Morgunblaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Fyrrverandi leyniþjónustumaður í Bandaríkjunum ákærður fyrir njósnir
Sakaður um að hafa selt Sovét-
mönnum hernaðarleyndarmál
Washington. Reuters.
BANDARÍKJAMAÐUR, sem
starfað hafði hjá leyniþjónustu
hersins, var á þriðjudag ákærður
fyrir að hafa stundað njósnir í þágu
Sovétríkjanna á árunum 1988 til
1991. Á hann yfir höfði sér lífstíðar-
fangelsi og jafnvel dauðadóm, verði
hann fundinn sekur.
David Sheldon Boone var hand-
tekinn síðastliðinn laugardag á hót-
eli skammt frá Washington, þar
sem bandaríska alríkislögreglan
hafði egnt fyrir hann gildru. Lög-
reglumaður, sem lést vera rúss-
neskur njósnari, fékk hann til
fundar við sig í London í byrjun
september og taldi honum trú um
að Rússar vildu fá hann í þjónustu
sína. Boone gekk í gildruna og lýsti
sig reiðubúinn að hefja njósnir á
ný.
Bauð fram þjónustu sína í
sovéska sendiráðinu
Boone gekk í bandaríska herinn
árið 1970 og hlaut þjálfun í að ráða
og greina dulmál. Hann starfaði
lengst af hjá leyniþjónustu hersins,
meðal annars í Augsburg í Þýska-
iandi, þar sem hann hafði aðgang að
hemaðarleyndarmálum, að því er
bandarísk stjómvöld greindu frá.
Halla fór á ógæfuhliðina hjá Boo-
ne árið 1988, er fyrri kona hans
sagði skilið við hann og hlaut for-
ræði yfir bömum þeirra, auk þess
sem hann hafði komið sér í miklar
skuldir. í október þetta ár gaf hann
sig fram í sendiráði Sovétríkjanna í
Washington og kvaðst reiðubúinn
að láta af hendi hernaðarleyndar-
mál gegn borgun.
Boone átti síðan reglulega fundi
með njósnara KGB, sem hann
þekkti sem „ígor“, í Þýskalandi á
áranum 1988 til 1991. Boone lét
honum í té háleynilegar upplýsing-
ar, meðal annars um njósnastarf-
semi Bandaríkjamanna, vitneskju
þeirra um sovésk kjarnavopn, og
skotmörk í Sovétríkjunum sem
bandarískum kjarnaflaugum var
beint að. Hlaut hann samtals yfir 60
þúsund dollara (um 4,1 milljón
króna) að launum.
Lokað var íyrir aðgang Boones að
leynilegum upplýsingum árið 1990,
eftir að öryggisrannsókn hafði leitt í
ljós að hann væri skuldum vafinn og
„skorti persónulega og faglega
ábyrgð“, að því er embættismenn
greindu frá. Hann var færður til í
starfi og hætti loks í hemum ári síð-
ar, á sama tíma og Sovétríkin riðuðu
til falls. Þegar alríkislögreglan kom
yfir hann höndum var hann búsettur
í Þýskalandi, hafði kvænst þýskri
konu og starfaði íyrir tölvufyrirtæki.
Kaldastríðsnjósnarar úti í
kuldanum
Boone gekk í gildru sem banda-
ríska alríkislögreglan notar gjaman
til að koma upp um gamla njósnara,
sem hafa haít lítið að gera eftir lok
kalda stríðsins. Frá falli Sovétríkj-
anna árið 1991 hafa flestar rann-
sóknir á njósnamálum komið til
vegna upplýsinga frá rússneskum
uppljóstruram, að því er bandarísk
yfirvöld hafa greint frá. Slíkar upp-
lýsingar nægja yfirleitt ekki til sak-
fellingar fyrir dómi, og því eru egnd-
ar gildrur fyrir meinta njósnara.
Reuters
Spánverj-
ar vilja yf-
irheyra
Pinochet
Madrid. Reuters.
