Morgunblaðið - 21.10.1998, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
+
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998 3&<
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SAMRÆMII
SKATTLAGNINGU
SKIPTAR skoðanir eru um, hvort skattleggja beri sem
tekjur mismun á tilboðsverði hlutabréfa í Landsbank-
anum til almennings og því verði, sem núverandi og fyrr-
verandi starfsmönnum bankans stóð til boða og þeir höfðu
frjálst val um að nýta sér. Ríkisskattstjóri telur um endur-
gjald fyrir vinnuframlag að ræða og beri því að líta á það
sem staðgreiðsluskyldar launagreiðslur. Forráðamenn
Landsbankans telja svo ekki vera, enda hafi tilboðið til
starfsmanna miðast við innra virði bankans og myndi það
því ekki stofn til skattlagningar.
Ríkisskattstjóri vísar í áliti sínu til ákvæða í tekju- og
eignarskattslögum um skattlagningu á starfstengdum
greiðslum, fríðindum og hlunnindum, svo og framlögum og
gjöfum, sem sýnilega séu gefnar sem kaupauki. Einungis
starfsmönnum hafi staðið til boða hlutabréfin á lágu gengi.
Tilboðið byggist því á ráðningarsambandi launamanns og
fyrirtækisins og sé eitt form endurgjalds fyrir vinnufram-
lag.
Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri, bendir á, að ríkis-
sjóður hafi á undanförnum árum selt bréf í eigin félögum
með sérstökum kjörum og aldrei hafi komið upp umræða
um skattskyldu í því sambandi. Skattlagning á þessu formi
ívilnunar til starfsmanna í tengslum við einkavæðingu
virðist við fyrstu sýn vera brot á almennri jafnræðisreglu í
samfélaginu, segir hann og bendir á, að framundan sé
einkavæðing og markaðsvæðing margra félaga og því sé
æskilegt að taka af öll tvímæli í þessum efnum með laga-
setningu.
Bankastjórinn hefur rétt fyrir sér í því, að nauðsynlegt
er að taka af tvímæli um skattalega meðferð hluta-
bréfasölu til starfsmanna, ekki aðeins við einkavæðingu
ríkisfyrirtækja heldur hlutafélaga almennt. Hafa þarf í
huga, að víða er algengt erlendis, að starfsmenn geti keypt
hlutabréf í fyrirtæki sínu á föstu verði og innleyst síðar.
Slíkt mun vafalaust færast í vöxt hérlendis.
Búa þarf þó svo um hnútana, að sala hlutabréfa til
starfsmanna og eigenda geti ekki orðið smuga til að kom-
ast hjá skattlagningu á tekjum. Því verður að vanda vel til
nýrrar, einfaldrar og skýrrar löggjafar um skattalega
meðferð á hlutabréfasölu innan fyrirtækja. Grundvallarat-
riði er, að jafnræðisreglan verði höfð í huga og skattlagn-
ing verði ætíð með sama hætti í sambærilegum tilvikum.
SKÓLAR OG BIJSETA
ÞÆR þjóðir heims sem mestum fjármunum verja til
menntunar, rannsókna og vísinda búa við mesta
hagsæld. Fátt, ef nokkuð, er mikilvægara fyrir efnahags-
lega og menningarlega framtíð okkar en bætt menntun
einstaklinganna, aukin þekking þeirra og starfshæfni. Því
er mikils um vert að búa vel að skólunum og að þeir standi
vel að vígi í samkeppni um hæft starfslið.
Til skamms tíma var það almennt viðurkennt að launa-
kjör kennara væru of lág, miðað við strangar hæfniskröf-
ur, sem til þeirra verður að gera, og þá miklu ábyrgð, sem
starf þeirra felur í sér. Það kom því ekki á óvart að samn-
ingar sveitarfélaga við grunnskólakennara leiddu til meiri
launahækkana kennara en annarra starfsmanna þeirra,
eða um 36%, í síðustu kjarasamningum. Þar ofan í kaupið
hafa stöku sveitarfélög séð ástæðu til að bæta enn um bet-
ur til að halda í hæft starfsfólk.
