Morgunblaðið - 21.10.1998, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998
MORGUNB LAÐIÐ
FRÉTTIR
Félagsdómur sýknar Granda hf. f fískverðsdeilu við sjómenn
Samtök sjómanna hafa
ekki umboð til að semja
SJÓMÖNNUM er óheimilt að veita
hagsmunasamtökum sínum umboð
til að semja um fískverð við einstök
útgerðarfélög. Þetta er niðurstaða
Félagsdóms sem í gær sýknaði
Granda hf. í máli sem samtök sjó-
manna höfðuðu gegn fyrirtækinu
vegna fiskverðsdeilu við áhöfn eins
af skipum fyrirtækisins.
Áhöfn Grandatogarans Ásbjörns
RE veitti Sjómannasambandi Is-
lands og Farmanna- og fískimanna-
sambands íslands fyrr í sumar um-
boð fyrir sína hönd til að semja við
útgerðina um fískverð. Grandi hf.
hafnaði hins vegar viðræðum við
samtökin með vísan til þess að sam-
kvæmt kjarasamningum eigi fyrir-
tækið rétt á því að semja beint og
milliliðalaust við áhafnir sínar. Mál-
inu var því vísað til úrskurðarnefnd-
ar sjávarútvegsins. Þar var málinu
vísað frá að kröfu útgerðarmanna
sem töldu það ekki vera í verkahring
nefndarinnar að annast samnings-
gerð fyrir áhafnir skipa og útgerðar-
manna. Sjómannasamtökin höfðuðu
því mál íyrir Félagsdómi til að fá
samningsrétt sinn viðurkenndan.
Félagsdómur sýknaði í gær
Granda hf. af öllum kröfum, auk þess
sem útgerðinni var dæmdur máls-
kostnaður úr hendi sjómannasam-
takanna. I niðurstöðu Félagsdóms
segir m.a. að fulltrúum heildarsam-
taka sjómanna sé ætlað mikilvægt
hlutverk til að ná samkomulagi um
fiskverð ef ekki náist samkomulag
með áhöfn og útgerð. Á því stigi
komi fulltrúar sjómanna og útvegs-
manna að málum.’ I dómsniðurstöð-
unni segir ennfremur: „Það er ósam-
rýmanlegt því samningsferli sem
kjarasamningarnir gera ráð fyrir að
fulltrúar samtaka sjómanna hafí
einnig með höndum samningsgerð
fyrir áhöfn einstaks skips gagnvart
útgerð þess.“
Niðurstaða dómsins er því að
áhöfn Ásbjörns RE sé ekki heimilt
að fela fulitrúum samtaka sjómanna
að annast samninga fyrir sína hönd
gagnvart útgerð skipsins.
Dómurinn vonbrigði
Sævar Gunnarsson, formaður Sjó-
mannasambands Islands, segir nið-
urstöðu Félagsdóms vissulega von-
brigði. „Dómurinn kemst að þeirri
niðurstöðu að heildarsamtök sjó-
manna geta ekki verið samningsaðil-
ar um fiskverð fyrir sína umbjóðend-
ur. Það er slæmt að mlnu mati því við
erum í vinnu hjá þessum mönnum og
eigum að geta samið um fiskverð fyr-
ir þá eins og annað. Þetta er hinsveg-
ar niðurstaða dómaranna og við deil-
um ekki við þá,“ segir Sævar.
Verslunin Blóm og grænmeti í Reykjavík hættir rekstri eftir 49 ár
Kveðju-
stund
á Mokka
EIGENDUR verslunarinnar Blóm
og grænmeti á Skólavörðustíg 3a
hættu rekstri verslunarinnar sl.
laugardag, eftir tæplega 49 ára
starf. Ibúar og aðrir verslunareig-
endur við Skólavörðustíg þökkuðu
fyrir áralangt samstarf og buðu
þeim Ólafi Helgasyni og Sigríði
Guðmundsdóttur eigendum versl-
unarinnar á Mokka kaffí á mánu-
dag.
