Morgunblaðið - 15.10.1998, Síða 15

Morgunblaðið - 15.10.1998, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998 15 AKUREYRI LANDIÐ Fiskur á þurru landi? VÍÐAVANGSHLAUP fslands var haldið á Hrafnagili síðastliðinn laugardag. Urslit í sveitakeppi urðu þau að í flokki stelpna 12 ára og yngri fór sveit UMSE með sigur af hólmi og einnig í flokki stráka 12 ára og yngri. Lið UFA vann í flokki telpna 12-13 ára og lið UMSE í sama aldursflokki stráka, í flokki sveina 15 til 16 ára urðu FH-ingar hlutskarpast- ir. Konur, 17 ára og eldri í sveit IR, sigruðu í sínum flokki og í flokki karla 19 til 39 ára urðu ÍR- ingar einnig fljótastir í markið. Katla Ketilsdóttir, UMSE, varð í fyrsta sæti í flokki stelpna 12 ára og yngri og Þorgils Magnús- son einnig í UMSE í sama flokki stráka. Rakel Ingólfsdóttir, ÍR, vann í flokki telpna 13 til 14 ára, Ómar Freyr Sævarsson, UMSE, sigraði í flokki 13 til 14 ára pilta, Gígja Gunnarsdóttir, ÍR, varð fyrst meyja, 15 til 16 ára, í mark- ið og Björgvin Víkingsson, FH. Stefán Agúst Hafsteinsson, IR, varð fyrstur í flokki drengja 17 til 18 ára og Bryndís Ernstdóttir, IR, varð fyrst í flokki kvenna 17 ára og eldri. Daníel Smári Guð- mundsson, IR, kom fyrstur karla 19 til 39 ára í mark en í flokki öldunga var það Ingvar Garðars- son, HSK. Fjarnám til meistaragráðu í hjúkrunarfræði Kynningarfundur á sex stöðum HÁSKÓLINN á Akureyri í sam- vinnu við Manchester-háskóla í Bretlandi býður upp á fjarnám til meistaragráðu í hjúknmarfræði. Aætlað er að námið taki tvö ár og hefst það í lok janúar 1999. Gert er ráð fyrir að hjúkrunarfræðingar geti stundað námið jafnhliða að minnsta kosti hálfu starfi. Inntöku- skilyrði er B.S. gráða í hjúkrunar- fræði ásamt starfsreynslu. Kynningarfundur um meistara- gráðunámið verður haldinn í dag, fimmtudaginn 15. október kl. 15 á sex stöðum samtímis með hjálp fjarfundarbúnaðar. Staðirnir eru Háskólinn á Akureyri, Þingvalla- stræti 23, 1. hæð, í stofu 14, Fram- haldsskóli Vestfjarða, ísafirði á 2. hæð í heimavist, Menntaskólinn á Egilsstöðum, 1. hæð, í stofu 2, Verkmenntaskóli Austurlands, 3. hæð, í stofu 11, Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu,_ 1. hæð, í stofu 4 og í Háskóla Islands, Fé- lagsvísindadeild, Odda, í kjallara. Upplýsingai- um námið fást hjá Þóru Ragnheiði Stefánsdóttur skrifstofustjóra heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri og hjá Sigríði Halldórsdóttur forstöðumanni heil- brígðisdeildar. Fundur um fj árhagsáætlun BÆJARSTJÓRN Akureyrar sam- þykkti fyrir nokkru að fjárhagsá- ætlun fyrir næsta ár, 1999, verði unnin sem rammafjárhagsáætlun. Af því tilefni var efnt til upplýs- ingafundar með starfsmönnum bæjarins, deildarstjórum, for- stöðumönnum stofnana og for- mönnum nefnda þar sem breyting- ar við gerð áætlunarinnar voru kynntar. Markmiðið með rammafjárhags- áætluninni er þríþætt; að áætlun um rekstrarútgjöld bæjarins grundvallist á fyrirsjáanlegum tekjum, að ábyrgðarmörk verði skýr og að aukið verði athafnafrelsi í rekstri málaflokka. Hvolsvelli - Miklir vatnavextir urðu í Þórsmörk