Vandi sveitarfélaga við að halda útgjöldum innan
ramma skatttekna er ærinn. Þeirri spurningu hefur áður
verið varpað fram hér, hvort skattgreiðendur, sem margir
hverjir eiga börn í skóla, séu reiðubúnir til að taka á sig
auknar byrðar til að bæta menntun barna sinna og koma í
veg fyrir atgervisflótta úr kennarastétt? Er tímabært fyr-
ir sveitarfélögin að efna til skoðanakönnunar meðal íbúa
um hug þeirra í þessum efnum? Þessi spurning verður enn
áleitnari vegna þeirrar framvindu, sem orðin er, að ein-
stök sveitarfélög semji beint við kennara.
Sveitarfélögin öxluðu mikla ábyrgð með yfirtöku grunn-
skólans. Mikilvægt er að skólarnir standist samkeppni um
hæft kennarlið - sem rísa þarf undir vaxandi hæfniskröf-
um. Eðlilegt er að sveitarstjórnir hugi vel að þessum mál-
um, í samráði við íbúa/skattgreiðendur, enda vegur
aðstaða til náms þungt á metunum þegar fólk velur sér
sveitarfélag til framtíðarbúsetu.
Nefnd á vegum landbúnaðarráðherra hefur lagt fram tillögur um opinberan stuðning við bændur í hefðbundnum búskap
Heildartekjur bænda í samanburði við
iðnaðarmenn viðmiðunarstéttir 1989-96
Heildartekjur einstaklinga, þús. kr.
að meðaltali á mánuði
á verðlagi 1997
174
178
156
Skrifstofufólk
145 143
129
Afgreiðslufólk
117
113 i
121
Nautgripabændur
Sauðfjárbændur
85
79 7K 81
75 rr-i 72 72
’89 '93 ’96 '89 ’93 ’96 '89 ’93 ’96 ’89 ’93 ’96 ’89 '93 ’96
Heildartekjur sauðfjár- og nautgripabænda
1989-96 Meðaltekjur framleiðanda og maka, þús. kr. á ári á verðlagi 1997
i .684 Nautgripabændur
Sauðfjárbændur
Upplýsingar um greiðslumarkshafa á sauðfjárbúum
á árinu 1997
Meðalfjárhæð Beingreiðslur
Ærgildi Fjöldi beingr. í kr. Meðalaldur alls, kr.
0-60 488 96.269 58 46.979.380
61-90 179 289.434 55 51.808.747
91-120 168 404.272 55 67.917.628
Samtals 835 166.705.755
Upplýsingar um greiðslumarkshafa á blönduðum búum
á árinu 1997
Meðalfjárhæð Beingreiðslur
Ærgildi Fjöldi beingr. I kr. Meðalaldur alls, kr.
0-60 75 138.262 52 10.369.666
61-90 69 294.710 53 20.335.012
91-120 78 393.797 53 30.716.186
Samtals 222 61.420.864
Gí
;
UÐMUNDUR Bjamason
landbúnaðarráðherra
'skipaði í mars 1997 sér-
staka nefnd í samráði við
forsætisráðherra, félagsmál-
aráðherra og Bændasamtök Islands
til að gera úttekt á lífskjörum bænda
í hefðbundnum landbúnaði árin
1989-1996 og leggja fram tillögur um
hvernig opinberum stuðningi yrði
best varið til að bæta afkomu
bænda. Auk þess var hlutverk
nefndarinnar að gera tillögur um
félagslegar aðgerðir til jöfnunar á
aðstöðu vegna búsetu. Nefndin hef-
ur nú lokið störfum og var skýrsla
hennar kynnt á ríkisstjómarfundi í
gær.
