Morgunblaðið - 21.10.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.10.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998 49 ' FRÉTTIR Erindi um landnámið JENS Andrésson tekur við formennsku í NSO af Lisbeth Eklund. Tók við for- mennsku í NSO JENS Andrésson formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana tók við formennsku í Samtökum ríkisstarfsmanna á Norðurlönd- um á síðasta ársfundi sem hald- inn var ágúst sl. Á fundinum tók SFR við for- mennsku og framkvæmdastjórn samtakanna. í samtökunum eru ríkisstarfsmenn í Svíþjóð, Nor- egi, Danmörku, Finnlandi og á Islandi og eru félagsmenn þess- ara samtaka um 410.000 talsins. SFR hefur verið aðili að NSO síð- an árið 1990 en NSO á 15 ára af- mæli á næsta ári og verður hald- ið upp á það á íslandi I tengslum við ársfund og árlega ráðstefnu á komandi sumri, segir í fréttatil- kynningu frá SFR. Samtökin eru samráðsvett- vangur ríkisstarfsmanna á Norð- urlöndum og halda þau árlega ráðstefnu í tengslum við ársfund- inn. Á ráðstefnunni í ágúst sl. voru tekin fyrir eftirfarandi mál: Framtíðarskipan í ríkisrekstri; umræður um nýja launakerfið; skipulag starfsmenntunar innan ríkskerflsins. Hluti ráðstefnunnar var svo samráð með vinnuveitendum rík- isstarfsmanna. FÉLAG íslenskra fræða boðar til fundar með Orra Vésteinssyni sagnfræðingi í kvöid, miðvikudag- inn 21. október kl. 20.30 í Skólabæ, Suðurgötu 26. Orri nefnir erindi sitt: Um landnámið og samfélags- skipan á íslandi á miðöldum. „Saga íslands á 9. og 10. öld hef- ur verið nær alveg hulin því ekki er mikið hægt að segja þar sem engar eru heimildirnar. Tvær leiðir eru útúr þessu að mati fyrirlesara. Ann- arsvegar að búa til heimildir, þ.e. með fomleifauppgrefti og hinsvegar að líta á afmarkaða þætti í samfé- lagsskipan há- og síðmiðalda sem afleiðingu ákvarðana sem teknar voru við upphaf búsetu á Islandi. Grunnskólar Hafnarfjarðar Foreldrafund- ir í 10. bekk FIMMTUDAGINN 22. október klukkan 20 munu grunnskólar Hafnarfjarðar ásamt foreldraráði og Skólaskrifstofu standa að upp- lýsingafundi í Setbergsskóla og er aðgangur ókeypis. Námskeið verða haldin í kjölfarið, bæði í íslensku og stærðfræði, og þeim lýkur ekki fyrr en í nóvember. Fundurinn er ætlaður foreldrum barna í 10. bekk í Hafnarfirði til að hjálpa foreldrunum að skilja betur það sem fram fer í skólanum og kynna fyrir þeim þá möguleika sem börn þeirra standa frammi fyrir að námi loknu. Námskeiðin eiga að hjálpa foreldrum að aðstoða börnin sín við heimanám. Ymsir fulltrúar ætla að mæta á fundinn svo sem frá menntamála- ráðuneytinu, Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála, fram- haldsskólum í Hafnarfirði ásamt námsráðgjafa frá Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar. ■ SÍÐUSTU námskeið Hraðlestr- arskólans á þessu hausti hefjast miðvikudaginn 21. október og fimmtudaginn 29. október. Á námskeiðunum læra þátttak- endur að margfalda lestrarhraða sinn og bæta eftirtekt. Meðalaukn- ing á lestrarhraða er fjórföldun og með bættri eftirtekt, segir í frétta- tilkynningu. Þannig má rekja sig afturábak og í það minnsta búa til rökstuddar til- gátur um skipan mála á hinum for- sögulegu tímum. Ein slík leið er að skoða skiptingu landgæða með tilliti til þess í hvaða röð