Morgunblaðið - 25.10.1998, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 25.10.1998, Qupperneq 20
20 SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Afkomendur Vilhjálms Stefánssonar mannfræðings og landkönnuðar ÍSLENSKUM INÚÍTUM ALEX St efánsson á yngri ánun í hópi félaga. I norðvesturhluta Kanada búa inúítar af íslensku bergi brotnir. Þetta eru afkomendur Alex Stefánssonar, sonar Vil- hjálms Stefánssonar mannfræðings og landkönnuðar, og Fanníar Pannigablúk saumakonu af ættum Inúpíaka. Gfeli Pálsson forvitnaðist um líf þessa fólks í ferð sinni til Bresku Kólumbíu á dögun- um. Meðal annars ræddi hann við dóttur- dóttur Alex, Katrínu. YRIR nokkru {10. maí sl.) ritaði ég grein í Morgunblaðið („Leyndarmál Vil- hjálms: Alex saga Ste£ánssonar“) um Vilhjálm Stefánsson, son hans Alex og barnsmóður, Fanní Pannigablúk, saumakonu af ættum Inúpíaka í norðvesturhéruðum Kanada, Frarn kom að Vilhjálmur hefði þagað um son sinn, bæði í dagbókum sínum frá þeim leiðangri þegar kynni takast með honum og Fannie {svokölluðum „öðrum leiðangri" 1908-1912) og í prentuðum ritum sínum. Hins vegar væru sterkar vís- bendingar um náin tengsl Vilhjálms og Fanníar (bæði í sendibréfum vina Vilhjálms að honum látnum og eins á milli lína í dagbókum Vil- hjálms sjálfs), altalað hefði verið á norðurslóðum Kanada að Alex væri sonur hans, þeir hefðu verið fizrðu líkir og sumir hefðu raunar haldið því fram (m.a. dóttír Alex, Georgína Stefánsson) að Fanm' og Vilhjálmur hefðu verið hjón samkvæmt siðum inúíta. Leidd voru rök að því að nokkrar ástæður hefðu verið fyrir þögn Vílhjálms um inúítafjölskyldu sína, persónulegar, sögulegar og | menningarlegar. | Áðumefnd grein mín um sam- i skipti Vilhjálms og inúíta var að mestu leyti byggð á engilsaxnesk- um rituðum heimfldum og viðtölum við bandaríska samferðamenn Vil- } hjálms. En hver voru sjónarmið inúíta? Hvemig skyldu afkomendur hans, fjölskylda Fanníar, hafa túlk- að tengslin við Vflhjáhn og þögn hans um inúítafjölskylduna eftir að hann hvarf af vettvangi? I stuttri ferð minni til Vancouver fyrrihluta októbermánaðar tókst mér, fyrir röð tflvfljana og milligöngu hjálp- samra Vestur-Islendinga, að hafa uppi á nokkrum ættingjum Vil- hjálms vestra, nu. einum beinum afkomanda Vilhjálms, Katrínu Tochor Unalín háskólanema. Eg greip feginn tækifærið sem hér gafst tfl að spyrjast fyrir um líf hennar og fjölskyldu, hugmyndir þeirra um Vilhjálm og samskiptí inúítafjölskyldunnar og írændfólks í hópi Vestur-íslendinga. Katrínar saga Tochor Unalín Við Katrín komum okkur fyrir á kyrrlátu kaffihúsi í miðri Vancou- ver, segjum örlítil deili á okkur sjálfizm og losum xun málbeinið. Og ég set segulbandið í gang, líkt og Umbi forðum í Kristnihaldi Hall- dórs Laxness, sem sendur var undir Jökul til að rannsaka söfnuð. Katrín er af flestum sem tíl henn- ar þekkja kölluð „Kate“, en hún var skírð Katrín Tochor Unalín. Inúítar hafa sjaldan ættarnöfn en oft er þeim gefið nafn náins ættíngja eða fjölskylduvinar. „Unalín" nafii Katrínar er í