Búum með framleiðslurétt
hefur fækkað um 883
I skýrslunni kemur fram að á
tímabilinu 1989 til 1996 fækkaði bú-
um með framleiðslurétt um 883, eða
sem nemur 22%, og samsvarar þessi
fækkun því að eitt bú hafi hætt
þriðja hvern dag ársins á þessu átta
ára tímabili. Blönduðum búum hefur
fækkað mest, eða um 34,8%, og
hreinurn sauðfjárbúum um nálægt
23,4%. A tímabilinu sem um ræðir
hefur heildarframleiðslukvóti mjólk-
ur verið nokkuð stöðugur og við-
skipti með framleiðslurétt verið
heimiluð frá 1992. Kemur fram í
skýrslunni að það hefur auðveldað
aukna sérhæfni og stækkun kúabúa
sem hefur fjölgað um 25,1% frá
1989-1996. Heildarfjöldi búa með
ft-amleiðslurétt var 4.005 árið 1988
en í árslok 1997 var fjöldinn kominn
niður í 3.122 bú. Hrein kúabú voru
þá 499 talsins, blönduð bú 802 og
hrein sauðfjárbú voru 1.821.
Mælt á fóstu verðlagi hafa heild-
arútgjöld hins opinbera til land-
búnaðar lækkað á því tímabili sem
um ræðir úr 14,9 milljörðum króna
árið 1989 í liðlega 8,2 milljarða árið
1996, og áætlun fyrir árið 1997 gerir
ráð fyrir 7,6 milljarða króna heildar-
útgjöldum til landbúnaðar. Gangi sú
áætlun eftir munu heildarútgjöldin
því hafa lækkað um tæplega helming
frá árinu 1989.
Heildartekjur kúabænda hafa
lækkað um 156 þús. krónur
Á þessu tímabili hefur íslenskur
landbúnaður þurft að laga sig að
breyttu samkeppnisumhveifi vegna
alþjóðasamninga um markaðsað-
gang fyrir erlendar búvörur og hef-
ur heildarverðmæti búvörufram-
leiðslunnar lækkað um 2,3 milljarða
króna á tímabilinu. Árið 1989 var
heildarverðmætið á föstu verðlagi
19,1 milljarðar króna en ----------
árið 1996 var það 16,8
milljarðar króna og hefur
samdrátturinn því verið
um 12% á þessu tímabili.
í kafla skýrslunnar um
afkomu bænda kemur
fram að heildartekjur “”“““
sauðfjárbænda og maka þeirra voru
1.348 þúsund krónur að meðaltali
árið 1996 og þar af námu tekjur af
búrekstrinum 770 þúsund krónum.
Mælt á fóstu verðlagi höfðu heildar-
tekjurnar lækkað um 55 þúsund
krónur á tímabilinu, eða um nær 4%.
Heildartekjur kúabænda og maka
þeirra voru 1.528 þúsund krónur að
Viðskipti með greiðslu-
mark verði á opnum
tilboðsmarkaði
Tekjur iðnað-
armanna
tvöfalt hærri
en tekjur
bænda
meðaltali árið 1996 og þar af námu
tekjur af búrekstrinum 1.197 þúsund
krónum. Höfðu heildartekjur kúa-
bænda lækkað um 156 þúsund krón-
ur, eða um rúmlega 9%. I báðum bú-
greinum hélst hlutfall búgreina-
tekna sem hlutfall af heildartekjum
nær óbreytt, eða 57% hjá sauðfjár-
bændum og 78% hjá kúabændum.
Þykir því ljóst að sauðfjárbændur
hafi bætt sér tekjutapið í ríkari mæli
en kúabændur með því að sækja
launaða vinnu utan búsins.
