Morgunblaðið - 21.10.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998 45
fatlaðra sem hverja aðra mannrétt-
indabaráttu, væri það sem helst
væri til umræðu úti um allan heim
árið 1997.
Eitt af þeim málum sem Ásta bar
mjög fyrir brjósti var þróunarað-
stoð Islendinga hvað varðar málefni
fatlaða. Hún taldi að ríkri þjóð eins
og Islendingum bæri skylda til að
styðja við bakið á fátækari þjóðum
og staða fatlaðra sem undirmáls-
hóps þessara samfélaga væri
þannig, að gera þyrfti sérstakar
ráðstafanh' þeim til handa. Ásta
heimsótti sjálf Litháen og kynnti
sér stöðu þroskaheftra þar í landi
og hafði sú ferð djúp áhrif á hana.
Hún gladdist því mjög þegar
Landssamtökin Þroskahjálp sáu sér
fært að styrkja systursamtök sín í
Litháen með peningagjöf. Sú gjöf
var afhent af forseta Islands, herra
Ólafi Ragnari Grímssyni, og frú
Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur
hinn 15. júní síðastliðinn og var eitt
af síðustu verkefnunum sem
Guðrún Katrín Þorbergsdóttir
leysti af hendi á erlendri grund.
Landssamtökin Þroskahjálp óskuðu
eftir því við Ástu að hún yrði
viðstödd afhendinguna en vegna
sjúkdómsins gat hún ekki orðið við
þeirri ósk. Áður hafði Ásta beitt sér
fyrir því að Þroskahjálp í samvinnu
við systursamtök sín í Svíþjóð stæði
að uppbyggingu dagheimilis í Rú-
meníu fyrir atferlisskaðað þroska-
heft fólk.
Ásta B. Þorsteinsdóttir var
þannig manngerð, að hún sá fyrst
og fremst tækifærin í hverju máli,
ekki erfiðleikana við framkvæmd-
ina. Þessir eiginleikar hennar og
ákafi við að ná árangri, hlutu að
leiða til þess að hún var ekki óum-
deild, enda verður það sjaldnast
grafskrift mikilla hugsjónamanna.
Það er hverjum manni hollt að velta
fyrir sér hversu vænlegra væri hér í
heimi ef fleiri einstaklingar eins og
Ásta kæmust til áhrifa. Fólk sem
kæfir ekki alla umræðu í vangavelt-
um um erfiðleika við tæknilega út-
færslu atriða, heldur hoi'fir fram á
við með hugsjón og réttlæti að leið-
arljósi.
Þegar Ásta hætti sem formaður
Þroskahjálpar fór hún að feta sig á
vegi stjórnmálanna og náði undra
skjótum frama á þeirri braut. Ásta
var auðvitað pólitísk í störfum sín-
um sem formaður Þroskahjálpar og
hafði þar gildin þrjú frelsi, jafnrétti
og bræðralag að leiðarljósi. Ásta
hefði vafalítið orðið góður stjórn-
málamaður, en hvort stjórnmál
hefðu farið vel með hana er önnur
saga, stjórnmál sem stöðugt virðast
byggjast á málamiðlunum. Mála-
miðlun um frelsi, jafnrétti og
bræðralag var ekki hennar stíll.
Síðasta samtal mitt við Ástu snerist
meðal annars um þær fréttir sem þá
höfðu borist um að öryrkjar hyggðu
á framboð til þings til að ná fram
auknu réttlæti. Ásta B. Þorsteins-
dóttir taldi að hún væri til þess
komin á þing.
Þegar Ástu B. Þorsteinsdóttur er
minnst koma einnig upp í hugann
mai'gar ógleymanlegar gleðistundir.
