Morgunblaðið - 25.10.1998, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998 39
Ur dagbók fisksalans
ÞEIR eru orðnir nokkuð margir
landarnir sem stundað hafa físk-
sölustörf hérna í henni Ameríku.
Ekki veit ég annað en að flestir
hafí unað glaðir við sitt og meira
að segja sumir komist sæmilega
af. Þeir eru náttúrlega heppnir að
koma frá landi, þar sem físksölu-
starf er álitið þokkalega virðuleg
atvinna hjá þjóð, sem meira og
minna hefur lifað af fiski í gegn-
um áranna tíð. Samt verður að
viðurkenna, að á seinni árum eru
tölvufærðingar, og upp á það síð-
asta, erfðafræðingar farnir að
skyggja eitthvað á fisksöluljó-
mann hjá okkur, ræflunum.
Bankastjórar ógnuðu um tíma, en
nú hefir þeirra dýi-ð allmikið
dvínað og skilst mér, að það sé
eitthvað út af laxveiðum, en ég er
ekki alveg viss um það. Alla vega
mjög skrítið mál.
Sumir útlendinganna, sem hér
starfa í fiski, eru ekki alveg eins
ánægðir og öruggir með sig og Is-
landsmennimir. Þeir eru í þessu
bara fyrir peninginn, en hafa
enga háleita hugsjón og trú-
boðsviðleitni, eins og fisksölu-
menn af Fróni. Englendingur,
sem hér hefir unnið við fisksölu í
áratugi, segist oft næstum læðast
með veggjum, þegar hann fer í
heimsóknir til ættlandsins. Hann
kveðst reyna að komast hjá því að
segja fólki, hvað hann starfi í Am-
eríku. Segir hann landa sína líta
heldur niður á störf í fiskiðnaði.
Þegar fisksalar hittast, rifja
þeir oft upp gamla daga og
skemmtilega atburði liðins tíma.
Um daginn var ég á kaupstefnu
og hitti þá starfsbróður, sem ég
hafði ekki séð lengi. Meðal annars
spurði ég hann, hvort sameigin-
legur kunningi, kappinn Eugene
Talloway, væri kominn úr steinin-
um. Félagi minn sagði, að svo
væri, en ekki vissi hann neitt
meira um hagi þessa ævintýra-
manns. Eftir samtalið fór ég að
rifja hinn furðulega feril Evgení-
usar Tólgarvegs, sem ég kallaði
hann á okkar kæra móðurmáli.
Þegar ég kynntist honum fyrst,
var hann búinn að stofna eigið fyr-
irtæki, sem sérhæfði sig í að út-
vega fiskafurðir fyrir keðju sjáv-
arrétta-veitingahúsa í Flórída.
Hann var um 35 ára gamall, lág-
vaxinn en knálegur, andlitsfríður
og frekar hæglátur maður. Hafði
hann í mesta lagi gagnfræða-
menntun, hafandi komið írá New
Jersey til að leita hamingjunnar í
sólar ríkinu. Fékk hann vinnu sem
vörubflstjóri hjá fiskheildsala í
Tampa, og var þar með kominn á
sína réttu hillu í lífinu. Vann hann
sig svo upp á við í nokkur ár og
lærði um tögl og hagldir í fiskmál-
um, en stofnaði svo eigið fyrir-
tæki, eins og áður var sagt.
Við hófum við hann viðskipti og
Þórir S. Gröndal
innan tíðar var hann farinn að
kaupa mikið magn af humri; sem
áður hafði verið seldur til Italíu.
Voni þetta ógamdregnir halar og
borgaði hann allmiklu hærra verð
en fengist hafði frá ítölskum.
Skrapp ég með Evgeníus til Is-
lands í stutta ferð til að heimsækja
frystihús og athuga með nýjar af-
urðir. Síðasta kvöldið á Fróni fór-
um við á vinsælasta veitingahúsið í
bænum til að sýna honum
skemmtanalíf borgarinnar.
