Morgunblaðið - 25.10.1998, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 25.10.1998, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Ný ríkisstjórn mynduð á ítalíu Kommúnistar í stjórn en hvað svo? Morgunblaðið/Reuters. RÁÐHERRAR í nýrri ríkisstjórn Ítalíu óska forsætisráðherranum nýja, Massimo D’Alema, til hamingju, eftir að hann flutti íyrstu ræðu sína í ítalska þinginu sem forsætisráðherra. Söguleg skil urðu á ---7------------------ Italíu í vikunni er kommúnistar settust þar í stjórn í fyrsta skipti frá 1947. En þótt kommúnistar séu ekki þeir sömu og áður segir Sigrún Davíðsdóttir, sem fylgdist með þróun mála á Italíu, að margir velti fyrir sér hvort í stj ómarmynduninni felist afturhvarf til fortíðar. AÐ gæti verið verra,“ segir Rómverji nokkur þegar hann hugleiddi stjómar- skiptin í vikunni. „Fráfar- andi stjóm sat þó altént í tvö og hálft ár og sú sem tekur nú við situr að öllum líkindum út kjörtímabilið.“ Þetta er ekki lítill áfangi í stjómar- sögu þjóðar, þar sem meðalvalda- tími stjóma frá því eftir stríð er inn- an við ár. En árangur stjóma mælist ekki aðeins í dögum og mán- uðum, heldur í aðgerðum. Stjóm hagfræðiprófessorsins Romano Prodi tók við völdum 18. maí 1996 og tókst að tryggja Italíu þátttöku í Efnahags- og myntbandalagi Evr- ópu, EMU. Prodi tókst hins vegar ekki að móta traustvekjandi efna- hags- og atvinnustefnu, blása lífi í vinstri hugsjónir og bæta ástandið á Suður-Ítalíu. Fáar þjóðir em jafn pólitískt þenkjandi og Italir og þeir spyrja ekki hvað gerist, heldur af hverju. Nú velta þeir því fyrir sér af hverju Prodi hafi mistekist, hvers vegna kommúnistaleiðtoginn Fausto Bertinotti hafi fellt mið-vinstrist- jóm Prodis og hvaða þýðingu það hafi að Francesco Cossiga og flokkur hans sé nú sestur í stjóm, þessi fyrrum forseti og innsti kopp- ur í búri kristilegra demókrata, sem stjómuðu landinu ásamt sósí- alistum eftir stríð og um leið fiokkaveldinu sem olli spillingu landsins. Vakir kannski einungis fyrir Cossiga að tryggja að fjöl- miðlakóngurinn Silvio Berlusconi losni við spillingardóma og geti horfið af stjómmálasviðinu, þannig að Cossiga geti náð til hægriflokk- anna og jafnvel orðið forsætisráð- herra mið-hægristjómar? Er hið pólitíska landslag að breytast eða er nýja stjómin sönnun þess að gamla flokksveldið er að hreiðra um sig aftur, eins og Antonio Di Pi- etro, dómarinn úr spillingamála- ferlunum í upphafí áratugsins og síðar stjómmálamaður, heldur fram. Spumingamar era margar og ekki skortir hugmyndaflugið þessa hlýju haustdaga í Róm. Maðurinn með yfírvaraskeggið Massimo D’Alema forsætisráð- herra er enginn nýr gestur á ítölskum sjónvarpsskjám. Það nægir að teikna yfirvaraskeggið hans og allir vita að átt er við hinn lágvaxna, granna og fíniega stjóm- málaleiðtoga. D’Alema er fæddur inn í ítalska kommúnistaflokkinn í Genóva. Sjálfur tók hann þátt í að móta flokkinn í takt við nýja tíma í lok kalda stríðsins. Ur þeim hrær- ingum myndaðist Endurreisti kommúnistaflokkurinn undir stjóm Bertinottis, sem vildi halda sig við bókstafinn og