Morgunblaðið - 17.11.1998, Side 12

Morgunblaðið - 17.11.1998, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi Tveir nýir frambjóðend- ur meðal íjögnrra efstu Prófkjörsþátttaka jókst um 235% í Kópavogi ÁRNI M. Mathiesen þingmaður varð í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjaneskjör- dæmi; sem haldið var á laugardag. Auk Árna sóttust eftir fyi-sta sætinu Gunnar I. Birgisson, sem hafnaði í öðru sæti, og Sigríður Anna Þórðar- dóttir, sem hafnaði í því þriðja. Nokkuð afgerandi munur var á efstu þremur frambjóðendunum í baráttunni um efsta sætið. Árni fékk 4.532 atkvæði í það sæti, Gunnar 3.434 og Sigríður Anna 2.230. Hins vegar munaði aðeins 117 atkvæðum á Gunnari og Sigríði Önnu í baráttunni um annað sætið, en fyrirkomulagið er þannig að hverjum frambjóðanda teljast til tekna atkvæðin, sem hann fékk í viðkomandi sæti og sætin fyrir of- an. Þannig reiknast atkvæði, sem frambjóðandi fær í annað sæti, honum ekki til ávinnings í fyrsta sæti. Árni var í öðru sæti listans fyrir fjórum árum, en tekur nú sæti Ólafs G. Einarssonar, forseta Alþingis, sem ekki gefur kost á sér fyrir næsta kjörtímabil. Gunnar er odd- viti Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Kópavogs og hefur ekki verið í framboði til þings áður. Sigríður Anna var einnig í þriðja sæti listans í síðasta prófkjöri. Þorgerður K. Gunnarsdóttir, yfír- maður félagsmála- og dagskrár- gerðardeildar Ríkisútvarpsins, lenti í fjórða sæti listans og verða konur því í tveimur af fjórum efstu sætun- um í þingkosningunum 8. maí. Kristján Pálsson alþingismaður varð í fimmta sæti í prófkjörinu eins og fyi-ir fjórum árum. Árni Ragnar Ái-nason alþingismaður lenti í sjötta sæti, en var í því fjórða í síðasta prófkjöri. Sjálfstæðisflokkurinn kom fímm mönnum á þing í Reykja- neskjördæmi í síðustu þingkosning- um. Alls tóku ellefu frambjóðendur þátt í prófkjörinu. I 7. sæti varð Helga Guðrún Jónasdóttir, í því 8. Markús Möller, í 9. Jón Gunnars- son, í 10. Stefán Þ. Tómasson og 11. Hólmfríður Skarphéðinsdóttir. Þátttaka jókst um tæp 80% Jón Atli Kristjánsson, formaður yfírkjörstjórnar í prófkjörinu, sagði í gær að samtals hefðu 12.208 manns greitt atkvæði í því, en kjós- Morgunblaðið/Halldór FJÖLDI manns var við talningu atkvæða í Félagsheimili Kópavogs eft- ir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi á laugardag. Ekki veitti af því að þátttaka í prófkjörinu í Kópavogi jókst um 235% miðað við árið 1994. Niðurstöður prófkjörs 998 M Gild atkvæði 11.683 1. sæti 1.-2. sæti 1.-3. sæti 1.-4. sæti 1.- 5. sæti 1.- 6. sæti Samtals, 1.- 11. sæti Hlutfall % 1. Árni M. Matthiesen 4.532 8.219 70,4 2. Gunnar I. Birgisson 3.434 3.993 6.035 51,7 3. Sigríður Anna Þórðardóttir 2.230 3.876 5.077 8.090 69,2 4. Þorgerður K. Gunnarsdóttir 103 854 4.302 5.843 8.115 69,5 5. Kristján Pálsson 370 3.415 4.380 5.418 6.364 7.256 62,1 6. Árni R. Ámason 416 2.009 3.086 4.185 5.145 6.287 6.287 53,8 7. Helga Guðrún Jónasdóttir 37 357 1.096 2.164 4.348 5.949 5.949 50,9 8. Markús Möller 369 2.155 2.946 3.823 4.718 5.687 5.687 48,7 9. Jón Gunnarsson 73 511 1.084 3.019 3.908 5.076 5.076 43,4 10. Stéfán Þ. Tómasson 86 377 1.619 2.858 3.716 4.861 4.861 41,6 11. Hóimfríður Skarphéðinsdóttir 33 187 671 1.353 3.195 4.523 4.523 38,7 Árni M. Mathiesen Harðasta prófkjör sem ég hef verið í ÁRNI M. Mathiesen þingmaður mun leiða lista sjálfstæðismanna í næstu kosningum á Reykjanesi. Hann náði fyrsta sæti í prófkjöri flokksins á laugardag og sagði í gær að þetta væri harðasti prófkjörs- slagur, sem hann hefði tekið þátt í. „Eg er auðvitað ánægður með niðurstöðuna," sagði hann. „At- kvæðamagnið var meira en ég hafði þorað að vona og þátttakan í próf- kjönnu meiri en ég átti von á.