Morgunblaðið - 21.10.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998 25
RÆTT VIÐ JOHANN AMUNDASON Fluguh
UM LIF OG STARF A OLIUPALLI
frístund
alla daga ársins. Agúst Ingi Jónsson ræddi vió
jýtingar eru meóal þess sem starfsmenn á olíupallinum Statljord C dunda viö í
um. Tómstundirnar eru þó ekki ýkja margar því unnið er allan sólarhringinn
Jóhann Ámundason, sem í 23 ár hefur unniö viö oiíuiðnaðinn í Noröursjónum.
Vinalegt sa
einkennir vin
tækni og t
r* M
* r-i
í
mfélag
nustað
kifæra
OLÍUPALLUR í Norður-
sjónum og í hugann koma
orð eins og ævintýri, ríf-
andi tekjur, hættur í hverju
homi, samfélag hörkukarla, sem áð-
ur unnu gjarnan á flutningaskipum á
heimshöfunum. Hvílíkur misskiln-
ingur og alröng mynd.
Jóhann Ámundason hefur frá árinu
1976 unnið við olíuiðnaðinn í Norður-
sjónum og starfað á mörgum pöllum,
hægur og yfirvegaður fjölskyldumað-
ur, búsettur í Suður-Noregi. I fyrstu
setningum sínum leiðréttir hann
ranghugmyndir blaðamanns.
„Við erum hér í tvær vikur, eigum
frí í fjórai' vikur, síðan er tveggja
vikna vinna og þriggja vikna frí.
Þannig gengur þetta alla daga ársins,
sama hvort jól eru eða virkur dagur.
Um borð er unnið í 12 tíma og fyrir
þá sem hafa með mannahald og
stjómun að gera tekur þá við ýmiss
konar skriffinnska, en aldrei meira en
í 16 tíma á dag,“ segir Jóhann er við
tyllum okkur niður í glæsilegu mötu-
neytinu um borð í olíupallinum
Statfjord C.
Um borð nú eru um 300 manns,
sem er reyndar óvenju mikill fjöldi.
Venjulegast em um 200 manns á
pallinum og geta þá flestir fengið
eins manns herbergi. Til að halda
vinnslunni í gangi þarf 185 manns,
en hámarksfjöldi í gistingu em 400
manns. Allur aðbúnaður er góður og
reyndar er hann enn betri á nýjustu
pöllunum.
Góð laun og hættu-
lega góður matur
„Vissulega eru góð laun í boði, en
þau vom enn betri áður fyrr,“ segir
Jóhann aðspurður. „Nú er hægt að
hafa svipaðar tekjur fyrir vinnu í
landi, en ég get ekki hugsað mér að
fara að vinna frá klukkan 8-4 ein-
hvers staðar. Eg er orðinn hluti af
þessum hring, það á vel við mig og
fjölskyldan þekkir ekki annað kerfi
með kostum þess og göllum.
Fyrir utan vinnu nota menn tím-
ann mest til að sofa, en ýmisleg
starfsemi er í gangi þessar frístund-
ir. Við fáum blöðin reglulega, hér er
sjónvarp, útvarp og myndbandstæki,
heilsurækt með ágætum tækjum og
það er líka eins gott því hér er
hættulega mikill og góður matur á
öllum tímum sólarhringsins.
Um borð starfa alls konar klúbbar,
t.d. bridsklúbbur og fluguhnýtinga-
klúbbur með öllum tækjum og tólum
sem til þess þarf. Eg hef aðeins próf-
að að hnýta flugur og haft gaman af,
en kann reyndar ósköp lítið í þessu
enn þá. Menn tala mikið saman um
lífsins gagn og nauðsynjar og hér
þai'f engum að leiðast," segir Jóhann.
