Morgunblaðið - 21.10.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVTKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998 29
LISTIR
HÁSKÓLAÚTGÁFAN sendir í ár
frá sér svipaðan fjölda bóka og und-
anfarin ár eða milli 50 og 60 bækur.
Hér á eftir fer listi yfir þær helstu.
Kraftbirtingarhljómur guðdóms-
ins, sem Sigurður Gylfi Magnússon
ritstýrir. Hér eru í fyrsta skipti birt
sýnishorn úr persónulegum gögnum
Magnúsar Hj. Magnússonar - dag-
bók hans, sjálfsævisögu og bréfum.
Magnús var fyrirmynd Ólafs Kára-
sonar Ljósvíkings í Heimsljósi Hall-
dórs Kiljans Laxness, sjálfur ein-
stakur maður sem átti ávallt á
brattann að sækja.
Þá sendir Sagnfræðistofnun frá
sér nýtt rit í ritröðinni Sagnfræði-
rannsóknir og er þetta fjörtánda
ritið í röðinni. Það nefnist Mann-
kynbætur. Hugmyndir um bætta
kynstofna hérlendis og erlendis á
19. og 20. öld og er eftir Unni B.
Karlsdóttur. „Nokkrir af áhrifa-
mestu menntamönnum landsins á
íyrri hluta 20. aldar boðuðu mann-
kynbætur, og áhrif stefnunnar má
greina í íslenskum lögum,“ segir í
kynningu.
Útgáfan sendir nú frá sér rit í
samvinnu við Stærðfræðafélagið
sem nefnist Leifur Ásgeirsson.
Minningarrit. Aðalritstjóri verksins
er Jón Ragnar Stefánsson dósent
við Háskóla íslands. Ritið er gefið
út til minningar um þann mann sem
varð fystur íslenskra stærðfræðinga
til að hljóta víðtæka alþjóðlega við-
urkenningu íýrir rannsóknir sínar.
Fjallað er um ævi og störf Leifs og
birtar fræðilegar greinar hans sjálfs
auk umfjöllunar annarra fræði-
manna um störf hans.
Háskólaútgáfan hefur nú um all-
nokkurt skeið haft í undirbúningi
viðamikið rit eftir Unnstein Stef-
ánsson haffræðing sem nefnist Haf-
ið. Rit þetta skýrir á einfaldan og
aðgengilegan hátt þekkingu okkar á
eðli og eiginleikum hafsins. Bókin
er ríkulega myndskreytt. Fram-
setning alls efnis er miðuð við al-
menning og þá ekki hvað síst sjó-
menn.
Fyrr á árinu sendi útgáfan frá sér
afmælisrit til heiður Sigurði A.
Magnússyni sjötugum. Nefnist það
í tíma og ótíma. í bókinni er að
fmna ítarlega ritaskrá er spannar
allan höfundarferil Sigurðar til
dagsins í dag. Ástráður Eysteinsson
ritar inngang að verkinu.
I þungum þönkum
Mikael M. Karisson prófessor
sendir frá sér rit er hann nefnir
Þungir þankar. Um vísindi, þekk-
ingu og tilvist. Bókin geymir að-
gengilegar ritgerðir um vísindi,
þekkingu og tilvist, en fæstar þeirra
hafa áður komið út á íslensku. Þar
er fjallað um spurningar eins og:
Hugsum við með heilanum? Hver
Kraftbirtingarhlj óm-
ur og ýmis fræði
eru tengsl sálar og líkama?
Eru félagsvísindi vísindi?
Hinn landskunni læknir
Sigurður Samúelsson sendir
frá sér bók um efni sem
hann hefur getið sér gott orð
íyrir á seinni árum, en það
eru athuganir hans sem
læknis og áhugamanns um
fornsögur, á sjúkdómum
sögupersóna fornsagnanna.
Bókina nefnir hann Sjúk-
dómar og dauðamein ís-
lenskra fornmanna.
Þá hefur Háskólaútgáfan
gefið út Islandsbók í sam-
vinnu við Ring of Seasons.
Iceland. It’s Culture and Hi-
story eftir Terry G. Lacy.