Hjónin Ólafur og Sigríður láta
af störfum vegna aldurs en liyggj-
ast halda áfram að þjónusta helstu
viðskiptavini sína með heimaþjón-
ustu. Ölafur sagði í samtali við
Morgunblaðið að mikill og góður
samgangur væri á milli fólks á
Skólavörðustígnum og nokkur eft-
irsjá fylgdi því að hætta verslunar-
störfum þar. Á myndinni má sjá
hjónin Ólaf og Sigríði í góðra vina
hópi, en þau eru fyrir miðri mynd.
Morgunblaðið/Golli
Kirkjan
hvetur til
vímu-
varna
„NAUÐSYNLEGT er að efla
endurmenntun allra kirkjunnar
þjóna á þessu sviði svo þeir séu
færir um að greina vímuefna-
vanda hjá skjólstæðingum sín-
um og kunni skil á þeim með-
ferðarúrræðum, sem stofnanir í
samfélaginu geta veitt,“ segir
meðal annars í ályktun frá
kirkjuþingi um vímuefnavarn-
arstefnu kirkjunnar.
I ályktuninni eni starfsmenn
kirkjunnar ennfremur hvattir
til að styðja áfram við bak
þeirra sem vinna gegn vímu-
efnaneyslu og sinna þeim vanda
sem henni fylgir um leið og
kirkjan tekst sjálf á við vand-
ann með fræðslu, helgihaldi og
kærleiksþjónustu. „Æskilegt er
að efla unglingastarf í söfnuð-
um landsins sem lið í barátt-
unni gegn vímuefnum. Eðlilegt
er að fræðslu- og þjónustudeild
kirkjunnar sé í forsvari fyrir
þennan málaflokk, samræmi
störf hans og tryggi eðlilegt
samstarf við alla aðila sem
vinna að forvörnum og meðferð
á Islandi,“ segir einnig í álykt-
uninni.
Bflvelta
við
Gljúfurá
LÍTILL fólksbíll valt út af
hringveginum rétt norðan við
Gljúfurá. Ökumaðurinn var
einn í bílnum og slasaðist hann
mikið, og var fluttur með
sjúkrabíl til Reykjavíkm-. Mikil
hálka var á veginum þegar
slysið varð um klukkan 14.20 í
gær og skemmdist bíllinn mik-
ið að sögn lögreglunnar á
Blönduósi.
Tillaga frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni
Einokun verði
afnumin á smá-
sölu áfengis
MYND af baksíðu bæklingsins um þjóðkirkju í þúsund ár.
Bæklingur um þjóð-
kirkju í þúsund ár
GUÐLAUGUR Þór Þórðarson,
fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðis-
flokksins á Vesturlandi, hefur lagt
fram á Alþingi tillögu til þingsálykt-
unar um afnám einokunar ríkisins á
smásölu áfengis. Er þetta jafnframt
fyrsta þingmálið sem Guðlaugur
Þór leggur fram á Alþingi en hann
tók sæti á Alþingi í vikunni í fjar-
veru Sturlu Böðvarssonar næstu
tvær vikumar.
Meginefni tillögunnar er að Al-
þingi álykti að fela fjármálaráð-
herra að koma á breyttri skipan
smásölu áfengis í landinu. „I stað
núverandi fyrirkomulags verði
sveitarstjórnum heimilt að veita að-
ilum leyfi til að stunda slíka sölu að
uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Skilyrðin miði að því að áfengis-
verslun verði með svipuðum hætti
og nú er en í stað þess að ríkisfyrir-
tæki hafi einkarétt á smásölu verði
hún í höndum kaupmanna," segir í
tillögunni.
í greinargerð sem Guðlaugur rit-
ar með tillögunni segir m.a. að á
undanförnum árum og áratugum
hafi hið opinbera verið að draga sig
út úr atvinnurekstri á mörgum svið-
um og að nú heyri það til algerrar
undantekningar ef ríki eða sveitar-
félög standa í verslunarrekstri.
„Ein þeirra undantekninga er sala á
áfengum drykkjum til einstaklinga
en ATVR hefur enn sem komið er
einkaleyfi á því að selja almenningi
áfengi í smásöluverslun."
