Morgunblaðið - 21.10.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.10.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998 19 Rætt um óróa á fjármálamarkaði á fundi viðskipta- og hagfræðinga Heimskreppa ekki yfírvofandi ALLT tal um heimskreppu er rugl og víða um heim er bjart framundan í efnahagsmálum. Ef litið er á þessa hlutabréfamarkaði í sögulegu sam- hengi sést að hækkanir og lækkanir skiptast á, hækkunartímabilin eru lengri en lækkunartímabilin og hækkanir meiri en lækkanimar. Eftir mikla hækkun hlutabréfa að undanfórnu hlaut að koma að þeirri leiðréttingu á verði hlutabréfa, sem nú stendur yfir víða um heim, að sögn Sigurðar B. Stefánssonar, framkvæmdastjóra VÍB, á morgun- verðarfundi Félags viðskiptafræð- inga og hagfræðinga í gær. Asía ofhitnaði Á fundinum fjallaði Sigurður um þann óróa á fjármálamarkaði, sem vart hefur orðið að undanförnu, og leitaðist við að svara þeirri spurn- ingu hvort þessi órói væri fyrirboði alþjóðlegrar fjármálakreppu. Hann gerði að umtalsefni útbreiddar áhyggjur vegna verðlækkunar hlutabréfa, verðhækkunar skulda- bréfa og mikillar verðlækkunar á hrávörumarkaði. „Er heimskreppa raunverulega að dynja á okkur? í mínum huga er þetta tómt rugl og engin heimskreppa er yfirvofandi," sagði Sigurður. Hann sagði að menn yrðu að hafa nokkur atriði í huga áður en of víð- tækar ályktanir yrðu dregnar. Mik- ill uppgangur hefði verið í Suðaust- ur-Ásíu allan þennan áratug og vestræn fyrirtæki hefðu keppst við að fjárfesta í álfunni, mest þó árin 1994-97. Að því hefði síðan komið að kerfin hefðu ofhitnað og það hefði leitt til gengisfalls hlutabréfa. „Batinn er byrjaður að koma í ljós og margt bendir til að leiðrétting hlutabréfaverðsins hafi þegar átt sér stað. Hlutabréf í flestum ríkjum Suðaustur-Asíu hafa hækkað veru- lega síðan í ágúst en á sama tíma hefur orðið lækkun í Evrópu. Ljóst er að fjármálakerfi Suðaustur-Ásíu- ríkjanna eru ekki eins þróuð og hér á Vesturlöndum og það tekur ár frekar en mánuði að laga þau svo þau standist samkeppni við hinn vestræna heim. Eg lít því á hinn svokallaða Asíuvanda sem einangr- að fyrirbæri." Lækkanir eru mörk- uðum eðlislægar Töluverð lækkun hefur orðið á hlutabréfum á Vesturlöndum og segir Sigurður að þar sé um annað tiltölulega einangrað vandamál að ræða. „Á hlutabréfamarkaði í Evr- ópu og Bandaríkjunum hafa skipst á hækkanir og lækkanir. Hækkun- artímabilin eru lengri en lækkunar- tímabilin og hækkanir meiri en lækkanimar. Eftir mikla hækkun hlutabréfa að undanfömu hlaut að koma að þeirri leiðréttingu á verði hlutabréfa, sem nú stendur yfir víða um heim.“ Sigurður fjallaði einnig um þær áhyggjur að verðhjöðnun á fjár- málamörkuðum muni leysa nýja heimskreppu úr læðingi. Hann benti á að þrátt fyrir verðlækkun á hlutabréfamörkuðum væri engin verðhjöðnun í þeim þjónustugrein- um, sem efnahagslíf Vesturlanda hvfldi að mestu leyti á. Sagði hann engin þau teikn á lofti sambærileg við þau, sem hefðu valdið heimskreppunni fyrr á öldinni. Morgunblaðið/Þorkell „EFTIR mikla hækkun hlutabréfa að undanfömu hlaut að koma að þeirri leiðréttingu á verði hlutabréfa, sem nú stendur yfir víða um heim,“ sagði Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri VIB, á morg- unverðarfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í gær. „Heimskreppan 1929-33 var allt annað fyrirbæri en sá samdráttur, sem menn glíma við nú. Þá nam verðhjöðnun meira en 30%, fram- leiðsla dróst saman um 1/3 og at- vinnuleysi var hrikalegt. Það ástand er engan veginn sambærilegt við það ástand, sem ríkir nú. Að tala um að við séum á barmi heimskreppu er því hreint mgl.