Á sl. vori gekkst Skál-
holtsskóli fyi'ir ráðstefnu fjöl-
margra fræðimanna um Þórð Þor-
láksson biskup í Skálholti. Háskóla-
útgáfan gefur nú út fyrirlestrana
sem þar voru fluttir undir heitinu
Frumkvöðull vísinda og mennta.
Þórður Þorláksson biskup í Skál-
holti. Jón Pálsson er ritstjóri verks-
ins.
Sjálfstæði og þjóðtrú
Sjálfstæðið er sívirk auðlind nefn-
ist bók eftir alþingismanninn Ragn-
ar Arnalds, en í þessu riti fjallar
Ragnar um sjálfstæði Islands og
þróun þess í fortíð og framtíð.
A Piece of Horse Liver. Myth,
Ritual and Folklore in Old Icelandic
Sources er bók með safni greina eft-
ir Jón Hnefil Aðalsteinsson. Hér eru
á ferðinni enskar þýðingar á grein-
um höfundarins sem er prófessor í
þjóðfræði, endurskoðaðar og með
nokkrum viðbótum. Greinarnar taka
til fjölda viðfangsefna en þó einkum
þjóðtrúar og fornra trúarsiða.
Siðfræðistofnun stóð fyrir ráð-
stefnu á sl. ári undir yfirskriftinni
Fjölskyldan og réttlætið. Ritið er
safn greina þar sem tekist er á við
ýmsar knýjandi siðferðilegar spm-n-
ingar um gerð fjölskyldunnar, stöðu
og aðbúnað í samfélagi nútímans.
Ritstjóri er Jón Á. Kalmansson og fi.
Erla Hulda Halldórsdóttir og Sig-
urður Gylfi Magnússon ritstýra
greinasafni sem nefnist Einsagan -
ólíkar leiðir. Átta ritgerðir og eitt
myndlistarverk. Höfundar leitast
við að tileinka sér aðferðir einsög-
unnar eða „microhistory" með ein-
um eða öðrum hætti.
Fjögur rit um bókmenntir
Bókmenntafræðistofnun sendir
fjögur rit frá sér að þessu sinni.
Fyrst er þar að nefna ritið Þor-
steinn Valdimarsson. Ljóð. Eysteinn
Þorvaldsson annast útgáfuna. Þor-
steinn Valdimarsson var „mikill
braglistamaður þótt hljótt færi um
hann,“ segir í kynningu. Hér er úr-
val úr öllum ljóðabókum Þorsteins
og þýðingum en hann var einnig af-
kastamikill ljóðaþýðandi. Eysteinn
Þoi’valdsson gerir grein fyrir kveð-
skap Þorsteins og ræðir um hann í
ljósi íslenskrar bókmenntasögu tutt-
ugustu aldar. Bókin er XII. bindið í
ritröðinni íslensk rit. Ritstjórar eru
Ásdís Egilsdóttir og Helga Kress.
Gefðu mér veröldina aftur. Um
sjálfsævisöguleg skrif íslendinga á
átjándu og nítjándu öld með hliðsjón
af hugmyndum Michels Foucault,
nefnist nýtt rit eftir Eirík Guð-
múndsson. Höfundur ræðir um þá
breytingu sem verður á sjálfsmynd í
sjálfsævisögulegum skrifum á þessu
tímabili og tekur sem dæmi höfunda
eins og Jón Steingrímsson, Gísla
Brynjúlfsson og Konráð Gíslason.
Bókin er 55. bindi í ritröðinni Studia
Islandica. Ritstjóri er Vésteinn Ola-
son.
Útisetur. Samband geðlækninga,
bókmennta og siðmenningar. Matth-
ías Viðar Sæmundsson ritstýrir.
Hér birtist ritdeila frönsku heim-
spekinganna Michels Foucaults og
Jacques Deirida um sturlunarhug-
takið, merkingu þess og birtingar-
myndir í menningu og skrifum. Eru
hér þýddir kaflar úr bók Foucaults,
Histoire de la folie, ásamt gagnrýni
Derrida, „Cogito og saga
sturlunar". Jafnframt er hér
svar Foucaults, „Líkami
minn, þetta blað, þessi eld-
ur“, svo og grein Soshana
Felman um deiluna. I ítar-
legum eftirmála gerir rit-
stjóri grein fyrir tildrögum
og afleiðingum þessarar
merku ritdeilu. Þýðendur
eru Olöf Pétursdóttir og
Garðar Baldvinsson. Útiset-
ur er 10. bindi í röðinni
Fræðirit. Ritstjórar eru Ást-
ráður Eysteinsson og Matth-
ías Viðar Sæmundsson.