síðan vinstridemókratar, jafnaðar- mannaflokkur D’Alema, sem álítur flokka Tony Blairs, Lionel Jospins og Gerhard Schröders systur- flokka sína. Þegar flokksformaður- inn Acchille Occhetto, annar yfir- varaskeggjaður stjómmálamaður, hafði ekki lengur traust og stuðn- ing eftir slæma kosningaútreið 1994 náði D’Alema formannssæt- inu árið eftir. D’Alema er stjómmálamaður, sem kjósendur eru annaðhvort hrifnir af eða þola ekki. I augum stuðningsmanna er hann raunsær stjómmálamaður, sem ekki missir sjónar af vinstramarkinu, þó hann fari í svigi um lendur stjómmái- anna. I augum andstæðinga hefur hann ásýnd pókerspilara, sem hef- ur sitt fram án þess að vera bund- inn öðram hugsjónum en valdahug- sjónum. í viðtali nýlega sagðist hann hafa gaman af leikjum, þar sem maður glataði ekki yfirsýninni, heldur næði undir sig leikvangin- um og hinum leikendunum. En enginn frýr honum vits og hann er svo skýr og rökfastur að unun er á að hlýða. Andstætt mörg- um ítölskum stjómmálamönnum er hann nánast undantekningalaust alitaf yfirvegaður og róiegur og það ljáir honum næstum ofurmannlegt yfirbi-agð í hópi landa hans, sem annars eru fljótir upp á háa c-ið. Hann kaus að vera utan Prodistjómarinnar, sem reyndist klókt, því hann var gagnrýninn stuðningsmaður, sem fékk ómælt rúm í fjölmiðlum til að fjalla um stjómina og það styrkti mjög stöðu hans, jafnframt því að flokkur hans sat í stjóm og tryggði áhrif á þann hátt. Þegar vinstrivængurinn tók að ieitast við að endurskipuleggja sig eftir kosningamar 1994 er leiddu til hægristjómar Silvio Berluscon- is, vora ýmsar þreifingar í gangi. D’Aiema tókst ekki að sameina aðra flokka undir sig, en úr varð Ólífuhreyfingin, sem Prodi veitti forystu. Þar fóra saman í kosn- ingabandalagi vinstridemókratar, Græningjar, ítaiski endurnýjunar- flokkur Lamberto Dinis fyrram forsætisráðherra og Þjóðarflokk- urinn. Hægri hönd Prodis var Walter Veltroni ritstjóri L’Unitá. Veltroni, sem er rúmlega fertug- ur, keppti við D’Alema um flokks- forystuna, en varð undir. Hann varð einn aðalhvatamaður Ólífu- hreyfingarinnar og var þá gjarnan sagt að hann væri þar með að skapa sér þá valdastöðu, sem D’Alema hreppti. í stjóm Prodis var hann menningar- og varafor- sætisráðherra og mjög áberandi. Við stjórnarmyndunina nú kaus Veltroni að taka boði D’Alema og gerast flokksformaður. Þetta ku Prodi hafa þótt mjög miður, því um leið era vaxandi líkur á að Ólífu- hreyfingin verði aldrei annað en hreyfing og ekki flokkur í framtíð- inni eins og Prodi og fleiri vonuð- ust eftir. Um leið era auknar líkur á að vinstridemókrötum takist að verða þungamiðjan á vinstri- vængnum í staðinn. Kommúnistar inn úr kuldanum Itölsk stjómmál einkennast af mörgum litlum flokkum, sem oft hafa áhrif langt umfram stærð sök- um þess að þeir ná að vera lóðið á vogarskálinni. Þannig var um hinn Endurreista kommúnistaflokk Bertinottis. í glímunni um stuðn- ing við Prodistjórnina klauf hópur sig út og myndaði Kommúnista- flokk Ítalíu undir stjóm Armando Cossutta. Sá flokkur á nú tvo ráð- herra í 26 manna stjórn