Fram kemur að greining á heild-
artekjum eftir stærð búa staðfestir
að tekjur af búrekstri vaxa með auk-
inni bústærð. Þannig hefur hlutfall
tekna af búrekstri í heildartekjum
bænda og maka þeirra aukist í 73%
hjá sauðfjárbænd-
um þegar bústærð
verðlagsgrundvall-
arbúsins er náð, en
það er á bilinu 400-
500 ærgildi, og hjá
kúabændum hefur
þetta hlutfall auk-
ist í 85%.
Þegai' hrein eign
í landbúnaði er
skoðuð sem hlutfall
af hreinni heildar-
eign bænda og
maka þeirra kemur
í ljós að hún hefur
fallið á tímabilinu
um 5,3% hjá
sauðfjárbændum
og um 4,1% hjá
kúabændum, en út-
tektin leiðir í ljós
að hrein eign í
landbúnaði vex í
hlutfalli við
bústærð.
Þegar heildartekjur bænda í
hefðbundnum landbúnaði eru bomar
saman við tekjur viðmiðunarstétta
kemur í ljós að tekjur iðnaðarmanna
--------- eru hæstar, eða 178
þúsund krónur á mánuði
árið 1996, og vora þær að
meðaltali rúmlega tvöfalt
hærri en tekjur bænda
sem voru á bilinu 72-75
þúsund krónur á mánuði
árið 1996. Á því tímabili
sem úttekt nefndarinnar nær til
höfðu tekjur viðmiðunarstétta þok-
ast upp á við en tekjur sauðfjár-
bænda höfðu lækkað um 11% og
tekjur kúabænda höfðu lækkað um
nálægt 12%. Sé eingöngu litið á
tímabilið 1993-1996 kemur í ljós að
tekjur viðmiðunarstétta höfðu
hækkað um 7-14% á meðan tekjur
Nefnd á vegum landbúnaðarráðherra, sem
gerði úttekt á lífskjörum bænda í hefð-
bundnum landbúnaði, leggur til að heimilað
verði frjálst framsal á greiðslumarki í sauð-
fjárframleiðslu á milli greiðslumarkshafa á
lögbýlum og viðskipti með greiðslumark
fari fram á opnum tilboðsmarkaði. Hallur
Þorsteinsson kynnti sér skýrslu nefndarinn-
ar, en í henni er lagt til að fyrirkomulagi
beingreiðslna verði breytt í áföngum.
mark þessara greiðslumarkshafa á
markaðsvirði hverju sinni. Ekki er í
tillögum nefndarinnar lagt til að
breyta núverandi fyrirkomulagi
uppgjörs sauðfjárafurða vegna inn-
anlandssölu og útflutnings, né held-
ur undanþágum sem era í gildi um
aðgang að innanlandsmarkaði.
Þá leggur nefndin til að frá 1.
september árið 2005 verði þeim sem
rétt hafa til beingreiðslna í kinda-
kjöti og náð hafa 70 ára aldri ekki
greiddai- beingreiðslur. Á tímabilinu
2001-2005 verði greiðslumarkshöf-
um sem náð hafa 65 ára aldri árið
2000 gefinn kostur á að ríkissjóður
kaupi greiðslumark þeirra á
markaðsverði. Miðað við að nýr
búvörasamningur í mjólkurfram-
__leiðslu verði gerður
árið 2005 eða fyrr
leggur nefndin til
að sama fyrir-
komulag verði
tekið upp í mjólk-
urframleiðslu frá
þeim tíma.
Viðskipti ineð
greiðslumark
fari fram á t.il-
boðsmarkaði
bænda höfðu þokast niður á við eða
staðið í stað.
Beingreiðslum verði hætt til
búa undir 120 ærgildum
Nefndin leggur til við landbúnað-
arráðherra og fjármálaráðherra að
við gerð nýs búvörasamnings um
framleiðslu sauðfjárafurða verði
miðað við átta ára gildistíma, eða frá
árinu 2000 þegar núverandi samn-
ingur rennm- út og miðist samning-
urinn að verðgildi við óskertan heild-
arstuðning við sauðfjárræktina sam-
kvæmt núverandi búvörasamningi.
