Morgunblaðið - 25.10.1998, Side 8
8 SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
„Það er nú aldeilis meira að en þetta, systir. Pumpið óreglulegt, bólga í botnlanganum, líkþorn á
vinstri, táfýla, andremma, hægðatregða og nefrennsli.“
Kirkjuþing samþykkir starfsreglur um meðferð kynferðisbrota
Fagráð og talsmenn
þolendum til aðstoðar
KIRKJUÞING, sem lauk á mið-
vikudag, samþykkti starfsreglur
um meðferð kynferðisbrota innan
íslensku þjóðkirkjunnar. Verður
annars vegar skipað fagráð til að
fjalla um einstök mál sem vísað er
til þess af úrskurðamefnd eða
áfrýjunarnefnd og hins vegar
verða skipaðir talsmenn fyrir þá
sem telja sig þolendur kynferðis-
brota innan kirkjunnar.
Með kynferðisbrot er í reglunum
átt við kynferðislegt ofbeldi annars
vegar, þ.e. misnotkun á annarri
manneskju þar sem gerandinn
beitir eða hótar að beita ofbeldi og
hins vegar er átt við kynferðislega
áreitni sem skilgreind er sem óvel-
komin kynferðisleg hegðun sem
skapar auðmýkjandi eða fjandsam-
legar aðstæður, hvort sem áreitnin
er líkamleg, bundin orðum eða
myndræn.
Gert er ráð fyrir að kirkjuþing
útnefni þriggja manna fagráð og
skal einn vera lögfræðingur, annar
læknir, sálfræðingur eða með sam-
bærilega menntun og sá þriðji guð-
fræðingur. Hlutverk fagráðs er að
tilnefna talsmenn og veita þeim
faglegan stuðning, fjalla um ein-
stök mál og meta árangur starfs-
reglnanna og hafa umsjón með
fræðslu um kynferðisbrot innan
kirkjunnar. Talsmenn eiga að vera
þeim sem telur sig þolanda kyn-
ferðisbrots til ráðgjafar og stuðn-
ings og ákveður kirkjuráð hversu
marga talsmenn skal skipa og
starfssvæði þeirra. Skilyrt er að
talsmaður hafi háskólamenntun
sem nýst geti við verkefnið og hafa
reynslu af því að vinna með þolend-
um kynferðisbrota og hann má
ekki gegna öðrum störfum innan
kirkjunnar.
Gert er ráð fyrir að sá, sem telur
sig hafa orðið fyrir kynferðisbroti,
geti snúið sér til talsmanns sem að-
stoðar hann við að meta aðstæður
og ákveða frekari aðgerðir, svo
sem kæra til lögreglu eða leggja
mál fyrir úrskurðarnefnd kirkjunn-
ar.
Kröfum vegna kvik-
mynda vísað frá
HÆSTIRÉTTUR vísaði á fimmtu-
dag frá héraðsdómi kröfum Þor-
steins Jónssonar kvikmyndagerðar-
manns á hendur íslenska ríkinu
vegna notkunar á kvikmyndunum
Atómstöðinni og Punktur, punktur,
komma, strik.
Málavextir voru þeir að Þor-
steinn gerði í janúar 1988 samninga
við menntamálaráðuneytið um rétt
til sýninga á myndunum tveimur í
skólum og öðrum fræðslustofnunum
til fimm ára. Umsamið endurgjald
var þrjár milljónir króna fyrir hvora
mynd. Notkun myndanna í skóla-
kerfinu lauk þó ekki með öllu að
fimm áru lilðnum og gerði Þor-
steinn þá kröfu um áframhaldandi
leigu að fjárhæð tæplega fimm og
hálf milljón króna. Héraðsdómur
Reykjavíkur (Páll Þorsteinsson hér-
aðsdómari) dæmdi Þorsteini
400.000 krónur í miskabætur fyrir
brot á höfundarrétti.
