Morgunblaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Söngnám- skeið í Gerðubergi INGVELDUR Ýr Jónsdóttir mezzosópransöngkona heldur söng- námskeið í Gerðubergi í vetur og verður boðið upp á kvöldnámskeið þriðjudaginn 20. og miðvikudags- kvöldið 22. október. Námskeiðunum er ætlað að veita þátttakendum innsýn í söng, radd- beitingu og tónlist, segir í fréttatil- kynningu. Kennd verða grunnatriði í söng og öndun, heilbrigð líkams- staða, ásamt einfóldum raddæfíng- um. Einnig verða fyrstu skrefín í tónheym og nótnalestri kynnt fyrir þátttakendum. Kennt verður í hóp- tímum og allir fá einkatíma. Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir HELGA Kristmundsdóttír á vinnustofu sinni. Flókið mál verður einfaldara Þú getur valið úr 21 sjónvarpsstöð og 17 útvarpsrásum Þú færð hvergi betra yfirlit yfir dagskrá sjónvarps og útvarps en í sérblaði Morgunblaðsins, Dagskrá. Þar getur þú á einfaldan hátt greitt úr þeirri flækju sem dagskrá allra stöðva er í dag. ( blaðinu eru einnig fréttir, myndir og umfjöllun um þættina, kvikmyndirnar og fólkið sem kemur við sögu. Dagskránni er dreift með Morgunblaðinu annan hvern miðvikudag og ókeypis á helstu bensín- stöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Hafðu Dagskrána alltaf við hendina. íallrisinni mynd! Urð og grj ót í myndformi I iðjagrænni jóskri sveitasælu málar Helga Kristmundsdóttir enduróm af íslensku landslagi eins og Sigrún Davíðsdóttir komst að er hún heimsótti hana. ÞAÐ er ekkd þetta pena, snyrtilega og huggulega, sem henni er hugleik- ið og sem henni finnst oft einkenna danska list, heldui' náttúran, ljósið og birtan, allt þetta hrjóstruga og ís- lenska. „Og þá líka, þegar ég mála ekki landslag,“ bætir hún við og seg- ist viss um að umhverfið, sem hún hafí alist upp við haldi áfram að hafa á sig áhrif. „Danir sjá eitthvað ís- lenskt í myndum mínum,“ segir hún, „en kannski þætti Islendingum myndimar mínar danskar," segir hún hlæjandi, um leið og hún bætir við að hún hafí ekki enn sýnt á Is- landi, en vildi gjaman gera það í fyr- irsjáanlegri framtíð. Helga Krist- mundsdóttir málar í vinnustofunni sinni í smábæ skammt frá Æbeltoft á Norður-Jótlandi, þar sem hún og fjölskyldan hafa komið sér vel fyrir í góðu húsi við alfaraleið. A bak við húsið er stór garður þar sem plómu- trén slúta yfir veröndina. En leiðin að málverkinu byrjaði í listiðnaði uppi á Islandi, en hún er ekki í nein- um vafa um að nú sé hún á sinni end- anlega réttu hillu. „Málverkið hentar mér best,“ segir hún eins og sú sem fundið hefur sinn stað og veit hvað hún vill. Ur keramík, vefnaði og leðri í málverkið Helga var alltaf sannfærð um að hennar hilla væri sú listræna, en valdi listiðnað, „því það var svo óskynsamlegt að mála“, eins og hún kemst sjálf að orði. „Ég hélt ekki að ég gæti nokkum tímann lifað af því að vera málari eða orðið nógu merkileg til þess. Listiðnaður var jarðbundnari.“ Hún byrjaði í keramík, vann hjá Guðna í Eldstó, gerði síðan smátilraun til að komast í Skolen for bragskunst í Kaup- mannahöfn, en þegar það tókst ekki fór hún að vinná hjá Konunglegu postulínsverksmiðjunni. Þar vann hún við að mála á postulín 1978- 1982 sér til mikillar ánægju. Þá lá leiðin til íslands, þar sem hún lagði stund á vefnað. Einnig vann hún hjá leðuriðjunni Aston, þar sem hún segist hafa kunnað mjög vel við sig. Þar lærði hún að vinna með leður, sem reyndar kemur sér vel núna, því auk þess að mála vinnur hún í leður. Hún hefur þróað aðferð, ætt- aða frá Japan, til að búa til lítil dýr úr leðri og hugmyndin er að dýrin verði framleidd eftir hennar fyrir- sögn og dreift víða. En löngunin til að læra meira var alltaf til staðar. Hún hugleiddi að leggja frekari stund á vefnað, en ákvað að taka málverkið fyrir til að læra að gera myndir. „Mér fannst mig vanta undirstöðu í að gera myndir til að nota í vefínn, en sá á endanum að mig vantaði í raun þol- inmæði til að vefa. Ég hef enga þol- inmæði til að liggja yfir vefnum, sem er seinleg vinna. Eg skipti um skoðun í miðjum klíðum og þá fer allt í klúður í vefnum. í málverkinu er hægt að mála yfir, taka aðra stefnu. Það hentar mér betur.