Fjórða ritið frá Bók-
menntafræðistofnun er
Fjósakona fór út í heim.
Sjálfsmynd, skáldskapur og
raunveruleiki í ferðasögum Önnu frá
Moldnúpi eftir Sigþrúði Gunnars-
dóttur. Þessi bók fjallar um ferða-
sögur alþýðukonunnar Önnu frá
Moldnúpi (1902-1979) með sérstakri
áherslu á hugmyndir ferðalangsins
um sjálfan sig. Rýnt er í þá sjálfs-
mynd sem birtist í bókunum og hug-
leitt hvernig hún er tjáð og hvað
hefur áhrif á þá tjáningu. Bókin er
2. bindi í ritröðinni Ung fræði.
Stjórnmál og hugvísindi
The Ally Who Came in from the
Cold heittir nýtt rit frá Þór
Whitehead sagnfræðingi. Hér er
lýst í stuttu og hnitmiðuðu máli
helstu atburðum í utanríkissögu ís-
lensku þjóðarinnar á kaldastríðsár-
unum: aðdraganda Keflavíkursamn-
ings 1946, inngöngu í Atlantshafs-
bandalagið 1949, gerð varnarsamn-
ings við Bandaríkin 1951 og áform-
um og endalokum vinstristjórnar
Hermanns Jónassonar um endur-
skoðun varnarsamningsins 1956.
Þá sér Háskólaútgáfan um dreif-
ingu á nýju leikriti Ragnars Amalds,
sem hann nefnh' Solveig. Leikrit
Ragnars Amalds um ástir og örlög
séra Odds og Solveigar frá Miklabæ
á bók ásamt myndum úr sýningu
Þjóðleikhússins og ýmsum upplýs-
ingum um bakgrunn verksins.
Milli himins og jarðar er rit með
fyrirlestrum af samnefndri ráð-
stefnu sem Guðfræðideild og Heim-
sekideild HÍ gengust fyrir á sl. ári.
Hér er fengist við höfuðeinkenni
hugvísinda, sem er að fást við það
hvernig maðurinn ljær tilveru sinni
merkingu með hugarstarfi sínu.
Erfðaréttur heitir ný bók eftir Pál
Sigurðsson.
Líkt og ólíkt heitir samnorrænt rit
sem fjallar um mismun kynjanna í
skólum. Viðfangsefnið er hvað er líkt
og hvað ólíkt milli drengja og stúlkna
og hvernig á að taka á þeim málum
þannig að bæði kynin fái að njóta sín.
Félagsvísindastofnun _ hefur nú
endurútgefið bækumar íslensk þjóð-
félagsþróun, sem Guðmundur Hálf-
danarson og Svanur Kristjánsson rit>
stýra, og Hugarfar og hagvöxtur eft-
ir Stefán Ólafsson.
Fyrr á árinu kom út nýtt greina-
safn eftir Harald Ólafsson er hann
nefnh- Af mannanna bömum. Meðal
viðfangsefna hans em greinar um
innviðahyggju (structuralisma) upp-
mna mannsins, þróun samfélags-
gerðar og menningar. Þá er sagt frá
rannsóknum mannfræðinga á sögu
og menningu Islendinga auk hugleið-
inga Haraldar um nokkur atriði ís-
lenskrar sögu.
Stærðfræðiorðabók
Nýlega kom út ritið Umdeildar
fjölskyldur: Seinfærir/þroskaheftir
foreldrar og börn þeirra eftir Rann-
veigu Traustadóttur og Hönnu
Björgu Sigurjónsdóttur. Ritið fjallar
um fjölskyldur þar sem foreldrarnir,
annað eða bæði, eru seinfærir eða
þroskaheftir.
Þá hefur Háskólaútgáfan í sam-
vinnu við Islenska stærðfræðafélagið
gefið út Ensk-íslenska stærðfræði-
orðaskrá. Bókin er afrakstur 20 ára
vinnu sem innt hefur verið af hendi
af ritstjóm Orðaskrár íslenska
stærðfræðafélagsins undir forystu
Reynis Axelssonar, dósents í stærð-
fræði við Háskóla Islands.