D’Alema, þar á meðal dómsmálaráðherrann. Kommúnistar líta þetta með vel- þóknun, því þeir hafa ekki átt ráð- herra í ítalskri stjóm síðan 1947 að Palmiro Togliatti, hinn dáði leið- togi þeirra, sat í sama embætti. ítalska kommagrýlan var alveg sérlega stór og stælt á áram áður og gengur enn ljósum logum á hægrivængnum, þar sem menn hafa haft uppi hróp og köll um að nú væra kommúnistar komnir í stjóm. En Frakkland hefur ekki farist þrátt fyrir vinstristjóm og Þýskaland gerir það vart heldur þó Græningjar séu komnir í stjóm. Hinn aldni Gianni Agnelli, fyrrum forstjóri Fiat og öldungadeildar- þingmaður fyrir lífstíð, sagði í við- tali við La Stampa að hann liti á nýju stjórnina með efablöndnu trausti, en ítölsk borgarastétt þyrfti að venjast tilhugsuninni um að hafa kommúnista eftir-sovétár- anna í stjórn, þótt umskiptin væra viðkvæm. Það stuðlar þó að trausti stjórn- arinnar að tveir lykilmenn frá fyrri stjórn halda sætum sínum, þeir Carlo Azeglio Ciampi fjármálaráð- herra og Lamberto Dini utanríkis- ráðherra. Ein helsta skrautfjöður stjórnarinnar er hinn yfirburða vinsæli og heillandi Antonio Bassolino borgarstjóri Napóh', sem heldur borgarstjórnarsætinu en gerist einnig atvinnuráðherra og hefur auk þess Suður-Italíu sem sérsvið. Bassolino hefur gert kraftaverk í Napóh', breytt ímynd borgarinnar úr niðumíddri glæpa- borg í glæsilega menningarborg, auk þess sem hann er vinsæll í við- skiptahfinu, þó hann tilheyri flokki D’Alema. Töluverð eftirvænting ríkti hvort Emma Bonino hin skel- eggi ítalski fulltrúi í framkvæmda- stjórn ESB tæki sæti í stjóminni, en hún lét ekki til leiðast. Gamalt afl í nýjum klæðum „Dansað við úlfa“ var forsíðufyr- irsögn II Maniíesto, gamla komm- únistablaðsins, daginn eftir að stjórnarskipunin lá fyrir og vísaði til þriggja ráðherra Endurreista kristdemókrataflokksins, Udr, sem er ein nokkurra birtingarmynda hins gamla og forðum alvolduga flokks. Leiðtogi hinna endurreistu, Francesco Cossiga, situr ekki í stjórn, en það gera þrír flokks- menn hans. Cossiga er sannarlega maður með fortíð. Hann var innanríkis- ráðherra 1978 þegar Aldo Moro forsætisráðherra var rænt og hann síðan myrtur. Þó nokkrir rauðhðar hafi verið dæmdir fyrir morðið dettur engum Itala í hug að öll kurl séu komin til grafar og fjölskylda Moros álítur að samflokksmenn Moros í hópi kristilegra demókrata beri ábyrgðina á morðinu. Cossiga neyddist til að segja af sér þá, en hann var kosinn forseti 1985 og ræddi á þeim árum svo mikið við fjölmiðla að landsmenn hans spurðu sig oft hvort hann væri al- veg með öllum mjalla. Stjómarþátttaka flokksins þykir tímanna tákn, því það var löngum yfirlýst stefna og hornsteinn áhrifa gömlu kristilegu demókratanna að halda kommúnistum frá völdum á ítahu. Það er þessi þátttaka arf- taka gamla flokksveldisins, sem veldur ugg ýmissa, sem vonast til að Itölum takist á sannfærandi hátt að hrista af sér spillta fortíð stjómmálaaflanna. Sumir þykjast sjá að markmið Cossiga sé að tryggja Berlusconi saklausan, svo hann þurfi ekki lengur að standa í stjórnmálaskaki til