFLOKKUR. Frá vinstri: Ingvar Kr. Hreins- son, Benedikt Þorsteinsson og Þorsteinn Jóhannsson. Golfmót Islandsflugs á Siglufírði Siglufirði - Golfmót íslandsflugs hefur verið í gangi á Siglufirði í sumar og var verðlaunaafhending fyi-ir samanlagðan árangur í móta- röðinni fyrir skömmu. Alls var keppt tíu miðvikudaga og spilaðar 9 holur í hvert skipti en 5 bestu skipt- in hjá hverjum keppanda voru met- in. Lokastaða Islandsflugsmótsins var þessi: Unglingaflokkur: 1. sæti Einar Hrafn Hjálmarsson á 226 höggum, 2. sæti Sverrir Bergvin Kárason á 265 höggum, 3. sæti Hreinn Júlíus Ingvarsson á 269 höggum og 4. sæti Örvar Tómasson á 380 höggum. Karlaflokkur: 1. sæti Benedikt Þorsteinsson á 226 höggum, 2. sæti Ingvar Kr. Hreinsson á 235 högg- um, 3. sæti Þorsteinn Jóhannsson á 238 höggum, 4. sæti Kári Hreinsson á 251 höggi, 5. sæti Þór Jóhannsson á 265 höggum og 6. sæti Ólafur Þór Ólafsson á 291 höggi. Að sögn Ingvars Hreinssonar, formanns Golffélags Siglufjarðar, hefur talsverð gróska verið í golf- starfinu á Siglufirði í sumar þrátt fyrir óhagstæða veðráttu. Það má m.a. þakka bættri aðstöðu sem og golfkennslu sem golffélagið stóð fyrir í sumar. Leiðbeinandi var Nökkvi Gunnarsson, fyrrverandi unglingalandsliðsmaður í golfi, og var kennslan ætluð byrjendum jafnt sem lengra komnum. I sumar var sett vallarmet á golf- velli Siglfirðinga sem er inni í Hóls- dal og var það Benedikt Þorsteins- son sem fór níu holurnar á 35 högg- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.