Þá leggur nefndin til að heimilað
verði frjálst framsal á gi'eiðslumarki
í kindakjöti á milli greiðslumarks-
hafa á lögbýlum eigi síðar en 1. sept-
ember árið 2001. Nefndin telur að
með þessu opnist mikilvægur mögu-
leiki til hagræðingar innan greinar-
innar og telur hún fyrirsjáanlegt að
stuðningur ríkisins flytjist yfir á
færri bændur og það leiði til þess að
þeir sem byggja afkomu sína á
sauðfjárbúskap verði með stærri bú
og betri afkomu.
Leggur nefndin til að fyrirkomu-
lagi beingreiðslna verði breytt í
áfóngum, þannig að þær falli niður
til gi'eiðslumarkshafa undir 120 ær-
gildum. Lagt er til að 1. september
árið 2001 verði greiðslum til
greiðslumarkshafa undir 60 ærgild-
um hætt, 1. september 2003 verði
hætt greiðslum til þeirra sem eru
með undir 90 ærgildum og 1. sept-
ember árið 2005 verði greiðslum til
þeirra greiðslumarkshafa sem era
með undir 120 ærgildum hætt.
Miðað er við að á þessu fimm ára
aðlögunartímabili skuldbindi ríkis-
sjóður sig til þess að kaupa greiðslu-
Nefndin leggur
til að öll viðskipti
og skráning á
greiðslumarki í
kindakjöti skuli
fara fram á tilboðs-
markaði á líkan
hátt og þekkist í
viðskiptum með
aflamark í
sjávarútvegi og
greiðslumark sem
ríkissjóður eignast verði ávallt til
sölu á tilboðsmarkaði til bænda á
lögbýlum. Verða kaupendur
greiðslumarks að framvísa vottorði
Landgræðslu rfldsins um að ástand
gróðurs á viðkomandi lög-
býlum sé í lagi. Að því
gefnu að nýr mjólkur-
samningur verði gerður
árið 2005 eða fyrr leggur
nefndin til að sama fyrir-
komulag verði tekið upp í
mjólkurframleiðslu frá “
þeim tíma.
Miðað við að nýr búvörasamning-
ur verði gerður um mjólkurfram-
leiðslu árið 2005 eða fyrr leggur
nefndin til að hætt verði frá sama
tíma greiðslum til bænda með minni
framleiðslu en sem nemur 21 þúsund
lítram í mjólk, eða sem svarar 120
ærgildum, í þeim tflgangi að hraða
„Stuðningur
hins opin-
bera flytjist
yfir á færri
bændur“
þróun til hagkvæmari framleiðslu-
eininga. I þeim tilvikum sem um er
að ræða blönduð kúa- og sauðfjárbú
skal ekki koma til skerðingar á bein-
greiðslum ef samanlagt greiðslu-
mark nær 120 ærgildum.
Loks leggur nefndin til við land-
búnaðarráðhen'a að hann láti athuga
hvort taka beri upp skertar bein-
greiðslur til mjög stórra búa með til-
liti til stærðarhagkvæmni þeirra.
Vísar nefndin til þess í þessu sam-
bandi að núverandi beingreiðslur
taki mið af framleiðslu verðlags-
grundvallarbúsins í mjólk og kinda-
kjöti, þ.e. 80 þúsund lítra ársfram-
leiðslu í mjólk og 7.625 kílóa árs-
framleiðslu í kindakjöti.