Hæstiréttur hins vegar taldi slíka
annmarka á málatilbúnaði máls-
höfðanda, einkum varðandi það
hvaða réttindi hann ætti yfir mynd-
unum og hvort fleiri kæmu þar við
sögu, að ekki væri unnt að leggja
efnisdóm á málið. Þannig kæmi
fram í stefnu í héraði að Þorsteinn
ætti höfundarrétt að kvikmyndun-
um. í þinghaldi síðar hefði því verið
lýst yfir að fleiri ættu höfundarrétt-
inn með honum, þ.e.a.s. Ömólfur
Ámason og Þórhallur Sigurðsson.
Við flutning málsins hefðu svo af
hans hálfu verið lögð fram gögn
þess efnis að hann hefði keypt um-
ræddar tvær kvikmyndir á nauð-
ungaruppboði árið 1987 „með öllum
þeim réttindum er tilheyra fram-
Ieiðanda". Sagði Hæstiréttur að
eins og málið lægi fyrir væri ekki
sýnt að málshöfðandi ætti annan
rétt að kvikmyndunum en rétt
framleiðanda. Ekki væri leitt í Ijós
hvernig höfundarrétti að þeim væri
að öðm leyti háttað.
Var málinu því vísað sjálfkrafa
frá héraðsdómi og Þorsteini gert að
greiða íslenska ríkinu samtals
150.000 krónur í málskostnað í hér-
aði og fyrir Hæstarétti.
Málið fluttu Sigurður G. Guðjóns-
son hrl. af hálfu Þorsteins Jónsson-
ar og Einar Karl Hallvarðsson hrl.
fyrir hönd íslenska ríkisins.
Bresk-íslenska verslunarráðið
Fyrsta árið
lofar góðu
FYRSTI aðalfundur
Bresk-íslenska
verslunarráðsins var
haldinn í Barbican Center í
London á miðvikudag. Á
aðalfundinum var Ti-yggvi
Pálsson, framkvæmda-
stjóri fyrirtækjasviðs Is-
landsbanka, endurkjörinn
stjórnarformaður. I stjórn-
inni sitja níu fulltrúar frá
báðum löndum. Alls eru
206 fyrirtæki, álíka mörg í
hvora landi, meðlimir í
Bresk-íslenska verslunar-
ráðinu.
Tryggvi segir að mark-
mið Bresk-íslenska versl-
unarráðsins sé að efla við-
skipti á milli landanna.
„Einn liður í því hefur
falist í aðstoð við breskar
sendinefndir hér á landi.
Sendinefndimar hafa verið
frá Hull, Sommerset og Skotlandi
svo að nokkrar séu nefndar. Sleg-
ið hefur verið á að Skotarnir hafi
náð að selja fyrir um 300.000 pund
í tveggja daga ferð hingað fyrir
skömmu. Islendingar hafí á móti
náð samningum um útflutning fyr-
ir 60-70.000 pund.“
- Hvaða þjónusta býðst með-
limum Bresk-íslenska verslunar-
ráðsins fyrir utan aðstoð við hópa?
„Við höfum verið að byggja
þjónustuna upp með þrennum
hætti. Fyrst er að telja að gerður
hefur verið þjónustusamningur
við Verslunarráð Islands. Hann
felur í sér að Verslunarráðið veitir
Bresk-íslenska verslunarráðinu
m.a. aðgang að starfsmanni og sér
um rekstur ráðsins.
Annað er að í samvinnu við ís-
lenska sendiráðið í London hefur
verið ráðinn viðskiptafulltrúi í
sendiráðið. Sendiráðið nýtir
krafta viðskiptafulltrúans Söndru
Baird að tveimur þriðju og við að
einum þriðja. Starf Söndra hefur
þegar skilað sér í talsverðum
iramfórum í þjónustunni.
Þriðji liðurinn í þvi að byggja
upp þjónustuna felst í aðild okkar
að Samtökum breskra verslunar-
ráða í Evrópu. I gegnum samtökin
getum við bæði fengið svör við
fyrirspurnum og komið málum
áleiðis. Af þessu má sjá að nokkra
hefur verið komið í verk og lofar
árangurinn fyrsta árið góðu fyrir
framtíðina."
- Hafíð þið starfað með öðrum
fyrirtækjum ogstofnunum?
„Já, vissulega. Verslunarráðið
gerir sér far um að styðja vinnu
annarra aðila á borð við sendiráð-
in í tengslum við viðskipti land-
anna. Stundum geta sendiráðin
ekki komið að lausn ákveðinna
vandamála eins og dæmi var um á
aðalfundinum.