Ásta var glaðsinna og hafði einstaka
hæfileika til að umgangast allt fólk
af virðingu og sem jafningja. Marg-
ir þroskaheftir einstaklingar á Is-
landi nutu þessara mannkosta
hennar og hafa því misst góða vin-
konu og syrgja hana. Við sem eftir
lifum og deildum hugsjónum með
Ástu B. Þorsteinsdóttur finnum til
mikillar ábyrgðar, en söknum vinar
í stað, okkar er nú að halda fánan-
um á lofti.
Mestur er þó missir hennar nán-
ustu, eiginmanns, barna, móður,
systkina, tengdabarna og
tengdamóður. Megi algóður Guð og
minningin um mikla konu styrkja
þau og styðja.
Ég og fjölskylda mín þökkum
samfylgdina.
Friðrik Sigurðsson.
Ásta B. Þorsteinsdóttir var flott
kona. Hún geislaði af lífsorku og
glæsileika. Hún féll í valinn á miðj-
um starfsdegi. Það er sárara en
tárum taki. Hún átti svo margt
ógert á þinginu, ógert í málefnum
fatlaðra, ógert á sviði mannréttinda
og í menntunar- og heilbrigðismál-
um. Samt hefur Ásta B. Þorsteins-
dóttir komið meiru í verk á ævi
sinni en flestir aðrir. Hún átti sér
draum um betra líf fyrir allt fatlað
fólk, draum um að það fengi aðgang
að öllu mannlegu samfélagi og við-
eigandi stuðning til að nýta sér
gögn þess og gæði. Hún fór sjaldan
troðna slóð og nýtti persónulega
reynslu sína, sem og víðtæka þekk-
ingu á málaflokknum, í baráttu fyr-
ir réttindum og bættu lífi fatlaðs
fólks hér og erlendis. Flestar mikil-
vægar umbætur í lífi fatlaðra á Is-
landi síðustu áratugi, bera þes
merki að Ásta kom þar að verki,
„bretti upp ermamar og potaði
málinu eitthvað áleiðis". Hún vissi
hvert stefna bar og kvikaði aldrei
frá meginmarkmiðum sínum. Hún
beitti sér óhikað fyrir vagninn í erf-
iðum málum, svo sem ef fylgja
þurfti eftir réttindum fatlaðs ein-
stakling í skóla, hjá Tryggingar-
stofnun eða á öðrum vettvangi.
Þrátt fyrir margfalt starf heima og
heiman hafði Ásta alltaf tíma til að
hlusta, leggja á ráðin og mæta á
fundi, ef vera kynni að slíkt bætti
eitthvað líf fatlaðrar manneskju.
Líklega hefur fatlað fólk á íslandi
aldrei átt sér skeleggari liðsmann.
Margs er að minnast. Við vissum
hvor af annarri alla tíð, en það var
ekki fyrr en við Ásta hittumst á
fundi hjá „Samtökum foreldra
barna með sérþarfir" 1982 eða 83,
að örlaganomirnar spyrtu saman
líf okkar og bama okkar. Unnur
Hermannsdóttir var þá formaður
samtakanna, en við Ásta sáum um
útgáfu lítils bæklings, For-
eldrapistilsins. Líklega var þetta
fyrsta tilraun okkar beggja til að
móta álit annarra til fatlaðra. Við
lögðumst saman á árarnar, foreldr-
arnir í „Litla félaginu" eins og við
kölluðum það. Við deildum stund-
um um leiðir en sjaldnast um mark-
mið. Til þess var hin sameiginlega
reynsla og gagnkvæmur skilningur
of djúpstæður. Við vorum öll stolt
af því þegar Ásta var kjörin til for-
ystu Þroskahjálpar. í stjórnartíð
hennar urðu Landssamtökin
Þroskahjálp að öflugum og virtum
þrýstihópi í íslensku samfélagi. Við
unnum talsvert saman þann tíma
sem ég var formaður menntamála-
nefndar Þroskahjálpar og studdum
við þá oft hvor við bakið á annarri.