“ Árni sagði að baráttan í prófkjör- inu hefði verið miklu harðari en hann ætti að venjast. „Þetta er harðasta prófkjör, sem ég hef verið í,“ sagði hann. „Þetta er þriðja prófkjörið á rúmum átta ár- um og í þetta skiptið var mesta aug- lýsingaflóðið og þátttakan. Á köflum var þetta eins og í alvöru kosninga- baráttu og það er út af fyrir sig já- kvætt því að þá kemst maður í sam- band við fleira fólk.“ Árni sagði að þrátt fyrir þessa hörku hefði prófkjörið ekki verið ómálefnalegt. „Það var hins vegar meiri gagn- rýni á verk þingmannanna en áður hefur verið,“ sagði hann. „Svo sner- ist baráttan náttúrulega um að velja forustumann og þeir einstaklingar, sem börðust um efstu sætin, voru sjálfir sem persónur svolítið í um- ræðunni. Ég er ekki að segja að það hafí verið óþægilegt, en þannig var það.“ Hann kvaðst líta svo á að þetta væri góður listi, enda hlyti listi, sem 12 þúsund manns hefðu valið, að vera sigurstranglegur og endur- spegla vilja fólksins. „Það urðu breytingar á listanum frá því sem áður var og ef menn eru í pólitík verða þeir að vera tilbúnir að taka niðurstöðunum," sagði hann. Þingmaðurinn kvaðst teija að störf sín á þingi hefðu ráðið úrslit- um. „Ég held að fólk hafí fundið það í kosningabaráttunni að ég hafði þekkingu á öllum sveitarfélögum kjördæmisins og yfirsýn yfír lands- málin og því fundist að ég gæti kom- ið skoðunum mínum og þess á fram- færi þannig að skilaði árangri," sagði hann. Ai-ni sagði að greinilega hefði komið fram í prófkjörinu að kjós- endur teldu að forustumaður Sjálf- stæðisflokksins í kjördæminu ætti að vera ráðherra ef flokkurinn væri á annað borð í ríkisstjóm. „Ég mun ekki hlaupa frá því,“ sagði hann. „Ég mun koma þessu sjónarmiði á framfæri, en verkefni númer eitt er að vinna kosningarnar og menn mega ekki gleyma sér í ráðherraumræðu.“ Svarið var stutt þegar Árni var spurður hvort hann hefði augastað á einhverju ákveðnu ráðuneyti: „Pálmi Jónsson sagði einhvern tíma að þeir, sem hefðu setið í fjárlaga- nefnd, gætu nánast tekist á við hvaða ráðuneyti sem er.“ Árni kvaðst í upphafi hafa haft áætlun um að verja 1,5 milljónum króna til kosningabaráttunnar, en hann hefði eitthvað farið fram úr því í lokin. „Þetta var dálítið mikið auglýs- ingaflóð, sem maður getur ekki látið rúlla yfír sig án þess að svara,“ sagði hann. „Ég fór reyndar seint af stað með auglýsingar og ég tel að mínar auglýsingar hafi verið birtar á rétt- um tíma.“ Gunnar I. Birgisson Fékk það næst besta GUNNAR I. Birgisson, oddviti í bæjarstjórn Kópavogs, hafnaði í öðru sæti í prófkjörinu, en bauð sig fram í það fyrsta. „Þetta leggst þokkalega í mig,“ sagði Gunnar í gær. „Ég fékk ekki sætið, sem ég óskaði eftir, en ég fékk það næst besta og er sáttur við það.“ Gunnar sagði að hann liti svo á að þessi úrslit sýndu að þátttakendur í prófkjörinu hefðu viljað breytingu á listanum. „Það sýnir bæði mín innkoma og Þorgerðar Gunnarsdóttur," sagði hann. „Ég held að menn hafi viljað sjá nýtt blóð þarna.“ Hann kvaðst sáttur við það hvern- ig listinn liti úr. „Það er gott jafn- vægi í honum miðað við hvar fram- bjóðendur búa í kjördæminu," sagði hann. „Og það er líka gott jafnvægi í honum miðað við kynjaskiptingu. Ég held að þetta sé mjög góður listi skipaður mjög hæfum einstakling- um og frambærilegum.