Feðgar og tæknifræðingar
Jóhann er sonur Amunda Jó-
hannssonar frá Iðu, sem lengst af
sinni starfsævi vann í Fálkanum í
Reykjavík. Hann nam véltæknifræði
í Svíþjóð skömmu eftir stríð og voru
þeir Jóhann og Amundi fyrstu
feðgarnir sem skráðir voru félagar í
Tæknifræðingafélagi íslands. Móðir
Jóhanns var Kristjana Sigmunds-
dótth' frá Laugarási í Biskupstung-
um. Ámundi og Kristjana eru bæði
látin. Þau áttu fjögur börn og er Jó-
hann næstelstur.
Eiginkona Jóhanns er Auður Elís-
dóttir úr Reykjavík. Þau eiga tvo
syni; Elís er 28 ára rafeindatækni-
fræðingur hjá Ericson og Arnundi er
24 ára. Báðir starfa þeir í Noregi
enda hefur fjölskyldan dvalið þar frá
árinu 1976.
JÓHANN Ámundason við heimili sitt skammt frá Arendal í Suður Nor-
egi. Honum líkar vel að vinna á olíupalli, en vinnutíminn er þannig að
menn vinna á pallinum í tvær vikur, eiga frí í fjórar vikur, síðan er
tveggja vikna vinna og þriggja vikna frí. Þannig gengur þetta alla
daga ársins, sama hvort jól eru eða virkur dagur.
Jóhann býr ásamt fjölskyldu sinni
skammt frá Arendal og segist hafa
nóg við að vera frívikumar í landi.
„Eg á bát sem við notum mikið til að
sigla í skerjagarðinum. Ég er líka að
gera upp gamlan Citroen DS, hann
verður flottur sá get ég sagt þér. Svo
er að pakka öllu dótinu eftir sumarið
sem aldrei kom hérna í Noregi. Það
er alltaf nóg að gera og ég uni mér
vel hvort sem ég er heima við eða úti
á pallinum," segir Jóhann.
Sér um viðhald á borpallinum
Jóhann lauk námi í tæknifræði í
Grimstad í Noregi og starfaði síðan í
4 ár sem tæknifræðingur heima á Is-
landi. Þau hjónin langaði að prófá
eitthvað nýtt og Jóhanni bauðst
vinna hjá Aker Offshore Partner.
Hann starfaði lengst af hjá viðhalds-
deild fyrirtækisins og fór þá á milli
palla vegna margvíslegra verkefna.
Reyndar tók hann einnig þátt í
byggingu og uppsetningu þessara
gríðarlegu mannvirkja.
„Ég vann meðal annars við að
smíða einingar í einn af fyrstu pöll-
unum niðri á Italíu og hlutarnir í
pallinn komu víðs vegar að úr heim-
inum. Þetta átti síðan allt að setja
saman úti á Norðursjónum og það
hafðist en reyndist bæði dýrt og
erfitt. Við þurftum að nota þyrlur,
stóra skipskrana og báta, allt úti á
rúmsjó. Þetta var aðeins gert fyrstu
árin meðan menn vissu lítið hvað
þeir voru að gera. Með aukinni
reynslu og þekkingu var farið að
smíða pallana í landi og draga þá síð-
an út á svæðið,“ segir Jóhann.
Frá árinu 1994 hefur Aker alfarið
séð um viðhald á Statfjord C og Jó-
hann verið einn þriggja stjórnenda
fyrirtækisins um borð.
Aðspurður um verkefnin segir
hann að á þeirra verksviði sé viðhald
á tönkum, rörum og leiðslum. Reynd-
ar sjái Aker um allt sem gert sé úr
stáli og um borð í mannvirki eins og
olíupalli eru handtökin því óneitan-
lega mörg og viðhaldsvinnan stöðug.
Starfsmenn vinna saman sem ein
heild, en tilheyra fjómm fyrirtækj-
um; Aker sér um viðhald eins og áð-
ur sagði, Smevik um allt sem lýtur
að borunum og brunnum og SAS
hefur séð um eldhúsið. Aðrir eru
starfsmenn Statoil, þar á meðal þeir
sem vinna í yfirstjórn og heilsu-
gæslu, en um borð er sjúkravakt all-
an sólarhringinn.