Árið 1989 vann ég að skemmti-
legu verkefni með dr. Sigrúnu
Stefánsdóttur fréttamanni. Við
bjuggum til sex sjónvarpsþætti um
líf fatlaðs fólks og nefndum þættina
„Haltur ríður hrossi". Ásta lagði
þáttunum það lið sem hún mátti.
Bæði hún og Ásdís Jenna komu þar
fram og lögðu með sér reynslu sína
af því að búa með fötlun. Þetta var
ómetanlegt og uppspretta vináttu
okkar þriggja.
Ásta lagði ríka áherslu á það að
færa bestu þekkingu á málum fatl-
aðra til Islands. Hápunktur þeirrar
viðleitni er örugglega heimsþingið
„Eitt samfélag fyrir alla“, sem
haldið var í Háskólabíói í júní 1994.
Það var samstarfsverkefni Samein-
uðu þjóðanna, bandariski-a samtaka
um málefni fatlaðra og íslensku
félaganna Þroskahjálpar og Ör-
yrkjabandalagsins. Nýjungar á
sviði rannsókna og stuðnings við
fatlað fólk voru yddaðar fram í
Háskólabíói þessa björtu vordaga.
Þarna voru „Staðlaðai' reglur“
Sameinuðu þjóðanna um rétt
fatlaðra kynntar í fyrsta sinn, en
það var merkilegur áfangi í rétt-
indabaráttu fatlaðra í heiminum og
heimsviðburður. Þarna deildu
margir virtustu vísindamenn heims
á þessu fræðasviði þekkingu sinni
með þátttakendum og þarna lögðu
íslenskir foreldrar og kennarar sitt
af mörkum. Þarna kom líka fram
dóttir Ástu og Ástráðar, Ásdís
Jenna og vakti almenna athyggli og
aðdáun með framsögu sinni og
framgöngu allri. Ásta Þorsteins-
dóttir átti hugmyndina að þessum
viðburði. Hún bar hita og þunga af
því að hrinda hugmyndinni í fram-
kvæmd. Árangurinn var lyginni
líkastur eða ki-aftaverki. Við sem
komum að þessu verki með Ástu
getum verið sammála um að sjald-
an hafi jafnfáir unnið jafnmikið
starf við undirbúning þings eins og
hér var, undir stífri og óbilandi
stjóm fyrirliðans, Ástu B. Þor-
steinsdóttur. Við kölluðum hana
okkar á milli „Stórfrúna“, en í
þeirri nafngift var blanda af aðdáun
og sjálfsvörn. Sjálf vann Ásta að
þessu verki mestallan sólarhring-
inn í marga mánuði og hafði allt í
hendi sér. Hún ruddi burt öllum
hindrunum og neitaði að hugsa um
það að verkefnið var í raun allt of
stórt fyrir okkur. Þetta þing kom
Islandi á kortið í sögu réttinda-
baráttu fatlaðra og skipar líkan
sess í þeirri sögu og Reykjavíkur-
fundur þeirra Reagans og Gorbat-
sjovs gerir í sögu kalda stríðsins.
Þegar upp var staðið kom meira að
segja í ljós að þingið stóð undir sér
peningalega.
Bestu minningarnar um Ástu
tengjast samvinnu og samveru
heima hjá þeim hjónum, Ástráði og
Ástu, í góðum hópi. Bandarísku
prófessorarnir Danne og Phil
Ferguson og sonur þeirra Ian, sem
oft hafa lagt menntamálum fatlaðra
á íslandi lið, áttu þar góðar stundh'
með okkur. Vænst þykir mér J)ó um
minninguna um heimsókn Ástu á
Landspítalann haustið 1988. Sonur
minn lá þar meðvitundarlaus í
nokkra daga eftir að hafa nær
drukknað í baði. Ásta kom til mín
með útbreiddan faðm og tvær flösk-
ur. Af dönskum bjór. Hún skildi
ótta minn og taldi í mig kjark.
