Morgunblaðið - 21.10.1998, Blaðsíða 64
Drögum næst
27. október
happdræjti
&Lf|f HÁSKÓLA ISLANDS
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1
MIÐYIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Ávöxtunarkrafa 17 ára spariskírteina hefur lækkað hratt síðustu daga
Fór í fyrsta sinn
niður fyrir 4%
ÁVÖXTUNARKRAFA 17 ára
spariskírteina hefur nú í fyrsta
sinn lækkað niður fyrir 4% og er
nú 3,9%. Til samanburðar var
ávöxtunarkrafan 4,90% í upphafí
ársins.
Ávöxtunarkrafa spariskírtein-
anna hefur lækkað hratt síðan fjár-
málaráðherra heimilaði Lánasýslu
ríkisins sl. fimmtudag að nota allt
að tveimur milljörðum króna til
þess að kaupa á markaði og inn-
leysa spariskírteini ríkissjóðs til
langs tíma, eða um alls 28 punkta.
Að sögn Rósants Torfasonar hjá
viðskiptastofu íslandsbanka er lík-
legt að ávöxtunarkrafan haldi
áfram að lækka, enda halda eig-
endur spariskírteina að sér hönd-
um þegar ávöxtunarkrafan er á
niðurleið í þeirri von að fá hærra
verð fyrir bréfin.
„Það sem gerist í kjölfar þessarar
ákvörðunar fjármálaráðherra er að
ávöxtunarkrafa 17 ára bréfa lækkar
mjög hratt og þetta hefur áhrif á
önnur langtímabréf. Menn eru að
laga verðlagningu á öðrum bréfum
á markaðnum að þessu breytta um-
hverfí. Þetta hefur gert það að
verkum að ávöxtunarkrafa á öðrum
verðtryggðum langtímabréfum hef-
ur lækkað, t.d. aðrir flokkar spari-
skírteina, en ekki er ólíklegt að rík-
issjóður hefji kaup á fleiri flokkum á
næsta ári,“ sagði Rósant í samtali
við Morgunblaðið. Að hans sögn er
ríkið með þessum aðgerðum að
borga 70-80 milljónum meira íyrir
bréfín en það hefði þurft að gera ef
ávöxtunarkrafan væri 28 punktum
hærri.
Veltan með 17 ára spariskírteini á
Verðbréfaþingi frá 15. okt sl. er
tæpar 600 milljónir að mark-
aðsvirði.
■ Hefur lækkað /18
Búum
fækkar
og tekjur
lækka
HEILDARTEKJUR kúabænda og
maka þeirra lækkuðu um rúmlega
9% á tímabilinu 1989 til 1996. HeUd-
artekjur sauðfjárbænda og maka
þeirra lækkuðu á sama tímabili um
4%. Á sama tíma hækkuðu tekjur
annarra stétta í landinu. Þetta kem-
ur fram í skýrslu sem nefnd á vegum
landbúnaðarráðherra vann, en í
henni eru lagðar fram tillögur um
opinberan stuðning við bændur í
hefðbundnum búskap.
í skýrslunni kemur fram að heild-
artekjur sauðfjárbænda og maka
þeirra voru 1.348 þúsund krónur að
meðaltali árið 1996 og þar af námu
tekjur af búrekstrinum 770 þúsund
krónum. Mælt á fóstu verðlagi höfðu
heildartekjurnar lækkað um 55 þús-
und krónur eða um nær 4%. Heildar-
tekjur kúabænda og maka þeirra
voru 1.528 þúsund krónur að meðal-
tah árið 1996 og þar af námu tekjur
af búrekstrinum 1.197 þúsund krón-
um.
Búum með framleiðslurétt
hefur fækkað um 883
I skýi-slunni kemur fram að heild-
artekjur bænda í hefðbundnum land-
búnaði eru lágar í samanburði við
tekjur annarra viðmiðunarstétta.
Tekjur iðnaðarmanna voru hæstar,
eða 178 þúsund krónur á mánuði árið
1996, og voru þær að meðaltali rúm-
lega tvöfalt hærri en tekjur bænda,
sem voru á bilinu 72-75 þúsund
krónur.
Búum með framleiðslurétt fækk-
aði á tímabilinu 1989-1996 um 883,
eða 22%, og samsvarar þessi fækkun
því að eitt bú hafi hætt þriðja hvern
dag ársins á þessu átta ára tímabili.
Blönduðum búum hefur fækkað
mest, eða um 34,8%, og hreinum
sauðfjárbúum um nálægt 23,4%.
■ Viðskipti með/32
Ný brú yfir Öxará
Morgunblaðið/Freysteinn G. Jónsson
NÚ stendur yfir gerð brúar yfír Öxará á Þingvöllum og annast hana verktakafyrirtækið Feðgar ehf. Áætlað er að brúin verði tilbúin fyrir
almenna umferð 15. nóvember næstkomandi. Var ekki amalegt að vinna við bníarsmíðina í blíðunni þótt kalt væri.
