Morgunblaðið - 25.10.1998, Síða 31

Morgunblaðið - 25.10.1998, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998 31 „Einu sinni hringdi fastur við- skiptavinur hing- að um klukkan eitt á föstudegi og sagðist verða með kokkteilboð fyrir 400 manns seinnipartinn þann sama dag,“ segir Brynjar. Maturinn var til- búinn og kominn á staðinn klukkan^ fjögur og þó var nóg að gera fyrir. hafa þau innréttað sérstakt her- bergi þar sem viðskiptavinum er boðið til skrafs og ráðagerða og þeim sýndur borðbúnaður og hug- myndir að skipulagningu veislunn- ar, allt frá mat og þjónustu til þess hvemig lagt er á borðin. „Það er sama hvort við skipuleggjum veislu fyrir tvo eða þúsund, allir fá sömu þjónustuna. Einu sinni héld- um við 12 fúndi með viðskiptavini til að undirbúa brúðkaupsveislu,“ segir hann og dregur ekki dul á að þessi persónulegu samskipti við viðskiptavinina séu ekld síst það sem gefi vinnunni gildi. Eitt sinn fékk fastur viðskipta- vinur hann til að færa eiginmanni sínum morgunverð í rúmið eldsnemma morguns. Eiginmaður- inn átti afmæli og þótti Brynjari það ánægjunnar virði að vakna klukkan 5 um morguninn, útbúa árbítinn og banka svo upp á hjá af- mælisbaminu klukkan 6. „Sam- skiptin við fólláð eru mjög gef- andi,“ segir hann og bætir við að leiðin að hjarta mannsins sé svo sannarlega í gegninn magann. Og hann nefnir líka að erlendir við- skiptavinir og Islendingar búsettir á erlendri grundu séu duglegir að senda þeim bréf að veislunni af- staðinni. Slíkar kveðjur séu mikils virði og hjálpi þeim að meta þjón- ustuna og mæta kröfúm viðskipta- vina. „Maður lærir svo mikið af þeim,“ segir hann. íslendingar, sem búa hér heima, eru hljóðari en hann telur að þeir hafi margt til málanna að leggja einnig enda séu þeir orðnir mjög vel að sér um mat og matarmenningu. f mat með viðskiptavinunum - En hvemig farið þið að því að halda föstum viðskiptavinum, þeim sem borða hjá ykkur daglega, ánægðum? „Pótt þessi þáttur í rekstri fyrir- tækisins sé ódýrastur er hann langerfiðastur,“ segir Brynjar. Guðbjörg Elsa tekur undir og seg- ir galdurinn felast í því að hafa matseðilinn nógu fjölbreyttan. Þau láta þó ekki þar við sitja heldur fara Brynjar og aðrir kokkar fyrir- tækisins reglulega í heimsóknir til viðskiptavinaxma, setjast til borðs með þeim og ræða um matinn og þjónustuna, hvað er vel gert og hvað má gera betur. Þetta segja þau að sé afar mikilvægt auk þess sem með þessu móti skapist þessi persónulegu tengsl sem þau hafa gert að aðalsmerki sínu. FRETTIR Hlffdarefni undir borðdúka Uppsetningabúðin Hverfisgötu 74, sími 552 5270. FACETTE hönnun er nú í fyrsta skipti haldin sem Facette fata- hönnun og skóhönnun. Keppnin er nú haldin fjórða árið í röð og hefur hún vaxið mjög á þessum árum. Kynning verður áfram með svipuðu sniði og mun Facette hópurinn fara í flesta stærstu framhaldsskólana á Reykjavíkur- svæðinu og á Akureyri til að kynna keppnina og skemmta nemendum, segir í fréttatilkynn- ingu. Verðlaun fyrir fatahönnun að þessu sinni eru: 1. sæti Husqvama 550 Quilting saumavél að verðmæti 88.600 kr., 2. sæti út- tekt í Vogue, 30.000 kr., 3. sæti úttekt í Vogue, 20.000 kr. Sérstök Samkeppni í fata- og skóhönnun verðlaun verða veitt fyrir flík sem hægt er að vinna frekar til fram- leiðslu. Flíkin verður svo útfærð af hönnuði í samvinnu við Kókó og Kjallarann, framleidd og boðin til sölu undir nafni höfundar. Vinningshafí hlýtur Husqvama 550 Quilting saumavél að verð- mæti 88.600 kr. og úttekt í Vogue, 30.000 kr. Verðlaun fyrir skóhönnun em: 1. sæti ferð til Portúgals í verk- smiðju X-18 þar sem vinningshafi vinnur áfram með sína hönnun í verksmiðju til framleiðslu. Hönn- unin fer svo á markað undir nafni hönnuðar. 2. sæti úttekt úr Kjall- aranum, 10.000 kr., og 3. sæti út- tekt úr Bossanova, 10.000 kr. Reglur „Þátttakendur skulu vera á aldrinum 16-30 ára og hafa ekki útskrifast sem fagfólk í viðkom- andi grein eða haft viðkomandi grein að atvinnu. Þátttakendur skulu skila teikningum eða tilbú- inni flík í verslanir Vouge, Völu- stein eða til einhvers umboðsaðila Husqvama um land allt. Skila- frestur er til 1. desember 1998. Skýringar skulu fylgja og skal umsóknareyðublað vera í lokuðu umslagi merkt dulnefni. Gæta þarf þess að skýringarnar séu einungis merktar með dulnefni. Dómnefnd skal tilkynna um þátt- takendur í úrslitakeppni Facette fyrir 8. desember 1998. Úrslita- keppnin verður á Broadway föstudaginn 8. janúar 1999,“ segir ennfremur í tilkynningu. n Upplýsingastefna FÖSTUDAGIWN 13. NÓVEMBER 1998 09.00 - 17.45: Grand Hótel Reykjavík 20.00 - 03.00: Veitingahúsið Perlan ÖskjuhlÍð Arðsemi sjóða og fyrirtækja í NÝJU alþjóðlegu umhverfi Fjórtán fyrirlestrar helstu sérfræðinga Kaupþings hf., fyrirspurnir og umræður Hlutverk fjármálafyrirtækja í næstu framtíð. Fjárfestingar sjóða í tjósi breyttra aðstæðna á alþjóðlegum mörkuðum. Gjaldeyrisvilnanir og stýring gengisáhættu. Lífeyrissjóðir: Umframeignir og réttindabreytingar. Nýting afleiða við stýringu verðbréfasafna. Hvers vegna eru V/H hlutfölt ónothæf til virðismats á fyrirtækjum? Samsetning og stýring skulda í ertendum gjaldmiðlum. Verðlagning á fslenskum skuldabréfamarkaði. Gengisvamir við fjárfestingu í erlendum myntum. - Sköpun verðmæta með breytingum í fjármagnsskiputagi. Skynsamlegar leiðir við uppbyggingu eignasafna. Nýjungar f fjármálastjórnun fyrirtækja. Sameiningar og yfirtökur á íslenskum htutabréfama Upplýsingatækni í nútímafyrirtækjum. ■«#11181115 #í *v-«r. /SS/íístK Sm_____I Kvöldskemmtun ársins í Perlun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.