Stjómskipunarréttur eftir Gunnar
G. Schram er almennt fræðslurit um
Stjórnarskrána sem fjallar um og
skýrir öll ákvæði hennar. I upphafi
er rætt um meginatriði íslenskrar
stjómskipunar og hvemig þau end-
urspeglast í stjórnarskránni. Sagt er
frá hvernig unnt er að breyta stjórn-
arskránni en það er viðamikið verk.
Þá er fjallað um land og þjóð. ítarieg
grein er gerð fyrir þeim mannrétt-
indum sem Islendingar njóta og á
hvem hátt þau veita þeim skjól og
vernd gegn ágangi ríkisvaldsins.
Loks er fjallað um nýju starfs-
mannalögin og þau skýrð.
Loks er að nefna nýtt rit frá rekt-
or Háskóla íslands, Páli Skúlasyni,
sem hann nefnir Umhverfing. Hér er
að finna fyrirlestra um siðfræði nátt-
úru og umhverfis. Páll fjallar m.a.
um greinarmun á umhverfisvemd og
náttúmvemd og leitast við að skýra
þann hugsunarhátt og þau öfl sem
standa vernd náttúm og umhverfis
fyrir þrifum. Auk fyrirlestranna
birtist hér samræða Páls og Björns
Þorsteinssonar um þessi efni.
Kosningabardagi
og baktjaldamakk
KVIKMYIVPIR
Háskólabfó,
B f ð h ö 11 i n
PRIMARY COLORS*-*"*1/!!
Leikstjóri Mike Nicliols. Handrits-
höfundur Elaine May, byggð á bók
Joe Klein. Tónsmiðir Ry Cooder og
Carly Simon . Kvikmyndatökusljóri
Michael Ballhaus. Aðalleikendur
John Travolta, Emma Thompson,
Billy Bob Thornton, Adrian Lest-
er,Maura Tierney, Larry Hagman,
Diane Lane, Kathy Bates. 140 mín.
Bandarísk. Universal 1998.
FORSETAEFNIÐ Jack Staunt-
on (John Travolta), er þungamiðja
atburðanna í Prímary Colors,
myndin er byggð á frægri, sam-
nefndri metsölubók sem kom út
fyrir tveimur árum. Höfundurinn
skrifaði bókina undir dulnefni
(reyndist síðar vera Joe Klein,
blaðamaður Newsweek), og veltu
menn því mikið fyrir sér hver hann
væri. Það var greinilegt að penninn
sá var öllum hnútum kunnugur í
herbúðum Bills Clinton. Bókin
fjallar ítarlega um framboðsslag
ríkisstjóra ónefnds Suðurríkis að
verða valinn forsetaframbjóðandi
demókrata. Það dylst engum að
hér er átt við sitjandi forseta, allt
frá nafni frambjóðandans til lit-
ríkra kvennamála aðalpersónunn-
ar. Kvikmyndagerðarmennirnir
leggja sitt lóð á vogarskálina, Tra-
volta er látinn herma fas og málfar
Clintons og förðunar- og búninga-
meistarar fullkomna verkið.
Ái'angurinn er ótrúlegur. Travolta
er nánast Clinton og vinnur sinn
stærsta leiksigur sem þessi heill-
andi, orðheppni en lausgirti stjórn-
málamaður og allir afgreiða hann á
þann veg að áhorfandinn hefur
irekar samúð með persónunni þeg-
ar upp er staðið. Enda trúverðugt
og fyndið handrit Elaine May á
þeim nótunum. May lætur þó
Staunton ekki vera um of í sviðs-
Ijósinu og hlifír okkur einsog hægt
er við innbyrðisátökum hjónanna.
Travolta er hinsvegar svo öflugur
að maður finnur jafnan fyi'ir nær-
veru persónu frambjóðandans þótt
hann sé ekki í mynd,
Prímary Colors fylgir söguþræði
og frásagnarhætti bókarinnar.
Sögumaðurinn er Henry Burton
(Adrian Lester), ungur og efnileg-
ur maður, barnabarn landsfrægs,
þeldökks mannréttindaleiðtoga.
