Morgunblaðið - 21.10.1998, Blaðsíða 58
58 MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Nýju fötin
keisarans
►LEIKARINN John Lithgow
var með kórónu keisarans þeg-
ar hann las upp úr barnabókinni
„Nýju fötin keisarans“ eftir
H.C. Andersen. Hann og fleiri
stjörnur á borð við Robin Willi-
ams voru við útgáfu á bók og
geisladiski undir yfírskriftinni:
„Nýju fötin keisarans: Stjörnu-
prýdd endursögn sígilds ævin-
týris". Uppákoman átti sér stað
15. október síðastliðinn í barna-
bókaversluninni Storypolis í Los
Angeles. Agóði af sölunni renn-
ur til Starbright-sjóðsins sem er
til aðstoðar veikum börnum.
FOLK I FRETTUM
Tekur eig-
andann í
gogginn
PÁFAGAUKURINN Wikor lætur
sér ekki allt fyrir brjósti brenna og
tekur hér nef eiganda síns, Mari-
usz Orysko, í gogginn án nokkurr-
ar fyrirhafnar. Wikor var ásamt
öðrum skrautlegum páfagaukum
sýndur á páfagaukasýningu mikilli
sem fram fór í Varsjá sunnudaginn
18. október, en þar voru 180 ólíkar
tegundir páfagauka hvaðanæva úr
Póllandi til sýningar.
GREIDDU ATKVÆDI
Taktu þátt í vali fólksins
(The People^s Choice Awards)
Greióið atkvæði fyrir 31. október um:
Besta evrópska leikstjórann árið 1998
Besta evrópska leíkarann 1998
Bestu evrópsku leikkonuna 1998
|ílor0imliínt»ií> og Evrópska Kvikmyndaakademían
bjóöa nú íslendingum í fyrsta sinn aó greióa at-
kvæöi í þremur helstu flokkum Evrópsku kvik-
myndaverölaunanna.
Ef þú sendir atkvæöi þitt átt þú möguleika á
aó vera við til verðlaunaafhendinguna sem
fer fram í London 4. desember n.k.
Myndir sem koma til greina veróa aó hafa verió frumsýndar á tíma-
bilínu l.nóvember 97 tíl 31. október '98
[[»
l U R 0 I’ 1 A N ACAÖEMY
MIM
. SENDIÐ ATKVÆÐASEÐILINN FYRIR 31. OKTÓBER Á EFTIRFARANDI HEIMILISFANG: A RTHI 11?
L THE PEOPLE’S CHOICE AWARDS 1998, C/O ARTHUR ANDERSEN, A xVJVt-ÁV.™
1 “I.V,"' 1 SURREY STREET, LONDON WC2R 2PS /\J\1 DEIvSEN
\
VAL FÓLKSINS 1998. ATKVÆÐASEÐILL.
BESTI EVRÓPSKI LEIKSTJÓRINN 1998: FYRIR MYNDINA:
BESTI EVRÓPSKI LEIKARINN 1998: i MYNDINNI:
BESTA EVRÓPSKA LEIKKONAN 1998: í MYNDINNI:
NAFN (NAME):
HEIMILISFANG (ADDRESS): PÓSTNÚMER (ZIP CODE):
STAÐUR (CITY): SÍMI (DAYTIME PHONE):
-
f
MYNPBÖNP
Heims-
styrjöldin
í augum
Abels
Vomurinn
(Ogre)___________
Drama
Framleiðendur: Gebhard Henke,
Ingrid Windisch. Leikstjóri: Volker
Sclilöndorf. Handritshöfundar: Je-
an-Claude Carriere og Volker
Schlöndorf byggt á bók Michel To-
urnier „Der Erlkönig“. Kvikmynda-
taka: Bruno de Keyser. Tónlist:
Michael Nyman. Aðalhlutverk:
John Malkovich, Gottfried John,
Marianne Sagerbreeht, Volker
Spengler, Armin Mueller-Stahl .
117 mín. Þýskaland. Háskólabió
1998. Myndin er bönnuð börnum
innan 16 ára.
FRAKKINN Abel Tiffauges er
hændur að krökkum og vill reyna
að halda þeim frá grimmd full-
orðna fólksins.
Eftir að hann er
ranglega sakað-
ur um að vera
bamaníðingur er
hann sendur í
franska herinn í
seinni heims-
styrjöldinni, en
brátt er hann
settur í fanga-
búðir nasista. Á meðan á dvölinni í
fangabúðunum stendur kynnist
hann veiðiverði Göríngs og fær
starf hjá honum. Það leiðir til þess
að hann fer til Kaleterhorn-kast-
ala, sem er staður þar sem drengir
eru þjálfaðir til að vera þjónar nas-
ismans. Abel fínnur gleði sína aftur
þegar hann er fenginn til að sjá um
drengina og finna aðra drengi úr
héraðinu í kring sem gætu einnig
orðið góðar drápsvélar.
Volker Schlöndorf fer sjaldan
hefðbundnar leiðir í kvikmynda-
gerð og má sem dæmi nefna „Tin
Drum“, sem vakti mikla athygli og
hneykslan þegar hún var frum-
sýnd. Hér fjallar hann um heims-
styrjöldina síðari og hina hryllilegu
hugmyndafræði, sem þar við-
gekkst, á mjög nýstárlegan máta.
Hann lætur einfeldninginn upplifa
heimsstyrjöldina sem hættulausan
tíma þar sem fólk skemmtir sér og
nýtur lífsins. Eina ofbeldið sem
sést framan af er veiðitúr sem Gör-
ing fer í, annars er lítið sem ekkert
sem sýnir fram á að stríðið sé
óhugnanlegt, nema fullvissa áhorf-
andans. En þegar þjálfunarbúðir
Hitlersæskunnar verða fyrir
skotárás þá kemur raunveruleikinn
eins og köld vatnsgusa. Hér er á
ferðinni einkar áhrifarík og vel
gerð kvikmynd.
Ottó Geir Borg