SPÆNSKUR dómstóll fór í
gær fram á það við bresk
s'tjórnvöld að fá að yfirheyra
Augosto Pin-
ochet, fyrr-
verandi leið-
toga herfor-
ingjastjórnar-
innar í Chile,
á meðan hann
dvelst í
London, en
Pinochet er
nú á batavegi
eftir að hafa gengist undir að-
gerð þar vegna kviðslits.
Rannsakar dómstóllinn
mannréttindabrot og dauða
nokkurra Spánverja í valdatíð
Pinochets 1973-1990 og var
markmið dómarans, Manuels
Garcias Castellons, að fá að
leggja spurningar fyrir Pin-
ochet á meðan hann dvelur í
Bretlandi en Castellon gekk
hins vegar ekki svo langt að
biðja bresk stjómvöld að kyrr-
setja Pinochet.
Pinochet, sem lét af starfi
sínu sem yfirmaður heraflans í
Chile í vor sem leið, hefur kall-
að rannsóknina „ósanngjama"
og stjómvöld í Chile hafa ekki
reynst samvinnuþýð. Pinochet,
sem er 82 ára, stýrði Chile með
harðri hendi um sautján ára
skeið eftir að hafa velt Salvador
Allende, forseta landsins, úr
sessi í blóðugu valdaráni árið
1973. Að minnsta kosti þrjú
þúsund manns era talin hafa
„horfið“, eða verið drepin af
sérsveitum Pinochets á meðan
hann var við völd.
Aida sýnd
við píramída
Pinochet
ÖNNUR sýning A'ídu, óperu Guis-
eppes Verdis, við rætur egypsku
píramídanna fór fram í fyrra-
kvöld en ellefu ár eru síðan hún
var síðast sett á svið á þessum
sögufræga og magnaða stað.
Óperan, sem er ástarsaga, fjallar
um stúlku af þrælakyni og eg-
ypskan herforingja.
Skýrsla nefndar á vegum bresku stjórnarinnar um fjármögnun stjórnmálaflokka í Bretlandi
Hömlur verði lagðar
á framlög og eyðslu
London. Reuters. The Daily Telegraph.
OPINBER nefnd á vegum bresku
stjómarinnar hefur lagt til að settar
verði nýjar reglur, er setji fjár-
mögnun stjórnmálaflokka í Bret-
landi veralegar skorður. I skýrslu
nefndarinnar, sem kynnt var á
þriðjudag, segir að það sé nauðsyn-
legt til að „koma í veg íyrir gran-
semdir“ um misferli.
í skýrslunni segir að fjárframlög
til íhaldsflokksins og Verkamanna-
flokksins á undanförnum árum hafi
gefið tilefni til vangaveltna um
hvort unnt væri að beita fjármunum
til að hafa áhrif á stjórnmálamenn.
Þó engar vísbendingar lægju fyrir
um að það hefði átt sér stað í raun,
væri afar bagalegt að stór hluti al-
mennings tryði því að svo væri.
Nefndin leggur meðal annars til
að stjórnmálaflokkar þurfi að gefa
upp öll framlög yfir 5 þúsund
pundum (580.000 ísl. kr.), en að
framlög undir 500 pundum á ári
verði frádráttarbær til skatts. Gert
er ráð fyrir að flokkunum verði
óheimilt að þiggja fé af erlendum
aðilum. Þá er mælt með því að sett-
ar verði reglur um að flokkarnir
megi ekki eyða meira en 20 millj-
ónum punda (ríflega tveimur millj-
örðum ísl. kr.) í kosningabaráttu
hverju sinni. Þess má geta að
Verkamannaflokkurinn varði 26
milljónum punda til að tryggja sér
sigur í síðustu þingkosningum, en
reikningur Ihaldsflokksins, sem
beið ósigur, hljóðaði upp á 28 millj-
ónir punda.