Áhersla lögð á menntun
í landbúnaði
Hvað varðar almennar og félags-
legar aðgerðir er í tillögum nefndar-
innar bent á að brýnt sé að leggja
áherslu á eflingu fagmenntunar í
landbúnaði þar sem rekstrarum-
hverfi hans geri vaxandi kröfur um
hagkvæmni, sérhæfingu og aukin
gæði afurða á alþjóðlegum sam-
keppnismarkaði. Leggur nefndin til
að frambýlingar sem era búft'æðing-
ar og leita eftir lántöku hjá Lána-
sjóði landbúnaðarins skuli njóta
hærra lánshlutfalls og lengri lána en
þeir sem enga menntun hafa á því
sviði. Þá er lagt til að endurskoðað
verði núverandi fyrirkomulag end-
urmenntunar sem í boði er hjá
bændaskólunum fyrir bændur og
starfsfólk þeirra, og áhersla verði
lögð á námsefni sem hvetji til bættra
búskaparhátta.
Meðal annars sem nefndin leggur
til er að framlög til jöfnunar á náms-
kostnaði verði hækkuð um 80 millj-
ónir ki'óna frá framlagi yfírstand-
andi árs, og að skipulagt átak verði
gert í jöfnun húshitunarkostnaðar í
dreifbýli á næstu þremur áram og
verði haft að markmiði að þau svæði
sem búa við ójöfnuð í þessum efnum
standi jafnt þeim sem best era sett.
Þá er lagt til að jarðalög verði end-
urskoðuð þannig að fyi-irkomulag
varðandi kaup og sölu jarðeigna
verði einfaldað, og ennfremur að
fram fari endurskoðun á Ti-ygginga-
sjóði sjálfstætt starfandi einstak-
linga þannig að atvinnutrygginga-
gjald verki ekki í raun sem ný og
aukin skattheimta á bændur.
Nefndin leggur til að mótaðar
verði tillögur að verkefnum sem
varða endurheimt landgæða, en
leitað verði eftir fjármagni til þess-
ara verkefna og samið um fram-
kvæmd þeirra við þá bændur sem
--------- næst þeim standa land-
fræðilaga. Þá telur nefnd-
in mikilvægt að framfylgt
verði ákvæðum búnaðar-
laga um að ft'amlög sam-
kvæmt þeim miðist við að
bændur hér á landi hafi
ekki lakari starfsskilyi’ði
en almennt gerist í nági’annalönd-
um. Loks beinir nefndin því til
stjórnvalda að ný störf á vegum hins
opinbera standi til boða utan höfuð-
borgarsvæðisins og telur hún að það
muni auðvelda atvinnusókn á lands-
byggðinni og styrkja búsetu að
kostnaður við lengri ferðir á vinnu-
stað verði frádráttarbær frá skatti.
Sveitarfélög semja við Hitaveitu Suður-
nesja um samvinnu í orku- og veitumálum
Kaupa 16% af
framleiðslu Hita-
veitu Reykjavíkur
Um 16% af ársframleiðslu Hitaveitu Reykja-
víkur á heitu vatni eða rúmlega helmingur
af framleiðslu Nesjavalla fer til sveitarfélag-
anna þriggja, Hafnarfjarðar, Garðabæjar
og Bessastaðahrepps, en sveitarfélögin
hafa samið við Hitaveitu Suðurnesja um
samvinnu í orku- og veitumálum.
GUNNÁJt Kristinsson, hita-
veitustjóri í Reykjavík,
segir að sveitarfélögin þrjú
greiði um 470 milljónir á
ári fyrir heitt vatn til Hitaveitu
Reykjavíkur en heildartekjur veit-
unnar eru um 2,8 milljarðar á ári.
Gunnar sagði að Nesjavellir legðu
til um 26% af vatnsmagni Hitaveitu
Reykjavíkm' og þar af kaupir Hafn-
arfjarðarbær 10%, Garðabær 5%,
Bessastaðahreppur rúmlega 1% og
Kópavogur 10%. Þegar Nesjavalla-
veita var tekin í notkun var vatninu
hleypt á veitukeifið í Reykjavík en
því var fljótlega hætt eftir að útfell-
ingar komu fram í vatninu þegar það
blandaðist vatni sem fyrir var á
keifinu. Eftir það hefur Nesjavalla-
virkjun eingöngu þjónað nági-anna-
sveitarfélögunum og sagði Gunnar
að í raun væri um tvær aðskildar
veitur að ræða.