“ Gott að vera íslenskur myndlist- armaður í Danmörku Helga flutti út til Árósa 1989 og fór svo á listaskólann þar, sem tók fjögur ár. Einnig hefur hún tekið kennslupróf til að geta kennt full- orðnum, en hefur þó ekki fengist við kennslu hingað til, heldur lagt áherslu á listiðkunina. í Danmörku geta listamenn farið á námskeið fyr- ir framkvöðla og það gerði hún, auk þess sem hún er nú á styrk í 2'k ár sem á að duga henni til að komast af stað í list og leðurhönnun. Styrkur- inn rennur út að ári. „Þá reikna ég með að geta haldið áfram að mála, auk þess sem leðurframleiðslan verði komin í gang,“ segir Helga og segist hafa selt ágætlega hingað til. „Og ef ekki þá fer ég bara að skúra til að hafa efni á að mála,“ segir hún hressilega, „en ég held þó ekki að það þurfí að koma til þess. Það er uppsveifla í Danmörku og þá kaupir fólk málverk, en það er líka það fyrsta sem fólk sparar við sig, ef það verður samdráttur. En auðvitað er aldrei hægt að stóla á fastar tekj- ur í þessu starfi.“ í Danmörku er vel tekið á móti ís- lenskum og færeyskum listamönn- um, segir Helga, því þeir þykja hafa sérstöðu. Þó Færeyingar séu fáir eiga þeir marga góða myndlista- menn, margir færeyskir málarar era vel þekktir í Danmörku og góður orðstír þeirra kemur íslenskum lista- mönnum til góða. „Það þykir oft erfítt að sjá mun á íslenskum og fær- eyskum listamönnum," segir Helga og skýrir það með birtunni og því hrjóstraga, sem einkenni myndir þeirra, andstætt því snyrtilega og huggulega, sem oft einkenni danska málara. Sjálf fær hún oft að heyra að myndir hennar séu mjög íslenskar. „Það er eitthvað við litameðferðina, held ég, en mér er þetta ómeðvitað. Ég hef þetta bara í mér,“ segir hún. Auðveldara að sýna í Danmörku en á fslandi Þó Helga sé tiltölulega nýbyrjuð í málverkinu hefur henni vegnað vel. Meðal annars hefur hún notið góðs af sérdönsku fyrirbæri, sem er listafélög á vinnustöðum. Á flestum stærri vinnustöðum era listafélög, sem ýmist skipuleggja vinnustaða- sýningar, þar sem félagið kaupir einhver verk eða fer á sýningar og kaupir. Verkin era ýmist seld með- limum á uppboði eða þeim skipt á þá á annan hátt. Þessi félög eiga drjúgan þátt í gróskumiklu listalífi. Helga hefur einnig hlotið athygli á annan hátt. Hún var valin listamað- ur ársins í Æbeltoft, sem er mikill listabær. Á árlegri páskasýningu í bænum kjósa gestir um hver sé bestur og í ár var Helga fyrir vali þeirra tvö þúsund gesta, sem komu á sýninguna, en alls sýndu rúmlega fimmtíu listamenn þarna í ár. Helga er einnig í stjóm salar, sem listafé- lag Æbeltoft ræður yfir og lánar listamönnum til sýninga. Hún hefur orð á hve það sé miklu auðveldara að sýna í Danmörku en á íslandi, því listamönnum standi víða til boða að sýna án þess að þurfa að greiða offjár í salarleigu. „Mér sýnist að það verði að greiða mjög háa leigu fyrir salina heima og listamennimir þurfa að sjá um allt sýningarhaldið sjálfír. Hér sjá gall- eríin um þetta allt og það skapar allt aðrar aðstæður til sýninga- halds.“ Auk þess að hafa sýnt víða í Danmörku hefur hún sýnt í Þýska- landi og Austurríki og sýning í Nor- egi er í bígerð. Næsta haust er hún að vonast til að sýna með nokkram löndum sínum í Æbeltoft, þeim Ólöfu Einarsdóttur vefara, sem býr á íslandi og svo Jóhönnu Óskars- dóttur leirlistamanni og Tryggva Ólafssyni málara, sem bæði búa í Danmörku. En draumurinn er einnig að sýna á íslandi í ekki alltof fjarlægri framtíð. „Mig langar að láta verða af því næsta sumar, en það er enn óráðið," segir Helga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.