Morgunblaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998 45*
AÐSENDAR GREINAR
Deilur um Borgarfjarðar-
braut settar niður
MARGIR Vestlend-
ingar þekkja þær
raunir sem Vegagerðin
hefur ratað í vegna
fyrirhugaðra fram-
kvæmda við veginn frá
Flókadalsá að Klepp-
jámsreykjum í Reyk-
holtsdalshreppi. Pessi
vegarkafli, ásamt
brúnni á Flókadalsá,
er trúlega með verri
vegarköflum í kjör-
dæminu. Pað var og er
því ríkur vilji þing-
manna Vesturlands til
þess að leggja fé í end-
urbyggingu vegarins.
Tillögur um legu
vegarins hafa hins vegar leitt til
þvílíkra deilna að fá dæmi eru um
slíkt í landinu. Lausna hefur verið
leitað til sátta án árangurs. Þegar
tillögur Vegagerðar lágu fyrir and-
mælti meirihluti hreppsnefndar
Reykholtsdals þeim harðlega ásamt
landeigendum á svæðinu.
Þingmönnum var því mikill vandi
á höndum þegar kom að því að
hefja framkvæmdir. Þegar málið
stefndi í hnút fékk samgönguráð-
herra lögfræðiráðgjafa til þess að
skoða málið og leggja mat á stöðu
þess. Eftir að hafa fengið umsögn
lögmanns taldi samgönguráðherra
ráðlegt að leita nýrra leiða. Talið
var mjög hæpið að eignarnám á
landi undir veginn stæðist í þessu
tilviki gagnvart stjómsýslulögum.
Samgönguráðherra fól Vegagerð-
inni að leita umsagnar og tiUagna
vegahönnuðar um legu vegarins.
Verkfræðistofunni Hönnun hf. var
falið það verkefni. Niðurstaða
hennar var svokölluð
„sáttaleið" sem var tal-
in vera fullnægjandi
frá sjónarhóli hönnuða
og innan þeirra marka
sem gerðar era um
slíka vegi. Allt benti til
þess að „sáttaleiðin“
leysti málið og hún var
samþykkt af Skipu-
lagsstjórn ríkisins.
Umhverfisráðherrann
valdi hins vegar þá leið
að senda málið aftur
heim í hérað og setti
málið því allt á byrjun-
arreit.
Þannig stóð málið í
júní þegar þingmenn
áttu viðræður við vegamálastjóra,
þar sem ræddar voru framkvæmd-
ir á grundvelli vegaáætlunar. Gild-
Eftir að hafa metið þá
kosti sem fyrir hendi
voru, segir Sturla
Böðvarsson, varð til-
lagan sameiginleg nið-
urstaða allra þing-
manna kjördæmisins.
andi vegaáætlun gerir ráð fyrir að
til framkvæmda í Borgarfjarðar-
braut verði varið 409 milljónir
króna. A þessum fundi lögðu vega-
málastjóri og umdæmisverkfræð-
ingur fram tillögu sem fól í sér þá
lausn að byggja brúna á Flóka-
dalsá og endurbyggja veginn frá
Flóku til Kleppjárnsreykja að
mestu í núverandi vegarstæði með
lagfæringum sem uppfylltu kröfur
um veg með bundnu slitlagi. Þá var
gert ráð fyrir að bjóða út aðra
hluta Borgarfjarðarbrautar að
Hvanneyri og ljúka þessum fram-
kvæmdum á næstu þremur árum.
Eftir að hafa metið þá kosti sem
fyrir hendi voru varð tillagan sam-
eiginleg niðurstaða allra þing-
manna kjördæmisins. Vegamála-
stjóra var falið að kynna málið fyr-
ir hreppsnefndinni, sem hann og
gerði. Eftir fund með þingmönnum
varð niðurstaða hreppsnefndar að
heimila framkvæmdir á grundvelli
þeirrar tillögu Vegagerðar sem
þingmenn allir sem einn höfðu
samþykkt.
Því hefur komið mér á óvart sá
málatilbúnaður að gera þessa ein-
róma niðurstöðu þingmanna tor-
tryggilega. Eg hef undrast yfirlýs-
ingar oddvita, Ríkharðs Bi-ynjólfs-
sonar, í fjölmiðlum í garð okkar
þingmanna, en hef auðvitað skiln-
ing á stöðu hans í málinu.