í greinargerð segir ennfremur að
erfitt sé að finna rök fyrir því að
ríkið standi að rekstri áfengisversl-
ana. Hins vegar mæli fjölmörg rök
gegn þvi „í fyrsta lagi hafa einka-
aðilar séð um rekstur slíkra versl-
ana með góðum árangri. í öðru lagi
er aðilum eins og verslunarmið-
stöðvum og byggðarlögum mismun:
að eftir staðsetningu útibúa. I
þriðja lagi má nefna kostnaðinn af
versluninni," segir í greinargerðinni
og jafnframt bent á að ólíklegt megi
telja að ríkisfyrirtæki reki þessar
verslanir með hagkvæmari hætti en
einkaaðilar myndu gera.
Jóhanna Signrðardóttir
Fleiri fyrir-
spurnir um
laxveiði-
kostnað
JÓHANNA Sigurðardóttir, þing-
flokki jafnaðarmanna, hefur lagt
fram á Alþingi tvær skriflegar fyrii--
spurnir til samgönguráðherra um
rekstrarkostnað Flugmálastjómar
annars vegar og rekstrarkostnað
Pósts og síma hins vegar.
Þingmaðurinn spyr m.a. að því
hvort farið hafi verið í laxveiðiferðir
á vegum stofnananna og ef svo er
hvernig kostnaði hafi verið skipt
milli laxveiðileyfa og annarra út-
gjalda vegna férðanna á árunum
1993-1996. Fyrirspurnirnar eru í sex
liðum og nánast samhljóða tveimur
fyrirspurnum sem Jóhanna lagði
fram á Alþingi fyrr í mánuðinum og
varða rekstrarkostnað Vegagerðar-
innar og Rafmagnsveitu ríkisins.
í fyrirspurnunum spyr hún einnig
um hve margar laxveiðiferðir hafi
verið farnar á ári hverju, hvert hafi
verið farið, hverjir hafi verið þátt-
takendur og hvert tilefni þeirra
ferða hafi verið. Þá spyr hún m.a.
um laun og starfskjör stjórnenda,
ferðakostnað erlendis árlega á árun-
um 1993-1996 og hvaða reglur gildi
um bifreiðahlunnindi.
ÞJÓÐKIRKJA í þúsund ár er nafn á
bæklingi sem biskup Islands, Karl
Sigurbjörnsson, hefur ritað og gef-
inn er út af biskupsstofu og Skál-
holtsútgáfunni. Þar er að finna ýms-
ar staðreyndir um starf þjóðkirkj-
unnar, rakin er saga hennar og fjall-
að um nýja stöðu með nýjum lögum.
í upphafi bæklingsins bendir
biskup á að meirihluti Islendinga til-
heyri þjóðkirkjunni eða um 90% og
að um 12% sæki kirkju að minnsta
kosti einu sinni í mánuði. Minnst er
á helga menn og bækur, siðbótina,
endurreisn og nýja stöðu með
ákvæðum um trúfrelsi árið 1874.
Lokaorðin í bæklingnum eru þessi:
„Þjóðkirkjan horfist í augu við
það að hún hefur ekki einokunarað-
stöðu í samfélaginu, fjölhyggja er
staðreynd nútímaþjóðfélags og að
vaxandi fjöldi fólks játar önnur trú-
arbrögð. Þjóðkirkjan vill hlusta á
það og viðurkenna rétt þess og frelsi
í þjóðfélaginu um leið og þjóðkirkjan
er trú þeim grundvelli sem lagður er
að lífi hennar í boðun, Jesú Kristi og
kærleiksboðskap hans. Þjóðkirkjan
vill taka undir með öllu góðviljuðu
fólki í viðleitni þess að stuðla að
réttlæti og friði í samskiptum
manna og þjóða og lotningu fyrir líf-
inu á jörðu. Það er mikilvægur þátt-
ur sáttmálans sem gerður var árið
1000 og varðar gæfuveg þjóðar til
framtíðar."