Þegar við gegnum í salinn,
vakti Ameríkaninn strax athygli,
enda skar hann sig úr öðrum
gestum að því er klæðaburð
snerti. Hann var í drifhvítum
brókum og vínrauðum jakka með
logagylltum hnöppum. Silkiskyrt-
an var opin í hálsinn og reyndar
ofan á maga, og á loðinni bring-
unni skartaði ekta spænskur gull-
dúkat í þungri keðju. Þegar líða
tók á kvöldið, fóru margar ungar
fósturlandsins freyjur að gefa
honum alvarlegt auga. Svo fóru
þær að koma að borðinu og bjóða
honum upp í dans. Undir lokin
bar ein gyðjan fram þá bón, án
þess að hvísla, að hann gerði sér
barn! Ekki vildi ég hlusta á meira
og gekk á brott. Þegar ég kom
aftur, voru þau horfin.
A næstu árum brosti gæfan við
Evgeníusi og hinn margumtalaði
ameríski draumur rættist hjá hon-
um. Alþjóða stórfyrirtæki keypti
veitingahúsakeðjuna og hún
gleypti svo aftur hans litla fyrir-
tæki. Sagt var að hann hefði fengið
milli tvær og þrjár milljónir dollara
í lommen. Vörubflstjórinn var orð-
inn milli! Hann samdi líka um það
að hann veitti fyrirtækinu forstöðu
í ein tvö eða þijú ár. Héldum við
áffam að gera góð viðskipti.
Það var um þetta leyti, sem
hann hringdi í mig og tjáði mér,
að hann hefði skilið við eiginkonu
númer þrjú og ætlaði innan tíðar
að gifta sig aftur. Hann ætlaði að
láta taka húsið í gegn og sér í lagi
svefnherbergið. Sagðist hann
hafa fengið fína hugmynd í ferð
sinni til Islands. Bað hann mig að
útvega 50 hvítar lambsgærur.
Hafði hann fundið feldskera, sem
ætlaði að sauma risa gæruábreiðu
á svefnherbergisgólfið.
Herbergið væri um 20 fermetr-
ar og hjónarúmið, af stærstu gerð
auðvitað, fellt í gólfið, þ.e. það væri
eins og gryfja í miðju herberginu.
Frægur hýbýlafræðingur hafði
hannað þessar breytingar. Lagður
yrði parketgangstígur meðfram
veggjum og inn í snyrti- og bún-
ingsklefana. Loftið yrði þakið með
reyklituðum speglum. Skjanna-
hvítu gærumar af saklausu
lömbunum af Fróni ættu svo að
mynda gólfábreiðuna sem þekja
myndi allan annan gólfflöt. Skorið
yrði úr fyrir „rúmteppinu“ og yrði
það fóðrað með rauðu silki.
Var ég skiljanlega mjög upp-
veðraður yfir því trausti, sem
þessi fyriverandi vörubflstjóri
sýndi mér. Einnig var ég dolfall-
inn yfir hugmyndaflugi hans og
hinu næma fegurðarskyni sem
hér hafði opinberast öllum að
óvörum. Fannst mér íslenzkum
landbúnaði og reyndar allrí þjóð-
inni sýnd virðing með því að fara
þess á leit að íslenzkar gærur
yrðu staðsettai’ í musteri þessu
eður ástarhofi. Giftingin fór fram
og frétti ég ekki meira um atburð-
ina í þessu einstaka svefnherbergi
og var það kannske eins vel.
Skömmu seinna rann svo út
samningur Evgeníusar við veit-
ingahúsakeðjuna og leiðir okkar
skildu. Hann var samt ekki af
baki dottinn, því skömmu seinna
opnaði hann stórt veitingahús,
sem annálað var í Tampa um
nokkurt skeið. Var hann talinn
moka inn peningunum. En Adam
var ekki í Paradís nema nokkur
ár, því þá dvínaði aðsóknin og tók
nú við taprekstur, sem endaði
með gjaldþroti. Fóru nú erfiðir
tímar í hönd hjá hetjunni okkar.