landið var numið og í hverju landnám einstaklinga og hópa fólst. Orri færir rök fyrir því að bygging landsins hafi í aðalatrið- um gerst í tveimur þrepum og að á því seinna hafi höfðingjar stjórnað landnámi eignaminni manna á stór- um svæðum,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Fundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Eftir framsögu Orra verða almennar umræður og léttar veitingar í boði. Bilstuldur á Akranesi BIFREIÐINNI UZ-467 var stolið fyrir utan Málningarþjónustuna við Stillholt 16, Akranesi, á tímabilinu 9.-12. október. Bifreiðin er af gerð- inni Lada, árgerð 1992 og er rauð að lit. Þeir sem hafa orðið varir við bifreiðina eru beðnir um að láta lög- regluna á Akranesi vita. Fyrirlestur um lausnir umhverfís- vandamála DR. Baldur Elíasson heldur fyrir- lestur á vegum málstofu efna- fræðiskorar raunvísindadeildar Há- skóla íslands, fóstudaginn 13. októ- ber kl. 15. Baldur er forstöðumaður Energy and Global Change, ABB Corporate Research, Baden, Sviss. Fyrirlesturinn verður haldinn í fyr- irlestrasal í kjallara nýbyggingar Endurmenntunarstofnunar, Dun- haga 7. Fjallað verður um hnattræn um- hverfisvandamál og hugsanlegar tæknilegar lausnir þeirra. Einnig verður sagt frá umhverfisrannsókn- um stórfyrirtækisins ABB. Greint verður frá sérstöðu Islands í um- hverfismálum og möguleikum þess á sviði orkumála á 21. öld. Fyrirlesturinn verður haldinn á íslensku. Fræðslufundur um umhverfís- stefnu FRÆÐSLUFUNDUR um um- hverfisstefnu Reykjavíkur verður haldinn á vegum Félags landfræð- inga miðvikudaginn 21. október kl. 20.30. Fundurinn verður haldinn í stofu 201 í Odda, húsi félagsvísinda- deildar HI. Hjalti J. Guðmundsson, land- fræðingur og verkefnisstjóri hjá Reykavíkurborg, flytur erindið. Hann mun gera grein fyrir um- hverfisstefnu Reykjavíkur sem ný- lega var birt. Fjallað verður um undirbúning við mörk hennar, til- gang og meginatriði og áframhald- andi vinna kynnt. Miðstöð húmanista opnuð MIÐSTÖÐ húmanista verður opn- uð á Grettisgötu 46, fimmtudaginn 22. október kl. 17. Opið hús verður frá kl. 17-20. í fréttatilkynningu segir að hlut- verk miðstöðvarinnar sé að vera staður fyrir blaðaútgáfu, fundi og aðra starfsemi húmanista en auk þess samskiptamiðstöð fyrir íbúa hverfisins og vettvangur fyrir þá sem viija gera eitthvað til að bæta og auðga mannlífið. Miðstöðin verður fyrst um sinn opin fimmtudaga og fostudaga kl. 17-21, laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Allir veikomnir, sérstaklega þó íbúar í Þingholtum, segir ennfrem- ur. Gengið á milli Miðbakka og Austurvarar HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð frá Hafnar- húsinu í kvöld kl. 20. Farið verður upp Grófina um Víkurgarð, með Tjöminni, um Hljómskálagarðinn og Háskólahverfið suður í Austur- vör í Skerjafirði. Til baka með ströndinni og eftir Suðurgötunni niður á Miðbakka við Hafnarhúsið. Kynning*ar- fundur Korpu ITC-deildin Korpa heldur kynning- arfund miðvikudaginn 21. október kl. 20 í safnaðarheimili Lágafells- sóknar, Þverholti 3, 3. hæð. Á dag- skrá er m.a. fræðsla um ITC-sam- tökin. LEIÐRÉTT Bóksölulisti septembermánaðar í SÍÐASTA Bókasölulista Félagsvísindastofnunar HI, voru fjórar bækur í flokki barna- og unglingabóka ranglega sagðar útgefnar af Máli og menningu. Hið rétta er að bókaútgáfan Björk er útgefandi þessara bóka. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Dagbók Háskóla Islands VEGNA mistaka í sunnudagsblaði er hér birt dagbók Háskóla Islands dagana 22. til 24. október næst- komandi: Dagbók Háskóla Islands dagana 22.-24.október. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Há- skóla íslands. Dagbókin er upp- færð reglulega á heimasíðu Há- skólans: http://www.hi.is Fimmtudagur 22. október: Vala Friðriksdóttir líffræðingur Keldum flytur fræðsluerindi á Til- raunastöð HÍ í meinafræði, Keld- um. Erindið nefnist „Garnaveiki". Fundurinn verður haldinn í bóka- safni Keldna og hefst kl. 12.30. Berglind Rán Olafsdóttir lækna- nemi kynnir rannsóknarverkefni sitt sem hún nefnir: „Erfðafræði drómasýki" á málstofu læknadeild- ar. Málstofan fer fram í sal Rrabbameinsfélags Islands, Skóg- arhlíð 8, efstu hæð og hefst kl. 16. Einar Valur Ingimundarson um- hverfisverkfræðingur flytur erindi á málstofu umhverfis- og bygging- arverkfræðiskorar sem hann nefn- ir: „Vistræn hugsun í verkfræði“. Máístofan hefst kl. 16.15 í stofu 157 í VR-II, Hjarðarhaga 2-6. Föstudagur 23. október: Ragnar Jóhannsson Iðntækni- stofnun flytur erindi á málstofu efnafræðiskorar sem hann nefnir: „Vistvænni kostur úr kindamör: Hreinsiefni fyrir bíla, báta, teppi og pensla úr mör. „Málstofan hefst kl. 12.20 í stofu 158, í húsi VR-II við Hjarðarhaga. Dr. Baldur Elíasson, forstöðu- maður Energy and Global Change, ABB Corporate Research Ltd. í Sviss, flytur erindi á vegum mál- stofu efnafræðiskorar, sem nefnist: „Iceland and the Global Environ- mental Issues, Opportunities and Challenges" kl. 15 í fyrirlestrasal í kjallara nýbyggingar Endur- menntunarstofnunar, Dunhaga 7. Laugardagur 24. október: Paul Rabinow, prófessor í mann- fræði við Kaliforníuháskóla í Berkeley, flytur opinberan fyrir- lestur á vegum Mannfræðistofnun- ar Háskóla íslands. í fyrirlestri sínum mun Rabinow fjalla um erfðarannsóknir og erfðatækni frá sjónarmiði mannfræði. Fyrirlest- urinn verður í stofu 101 í Ödda og hefst hann kl. 16.15. Hann verður á ensku. Sýningar: Þjóðarbókhlaða. 1. Sýning á þýddum íslenskum verkum í tengslum við þýðenda- þing sem haldið var í september sl. Sýningin stendur til 1. nóvember 1998. 2. Söguleg sýning: „Lækninga- rannsóknir í 100 ár“ í tilefni af 100 ára afmæli Holdsveikraspítalans (The Leper Hospital at Laugar- nes), og 40 ára afmæli Rannsókn- ardeildar Landspítalans (Depart- ment of Clinical Biochemistry, University Hospital of Iceland). Sýningin stendur frá 10. október fram í desember 1998. 3. Landsbókasafn og Þjóðminja- safn voru með átak; „Dagur dag- bókarinnar" sem hafði tvenns kon- ar markmið: í fyrsta lagi að fá alla íslensku þjóðina til að halda dag- bók í einn dag, 15. október, og af- henda þjóðháttadeild Þjóðminja- safns, og í öðru lagi að kalla eftir dagbókum og bréfum sem til eru í landinu frá fyrri tíð og afhenda handritadeild Landsbókasafns. Það safn setur upp sýningu á hand- ritum af þessu tilefni sem stendur til 31. okt. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði við Suðurgötu. Frá 1. september til 14. maí er handrita- sýning opin þriðjudaga, miðviku- daga og fimmtudaga kl. 14-16. Unnt er að panta sýningu utan reglulegs sýningartíma sé það gert með dags fyrirvara. Orðabankar og gagnasöfn: Öllum er heimill aðgangur að eftirtöldum orðabönkum og gagn- söfnum á vegum Háskóla íslands og stofnana hans. íslensk málstöð. Orðabanki. Hefur að geyma fjöl- mörg orðasöfn í sérgreinum: http://www.ismal.hi.is/ob/ Lands- bókasafn íslands - Háskólabóka- safn. Gegnir og Greinir. Námskeið á vegum Endur- menntunarstofnunar Háskóla fs- lands: 21. og 29. okt. kl. 8.30-13.30. Al- tæk gæðastjórnun. Stöðugar fram- farir með aðferðum hennar. Kenn- ari: Höskuldur Frímannsson, rekstrarhagfræðingur og ráðgjafi. 21. og 22. okt. kl. 12.30-16.30. Unix 1. Kennari: Helgi Þorbergs- son Ph.D., dósent HI og tölvunar- fræðingur hjá Þróun ehf. , 21., 22. og 23. okt. kl. 16-19. Áhættustjórnun í fjármálastjóm fyrirtækja: Aðferðir við að lág- marka áhrif gengisbreytinga. Kennarar: Yngvi Harðarson cand. oecon og MA og Sverrir Sverrisson Ph.D., báðir hagfræðingur hjá Ráðgjöf og efnahagsspám ehf. Mið. 21. okt.-25. nóv. og 9. des. kl. 20-22 (7x). Síðasta hetjan - Sagan af Gretti sterka. Kennari: Örnólfur Thorsson, íslenskufræð- ingur og ritstjóri. 21. okt. kl. 13.15-17. Nýskipan rafmagnsöryggismála. Kennarar: Jóhann Ólafsson hjá Löggildingar- stofu og Þorleifur Finnsson hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. 22. okt. kl. 9-16. Notkun upplýs- ingatækni í vörustjórnun. Kennari: Óskar B. Hauksson, forstöðumað- ur upplýsingavinnslu Eimskips. 22. okt. kl. 8.30-12.30. Tölvu- vædd skjalastjórn. Kennarar: Hörður Olavson, framkvæmda- stjóri Hópvinnukerfa ehf., og Jó- hanna Gunnlaugsdóttir, bókasafns- fræðingur hjá Gangskör sf. 22. og 23. okt. kl. 13-16. Aðlögun landsréttar að EES gerðum. Kenn- arar: Bjöm Friðfinnsson, ráðu- neytisstjóri, Dögg Pálsdóttir, hrl. og Jón Ögmundur Þormóðsson, skrifstofustjóri. 22. okt. kl. 9-16 í Reykjavík. ís- lenski þroskalistinn. Kennarar: Einar Guðmundsson, sálfræðingur, forstöðumaður Rannsóknastofnun- ar uppeldismála, og Sigurður J. Grétarsson, sálfræðingur, dósent við HÍ. 22. okt. kl. 16-19.30. Stjómsýsla og málsmeðferð í skattamálum. Kennari: Kristján G. Valdimars- son, lögfræðingur hjá umboðs- manni Alþingis og stundakennari við Háskóla Islands. 22. og 23. okt. kl. 8.30-12.30. Eitranir: Greining og meðferð. Kennarar: Christer Magnússon hjúkrunarfræðingur og Curtis P. Snook læknir, báðir á slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykja- víkur. 22. okt. kl. 9-17. Hönnun hús- næðis fyrir aldraða. Þörf, öryggi, þjónusta. Málþing í samvinnu við Óldrunarfræðafélag íslands í til- efni af 25 ára afmæli þess. Kennar- ar: Thomas L. Harrington, gesta- prófessor við Institute of Ger- ontechnology í Hollandi. Fyrirles- arar af heilbrigðis og hönnunar- sviði. 23. okt. kl. 8.30-12.30. Að skapa sérstöðu á markaði (positioning) - mótun markaðsstefnu. Kennari: Þórður Sverrisson, ráðgjafi hjá Forskoti. 23. okt. kl. 16-19.30. Virðisauka- skattur. Kennari: Kristín Norð- fjörð, lögfræðingur hjá Skattstjór- anum í Reykjavík. Haldið á Akureyri 23. okt. kl. 13-17. Nýskipan rafmagnsöryggis- mála. Kennai’ar: Jóhann Ólafsson hjá Löggildingarstofu og Þorleifur Finnsson hjá Rafmagnsveitu ríkis- ins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.