Morgunblaðið - 21.10.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
_____BRÉF TIL BLAÐSINS_
Raunir þingmanns á
Borgarfj arðarbraut!
Frá Stefáni Eggertssyni:
VIÐ LESTUR greina um niður-
setta deilu um Borgarfjarðarbraut
eftir Sturlu Böðvarsson, annan
þingmann Vesturlands, vakna
margar spurningar við hálfkveðn-
um fullyrðingum sem gott væri að
fá svör við. Ég efast ekki um að
Sturla Böðvarsson, sérstakur
áhugamaður um vegagerð, svari
þeim skilmerkilega, þannig að ég
geti verið fullviss um afstöðu mína
til hans í kjörklefanum í vor.
I upphafi greinarinnar segir,
„þær raunir sem Vegagerðin rataði
í“. Ekki veit ég til þess að Vega-
gerðin sé í neinum raunum, er
hennar verkefni ekki að leggja til
hugmyndir að veglínum og láta síð-
an viðkomandi framkvæmdavald
ákveða hvaða veglína er valin, eftir
lögformlegum leiðum?
í byi-jun var það upphrópun
þingmannsins, að hann vildi ekki
fara gegn vilja meirihluta hrepps-
nefndar Reykholtsdalshrepps. Er
það af ókunnugleika þínum Sturla,
að halda að vegurinn frá
Hnakkatjarnarlæk að Kleppjárns-
reykjum sé nýlega orðinn „með
þeim verri í kjördæminu"?
Það hafa ekki verið haldnir fund-
ir eða mannamót þar sem ekki hef-
ur verið skorað á þingmenn að
beita sér fyrir bættum samgöngum
í héraðinu, þessar áskoranir hafa
kannski ekki náð eyrum þínum.
„Tillögur um legu vegarins hafa
leitt til þvílíki-a deilna að fá dæmi
eru.“ Hvað skyldi nú valda þeim
deilum?
„Þingmönnum var því mikill
vandi á höndum þegar kom að því
að hefja framkvæmdir."
Eru nú þingmenn komnir í vega-
vinnu í sumarfríinu sínu? Er það
ekki hreppsnefndar að samþykkja
tillögur Vegagerðar um veglínur,
eftir lögformlegum leiðum og er
það ekki ykkar þingmanna að setja
leikreglurnar? Meirihluti hrepps-
nefndar Reykholtsdals náði ekki að
ljúka „lögformlegum leiðum" áður
en umboð hennar rann út og hin
nýja hreppsnefnd er ekki búin að
ljúka vinnu við gerð aðalskipulags
þar sem fram mun koma tillaga að
framtíðarlegu Borgarfjarðarbraut-
ar. Er það rétt að þú hafir beitt þér
fyrir því að útvega viðbótarfjár-
magn til að ljúka verkinu ef
hreppsnefnd fari þá leið sem meiri-
hluti íbúanna var búinn að and-
mæla með undirskrift sinni svo og
skólabílstjórar við Kleppjárns-
reykjaskóla? Eignarnám er enn
hæpnara á jörðum sem búið er á en
á eyðibýlum, en til eignarnáms
hlýtur að koma þar sem ekki er
farin leið 1, 3, 3.a, 3.b. eða núver-
andi leið, og ekki hefur farið fram
umhverfísmat á nýjustu tillögunni
að Borgarfjarðarbraut.
Eiga þingmenn sem setja lög í
landinu einnig að stjórna fram-
kvæmdum? Hvaðan og hvenær
fengu alþingismenn það vald að
geta ákveðið að fáist ekki fram-
kvæmdaleyfi fyrir fyi-irhuguðum
„bráðabirgðavegabótum „ á Borg-
arfjarðarbraut, frá Flóku að
Kleppjárnsreykjum, þá muni það
setja framhald veglagningar í öll-
um Borgarfírði í algert uppnám?
Undir þessum hótunum kiknaði
hreppsnefnd hins sameinaða sveit-
arfélags sunnan Hvítár og sam-
þykkti framkvæmdaleyfið.
Ég undrast það álit sem þú hef-
ur á umhverfisráðherra og sam-
starfsmanni þínum á Alþingi, „að
senda málið aftur heim í hérað“, er
það ekki þar sem ákvörðunarvaldið
er þegar öllum lögformlegum leið-
um er lokið? Gerir gildandi vega-
áætlun ráð fyrir vegtengingu við
Flókadal upp á 60 milljónir, ef svo
er, ber að fagna því. Það kemur
kannski fram þar að þessi tenging
er „bráðabirgðatilfærsla á núver-
andi vegstæði".