Ásta bjó við mikið lán í persónu-
legu lífi. Ástráður, eiginmaður
hennar, og synirnir tveir studdu
hana á alla lund og sýndu henni ást
og blíðu. Ásdís Jenna magnaði upp
kraft hennar og hefur náð árangri
sem fáa óraði fyrir. Ásdísi kippir í
kynið. Hún er yndisleg og hæfileik-
arík ung kona, og skáld gott eins og
Jenna, amma hennar. Hún stundar
nám við Háskóla Islands. Hún mun
aldrei láta bugast, þrátt fyrir alvar-
lega fötlun. Við Benedikt vottum
Ástráði og fjölskyldunni allri samúð
á þessum dimmu dögum. Við minn-
umst Ástu með virðingu og
þakklæti. Án framlags hennar væri
líf sonar míns örðugra og fátæk-
legra en það er.
Dóra S. Bjarnason.
Blessuð, margblessuð,
ó blíða sól,
blessaður margfalt
þinn bestur skapari,
fyrir gott allt,
sem gjört þú hefur
uppgöngu frá
og að enda dags.
Dreifðir þú, dagstjarna,
dimmu nætur,
glöð, af glóbreiðri
götu þinni.
Ljós fékkstu lýðum
langar, á gangi,
dagstundir dýrar,
ó, dagstjama!
Þessi erindi úr Sólsetursljóði
Jónasar Hallgrímssonar finnast
mér eiga vel við nú þegar ég minn-
ist Ástu B. Þorsteinsdóttur vinkonu
minnar og samherja. Ásta Bryndís
minnir mig á sólskin. Það var bjart
yfir henni og stafaði frá henni
öryggi, hlýju og geislandi glaðværð.
Hugmyndir hennar og hugsjónh'
voru uppbyggilegar, framsýnar og
oft á tíðum ögrandi. Hún vann ötul-
lega að því að koma þeim í fram-
kvæmd og varð vel ágengt á allt of
stuttri lífsleið.
Ég kynntist Ástu fyrst á vett-
vangi Landssamtakanna Þroska-
hjálpar. Er ég tók sæti í stjórn
samtakanna, tilnefndur af mínu
fagfélagi, var hún formaður. Við
vorum bæði á þeirri skoðun að for-
eldra- og hagsmunafélög og fag-
félög ættu að vinna saman að þróun
og breytingum eins og þeim sem
nauðsynlegar væru í málaflokki
fatlaðra. Ekki hvert í sínu lagi, eða
á móti hvert öðru, eins og því miður
hefur gerst sums staðar erlendis.
Þykir mér þetta lýsandi dæmi um
víðsýni Ástu og samstarfsvilja. í
minningunni líða fram í hugann
fjölmörg landsþing og fulltrúafund-
ir sem við sátum saman. For-
mennska fyrir stórum landssam-
tökum er ekki samfelldur dans á
rósum og ekki alltaf einhugur um
öll mál. Því var það mikilvægt að
hafa á bak við sig góðan hóp af
dyggum stuðningsmönnum. Ásta
var tilfinningarík baráttukona og
átti létt með að fylkja fólki til liðs
við stefnu sína. En hún fékk, eins
og aðrir sterkir leiðtogar, sinn
skerf af mótlæti og tók því sem að
höndum bar í því efni. Á þessum
fundum samtakanna hefur það svo
verið til siðs að koma saman að
loknu dagsverki og syngja og gleðj-
ast saman. Var Ásta jafnan hrókur
alls fagnaðar á þessum hátíðar-
stundum.
Við Ásta vorum einnig samherjar
í stjórnmálum. Ég átti þess kost að
vinna náið með henni fyrir síðustu
Alþingiskosningar og er það óg-
leymanlegur tími. Þar sýndi Ásta
enn einu sinni, hvílík hamhleypa
hún var til verka, og hversu fjölhæf
hún var. Lögð var nótt við dag og
hún gerði miklar kröfur til sjálfrar
sín eins og jafnan, en einnig til
þeirra sem unnu með henni. Ég
held að það hafi hjálpað til að við
höfðum dálítið sama vinnulag, best
undir álagi. Frami Ástu í stjórn-
málum var skjótur, en fyllilega
verðskuldaður. Manneskja með
hennar bakgnmn og hæfileika átti
sannarlega erindi á Alþingi Islend-
inga og við hana voru bundnar
miklar vonir. Þar naut hennar við í
allt of skamman tíma.