höfuðið á konu frá Inu- vik. Móðir Katrínar er Georgína Stefánsson, sonardóttir Vilhjálms Stefánssonar. Faðir hennar, Jerome Tochor, sem er af tékkneskum ætt- um, kynntist Georginu þegar hann vann sem tæknifræðingur í Inuvik. Katrín er 29 ára, elst þriggja systra, eilítið pönkuð, með hringa þrædda í augabrún og eyra og skær- bláan úða í hárinu. Hún er athugul og fjörmikfl, á auðvelt með að segja frá og hefur margt reynt um dag- ana. Sautján ára fór hún að heiman „til að losna undan húsaga“ og mán- uðum saman ferðaðist hún um víða í Mið-Ameríku og lærði spænsku. Hún hefur unnið ýmis störf á skrif- stofum og veitingahúsum. Katrín fluttí tíl Vaneouver fyrir tæpum ára- tug og býr þar nú með breskum manni, sem hún kynntíst fyrir nokkrum árum þegar hún vann sem þjónustustúlka á veitingahúsL Móðir Katrinar, Georgína, ólst upp í Inuvik í norðvesturhéruðum Kanada. Foreldrar hennar, Alex og Mabel, eignuðust sjö böm en misstu eitt. Oft voru þau Alex og Mabel mánuðum saman á ferðum á túndrunni við McKenzie-fljótið, að veiða fisk og eltast rið veiðidýr með byssu og gildrur. Þess á milli komu þau tfl Inuvik þar sem bömin vom í umsjá annarra á meðan þau voru í burtu. Stundum skvettu foreldrarair hressilega í sig þegar þau komu tíl byggða, lúin eftir langa fjarv'em. Fyrstu árin bjó Katrín með fjöl- skyldu sinni í samfélagi inúíta í Inu- vik, en foreldrar hennar ákváðu fljótlega að flytjast með dætumar suður á sléttumar svo að þær „ættu fleiri kosta völ en að verka skinn“. Foreldrar hennar skildu fyrir skömmu Katrín segir þær systur „flinkar með tölur“ og allar hafi þær gengið menntaveginn; ein er hagfræðingur, önnur verkfræðingur og sjálf leggur hún stund á haffræði og lífíræði, eftir nokkurra ára hlé á námi. Katrin gerir ráð fyrir að útskrifast frá Háskóla Bresku Kólumbíu og hún vonast tfl að vinna við rann- sóknir í framtíðinnL Háskólamennt- un kunni að gefa henni tækifæri tfl að ferðast og starfa erlendis. Beiskja barnabarnanna Bamaböm Vilhjálms vom bitur vegna afskiptaleysis Vilhjálms afa síns. I Inuvik vissu allir um faðemi Alex, afa Katrínar, en af Vflhjálms hálfu og hans fjölskyldu var „alls ekki um neina viðurkenningu að ræða“ og lengi vel gætti töluverðrar beiskju og reiði meðal inúítanna vegna þessa. Móðir Katrínar bar af- ar mikla virðingu fyrir landkönnuð- inum fræga þegar hún var ungling- ur, skrifaði um þennan afa sinn í tímarit og ortí um hann Ijóð. Ein- hverju sinni skrifaði hún honum persónulegt bréf, en fékk ekkert svar sem henni þóttí mjög miður. Katrín segist ekki vita mikið um Whjálm langafa sinn, annað en það ,,aö langamma hennar hafi annast hann á ferðum hans og hann hafi skrifað einhverjar bækur“. Fjöi- skyldan hafi ekki sagt sér mikið rnn bann eða yfirleitt haft mörg orð um hann, „sennflega vegna þess að hann hafi ekki gengist við syni sín- um“. Stundum hafi fólk við háskól- ann í Vancouver, sem eitthvað þekkir til starfa Vflhjálms og verka, sagt við hana: „Svo hann var langafi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.