Frá upphafí hefur það verið af-
staða mín að fara að samþykktum
meirihluta hreppsnefndar um
skipulag á svæðinu. Eg tel það eðli-
lega afstöðu, enda ekki hlutverk
þingmanna að fara með skipulags-
mál. Fyrrverandi hreppsnefnd
Reykholtsdalshrepps samþykkti
tillögu að skipulagi vegarins frá
Flóku að Kleppjárnsreykjum. Nú-
verandi nýkjörin hreppsnefnd
„Borgarfjarðarhrepps“ hefur ekki
svo ég viti til afgreitt skipulagið af
svæðinu og hefur ákveðið að hefja
skipulagsvinnu að nýju, sem að
mínu mati er eðlilegt miðað við
Sturla
Böðvarsson
stöðu mála. Þingmenn eiga því ekki
annarra kosta völ en að samþykkja
tillögu Vegagerðarinnar um að end-
urbyggja gamla veginn með nauð-
synlegum lagfæringum.
Akvörðun um röð framkvæmda
við vegagerð er verkefni þing-
manna. Það er á vissan hátt skylda
þingmanna og ráðherra að gæta
þess að ríkisstofnanir gangi ekki á
rétt einstaklinga þegar fram-
kvæmdir eru ákveðnar. Stundum
verður samt að gera það og koma
þá bætur fyrir.
Eg tel að í þessu Borgarfjarðar-
brautai-máli megi segja að Vega-
gerðin hafí lent óvenjulega erfíðu
máli. Því var eðlilegt að sá aðili sem
ber ábyrgð á störfum hennar, sem
er samgönguráðherra, leitaði leiða
til sátta. Þá tilraun gerði umhverf-
isráðherrann að engu þrátt fyrir að
skipulagsstjórn hefði samþykkt það
skipulag sem hreppsnefnd Reyk-
holtsdalshrepps hafði samþykkt.
Um framgöngu einstakra manna í
þessu vandræðamáli er best að hafa
sem fæst orð. Niðurstaða er fengin
sem gefur færi á því að menn slíðri
sverðin og leggi til hliðar hin beittu
og breiðu spjót.
Með þeirri lausn sem fengin er
fæst fernt:
1. Akvörðun er tekin um fram-
kvæmdir og þeim flýtt svo vega-
bætur komist í gagnið sem fyrst,
íbúum til hagsbóta.
2. Óvissu bænda sem við veginn
búa er eytt.
3. Flókadalur er tengdur vega-
kerfínu með viðunandi hætti.
4. Hreppsnefnd gefst næði til að
vinna við framtíðarskipulag af
svæðinu án þeirrar miklu pressu
sem hefur fylgt málinu. Þannig
fæst nægur tími til þess að ákveða
framtíðarstaðsetningu mikilvægrar
umferðaræðar um kjördæmið, inn-
an marka nýsameinaðs sveitarfé-
lags.
Með þeirri lausn sem fengin er
hefur verið höggvið á hnút sem
óleysanlegur var. Til slíkra aðgerða
þarf kjark, styrk og yfirsýn góðra
manna sem velja fremur leið friðar
og sátta en leið ófriðar. Með þeirri
tillögu sem samþykkt hefur verið af
þingmönnum, Vegagerðinni og
hreppsnefnd hafa vegamálastjóri
og umdæmisverkfræðingur sýnt
mikilvægt frumkvæði og vilja til
þess að leita viðunandi lausnar svo
langt sem hún nær.
Það er von mín að sveitarstjórnin
í hinu nýja sveitarfélagi fái næði frá
þvílíkum deilumálum og þau verði
ekki vakin upp á ný.
Höfundur er alþingismaður.
www.mbl.is
Volvo V70 Cross Country gerir þér kleift að komast
lengra án þess að fóma öryggi eða þægindum. Bíllinn
hefur góða veghæð og sjálfvirka hleðslujöfnun, en
jafhframt lágan þyngdarpunkt. Öflug vél með forþjöppu
og millikæli skilar miklum togkrafti á lágu snúningssviði.
Aldrifsbúnaður, sem dreifir vélaraflinu sjálfkrafa á milli
allra hjólanna, sérhannaður fjölliðaöxull með fullri
driflæsingu, háþróuð spólvöm og læsivarðir hemlar tryggja
einstaka rásfestu og svörun við misjafnar aðstæður.
aldrifinn o g albúinn
VOLVO V70 XC AWD
CROSS COUNTRY
o
2
cí:
C£
2
BRIMBORG
Faxafeni 8 • Sfmi 515 7010
Upplifðu hann í reynsluakstri
Brimborg-Þórshamar
Tryggvabtaut 5 • Akureyri
Simi 462 2700
Bilasala Keflavlkur
Hafnaigötu 90 • Reykjanesbæ
Sfmi 421 4444
Blley
Búðareyri 33 • Reyðarfirði
Sími 474 1453
Betri bilasalan
Hrísmýri 2a • Selfossi
Sími 482 3100
Tvisturinn