að komast und- an spilhngarkæram. Þar með myndast glufa á hægri vængnum, sem Cossiga gæti ætlað sér að fylla, því sem stendur er hægri- vængurinn höfuðlaus her því Berlusconi fyllir sæti, en hefur lítið vægi. Kuflar og klækir En það er ekki hægt að fjalla um hið pólitíska andrúmsloft á Ítalíu án þess að gjóta augum í páfagarð. Jóhannes Páll páfi II gengur öllu jöfnu undir sínu pólska nafni í ítölskum fjölmiðlum, Karol Wotjyla. í vikunni fór hann í þriðja skipti á tuttugu ára páfaferli sínum í heimsókn í forsetahöllina, þar sem Oscar Luigi Scalfaro tók á móti honum. Þar tók hann í hönd guðleysingjans D’Alema, hálf-guð- leysingjans Veltroni og kaþólikk- anna Prodi og Cossiga. I augum Norðurlandabúa eru trúmál kannski einkamál, en í ítölskum stjórnmálum er trúarskoðun leið- toganna jafn yfirlýst og stjórn- málaskoðun þeirra. Það var sér- staklega tekið eftir að Wotjyla óskaði D’Alema alls góðs í áfram- haldandi starfi sínu og það var út- lagt sem varfærin velþóknun á þessum fyrrum kommúnista. En það var ekki síður tekið eftir orðum hins trúaða Scalfaros, sem ekki hikaði við að undirstrika að ríkið væri leikt, ekki lært og taka fram að stjómmálin tilheyrðu rík- inu og stjómmálamönnunum. Páf- inn lét sér nægja að svara að hann væri með hugann hjá Itölum, sem nú lifðu erfiða tíma. Að mati ítalska blaðsins La Repubblica varði hinn kaþólski forseti með orðum sínum þá ákvörðun að fela fyrram komm- únista völdin og varði um leið ríkið gegn innrás kaþólskra afla, sem leynt og ljóst hafa gagnrýnt valda- töku D’Alema. Slíkar árásir hefur til dæmis mátt lesa daglega í L’Osservatore romano, blaði páfagarðs. „Páfinn er mesti meinfugl í ítölskum stjómmálum," segir Rómverji nokkur, þegar áhrif páfans berast í tal og undir það taka margir ítalir, sem ekki er gefið um stöðugar til- raunir páfagarðs til að ráða ráðum ítala. Orð Scalfaros hafa glumið alla vikuna og verið efni í fjölmarg- ar útleggingar. Auðvitað gleymdist ekki að nefna að forsetahöllin, Quirinale, er fyrram páfahöll eins og flestar glæsibyggingar Rómar. Væntingar og vonir um stöðugleika Nú í upphafi nýrrar stjómar era góðar vonir bundnar við stöðug- leika hennar. Er D’Alema kynnti þinginu stefnu sína í hreinskilinni ræðu með mun einfaldara orðalagi en tíðkast í orðskrýfðri ítaiskri stjómmálaumræðu lagði hann áherslu á áframhaldandi einkavæð- ingu og ýjaði að uppskurði félags- kerfisins, sem er Itölum þungur baggi. í lokin lofaði hinn raunsæi D’Alema að breitt litróf stjómar sinnar ti-yggði áframhaldandi nálg- un vinstriaflanna og hins kaþólska heims. D’Alema lofar stjómarskrár- breytingum, sem miða eiga að því að kjósa valdamikinn forseta beinni kosningu, en slíkar áætlanir vann hann meðal annars með Berlusconi, sem stökk frá öllu. Margir álíta að engar grandvallar- breytingar verði fyrr en með nýrri og róttækri stjóraarskrá. En eins og alltaf í ítölskum stjórnmálum er spumingin hvort nýjungamar verða nýjar, eða hvort breyting- arnar verða gerðar til að tryggja að ekkert breytist.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.