Morgunblaðið - 21.10.1998, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Gamla sundlaugin komin í frí
Þórshöfn - Það var fjörugur
krakkahópur sem ærslaðist í gömlu
útisundlauginni á Þórshöfn fyrir
skömmu, klæddur eftir hentugleik-
um því fatasund var leyft þennan
síðasta dag sem laugin var opin.
Þessi sundlaug á sér nokkra sögu
og hafa margir Þórshafnarbúar
taugar til hennar.
Bygging laugarinnar þótti mikið
framtak á sínum tíma en hún hófst
um 1946 og var fjármögnuð að
mestu af almenningi; dæmi voru um
að foreldrar gæfu ákveðna upphæð
fyrir hvert barn sitt og landeigandi
lagði til landsvæðið undir laugina.
Sundlaugin er því rúmlega fímmtug
og í henni hafa Þórshafnarbúar lært
að synda í gegnum tíðina - í um það
bil hálfa öld.
Aðstaða við sundlaugina hefur
verið endurbætt með árunum og
heitur pottur verið gerður. Fastur
hópur, sem hefur mætt í sund
eldsnemma á hverjum morgni, seg-
ist sakna laugarinnar sárlega; hún
hafi reynst sérlega vel og yfir henni
sé viss „sjarmi".
Sundlaugin hefur venjulega verið
opin í 4-5 mánuði, opnuð með vorinu
og henni lokað seint í september.
Kostnaðarsamt hefði verið að lengja
tímann sem hún er opin fram á
haust því sundlaugin er olíukynt og
alldýrt að halda hita á útisundlaug
með því móti.
Nýtt íþróttahús ásamt sundlaug
er í byggingu í plássinu og verður
væntanlega tilbúið í byrjun desem-
ber. Nýja sundlaugin leysir þá
gömlu af hólmi og er tilhlökkunar-
efni að komast í sund allan ársins
hring auk þess sem sundkennsla
bama ætti að verða i lengri tíma en
verið hefur.
Kvennadeild
UMFN fékk styrk
Keflavík - Nýlega undirritaði
Ferðaskrifstofan Urval Utsýn í
Reykjanesbæ styrktar- og auglýs-
ingasamning við körfuknattleiks-
deild kvenna hjá Ungmennafélagi
Njarðvíkur.
Við þetta tækifæri sagði Kolbrún
Garðarsdóttir sölustjóri Ui’vals Ut-
sýnar að í framhaldi af niðurstöðum
könnunar Rannsóknarstofnunar
uppeldis- og menntamála sem
Reykjanesbær lét gera m.a. á hög-
um og viðhorfum stúlkna, hefðu
spunnist miklar umræður í bæjarfé-
laginu um brottfall stúlkna úr
íþrótta - og tómstundastarfl. Ein
aðalástæðan væri talin lítil hvatning
og lítið fjármagn til kvennaíþrótta
miðað við karla.
Kolbrún sagði ennfremur að það
væri því mikil ánægja fyrir Urval
Útsýn að geta lagt kvennaíþróttum
í Reykjanesbæ lið, því heilbrigð og
ánægð æska væri lykilinn að öflugu
menningar- og íþróttalífí.Samning-
urinn kveður á um að_ UMFN verði
með auglýsingu frá Úrval Útsýn á
búningum kvennaliðsins auk þess
að taka þátt í kynningarstarfi. Úr-
val Útsýn mun greiða allan kostnað
við auglýsingagerð á búningum auk
peningagreiðslu.
Morgunblaðið/Björn Blöndal
SAMKOMULAGIÐ undirritað, frá vinstri til hægri eru Kolbrún Garð-
arsdóttir sölustjóri Urvals títsýnar, Pálína Gunnarsdóttir fyrirliði
meistaraflokks UMFN og Erla Hildur Jónsdóttir formaður kvennaráðs
körfuknattleiksdeildar UMFN.
Tönlistarskóli
Húsavíkur
Konsert-
flygill
vígður
í TILEFNI af vígslu á nýju hús-
næði Tónlistarskóla Húsavíkur
fyrir rúmu ári var ákveðið að
leita til félaga og fyrirtækja eftir
stuðningi til kaupa á konsert-
flygli fyrir skólann, en 10 ár voru
síðastliðið haust frá því skólinn
eignaðist sinn fyrsta flygil.
Viðbrögð fyrirtækja og félaga
á Húsavík fóru fram úr björtustu
vonum og var því gengið frá
pöntun á hljóðfærinu síðasta vor,
en keypt var hljóðfæri af gerð-
inni Kawai með 212 sentímetra
langri hörpu og var kaupverðið
1.480 þúsund. Slíkt hljóðfæri
þótti henta vel fyrir sal tónlistar-
skólans.
Hljóðfærið verður formlega
vígt á Degi tónlistarinnar, laug-
ardaginn 24. október kl. 14 í sal
Borgarhólsskóla, en á tónleikum
sem haldnir verða af því tilefni
koma fram þau Gerrit Schuil sem
valdi hljóðfærið úti í Þýskalandi
og Ingveldur Ýr Jónsdóttir söng-
kona.