Hann er nánast „sjanghæaður"
inní innsta hring aðstoðarmanna
forsetaefnisins á harðvítugri kosn-
ingaherferð hans um Bandaríkin
þver og endilöng. Þar starfar hann
með skrautlegum hópi útsmoginna
gáfumanna og klækjarefa. Þar fara
fremst Richard Jemmons (Billy
Bob Thornton), kaldhæðinn Suður-
íikjamaður, arkítekt herferðarinn-
ar, og Libby Holden (Kathy
Bates). Ófyrirleitin baráttukona
sem hefur átt við andlega vanheilsu
að stríða, en er gamall og tryggur
aðdáandi forsetans, orðhvöss og
aðsópsmikil er hún sjálfkjörin í
skítverkin. Paul Guilfoyle gerir
annan meðreiðarsvein, Howard
Ferguson, að kænum reddara og
málamiðlara. Með þessum mann-
skap endasendist Henry Burton,
og er ekki alltaf jafnviss um hvort
tilgangurinn helgi meðölin, sem
geta orðið lútsterk, ef því er að
skipta. Yfir hópnum vakir svo for-
setafrúin, Susan (Emma Thomp-
son), viljasterk og dugandi kona
sem reynir að sjá í gegnum fingur
sér hvað snertir lauslæti bónda
síns en þolir ekki lygar hans og
ábyrgðarleysi.
Slök dómgreind og siðferðis-
brestir eru þeir þættir sem þjaka
aðalpersónuna, hann er semsagt
ósköp mannlegur, einsog við hin.
Hér er líka dregin upp ógeðfelld
mynd af þeirri nornaleit sem fram
fer að tilstuðlan frambjóðenda og
stjórnmálamanna, sá hráskinna-
leikur er ekki geðslegur. Sérfræð-
ingar kafa ofaní hverja ruslatunn-
una á eftir annairi og una sér best
þar sem ódaunninn er verstur.
Vont er þein’a ranglæti en verra er
þeirra réttlæti, einsog þar stendur.
Menn hika ekki við að slá undir
beltisstað og eyðileggja líf annarra
ef það hentar.
Þessu lævi blandna andrúmslofti
koma kvikmyndargerðarmennirnir
svo trúverðuglega, en jafnframt
skoplega til skila, að Prímary
Colors verður bæði fróðleg og
bráðskemmtileg mynd, söguleg
með ótrúlegt afþreyingargildi.
Ekki hefði maður trúað því að Tra-
volta ætti eftir að verða slíkur
skapgerðarleikari sem hann sýnir
hér. Blæbrigðaríkur, fylginn sér og
mögnuð hermikráka. I hans hönd-
um er Stanton bæði viðsjárverður
en ekki síður drengur góður.
Thompson kemur síður á óvart,
hún er rafmögnuð leikkona sem
klónar Hillary þannig að báðar
geta vel við unað. Thornton er frá-
bær að vanda, en Kathy Bates stel-
ur hverri einustu senu sem hún
sést í sem hin gustmikla, eitilharða,
þó sanntrúaða hugsjónakona sem
varpar sér útí baráttuna fyrir
gamla goðið sitt. Með sína samkyn-
hneigð og geðrænu vandamál á
herðunum. Hún hlýtur að vinna
Óskarinn, og tilnefningarnar verða
fjölmargar. May, Nichols og mynd-
in, aðalverðlaunin koma öll til
greina. Helsti gallinn er sviplítill
leikur Adrians Lester í hlutverki
Burtons, það er einnig hvað síst úr
garði gert af hálfu May. Tónlist Ry
Cooderser óvenju stillt, engu að
síður vel viðeigandi. Willy Nelson
kemur talsvert við á hljóðrásinni,
líkt og í hinni mun síðri Wag the
Dog. Enda Clinton mikill Nelson-
aðdáandi, líkt og flestir Suðurríkja-
menn.
Primary Colors sýnir að menn
verða ekki síður forsetar vegna
ágalla annarra en eigin ágætis, að
kosningabarátta felst jafnmikið í
ódrengskap sem heilindum. Það
mæðir mikið á Clinton þessa dag-
ana. Ætli að hann sé nokkuð betri
eða verri en aðrir?
Sæbjörn Valdimarsson.