Ekki löngu seinna bárust þau
voveiflegu tíðindi að Evgeníus
Tólgarvegur hefði fallið fyrir borð
á snekkju sinni og hefði bæði
drukknað og dáið. Hann hafði far-
ið í siglingu með konu númer
fimm, sem ég reikna með að velt
hafi sér á gærunum góðu, og ein-
hverjum manni. Skýrslur voru
teknar og fóru fram miklar yfir-
heyrslur, því kappinn var líf-
tryggður fyrir eina og hálfa millj-
ón dollara. Loks var úrskurðað að
um væri að ræða eðlilegt slys og
mátti tryggingafélagið gi'eiða eig-
inkonu hans peningana.
Ari seinna var hann svo hand-
tekinn í Toronto og voru þar að
verki leynilögreglumenn trygg-
ingafélagsins, sem aldrei höfðu al-
mennilega trúað slysasögunni.
Höfðu þeir grun um það að
drukknunin hefði verið sett á svið
í auðgunarskyni. Var Evgeníus
framseldur til Flórída og lenti í
fangelsi í ein 10 ár. Ekkert meira
veit ég um málið nema það, að
hann muni hafa verið látinn laus
úr prísundinni eins og áður var
sagt. Viðurkennt skal, að lengi vel
langaði mig til að sjá svefnher-
bergið góða með gæruteppinu, en
aldrei varð úr því.
Antik- og teppauppboð þriðjudaginn 27. október kl. 20.30.
Handunnin persnesk teppi Húsgögn - Tiffany’s- lampar - Postulín
] Sýning uppboðsmuna í dag kl. 14-17, mánudag kl. 10-18 og þriðjudag kl. 10-16. Nú er tækifæri til að kaupa glæsileg teppi á hagstæðu verði. x Ath.: Erum að taka á móti veíum,fyrir n?eta \á malverkauppboð. I W Síðumúla 34, sími 581 1000.
Karin Herzog
••• vinna á öldrunareinkenniun '—'
••• enduruppbyggja húðina
••• vinna á appelsínuhúð og sliti
••• vinna á unglingabóluin
••• viðhalda ferskleika húðarinnar
• Þœr eruferskir vindar í umhirdu húðar •
SÖLUSTAÐIR:
World Class — Reykjavík og Akureyri
Sigurboginn — Laugavegi
Verslunin Sautján — Laugavegi
Sandra — Smáratorgi
Snyrtihöllin — Garðatorgi
Neglur og fegurð — Eiðistorgi
Breiðholtsapótek — Mjódd
Engihjalla Apótek — Kópavogi
Garðsapótek — Sogavegi
Grafarvogsapótek — Hverafold
Hafnarfjarðarapótek — Hafnarfirði
Háaleitisapótek — Háaleitisbraut
Holtsapótek — Glæsibæ
Hraunbergsapótek — Breiðholti
Hringbrautarapótek — Hringbraut
Ingólfsapótek — Kringlunni
Laugavegsapótek — Laugavegí
Reykjavíkur Apótek — Austurstræti
Rima Apótek — Grafarvogi
Apótekið Iðufelli — Breiðholti
Apótekið Smiðjuvegi — Kópavogi
Apótekið Suðurströnd — Seltjarnamesi
Snyrti- og nuddstofan Paradís
Heilsa og fegurð — Síðumúla 34
Englakroppar — Stórhöfða 17
Sól og sæla — Fjarðargötu 11
Þitt mál — Heilsustúdíó — Garðatorgi
Akranesapótek — Akranesi
Borgarnesapótek — Borgarnesi
Apótek Vestmannaeyja — Vestmannaeyjum
Hveragerðisapótek — Hveragerði
Keflavíkurapótek — Keflavík
Apótek Ólafsvíkur — Ólafsvík
Sauðárkróksapótek — Sauðárkróki
Selfossapótek — Kjarnanum — Selfossi
Skokkið — heilsurækt — Húsavík
Hjá Eygló — Fáskrúðsfirði
Dreifing: Solvin, box 9184,129 Reykjavík, sfmi 899 2947