Ætlum ekki að
stækka meira
Gunnar sagði að stækkun Nesja-
vallavirkjunar úr 150MW í 250MW
færi ekki mikið fram úr því sem
selja mætti til iðnaðar. „Við ætlum
ekki að stækka meira en svo að við
í’áðum við að koma því í verð ein-
hvers staðar og þá til iðnaðar en
stækkunin er þó fyrst og fremst
vegna framleiðslu á rafmagni. Við
eram ekki búnir að koma heita vatn-
inu í lóg,“ sagði hann. „Vegna raf-
magnsframleiðslunnar notum við
meira af gufu heldur en við þurfum
af heitu vatni þannig að það stenst
ekki á. Það þarf að vera ákveðið
hlutfall milli rafmagns og hitunar og
það er of hátt eins og er.“
Lághitasvæðið
hefði dugað
Gunnai- benti á að þeir samningar
sem í gildi era milli sveitarfélaganna
og hitaveitunnar væra óuppsegjan-
legir nema með samþykki beggja
aðila. Ákvæðið hefði verið sett inn
með það í huga að verja þá sem eftir
sætu ef eitthvert sveitarfélaganna
segði upp samningnum. Sagði hann
að hitaveitan ætti og sæi um rekstur
á dreifikerfi veitunnar í sveitarfélög-
unum og yrðu þau þá að semja um
kaup á því eða leggja nýtt.
AÍfreð Þorsteinsson, foiTnaður
stjómar veitustofnana Reykjavíkur,
sagði að hitaveitan hefði fjárfest
bæði í dreifikerfi og virkjun Nesja-
valla, það er að segja varmaorku-
versins til þess að geta þjónað Kópa-
vogi, Garðabæ, Hafnarfirði og
Bessastaðahrepppi. „Sennilega hefði
hitaveitan ekki þurft að fjárfesta í
varmaorkuverinu á Nesjavöllum fyr-
ir átta milljarða nema vegna þess að
hún er að þjóna þessum svæðum,“
sagði hann.
„Lághitasvæðin hefðu sennilega
dugað okkur Reykvíkingum þannig
að þegar Hafnfirðingar era að tala
um arð til sín þá má spyrja hver á að
greiða vexti af þessari fjárfestingu,
era það Reykvíkingar? Ég held að
ekki væri verjandi að fjárfesta fyrir
milljarða króna til þess að geta selt
Hafnfirðingum vatn á sama verði og
Reykvíkingar fá það á og eiga um
leið að bera allan kostnað af og fá
ekki einu sinni vexti af framlagi sínu
til Nesjavallavirkjunar eða til dreifi-
keifisins sem einnig kostaði ein-
hverja milljarða."
Hærri gjaldskrá hjá
Hitaveitu Suðurnesja
Alfreð sagðist ekki geta séð að
Hitaveita Suðurnesja gæti útvegað
Hafnfirðingum ódýrara vatn og
benti á að gjaldskrá Hitveitu Suður-
nesja væri hærri en hjá Hitaveitu
Reykjavíkur. „Ég vil einnig minna á
að ekki er hægt að selja sömu eign-
ina tvisvar," sagði hann.
I samningi sveitarfélaganna
þriggja og Hitaveitu Suðurnesja er
enn fremur gert ráð fyrir nýtingu
jai'ðhita á Reykjanesi meðal annars í
Krísuvík. „Hitaveita Reykjavíkur er
með samning um nýtingu á .
jarðvarma í Krísuvík til húshitunar.
Hafnfirðingar segja að þeir æth ekki
að nýta hann til húshitunar heldur
til raforkuframleiðslu en menn geta
ekki farið á þetta svæði eftir
jarðvarma til raforkuframleiðslu
nema ganga á forða sem ætlaður er
til húsahitunur,“ segir Alfreð Þor-
steinsson. *