Morgunblaðið - 21.10.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998 31
FRAMKVÆMDUM er ekki lokið á Forstwald, því eftir er að byggja
reiðskemmu sem mun rísa hér við enda hestliúsálmanna fyrir árslok.
KARLY setti sem kunnugt er met í 150 metra skeiði á Fáki frá Holti,
sem hann lieldur hér í franian við íbúðarhús þeirra hjóna, sem er ekki
síður glæsilegt en aðrar byggingar á staðnum.
Nýlega var byggður góður hring-
völlur með skeiðbraut og sögðu þau
að áformað væri að halda þarna mót
í fyllingu tímans þegar vellirnir
væru búnir að sanna sig og öll
aðstaða fyrir hendi. Völlurinn er í
hálfs kílómetra fjarlægð frá hest-
húsunum og miðja vegu milli skóg-
arins og húsanna.
Forstwald er í dag um 50 hektar-
ar að stærð, allt gi’óið land sem
stendur nokkuð hátt í nágrenni
bæjarins Blankenheim, um 50 kfló-
metra suðvestur af Bonn. Þetta
þykir mjög ríflegt landrými á þýsk-
an mælikvarða, þar sem land er
mun „afkastameira" en á íslandi.
Þau eru sjálfum sér næg með hey
en kaupa að sjálfsögðu hálminn þar
sem kornrækt er ekki stunduð á
Forstwald. Jörðinni fylgdi mikill
skógur, sem þau kusu að skilja und-
an við kaupin, enda lítið gefin fyrir
skotveiðar.
Sumarexem í lágmarki
Segir Rúna staðsetningu jarðar-
innar mjög hagstæða gagnvart
sumarexemi. Þá sjái hún afgerandi
mun á exemeinkennum ef hrossin
eru höfð í lægðum nærri skóginum,
þar sem beri mun meira á exemi.
Skammt frá er til dæmis lítið vatn
eða tjörn í lægð við skógarjaðarinn
og þar beri mun meira á exeminu en
uppi á háhæðinni.
„Öll aðstaða til útreiða er mun
betri hér en þar sem við vorum áð-
ur, bæði hvað varðar fjölbreytileika
og eins gæði reiðgatnanna. Þar er í
raun ekki líku saman að jafna,“ seg-
ir Rúna.
Aðspurð um tilburði þeirra til að
rækta hross vildi Rúna ekki gera
mikið úr því, en þegar hún taldi upp
hryssurnar sem þau nota til rækt-
unar var greinilegt að áherslan ligg-
ur í gæðunum en ekki magninu. A
það ekki aðeins við um ræktunina,
því segja má að það sé rauði þráður-
inn í allri starfseminni á Forstwald.
Hæst ber að sjálfsögðu hryssuna
Dimmu frá Gunnarsholti, sem sigr-
aði í B-flokki gæðinga á landsmót-
inu 1990 eins og öllum er sjálfsagt í
fersku minni.
Svikinn forkaupsréttur
Karly gaf Rúnu hryssuna í af-
mælisgjöf fyrir nokkrum árum, en
áður hafði Rúna, að því er hún taldi,
tryggt sér forkaupsréttinn á
Dimmu. Þegar hún færði kaupin
eitt sinn í tal við fyrrverandi eig-
anda, Svein Runólfsson land-
græðslustjóra, sagði hann að ekkert
lægi á að selja strax, hún skyldi
bara vera róleg. Líða svo tímar og
ekkert gerist íyrr en Rúnu berst
það til eyrna að einhver Þjóðverji sé
búinn að kaupa Dimmu og hún
hringir andstutt í Svein. Hann ber
það til baka og segir þetta tóman
misskilning, hún muni fá hryssuna,
hún skuli bara vera róleg. Loks
rann svo dagurinn upp og skildi þá
Rúna hvaða Þjóðverji hafði keypt
hryssuna á sínum tíma!
Faðir Rúnu, Einar á Mosfelli í
Húnavatnssýslu, hefur síðan fóstrað
Dimmu og séð um að koma henni
undir þá hesta sem Rúna og Karly
óska eftir og sendir þeim síðan af-
kvæmin út í fyllingu tímans.
Nú hafa þau fengið sex afkvæmi
undan Dimmu, þeirra elst er stór-
myndarlegur foli undan Orra frá
Þúfu. Hann var taminn örlítið
síðastliðinn vetur og lofar góðu, en
annars vildi Rúna ekki tjá sig mikið
um það. Henni lætur betur að láta
verkin tala, sagði krosstrén ekkert
síður bregðast en aðra rafta, svo
engin ástæða væri til að gera mikið
úr trippunum fyrirfram. En mynd-
arlegur er hann.
Sem heimsmeistari í fímmgangi á
Karly rétt á að mæta til að vei-ja tit-
ilinn og var hann spurður hvort
hann hygðist nýta sér þennan rétt.
Kvað hann allar líkur á að hann
gerði það, svo fremi sem ekkert
óvænt kæmi upp á. Sú staða gæti
því komið upp að þau hjón yrðu
meðal keppenda á næsta móti,
hvort með sínu liðinu. Við sjáum
hvað setur.
Valdimar Kristinsson
Jakkar, buxur,
bolir, peysur
og pils
á Kringlukasts
tilboði
Kringlan,
Laugavegi 95—97
TILBOÐ
TILBOD
KRINGLUKAST
Ulpur, vesti, bolir,
húfur, treflar og
vettlingar á
Tilboð gilda einnig á Laugavegi.
Ath.: Opið á Laugavegi til kl. 21.00 á fimmtudögum
Kringlan,
Laugavegi 95—97