Það er ekki síst fyrir góða
vináttu sem ég minnist Ástu með
miklum hlýhug. Hún átti svo gott
með að gleðjast með fólki og það
virtist sama hversu önnum kafin
hún var, alltaf fann hún tóm til að
samgleðjast vinum sínum. Þess
naut ég í tengslum við merkis-
viðburði hjá mér og fjölskyldu
minni. Ásta stóð aldeilis ekki ein í
öllu því sem hún áorkaði. Fjöl-
skylda hennar var í senn hennar
griðland og uppspretta. Við hlið
hennar stóð ávallt Ástráður eigin-
maður hennar og studdi konu sína í
blíðu og stríðu. Það er áreiðanlega
vandfundinn annar eins öndvegis-
maður og Ástráður er. Ásta er okk-
ur öllum sem kynntumst henni
harmdauði. Það eru of fáir eldhug-
arnir á meðal okkar og því mikill
missir er þeir falla frá langt um ald-
ur fram. Mestur er missir eigin-
manns, barna þeirra, móður hennar
og annarra ástvina. Færi ég þeim
öllum innilegar samúðarkveðjur
mínar og konu minnar.
Vaktir þú fugla
og fógur blóm vaktir,
söng þér að syngja
og sætan ilm færa.
Hníg nú hóglega,
hægt og blíðlega,
vegþreytir vindsala,
ó, vegstjama!
Ásta vakti okkur samherja sína
með lífskrafti sínum og mun verða
okkur vegstjarna um ókomna tíð.
Blessuð sé minning Ástu Bryndísar
Þorsteinsdóttur.
Kristján Sigurmundsson.
Okkur er mikill harmur í huga er
við kveðjum Ástu Binnu frænku
okkar. Hún hefur skipað sérstakan
sess í hjarta okkar allt frá því er
hún dvaldist sumarlangt á heimili
fjölskyldu okkar í Danmörku, þá
nýfermd. Þá vorum við enn litlar
stelpur, en við skynjuðum þá strax
að þessi frænka okkar frá Islandi
var mjög sérstök. Okkur er enn
minnisstætt að strákarnir í götunni
lögðu sig í framkróka við að ná at-
hygli hennar með því að hjóla hring
eftir hring fram hjá húsinu okkar
og hrópa nafnið hennar. En fegurð
hennar var ekki aðeins á ytra
borðinu því strax á þessum árum
voru mannkostir hennar orðnir
ljósir.
Við höfum ávallt litið upp til
frænku okkar og verið stoltar af
verkum hennar, enda hafa þau ver-
ið þess eðlis að um hefur munað.
Ásta hefur verið óeigingjörn í öllu
sínu starfi, en notað ómælda krafta
sína í að bæta líf annarra. Verk
hennar í þágu fatlaðra hafa vakið
þjóðarathygli þó ekki væru þau
unnin í þeim tilgangi. Hún var hug-
sjóna- og baráttukona sem átti mik-
ið erindi á þing og þar var hún þeg-
ar farin að láta að sér kveða.
Ásta var alltaf ræktarsöm við sitt
fólk, stóra jafnt sem smáa. Þau eru
ófá skiptin sem fjölskylda okkar
hefur notið gestrisni þeirra
Ástráðs, bæði meðan þau voru bú-
sett í Danmörku og hin síðari ár á
fallegu heimili þeirra á Seltjarnar-
nesinu. Þessi ræktarsemi Ástu birt-
ist einnig í því að hún hefur verið
driffjöðrin í að kalla saman stórfjöl-
skylduna af Smyrilsvegi 28 til ætt-
armóta. Hún skipulagði, deildi út
verkefnum og hélt utan um allt
verkið. Ásta var einmitt byrjuð að
undirbúa næsta ættarmót sem
halda átti síðasta sumar þegar hún
greindist með þann sjúkdóm sem
nú hefur dregið hana til dauða.