“ Bjart framundan á íslandi Sigurður ræddi einnig um að- stæður á Islandi og um hina miklu hækkun hlutabréfa, sem varð hér- lendis á árunum 1994-97. „Ég lít svo á að lækkun hlutabréfa frá miðju ári 1997 sé leiðrétting en hins vegar kemur það á óvart að hún skuli taka eins langan tíma og raun ber vitni. Reyndar er líklegt að ný- leg lækkun á gengi hlutabréfanna sé vegna erlendra áhrifa og mikillar umfjöllunar fjölmiðla um yfirvof- andi kreppu. Síðastliðin þrjú ár hefur árlegur hagvöxtur numið um 5% hérlendis. Þjóðhagsstofnun spáir 4,5% hag- vexti á næsta ári en um leið minnk- andi arðsemi fyrirtækja. Sigurður sagðist telja það undarlegt en það kynni jafnframt að skýra ástandið á verðbréfamarkaðnum. „Ég tel að bjart sé framundan í efnahagslífi Is- lendinga. Ég býst við að við komumst brátt yfir bakslagið og þá tekur vöxtur og uppgangur við,“ sagði Sigurður. En d urskip uhigningu Alpan hf. lokið JÓN BÚI Guðlaugsson, fram- kvæmdastjóri Alpan hf. á Eyrar- bakka, mun fljótlega fara úr stól framkvæmdastjóra íyrirtækisins. Auglýst var eftir nýjum fram- kvæmdastjóra í Morgunblaðinu ný- lega. Jón Búi segir ástæðuna fyrir brotthvarfi sínu þá að endurskipu- lagningu á fjármálum fyrirtækisins sé lokið en Jón var ráðinn tíma- bundið til iyrirtækisins í mars til að vinna að endurskipulagningunni. Tap á rekstri Álpan á síðasta ári var um 60 milljónir króna, en að sögn Jóns Búa er útlitið fyrir árið í ár mun betra. Fyrstu sex mánuði ársins var tap af reglulegri starfsemi tæpar 13 m.kr. en að sögn Jóns Búa er seinni árshelmingur yfirleitt betri hjá fyr- irtækinu en sá fyrri. Jón Búi segir að þegar búið verði að ráða nýja framkvæmdastjóra muni hann snúa aftur til fyrri starfa á Verkfræðistofu sinni, Verkfræði- stofu Jóns Búa Guðlaugssonar. Tölvunám Almennt um tölvur, Windows, Word, Excel, og Internetið frá A-Ö Kennt er þrisvar í viku í fiórar vikur. Samtals 48 klukkustundit Nsstu námskeið byrja 26. og 27. október. Vönduð námsgögn og bækur fylgja öllum námskeiðum Nýi tölvu- & viðskipt askólinn $------------------------------------------ Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Simi: 555 4980 - Fax: 555 4981 Tölvupóstfang: skoli@ntv.is - Heimasíða: www.ntv.is v_____________________________________________/ Klæddu þig rétt! að að^era, goðum fatnaði yst sem fnrist er nauðsynlegt til þess að wtuíul útivistin verði bæði auðveldari skemmtilegri. 5 1 .Klæddu! Notaðu helst nærfatnað úr tæknilegum efnum sem flytja svita og raka frá Iíkamanum t.d. efni eins og Dacron. Bómullarföt halda rakanum og kæla líkamann. Þegar líkaminn er þurr, þá virkar hitakerfi líkamans betur og þú svitnar minna. Og þess minna sem þú svitnar og skilar frá þér raka.þeim mun lengur endist orkan. 2. Þig! Lag númer tvö fer eftir árstíö og hitastigi úti. Ef ekki er mjög kalt fer maður í þunna flíspeysu eða jafnvel vesti. Ef kalt er, þá fer maður íþykka flíspeysu. Ftisefnið er án efa eitt besta efnið þegar maður klæðir sig með „iag ofan á lag" aðferðinni, því flísefnið heldur vel hita og flytur raka frá líkamanum hratt og öruggiega. 3. Rétt! Ysta lagiö þarf að þola vel ísienska veöráttu og vera sterkt og létt. Það þarf að þola bæði vætu og vinda, en samt að geta andað til þess að rakinn komist frá Ifkamanum. Þetta er sérstaklega mikilvægt ef fólk á í miklum átökum og hreyfingu. Eins er auðveidara að athafna sig í iéttum útivistarfatnaði. VINTERSPORT ÞÍN FRÍSTUND - OKKAR FAG BfLDSHÖFÐA - Bíldshöfða 20 - Sími: 510 8020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.