Þar vakti breskur rækjuinn-
flytjandi athygli á því að mörg
dæmi væru um að tollayfirvöld í
Bretlandi hefðu kraf-
ið breska innflytjend-
ur um uppgjör vegna
gallaðra upprunavott-
orða frá íslenskum
útflytjendum. Inn-
flytjendurnir hefðu
gert kröfu á útflytjenduma og oft
ekki haft erindi sem erfiði, t.d. af
því útflytjendurnir hafi hætt
starfsemi eða neitað að borga.
Kjarni málsins felst í því að tals-
vert er um útistandandi kröfur
vegna bakreikninga í tengslum við
tolla. Samkvæmt reglum ESB má
taka upp gömul mál án tímamarka
og hefur sú staðreynd valdið
óvissu í viðskiptunum. Bresk-ís-
lenska verslunarráðið hefur með
aðstoð Guðjóns Rúnarssonar hjá
Verslunarráði íslands farið yfir
málið og ákveðið að efna til
tveggja funda á Islandi með full-
► Tryggvi Pálsson, formaður
Bresk-íslenska verslunarráðs-
ins, er fæddur 28. febrúar árið
1949 í Reykjavík. Tryggvi lauk
stúdentsprófi frá MR 1969,
Iokaprófi í viðskiptafræði frá
HÍ 1974 og MSc.-gráðu frá
London School of Economics
1975. Að loknu námi hóf
Tryggvi störf hjá Landsbank-
anum. Tryggvi var bankastjóri
Verslunarbankans frá 1988 til
1989 og einn þriggja banka-
stjóra Islandsbanka við banka-
sameininguna árið 1990. Hann
varð síðar framkvæmdastjóri í
bankanum og hefur veitt fyrir-
tækjasviði bankans forstöðu
undanfarin ár.
Eiginkona Tryggva er Rann-
veig Gunnarsdóttir, skrifstofu-
stjóri Lyfjanefndar ríkisins, og
eiga þau tvö börn Gunnar Pál,
á öðru ári í viðskiptafræði, og
Sólveigu Lisu menntaskóla-
nema.
trúum breski-a innflytjenda til að
kanna hvað hægt sé að gera til að
síður komi upp svona kröfugerð á
grandvelli rangra útflutningsvott-
orða.“
- Mér skiist að íslensk fískveiði-
s tjórn u nars tefna hafí komið til
umræðu á fundinum.
,A-uk hefðbundinna aðalfundar-
starfa var stofnað til umræðu um
hvernig best væri að standa að
fiskveiðum og markaðssetningu
sjávarafurða með hliðsjón af um-
hverfismálum. Guðbrandur Sig-
urðsson, forstjóri ÚA, og Brendan
May, yfirmaður kynningarmála
Marine Stewardship Council,
fluttu tvö frábær erindi í tengslum
við viðfangsefnið. Guðbrandur
fjallað m.a. um uppbyggingu ís-
lenska fiskveiðistjórnunarkerfis-
ins og hvaða árangri íslensk fyrir-
tæki væru að ná á þessu sviði.
Brendan May talaði
um alvarlegt ástand
fiskistofna í heimin-
um. Athyglisvert var
að í máli Brendans
kom fram að fisk-
veiðistjórnunarstefna
íslendinga væri ábyrg. Umræðan
var afar gagnleg og ljóst að Is-
lendingar þurfa ekki eingöngu að
líta á afskipti umhverfissamtaka
sem ógnun heldur líka tækifæri.
I tengslum við aðalfundinn sóttu
yfir 100 manns sameiginlegan há-
degisverð Bresk-íslenska verslun-
arráðsins, sendiherrans í London
og Flugleiða í Barbican Centre.
Birgir Isleifur Gunnarsson seðla-
bankastjóri og Joyce Quin, Evr-
ópumálaráðherra í bresku ríkis-
stjóminni, fluttu þar fróðleg erindi.
Stjórnandi var hinn kunni fjöl-
miðlamaður Magnús Magnússon."
Stundum geta
sendiráðin ekki
komið að lausn
vandamála