En hvað um framhaldið?
Það má vera að það sé „niður-
staða allra þingmanna kjördæmis-
ins“ en er ekki skynsamlegra að
bíða eftir aðalskipulagi og fara þá í
endanlega Borgarfjarðarbraut? Er
kannski nóg af peningum til vega-
framkvæmda í góðærinu? Það þarf
ekki að koma þér á óvart að tor-
tryggni ríki í þinn garð, eftir aðfar-
ir þínar á málinu, þótt þú hafir
„skilning á stöðu mála“.
„Þingmenn eiga því ekki ann-
arra kosta völ en að samþykkja til-
lögu vegagerðarinnar." Én land-
eigendur, þurfa þeir ekki að sam-
þykkja nauðsynlegar lagfæringar?
Það er skylda þín að upplýsa mig
hverjir „einstakir menn í þessum
vandræðamálum“ eru, er það fyrr-
verandi meirihluti hreppsnefndar
Reykholtsdalshrepps eða annars
flokks kjósendur sem þú ert að
biðla til fyi’ir kosningar í vor?
Hjá hvaða bændum, sem búa við
veginn, hefur óvissunni verið eytt?
Hverjir eru það sem nú sýna
kjark og styrk í þessu máli og í
hverju felst friðurinn sem þú boðar?
Er það friðarboðskapur ykkar
þingmanna að annaðhvort hlítum
við ráðum ykkar eða við fáum ekki
neitt?
Ég vil taka undir lokaorð þín,
það er von mín (okkar) að sveitar-
stjórnin í hinu nýja sveitarfélagi fái
næði frá utanaðkomandi aðilum til
að vinna að gerð aðalskipulags og
samgöngubótum í Borgarfírði án
þiýstings frá utanaðkomandi lög-
gjafarvaldi, en þar er þinn starfs-
vettvangur, framkvæmdavaldið er
heima í héraði.
Borgarfii’ði í síðustu viku sumars.
STEFÁN EGGERTSSON,
bóndi í Steðja í Reykholtsdal.
MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998
NILFIS
MetvLÍHe
ENN EIN NÝJUNGIN FRÁ NILFISK
MINNI0G ÓDÝRARI RYKSUGA
SÖMU STERKU NILFISK GÆÐIN
• 1400W mótor
• Stillanlegt sogafl
• 4ra þrepa síun
• Inndregin snúra
• Sundurdregið stálrör
• Sogstykkjahólf
• Biðstöðufesting
fyrir rör og slöngu
NILFISK
NetvLme
/Fúmx
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420
GLÖS
MORKINNI 3 • SIMI 588 0640
ÞEIR V •
BOÐA
KOMU JÓLA i
í * tir
GE0RG IfNSEN KÚNÍGÚND
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 8 S 551 3469
Leitin að réttu eigninni
hefst hjá okkur
Vettvangur fólks I fasteignaleit
\J www.mbl.is/fasteignir
• •
Þvino anir Ogmundar
Frá Björgvini Guðmundssyni:
SAMKVÆMT stjórnarskrá lýðveld-
isins Islands má engan neyða til að-
ildar að félagi. Þó
er heimilt að gera
undantekningar
frá þessari meg-
inreglu ef skyldu-
aðild er talin
nauðsynleg svo
félag geti sinnt
lögmæltu hlut-
verki sínu vegna
almannahags-
muna, og skal þá
tilgreint skýrt í
lögum hvert það hlutverk er.
Verkalýðsfélög og atvinnurekend-
ur hafa löngum þvingað menn til að-
ildar með forgangsréttarákvæðum í
kjarasamningum og skyldugreiðsl-
um. Með kjarasamningum, og stund-
um lögum, hafa stéttarfélög öðlast
einokunarstöðu á vinnumarkaðinum
og getað fullnægt pólitískum mark-
miðum forsvarsmanna þeirra með
auglýsingum og ýmiss konar áróðri.
AUt auðvitað gi-eitt með nauðungar-
gjöldum félagsmanna.