Vinalegt samfélag
og öryggi í hávegum
„Þetta er vinalegt samfélag um
borð, allir þekkja alla og nota for-
nafn, sem er ekki sjálfsagt á norsk-
um vinnustöðum. Menn vinna vel
saman og mikið til eru þetta sömu
mennirnir ár eftir ár. Vinnutíminn er
hins vegar þannig skipulagður að
þrír menn verða að vera um hverja
stöðu og því þekkir maður best þá
sem eru á sama róli.
Mjög vel er fylgst með að allar ör-
yggisreglur séu haldnar. Það er
samt ekki þannig að menn séu alltaf
að hugsa um hversu hættulegt þetta
starf getur verið. Fyrir okkur er
þetta bara eins og hver önnur vinna.
Samt er starfsfólkið betur vakandi í
öryggismálum en gengur og gerist.
I hverju tveggja vikna úthaldi er
einu sinni haldin björgunaræfing þar
sem brugðist er við bruna um borð
og farið er í gegnum reglur um hver
á að fara í hvaða bát og þess háttar.
Einu sinni á tveggja vikna fresti er
fræðslufyrirlestur um öryggismál og
loks má nefna að enginn fær að hefja
störf á borpalli nema hann hafi áður
farið á tveggja vikna námskeið til að
fræðast um vinnubrögð og reglur.
Allur ferðakostnaður greiddur
Starfsmenn á borpöllunum búa
víðs vegar í Noregi. Jafnvel á hinum
Norðurlöndunum, einkum Dan-
mörku og Svþjóð. Statoil eða viðkom-
andi verktaki greiðir þá allan ferða-
kostnað til og frá vinnu. í upphafi ol-
íuævintýrisins gátu menn jafnvel bú-
ið á Spáni og farið þaðan í vinnuna á
kostnað launagreiðanda. í seinni tíð
hefur verið tekið fyrir þetta og miðað
við að nýir starfsmenn búi í grennd
við þyrluvellina, sem þjóna pöllunum.
Þeir sem til dæmis búa í Dan-
mörku, Svíþjóð eða Norður-Noregi
og hafa lengi unnið hjá fyrirtækinu
njóta þó sömu kjara og áður. Ég
þekki dæmi um Islendinga sem voru
á þessum kjörum,“ segir Jóhann.
Hann segir að nokkuð sé um Is-
lendinga í vinnu hjá Statoil og úti á
olíupöllunum enda sé mikið af ís-
lendingum í Noregi. Áður fyrr, þeg-
ar hann fór mikið á milli palla, hafi
hann hitt marga íslendinga eða frétt
af þeim.
I mötuneytinu á Statfjord C er
eðlilega mest af Norðmönnum. Olíu-
iðnaðurinn er alþjóðlegur og fólkið
kemur úr ólíkum áttum; Evrópu, As-
íu, Ameríku. Karlar eru í miklum
meirihluta, en einnig talsvert af kon-
um. Iveruálman er eins og hótel og
fólk kemur í mat og kaffi á öllum
tímum sólarhrings því vinnutíminn
er mismunandi.
Heimur tækni og tækifæra
Það er komið að því að kveðja Jó-
hann Amundason og aðra starfs-
menn á þessum sérkennilega vinnu-
stað í miðjum Norðursjónum. Uti
gnauðar vindurinn og það er rigning
þennan dag. Við bauju skammt frá
liggur flutningaskip sem flytur olíu
til lands. Kannski fer olían sem verið
er að dæla í tanka skipsins áleiðis til
Islands að lokinni hreinsun í stöðinni
í Mongstad skammt frá Bergen.
Þennan dag sést ekki lengra en að
olíuskipinu sakir dimmviðris, en á
björtu kvöldi má sjá ljós og loga á
um 20 norskum og enskum borpöll-
um í nágenninu. Ohemju af olíu er
dælt upp á hverjum degi og verð-
mætið er gífurlegt. Fyrir starfs-
mennina er þetta eins og hver önnur
vinna, en fyrir aðkomumanninn ótrú-
legur heimur tækni og tækifæra.