Fjármálahneyksli á báða bóga
Báðir flokkarnir hafa sætt vax-
andi gagnrýni vegna aðferða er þeir
hafa beitt til að safna fé í kosninga-
sjóði sína. William Hague, leiðtogi
íhaldsflokksins, hefur nú tekið fyrir
framlög frá erlendum aðilum, í kjöl-
far ásakana um að auðugir útlend-
ingar reyndu með þeim hætti að
hafa áhrif á utanríkis- og viðskipta-
stefnu flokksins. Fram að því hafði
megnið af framlögum til Ihalds-
flokksins komið frá erlendum aðil-
um. Flokkurinn hefur undanfarið
verið undir þrýstingi um að endur-
greiða stórar fúlgur, sem auðkýf-
ingurinn Asil Nasdir lét af hendi
rakna skömmu áður en viðskipta-
veldi hans var lýst gjaldþrota og
hann gerðist landflótta.
Verkamannaflokkurinn hefur
heldur ekki farið varhluta af slíkum
hneykslismálum. Það þótti afar
vandræðalegt fyrir Tony Blair þeg-
ar í ljós kom á síðasta ári að Bernie
Ecclestone, eigandi Formúlu-eitt
kappaksturskeppninnar, hafði gefið
eina milljón punda í kosningasjóð
Verkamannaflokksins, á sama tíma
og Bretar þrýstu á Evrópusam-
bandið að akstursíþróttir yrðu und-
anþegnar banni við því að tóbaks-
framleiðendur styrktu íþróttavið-
burði. Svo fór að flokkurinn skilaði
fénu.
Flokkarnir almennt hlynntir
tillögunum
Tillögunum virðist almennt hafa
verið vel tekið, enda komast
stærstu flokkamir á Bretlandi varla
hjá því að veita þeim brautargengi.
Það sem kemur ef til vill mest á
óvart er hve íhaldsflokkurinn hefur
verið jákvæður í garð þeirra.
Stjórnmálaskýrendur telja víst að
fyrir síðustu kosningar hefðu
flokksmenn hlaupið upp til handa
og fóta ef minnst hefði verið á bann
við erlendum fjárframlögum og að
gefa þyrfti upp hverjir létu mest fé
af hendi rakna. En útlit er fyrir að
William Hague hafi áttað sig á því
hvað í vændum væri. Hann hefur
gert tilraunir til að endurskipu-
leggja flokksstarfið með það fyrir
augum að geta í framtíðinni treyst á
fjárstuðning flokksmanna, sem
þyrfti reyndar að fjölga mikið frá
því sem nú er svo það væri unnt.
Ihaldsmenn hafa reyndar löngum
séð ofsjónum yfir því að Verka-
mannaflokkurinn hafi getað sótt
vísan stuðning til verkalýðsfélag-
anna, þótt þeir hafi líklega ofmetið
þann stuðning.
Eftirlit erfitt
Helsta gagnrýnin á tillögumar
beinist að því að flokkarnir muni án
efa finna leiðir til að fara í kringum
reglur um fjármögnun, og eftirlit
með því muni reynast bæði erfitt og
kostnaðarsamt. Henry Dracker,
sem áður vann að fjáröflun íyrir
Verkamannaflokkinn, hefur bent á
að einfaldara væri að banna auglýs-
ingar flokkanna í dagblöðum og á
auglýsingaspjöldum. Ihaldsflokkur-
inn hafi eytt yfir 14 milljónum
punda í slíkar auglýsingar fyrir síð-
ustu kosningar, og þar sem almennt
sé talið að það fé hafi algerlega farið
í súginn, myndi bann við þeim ekki
mæta mikilli andstöðu.
Ekki er heldur víst að trú al-
mennings á stjómmálaflokkunum
aukist við það að þeim sé stillt upp
við vegg. „Ef löggjafinn kemur
fram við okkur eins og mögulega af-
brotamenn, munu kjósendur hafa
jafnvel enn minna álit á okkur,“ var
haft eftir ónafngreindum félaga í
Ihaldsflokknum. Hann viðurkenndi
þó að breytinga væri vissulega þörf,
í ljósi þess að flokkurinn hefði und-
anfama áratugi fjármagnað sífellt
viðameiri og dýrari auglýsingaher-
ferðir með framlögum frá ónafn-
greindum útlendingum.