Gerrit mun flytja nokkur pí-
anóverk en uppistaðan í tónleik-
unum verður dagskrá sem þau
fluttu saman í Iðnó í sumar og
kölluðu „Söngleiki". Dagskráin
inniheldur m.a. lög úr sívinsæl-
um söngleikjum s.s Söngvaseið,
Show Boat, My Fair Lady,
Galdrakarlinum í Oz, Chorus
Line og fleirum ásamt lögum eft-
ir George Gershwin og Kurt
Weill. Einnig flylja þau lög úr ís-
lenskum leikritum og kvikmynd-
um, en efnisskráin hentar jafnt
ungum sem öldnum og eru bæj-
arbúar því hvattir til að fjöl-
menna á tónleikana og fagna
með því merkum áfanga í starfl
Tónlistarskóla Húsavíkur. Skól-
inn verður til sýnis að tónleikum
loknum og heitt verður á könn-
unni.
40 ára starfsafmæli
Litlulaugaskóla í Reykjadal
Nemendur færðu
skólanum
peningagjöf
Á ÞESSU ári eru 40 ár síðan barna-
skólakennsla fékk fastan samastað í
Reykdælahreppi í S-Þingeyjarsýslu.
Litlulaugaskóli í Reykjadal fagnar
því 40 ára starfsafmæli um þessar
mundir. Fyrsti skólastjóri skólans
var Dagur Sigurjónsson en núverandi
skólastjóri er Angantýr Einarsson.
í tilefni þessara tímamóta ákváðu
nemendur 7.-10. bekkjar, sem eru 16,
að safna peningum til að gefa skólan-
um í afmælisgjöf. Nemendumir stóðu
fyrir knattspymumaraþoni og söfn-
uðu áheitum meðal sveitunga sinna.
Krakkamir fengu afnot af íþróttahús-
inu á Laugum og hófst maraþonið kl.
22 sl. fóstudagskvöld en því lauk kl.
16 á laugardag.
Foreldrai' barnanna og kennarar
skiptu með sér vöktum og fylgdust
með þeim allan tímann, auk þess sem
skólahjúkrunarkona leit eftir börnun-
um af og til. Foreldrar vom að vonum
ánægðir með þetta framtak nemend-
anna og frammistöðu þeirra en þegar
yfir lauk höfðu safnast liðlega 80 þús-
und krónur sem að öllum líkindum
munu renna til tölvukaupa fyrir skól-
ann.
Nemendur 7.-10. bekkjar stilltu
sér upp fyrir myndatöku fyrir síðustu
lotuna á laugardag.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
UNNIÐ hefur verið við að leggja ljósleiðara á milli Grundarfjarðar og
Stykkishólms. Á myndinni er verið að leggja lokahönd á verkið með
því koma strengnum í hús Landssímans við Áðalgötuna í Stykkishólmi.
Ljósleiðari lagður
til Stykkishólms
Stykkishólmi - í sumar hefur verið
unnið að lagningu ljósleiðara frá
Grundarfirði til Stykkishólms.
Verktaki er Vinnuvélar Pálma frá
BÖRNIN sem tóku þátt í knattspyrnumaraþoninu.
Morgunblaðið/Hólmfríður Haraldsdóttir
Sauðárkróki sem tók að sér plægja
fyrir leiðslunni á milli staðanna, en
starfsmenn Landssímans í Stykkis-
hólmi hafa séð um innanbæjarlagnir
á báðum stöðum.
Verkinu er að ljúka og á dögun-
um þurfti að grafa í sundur Aðal-
götuna í Stykkishólmi til’ að koma
ljósleiðaranum í hús. í viðtali við
Jón H. Jónsson verkstjóra hjá
Landssímanum í Stykkishólmi er
ætlunin að tengja þéttbýlisstaði á
norðanverðu Snæfellsnesi með ijós-
leiðara og verður því verki lokið
þegar nýr vegur verður lagður um
Búlandshöfða. Hólmarar hafa öflugt
stafrænt örbylgjusamband við Búð-
ardal, en þangað var ljósleiðari
lagður fyrir nokkrum árum.
Með ljósleiðara í jörðu eykst
mjög öryggi í fjarskiptum. Næsta
sumar er áætlað að leggja breið-
band innanbæjar í Stykkishólmi og
verður sú framkvæmd boðin út
samhliða lagningu hitaveitu.
Hjá Landssímanum hf í Stykkis-
hólmi starfa 5 menn. Þeir þjóna
stóru svæði sem er Reykhólasveit,
Dalasýsla og norðanvert Snæfells-
nes. Verkefni þeirra er að annast
viðgerðir og eftirlit á þessu svæði.
Hjá þessum flokki hefur verið nóg
að gera og mun svo verða á næstu
mánuðum.