BSRB er verkalýðsfélag starfs-
manna ríkis og bæja, og eru þeir
staifsmenn neyddir til að greiða til
þess stéttarfélags með lögum frá Al-
þingi. í krafti nauðungar kemur Ög-
mundur Jónasson fram með pólitísk-
ar fullyrðingar, sem túlka á sem skoð-
un þessa fólks, sem hann er í forsvari
fýrir. Oft fer hinn óháði þingmaður
mikinn í fjölmiðlum og belgir sig út
með frösum sósíalista og annarra fé-
lagshyggjumanna þegar hann tjáir
sig um málefni líðandi stundai’. Ekki
er nóg með að hann þiggi laun fyrir
þetta pólitíska nöldur sitt heldur
stendur hann fyrir auglýsingaher-
ferðum, innflutningi á fyrii’lesui’um
og „vísindalegum" könnunum, og fé-
lagsmenn borga bnlsann, hvort sem
þeim líkai’ betur eða veiT. Hann send-
ir hóp manna í reisur til útlanda til að
kynna sér svokallað óréttlæti mark-
aðskerfisins t.d. í Bretlandi, Nýja-
Sjálandi eða Bandan'kjunum. Skyldi
þetta vera lögmælt hlutverk félagsins
vegna almannahagsmuna?
Ógmundi er auðvitað vorkunn.
Hinn óháði þingmaður hefur ekkert
pólitískt bakland lengur eftir úrsögn
úr þingflokki Alþýðubandalagsins.
Þá er ekki nema von að þingmaður-
inn noti þau vopn sem hann hefur í
hendi; nauðungarsamstöðu félags-
manna sinna. Með þvingunum er fé-
lagsmönnum skylt að borga til félags
Ögmundar svo það geti sinnt „lög-
mæltu hlutverki" sínu og boðað
fagnaðarerindi sósíalista. Og sem
skynsemismaður, sem ver sérhags-
muni sína, styður Ögmundur auðvit-
að þá skipan mála.
Það er í ljósi þessa sem vonbrigði
með hinn nýja mannréttindakafla
stjórnarskrárinnar koma fram. ís-
land hefur enn og aftur fengið
skömm í hattinn frá sérfræðinga-
nefnd, sem starfar á gi-undvelli Fé-
lagsmálasáttmála Evrópu, fyrir að
tryggja ekki félagafrelsi fullum fet-
um. Dregið er verulega úr mætti 74.
gr. íslensku stjórnarskrárinnar,
sem á að tryggja félagafrelsi íslend-
inga, í lögskýringargögnum frum-
varpsins og er félagafrelsið ein-
skorðað við að koma í veg fyrir að
menn séu þvingaðir til félagsaðildar
með lögum eða stjórnvaldsákvörð-
unum. Akvæðið hróflar ekki við
slíkum þvingunum sem birtast í
kjarasamningum og enn eru í lögum
ákvæði sem skylda ríkisstarfsmenn
til aðildai’ að stéttarfélögum. Því
þurfa íslenskir launþegar enn að
borga undir áróður Ögmundar og
annarra forsvarsmanna verkalýðs-
hreyfingarinnar.
BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON,
í stjórn Heimdallar, FUS.
7. bindi Annála1400-1800; Mannanafnaskrá
í samantekt Ásgeirs S. Björnssonar og Einars S. Amalds
í Mannanafnaskránni, 7. bindinu sem
nú er komið út, er að finna nöfn þeirra
manna sem nefndir eru í Annálunum
og vísað til bindis og blaðsíðutals
þar sem viðkomandi er að finna.
Að auki er getið um dánarár, starf
og búsetu. Hér eru saman komin fleiri
nöfn en í nokkurri annarri nafnaskrá
íslenskri, eða um 10.000 nöfn.
í sérstakri kvennaskrá fæst yfirlit um
hjónabönd allflestra giftra kvenna sem
nefndar eru í Annálunum og auðveldar
hún tengsl við önnur mannfræðirit.
• Loks eru í Mannanafnaskránni nokkrar
athugasemdir og leiðráttingar við Annála
1400-1800 og Islenskar æviskrár.
Heimildir skrárinnar eru auk Annálanna,
fornbréfasafn, æviskrár, manntöl,
sagnfræðirit og aðrar fræðibækur
sem geyma upplýsingar um einskaklinga
• Annálar 1400-1800 eru ein helsta heimild
um sögu Islendinga á þessu tímabili;
aldafar og hag fslands, um landsfólkið,
fénað þess og lífskjör, um tíðina og
náttúru íslands. Textinn hefur verið
gefinn út í 31 hefti sem mynda 6 bindi,
og hófst útgáfan árið 1922.
Gerð Mannanafnaskrárinnar hófst 1975
og hefur síðan verið unnið að henni
með hléum, enda vandasamt
og viðamikið verk. 438 bls.
Enn eru til sölu heil sett Annáhi 1400-800 og stök textahefti.
Hið íslenska bókmenntafélag
Síðumúla21 / Sími 588 9060 / Fax 588 9095 / Heimasíða: www.arctic.is/hib