Fyrir okkur systurnar eru nöfnin
Ásta og Benni eitt hugtak, samhent
hjón sem áunnu sér virðingu og ást
samferðafólks síns. Nú er Ásta
horfin allt of snemma og við mun-
um sakna hennar sárt.
Elsku Ástráður, Arnar, Ásdís
Jenna og Þorsteinn Hreiðar, Adda,
Hafdís og Víglundur. Ykkur viljum
við votta okkar dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Ástu Binnu.
Elísabet, Kristín, Margrét
og Anna María Valtýsdætur.
Fas hennar og framkoma dró að
sér athygli hvar sem hún kom og
hvert sem hún fór. Lífleg, falleg,
heillandi og um leið sköruleg og
rökföst gat hún látið fjöll færast úr
stað, með óþrjótandi elju og sann-
færingarkrafti þess sem skilur og
veit. Asta Bryndís Þorsteinsdóttir
hjúkrunarfræðingur og alþingis-
maður var ávallt heil í því sem hún
tók sér fyrir hendur, hún setti
markið hátt og aldrei var um hálf-
kák að ræða.
Kynni tókust með okkur Ástu
þegar ég tók að mér formennsku
fyrir nýju sameinuðu félagi hjúkr-
unarfræðinga í janúar 1994. Ásta
var þá formaður Þroskahjálpar,
sem hefur höfuðstöðvar sínar á 1.
hæð á Suðurlandsbraut 22, en
skrifstofa Félags íslenskra hjúkr-
unarfræðinga er á 3. hæð í sama
húsi. Oft hittumst við á hlaupum í
anddyrinu, eða litum við þegar við
vissum af hvor annarri í húsinu.
Síðar áttum við nánara samstarf
um stjórnmál og heilbrigðismál.
Ætíð geislaði af henni hreystin,
hressileikinn og krafturinn. Hún
var að vinna að málefnum sem
stóðu hjarta hennar nær og sem
hún barðist fyrir af alhug. Síðar fór
hún á Alþingi, var varaþingmaður.
Þegar hún settist á þingmanna-
bekkinn, var hún komin til að láta
að sér kveða. Hennar meginmark-
mið var að berjast fyrir bættum
hag þeirra sem minna máttu sín,
hún þekkti aðstæður þeirra af eigin
raun, bæði í leik og starfi. Málefnin
voru brýn og það mátti engan tíma
missa. Á Alþingi var hún komin í
aðstöðu til að hafa raunveruleg
áhrif á stöðu sjúkra, þroskaheftra
og annarra sem eiga undir högg að
sækja, og var mikils af henni að
vænta sem málsvari þeirra. Tíminn
sem henni var gefinn var hins veg-
ar allt of stuttur.
Hjúkrunarsamfélagið sér nú eftir
einum sínum mætasta félaga. Ásta
Bryndís Þorsteinsdóttir var stolt af
því að vera hjúkrunarfræðingur og
átti farsælan feril að baki við hjúkr-
unarstörf og stjórnun á heilbrigðis-
stofnunum. Hún var sterkur
málsvari hjúkrunar og hjúkrunar-
fræðinga. Hjúkrunarfræðingar
voru einnig stoltir af félaga sínum
og fylgdust af áhuga með störfum
hennar og frama í félags- og stjórn-
málum. Hjúkrunarsamfélagið kveð-
ur félaga sinn með harm í huga.
Guð blessi minningu Ástu B. Þor-
steinsdóttur og styrki fjölskyldu
hennar í djúpri sorg.
Ásta Möller, formaður
Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga.