Morgunblaðið - 25.10.1998, Síða 64

Morgunblaðið - 25.10.1998, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Foreldravakt veitir aðhald Utivistartímar betur virtir UNGLINGAR undir 16 ára, sem ráfa stefnulaust um aðfaranætur laugardaga og sunnudaga, eru nán- ast horfnir af götum þeirra hverfa og bæja þar sem foreldravakt hefur verið tekin upp. Hópamyndanir þessa aldursflokks á götunum eru einnig svo til úr sögunni. Svo virðist sem aðhald foreldranna hafi einnig áhrif til góðs á útivistartíma yngri hópa. Þetta er niðurstaða þeirra lög- reglumanna og foreldra sem Morg- unblaðið ræddi við. Sums staðar hefur foreldravaktin ' **mætt þar sem dansleikir eru haldnir, hvort sem er á vegum framhalds- skóla eða annarra. Hefur viðvera þeirra orðið til þess að ungiingar, sem ekki eiga erindi á dansleikina hafa hætt að rangla um fyrir utan danshúsin. Vakt við áfengisútsölu Einnig eru dæmi um að lögreglan hafi gripið til sérstakra ráðstafana eins og á Isafirði, þar sem sett var upp lögregluvakt við áfengisútsöluna ^'fvTÍr dansleik. „Þetta var áhrifaríkt og fældi ákveðinn hóp frá. Við gerð- um þetta í samvinnu við áfengisút- söluna og munum halda því áfram öðru hvoru,“ sagði Önundur Jóns- son, yfirlögregluþjónn á ísafirði. Á Selfossi hefur lögreglan haft samvinnu við nemendafélag Fjöl- brautaskóla Suðurlands fyrfr dans- leiki undanfarin 2-3 ár. Þar er rætt um hvernig gæslu verði háttað, hvað sé liðið og hvað ekki. Einnig hafa óeinkennisklæddir lögreglumenn mætt á dansleikina. Frumkvæðið að foreldravöktunum hefur að jafnaði komið frá foreldrum grunnskólabarna. Starfa þeir í ná- inni samvinnu við lögreglu á staðn- um og jafnvel félagsmálayfirvöld. Foreldrai-nfr hittast á lögreglustöð- inni að kvöldi þar sem þeir fá endur- skinsvesti og jafnvel GSM-síma. Síð- an ganga þeir um hverfin og láta lög- regluna vita verði þeir varir við börn undir lögaldri, slagsmál eða aðrar uppákomur. Að nokkrum klukku- stundum liðnum mæta foreldramir aftur á lögreglustöðina þar sem þeir gefa skýrslu. ■ Aðhald skiptir/26-27 Evrópureglur um merkingu á mat Morgunblaðið/Þorkell Rörbútur sem rúmar Þjórsá STÁLSMIÐJAN hefur undanfar- ið unnið að smíði inntaksrörs fyr- ir Sultartangavirkjun. Rörið er engin smásmíði, um 6,5 m í þver- mál, enda þarf það að rúma rennsli Þjórsár í heild sinni, en hún mun fara í gegnum rörið. Smíði rörsins hófst í byrjun ágúst og verða síðustu handtökin unnin um helgina. Aðfaranótt mánu- dags verður rörið svo flutt upp að Sultartanga og verður það vandasamt verk, að sögn Krist- jáns Andréssonar, verkstjóra í plötusmiðju. Helsti vandinn felst í því að komast með rörið út af höfuðborgarsvæðinu þar sem fjöldi göngubrúa, sem hærri far- artæki en Ijórir metrar komast ekki undir, hefur undanfarið ver- ið reistur yfir helstu vegi. Því þarf að fara töluverða krókaleið í fylgd með lögreglu til að komast út af höfuðborgarsvæðinu með rörið. Starfsmenn í Stálsmiðjunni unnu í gær hörðum höndum við að ganga frá stálrörinu. Sölu hætt hjá Sölu varnarliðseigna UMSÝSLUSTOFNUN varnarmála, sem betur er þekkt undir nafninu Sala varnarliðseigna, hefur hætt sölu á matvörum vegna gildistöku evrópskra reglna um merkingu mat- , væla. Sala varnarliðseigna seldi ýmsan pakkamat, sælgæti og kaffi frá Bandaríkjunum en hefur nú alfarið hætt þeirri sölu. Islenskum innflytj- endum á bandarískum vörum er stofnuninni en ella, þar sem miklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri hennar undanfarið. Þó sé engin vafi á að þessi breyting þrengi verulega að rekstrinum þar sem nú muni Sala varnarliðseigna ekki leng- ur geta tekið við varningi, sem varn- arliðið þurfi að losa sig við. Nú væri fyrirtækinu óheimilt að taka við vör- um, sem áður mátti selja hér. Fundur leiðtoga fslands, Færeyja og Grænlands í Reykjavík Rætt um hugsanlega aðild Færeyja að EFTA Morgunblaðið/Þorkell JONATHAN Motzfeldt, Davíð Oddsson og Anfiiin Kallsberg. Á FUNDI Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra, Jonathans Motzfeldts, formanns landstjómar Grænlands, og Anfinns Kallsbergs, lögmanns Færeyja, var m.a. rætt um þann möguleika að Færeyjar gengju inn í EFTÁ og gerðust þar með aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu. Færeyingar hafa áður rætt um hugsanlega aðOd að EFTA við Norðmenn. Færeyingar hafa fríverslunarsamn- ing við Evrópusambandið um flest allt nema viðskipti með fisk. Þeir þurfa því að finna samskiptum sínum við ESB framtíðarskipan. Málið er hins vegar talið flókið, bæði vegna sambands Færeyja við Danmörku og eins eru samningar um tollfrjáls- an innflutning á færeyskum fiski til ESB taldir viðkvæmir. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að meðal þess sem rætt hefði verið á fundinum hefði verið sam- starf landanna í Vestnorden, sam- starf í sjávarútvegsmálum, rann- sóknir á vistkerfi N-Atlantshafsins og umhverfismál. Hann sagði að á fundinum hefðu menn verið sam- mála um að bregðast þyrfti við áróðri þeirra sem berjast gegn fisk- veiðum. Motzfeldt sagði að okkar litlu sam- félög í N-Atlantshafi hefðu margvís- lega sérstöðu og það væri nauðsyn- legt fyrir þau að ræða um sameiginleg mál. Þau gætu með ýmsum hætti hjálpað hvert öðru við lausn mála. Hann sagði samstarf landanna í sjáv- arútvegs- og umhverfis- málum mjög mikilvægt, en þau gætu einnig haft hag af nánara samstarfi í ferðamannaþj ónustu. Hann nefndi einnig að Grænland og Færeyjar vildu styðja og taka þátt í 1000 ára afmæli ferðar Leifs Eiríkssonar til Vínlands. Kallsberg sagði að á fundinum hefðu verið lögð drög að samstarfi landanna sem yrðu útfærð nánar af öðrum ráðherrum landanna og emb- ættismönnum. Hann sagði samstarf landanna mikilvægt og enginn vafi léki á að saman gætu þau myndað sterka heild. Hann nefndi sérstak- lega samstarf í umhverfismálum og sagði að þar hefðu löndin mikilla hagsmuna að gæta. skylt að hlíta evrópskum reglum varðandi merkingu matvæla frá 1. maí sl., en heimilt var að selja mat- væli með eldri merkingum til 1. september. „Umhverfisráðuneytið gaf loka- frest til að selja vörur sem ekki voru merktar samkvæmt evrópskum stöðlum, til 1. september sl. Við höf- um nú tekið allar matvöi-ur úr sölu og viljum sýna gott fordæmi með því að fylgja tilskipuninni," segir Alfreð Þorsteinsson forstjóri Umsýslu- **stofnunar varnarmála. Að hans sögn kemur þessi breyting minna niður á Fannst látin hjá bflnum ÁGÚSTA Sigmundsdóttir, sem saknað hafði verið frá því á þriðjudag, fannst í gær- morgun skammt frá bíl sínum. Hún var látin. Umfangsmikil leit að henni var að hefjast þegar hún fannst. Bfll Ágústu fannst á föstu- dagsmorgun við.Meyjarsæti á Uxahryggjaleið skammt frá Ármannsfelli. Björgunarsveit- armenn og þyrla Landhelgis- gæslunnar leituðu hennar á föstudag fram í myrkur, en án árangurs. 'f*

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.