Morgunblaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MENNIN GARBORGIN REYKJAVÍK REYKJAVÍK verður ein af tíu „menningarborgum Evr- ópu“ árið 2000 og verða til þeirra hátíðahalda, sem fyrirhuguð eru á því ári, veittar samtals 610 milljónir króna. Sérstakt þema borgarinnar á árinu verður „náttúra og menning“. Vonazt er til að þetta framlag muni í náinni framtíð verða til þess að auka athygli og áhuga á Reykja- vík. Undirritaðir hafa verið samningar milli ríkisins og Reykjavíkurborgar um kostnaðarskiptingu verkefnisins og mun Reykjavíkurborg sjálf kosta til 275 milljónum króna, en ríkissjóður styrkir menningarborgina með 235 milljón- um. 100 milljónir koma úr öðrum stöðum. Allir þeir aðilar, sem undirrituðu samninginn nú fyrir nokkrum dögum, lýstu ánægju sinni með mikla og góða samvinnu um þetta verkefni. Það er ánægjulegt að svo gott samstarf hefur tekizt milli þeirra, sem að þessu koma. Allar borgirnar tíu, sem á árinu 2000 hafa hlotið titilinn „menningarborg Evrópu“, hafa fengið ákveðin þemu til að vinna eftir. Þema Avignon í Frakklandi er list og listsköp- un, Bergen í Noregi list, starf og dægradvöl, Bologna á Ítalíu upplýsingar og samskiptatækni. Brussel er Borgin með stórum staf, en þema Krakár í Póllandi er hugsun og andleg hugðarefni, Helsinki í Finnlandi hlaut þemað þekk- ingu, tækni og framtíð, Prag í Tékklandi sögu og menning- arlega arfleifð og Santiago de Compostela á Spáni hlaut þemað Evrópa og umheimurinn. Það eru Evrópumálaráð- herrar aðildarríkja Evrópusambandsins sem ákveða hvaða borgir fá titilinn „Menningarborg Evrópu“. Árið 2000 verður viðburðaríkt á íslandi, því að á meðan Reykjavíkurborg gegnir menningarborgarhlutverkinu, verður minnzt 1000 ára kristnitökuafmælis og landafunda Leifs heppna Eiríkssonar. Miklum fjármunum verður varið til þessara verkefna og þykir kannski einhverjum nóg um. Á hinn bóginn má ætla, að þeir skili sér til baka með fjölgun ferðamanna, sem hingað koma og með margvíslegum öðrum hætti. VIMUEFNA- FARALDUR FORSTJÓRI Barnaverndarstofu, Bragi Guðbrandsson, segir í viðtali við Morgunblaðið í fyrradag, að meðferð- arkerfi fyrir unga vímuefnaneytendur sé sprungið. Bið eft- ir meðferð hafi lengst úr 53 dögum árið 1997 í 240 daga, eða 8 mánuði, 1998. Ástæðan er tvíþætt: Páll Pétursson félagsmálaráðherra sagði í þingræðu að fíkniefnaneyzla ungmenna hefði stóraukizt á líðandi ári. Forstöðumaður Barnaverndarstofu talar um faraldur í yngstu hópunum í neyzlu amfetamíns og hass: „Við erum að sjá á biðlista hjá okkur unglinga niður í 14 ára aldur, sem eru í reglubundinni neyzlu amfetamíns“! Nýleg hækkun sjálfræðisaldurs í 18 ár kallar á tvöföld- un þessa meðferðarkerfis að mati forstöðumanns Barna- verndarstofu, en 14 og 15 ára unglingar fylla þegar öll 40 meðferðarrýmin sem til eru. Ljóst er að við þarf að bregðast með skjótum og afger- andi hætti. Félagsmálaráðherra og önnur stjórnvöld, sem að þessum málum koma, huga nú að aðgerðum og úrræð- um, sem kosta töluverða fjármuni. Það er óþolandi að fjórtán ára unglingar í vímuefnavanda þurfi að bíða átta mánuði eftir nauðsynlegri hjálp og meðferð. Allir áhrifaaðilar í samfélaginu þurfa að axla ábyrgð, leita að orsökum og standa að úrbótum. í fyrsta lagi heim- ilin, foreldrarnir, skólarnir, félagasamtökin og sveitar- stjórnirnar, sem móta daglegt umhverfi og uppvaxtarskil- yrði unglinganna. í annan stað félagsmála- og heilbrigðis- yfirvöld, sem stýra björgunarstarfinu. í þriðja lagi löggjaf- inn, sem ræður refsirammanum og fjármagnar löggæzh una, sem teflt er fram gegn „sölumönnum dauðans“. í þessum efnum duga engin vettlingatök. Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðg FRÁ Nesjavöllum. Nýta þekkir í heimalan JARÐHITASKÓLI Sameinuðu þjóðanna á íslandi er 20 ára á þessu ári og útskrifaði í fyrra- dag 16 nemendur í 20. árgangi skólans. I tilefni þessa var efnt til af- mælisráðstefnu á Grand Hótel í Reykjavík með þátttöku fimmtán af fyrrverandi nemendum skólans, 16 núverandi, auk ýmissa annarra. Nemendurnir gegna nú ábyrgðar- stöðum á sviði jarðhitarannsókna og - nýtingar í sínum heimalöndum. For- stöðumaður Jarðhitaskólans er Ingv- ar B. Friðleifsson. Dr. Abraham Besrat frá Eþíópíu er vararektor skólans. Besrat minnti á að háskóli Sameinuðu þjóðanna var stofnaður af allsherjarþinginu 1973. Megintilgangurínn með stofnun há- skólans var að skapa grundvöll til þekkingarleitar til lausnar hnattræn- um vandamálum. Útgangspunkturinn var sá að stofnunin yrði sjálfstæð og laus undan þrýstingi og áhrifum frá ríkisstjórnum aðildarríkjanna. í stofnuninni á að ríkja akademískt frelsi. í því skyni hefur háskólinn ávaxtað stofnframlag sitt sem hefur dugað til reksturs hans. Ekkert aðild- arríki Sameinuðu þjóðanna hefur þurft að leggja fram fé til reksturs- ins. Besrat segir að velgengni háskól- ans felist í sjálfstæði hans. 213 útskrifast frá 34 löndum Besrat segir að Jarðhitaskóli Sam- einuðu þjóðanna, sem hefur starfað á Islandi frá 1979, leggi mikla áherslu á að þekkingin sem nemendur afla sér sé nýtt í heimalandi þeirra. Námið sé byggt upp á níu greinum og standi yf- ir í sex mánuði. Það sé ætlað þeim sem hafi starfað við jarðhitanýtingu eða -rannsóknir í a.m.k. eitt ár í sínu heimalandi. Skiiyrði sé að nemendur komi frá löndum þar sem jarðhita sé að finna. 213 nemendur frá um 34 löndum hafi útskrifast frá Jarðhita- skólanum á Islandi. Besrat segir að mikil ánægja ríki með starf skólans. Islendingar hafi sérfræðiþekkingu á sviði jarðhita- rannsókna og nýtingar sem gagnist öðrum þjóðum heims. Islendingar hafi einnig sérfræðiþekkingu á sjáv- arútvegi og það hafí verið á grund- velli velheppnaðrar starfsemi Jarð- hitaskólans sem ákveðið hafí verið að stofna Sjávarútvegsskóla Sameinuðu Forráðamenn Háskóla Sameinuðu þjóðanna telja Jarðhitaskóla sam- takanna, sem rekinn hef- ur verið hér á landi í 20 ár, mikilvægan í starf- / / semi sinni. A Islandi eru nú staddir ýmsir fyrr- verandi nemendur skólans, sem gegna ábyrgðarstöðum á sviði jarðhitarannsókna og -nýtingar í heimalöndum sínum. þjóðanna á íslandi. Hann sé að mörgu leyti sniðinn eftir starfsemi Jarðhitaskólans. Besrat segir að þakka megi fram- farir í nýtingu jarðhita víða um heim íslenskum sérfræðingum sem hafa starfað við Jarðhitaskólann. „Við erum mjög þakklátir íslensku þjóðinni og sljórnvöldum fyrir auð- sýnt örlæti. Eg ýki ekki þegar ég held því fram að framlag íslands með starfrækslu Jarðhitaskólans til sam- félags þjóðanna sé eitt hið mesta í heiminum miðað við höfðatölu," sagði Besrat. Önnur mesta beina jarðhitanotkun í heiminum Pang Zhonghe frá Kína útskrifað- ist úr Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóð- anna árið 1988. Hann er yfirmaður F.V.: Manuel Monterrosa, Pang Zonj ham Besrat, Zosimo Sartr jarðhitadeiidar kínversku vísindaaka- demíunnar. Hann segir að 37 Kín- verjar hafi útskrifast frá skólanum og hann hafi skipt sköpum í rannsóknum og nýtingu jarðhita i Kína. Hann hef- ur fengist við rannsóknir á mörgum mismunandi jarðhitakerfum í Kína en þau skiptist þó einkum í lághitasvæði í vissum austurhéruðum landsins og háhitasvæði í vesturhlutanum, eink- um í grennd við Tíbet. „Við þurfum því að beita mismun- andi tækni til að leggja mat á auðlind- ina á viðeigandi hátt. Síðastliðin tvö ár hefur nýting jarðhita einnig aukist. Raforkuframleiðsla er hafin í vestur- hlutanum. I höfuðborg Tíbet, Lhasa, eru 15% þeirrar raforku sem notuð er framleidd úr jarðhita. Bein notkun jarðhita [þ.e. sem ekki er nýtt til raf- orkuframleiðslu], sem einkum fer
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.