Guðrún
Katrín
jarðsungin
í dag
ÚTFÖR Guðrúnar Katrínar
Þorbergsdóttur forsetafrúar
verður gerð frá Hallgrímskirkju
í dag kl. 11 f.h. Hr. Karl Sigur-
bjömsson, biskup Islands, jarð-
syngur, og er 500 gestum boðið
sérstaklega til útfararinnar.
Meðal þeirra eru þjóðhöfð-
ingjar allra Norðurlandanna.
Martti Ahtisaari, forseti Finn-
lands, og kona hans, frú Eeva
Ahtisaari, komu til landsins í
gærkvöldi. Aðrir þjóðhöfðingjar
koma til landsins í dag. Flestai-
opinberar stofnanir, þar á meðal
skólar, verða lokaðar til kl. 13 í
dag.
Lögreglan í Reykjavík verð-
ur með mikinn viðbúnað vegna
útfararinnar og verða um 100
lögreglumenn að störfum við
umferðarstjórn og öryggis-
gæslu vegna komu norrænu
þj óðhöfðingj anna.
■ Útfór/4
Eignir lífeyrissjóðanna námu tæpum 353 milljörðum króna um síðustu áramót
Verðbréfaeign erlendis
næstum þrefaldaðist
ERLEND verðbréfaeign lífeyris-
sjóðakerfísins í landinu nær þre-
faldaðist á árinu 1997 samanborið
við íyrra ár og nam 25,6 milljörðum
króna um síðustu áramót eða 7,3%
af heildareignum. Mest áttu lífeyr-
issjóðirnir í erlendum verðbréfa-
sjóðum eða 9,6 milljarða króna, í
hlutabréfasjóðum 7,5 milljarða
króna, í hlutabréfum 7,1 milljarð
króna og í skuldabréfum 1,4 millj-
arða króna.
Þá jókst einnig innlend hluta-
bréfaeign lífeyrissjóðanna verulega
á síðasta ári og nam 6,4% af heildar-
eignum þeirra í árslok eða rúmum
22 milljörðum króna og eru þá eign-
ir þeiira í innlendum og erlendum
hlutabréfasjóðum upp á rúma 8
milljarða króna ekki meðtaldar.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í skýrslu bankaeftirlits Seðla-
banka íslands um starfsemi lífeyris-
sjóðanna á árinu 1997. Um síðustu
áramót töldust eignir sjóðanna sam-
anlagt nema tæpum 353 milljörðum
króna og höfðu vaxið að raungildi
um 12,8% miðað við hækkun
neysluverðsvísitölu. Ráðstöfunarfé
á árinu nam rúmum 82 milljörðum
króna og óx um 29,1% frá árinu áð-
ur. Raunávöxtun eigna allra sjóð-
anna var 8,1% á síðasta ári, en 7,9%
þegar kostnaður við rekstur þeirra
hefur verið tekinn frá, en rekstrar-
kostnaður á árinu nam samanlagt
rúmum 800 milljónum króna.
Ef litið er til ráðstöfunar fjár-
magns lífeyrissjóðanna á árinu 1997
kemur í ljós að þeir keyptu skulda-
bréf ríkissjóðs og ríkisstofnana fyr-
ir 7,3 milljarða króna og bæjar- og
sveitarfélaga fyrir 4,5 milljarða. Þá
voru keypt skuldabréf fjárfesting-
Lífeyrissjóðir 1997
Ráðstöfun fjármagns til útlána og
skuldabréfakaupa í milljörðum kr.
Fjárfestingarlánasjóðir 18,6
þ.a. húsbréf 10,9
þ.a. húsnæðisbréf 3,6
Verðbréfasjóðir 11,0
þ.a. erlendir 5,1
Hlutabréf 11,0
Bankar og sparisjóðir 8,6
Fyrirtæki 7,6
| Ríkissjóður og rikisstofnanir 7,3 |
Hlutabréfasjóðir 4,7
Bæjar- og sveitarfélög 4,5
Einstaklingar (sjóðfélaqar) 4,2
Eignarleigur 2,7
Erlend skuldabréf 0,9
arlánasjóða, þ.m.t. húsbréf, íyrir
18,6 milljarða og bréf banka og
sparisjóða fyrir 8,6 milljarða. I
verðbréfasjóðum voru keypt bréf
fyrir 11 milljarða, þar af 5,1 millj-
arður í erlendum verðbréfasjóðum.
Hlutabréf voru keypt fyrir 11 millj-
arða króna og lán til sjóðfélaga
námu 4,2 milljörðum króna.
66 lífeyrissjóðir starfandi
Um síðustu áramót voru starfandi
66 lífeyrissjóðir og þar af tóku níu
ekki lengur við iðgjöldum, þannig að
57 sjóðir teljast þá fullstarfandi.
Þetta er óbreyttur fjöldi lífeyrissjóða
frá árinu áður, en lífeyrissjóðum hef-
ur fækkað um 22 frá því í ársbyrjun
1992. 36 sjóðir töldust vera sameign-
arsjóðir án ábyrgðar launagreið-
anda, 19 sameignarsjóðir með
ábyrgð annarra og 11 séreignasjóðir.