sl. sumar og haust sem m.a. leiddu til þess að flugbrautin þar eyðilagðist af völdum Markarfljótsins. En fleiri ár voru komnar með ferðaþrá og eins og sést á þessari mynd sem Óskar Siguijónsson hjá Austurleið tók. Fyrir tveimur ár- um voru tvær göngubrýr reistar á leiðinni inn í Mörk. Önnur þeirra var yfir Steinholtsá en er það ekki lengur, því nú rennur áin í tveimur álum sitt hvorum megin við göngubrúna og gerir hún nú lftið gagn fyrir göngufólk. Má segja að brúin minni nú fremur á fisk á þurru landi en samgöngubót. Skyndi- hjálpar- námskeið Tálknafirði - Á dögunum hélt Tálknafjarðarhreppur tvö námskeið í skyndihjálp fyrir starfsfólk sitt. Kennari á námskeiðinu var Ingi- björg Inga Guðmundsdóttir og fór kennslan fram í annarri af nýju skólastofunum í grunnskólanum. Farið var í marga þætti sem tengjast fyrstu hjálp og viðbrögðum á slysstað. Markmiðið með nám- skeiðinu var að gera starfsfólk sveitarfélagsins hæfara til þess að bregðast við ef óhöpp eða slys verða á vinnustað og þar með auka öryggi þeirra sem þjónustuna sækja. Margar af stofnunum sveitarfélags- ins eru fjölmennar og má þar nefna grunnskólann, leikskólann og sund- laugina. Námskeiðið var mjög vel sótt og má segja að því sem næst allir starfsmenn sveitarfélagsins hafi sótt námskeiðið. Morgunblaðið/Finnur Pétursson INGIBJORG I. Guðmundsdóttir leiðbeinir starfsmönnum Tálknafjarðarhrepps á skyndihjálparnámskeiði. Morgunblaðið/Sigríður Ingvai'sdotúr UNGLINGAFLOKKUR. Talið frá vinstri: Sverrir Kárason, Einar Hjálmarsson og Hreinn Július Ingvarsson. KARLAFLOKKUR. Frá vinstri: Ingvar Kr. Hreins- son, Benedikt Þorsteinsson og Þorsteinn Jóhannsson. Golfmót Islandsflugs á Siglufírði Siglufirði - Golfmót íslandsflugs hefur verið í gangi á Siglufirði í sumar og var verðlaunaafhending fyi-ir samanlagðan árangur í móta- röðinni fyrir skömmu. Alls var keppt tíu miðvikudaga og spilaðar 9 holur í hvert skipti en 5 bestu skipt- in hjá hverjum keppanda voru met- in. Lokastaða Islandsflugsmótsins var þessi: Unglingaflokkur: 1. sæti Einar Hrafn Hjálmarsson á 226 höggum, 2. sæti Sverrir Bergvin Kárason á 265 höggum, 3. sæti Hreinn Júlíus Ingvarsson á 269 höggum og 4. sæti Örvar Tómasson á 380 höggum. Karlaflokkur: 1. sæti Benedikt Þorsteinsson á 226 höggum, 2. sæti Ingvar Kr. Hreinsson á 235 högg- um, 3. sæti Þorsteinn Jóhannsson á 238 höggum, 4. sæti Kári Hreinsson á 251 höggi, 5. sæti Þór Jóhannsson á 265 höggum og 6. sæti Ólafur Þór Ólafsson á 291 höggi. Að sögn Ingvars Hreinssonar, formanns Golffélags Siglufjarðar, hefur talsverð gróska verið í golf- starfinu á Siglufirði í sumar þrátt fyrir óhagstæða veðráttu. Það má m.a. þakka bættri aðstöðu sem og golfkennslu sem golffélagið stóð fyrir í sumar. Leiðbeinandi var Nökkvi Gunnarsson, fyrrverandi unglingalandsliðsmaður í golfi, og var kennslan ætluð byrjendum jafnt sem lengra komnum. I sumar var sett vallarmet á golf- velli Siglfirðinga sem er inni í Hóls- dal og var það Benedikt Þorsteins- son sem fór níu holurnar á 35 högg- um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.