“ Hann vildi rekja þennan árangur til starfa sinna í Kópavogi þar sem hann hefði verið oddviti meirihlut- ans í bæjarstjórn í átta ár. Hann nefndi að nú hefðu um 3.200 manns greitt atkvæði í prófkjörinu í Kópa- vogi, en tæplega 900 Kópavogsbúar hefðu tekið þátt í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins fyrir fjórum árum. Gunnar kvaðst vilja leggja höfuð- áherslu á baráttuna gegn fíkniefn- um. Á því máli þyrfti að taka, ekki bara tala um það. Síðan væru sam- göngumál þar sem hann setti á odd- inn að flýta framkvæmdum við Reykjanesbrautina. Einnig nefndi hann málefni aldraðra í kjördæm- inu, sem hefðu dregist aftur úr mið- að við önnur kjördæmi. „Síðan er ég áhugamaður um aðhald í ríkisfjár- málum,“ sagði hann. Gunnar sagði að hann hefði verið með áætlun um að verja tveimur til þremur milljónum ki'óna í kosninga- baráttuna fyrir prófkjörið og kostn- aðurinn hefði verið þar á milli. „Við fórum ekki fram úr áætluninni," sagði hann. „Þetta voru þeir pening- ar, sem við höfðum handanna á milli.“ endur Sjálfstæðisflokksins í síðustu þingkosningum hefðu verið 16.431 og 15.851 í þingkosningunum þar á undan. Hann sagði að 11.683 at- kvæði hefðu verið gild í prófkjörinu, ógildir seðlar 513 og auðir 12. Þátt- taka jókst um 79,5% frá prófkjöri flokksins í kjördæminu fyrir fjórum árum þegar alls greiddu atkvæði 6.364 og 5.936 atkvæði voru gild. Þátttaka í prófkjörinu árið 1990 var 7.548. Mest var aukningin í Kópa- vogi, þar sem 926 greiddu atkvæði árið 1994, en 3101 á laugardag. Það er tæplega 235% aukning. Prófkjörið var ekki bundið við flokksbundna sjálfstæðismenn fremur en fyrir fjórum árum. Þátt- takendur þurftu hins vegar allir að ski'ifa undir eftirfarandi yfirlýsingu: „Ég undh'ritaður eða undirrituð, fé- lagi eða stuðningsmaður Sjálfstæð- isflokksins, tek þátt í prófkjöri flokksins í Reykjaneskjördæmi, sem fram fer 14. nóvember 1998 vegna vals á framboðslista flokksins til Alþingiskosninganna 8. maí 1999.“ Tóku flokksmenn annarra flokka þátt í prófkjörinu? Jón Atli sagði að ekki væri hægt að útiloka að félagar í öðrum flokk- um tækju þátt í prófkjöri af þessu tagi. „I þjóðfélagi kunningsskaparins er ekki hægt að útloka að einhver hafí gert einhvei'jum vinargreiða," sagði hann. „En við viljum fyrst og fremst trúa því að þessi mikla þátt- taka hafi verið vegna þess að það var mikill áhugi. Frambjóðendur kynntu sjálfa sig og málefni sín vel og það skapaðist mikil og góð stemmning í kringum prófkjörið. Það myndaðist líka strax mikil bar- átta um fyrsta sætið og það var ljóst að þetta var spennandi. Allt þetta hjálpaðist að við að gera kosninga- þátttökuna svona mikla.“ Sigríður Anna Þórðardóttir Uni mjög vel niðurstöðum prófkjörsins SIGRÍÐUR Anna Þórðardótth' þingmaður varð í þriðja sæti í próf- kjörinu, en sóttist eftir því fyrsta. Hún kvaðst una þessari niðurstöðu vel eftir harða baráttu. „Ég er óskaplega glöð yfír því að þessu er lokið,“ sagði hún í gær. „Þetta hefur verið mjög hörð bar- átta. Ég sóttist eftir fyrsta sætinu. Það tókst ekki, en afar mjótt var á munum milli Gunnars Birgissonar og mín. Ég uni mjög vel niðurstöð- um prófkjörsins. Ég fæ mjög öflug- an stuðning. Heildaratkvæðamagn- ið, sem ég fékk, var um 8.100 og ég er mjög ánægð með þá útkomu." Sigríður Anna kvaðst einnig mjög ánægð með brautargengi kvenna í prófkjörinu, einkum Þor- gerðar K. Gunnarsdóttur, sem varð í fjórða sæti, en einnig Helgu Guð- rúnar Jónasdóttur, sem hefði náð sjöunda sætinu þótt hún hefði lítið auglýst. „Það er einnig ljóst að prófkjör, sem er jafn öflugt og þetta, eflir flokksstarfíð," sagði hún. „Þátttakan var gríðarleg, en því er ekki að leyna að það fór fram grimm smöl- un, sérstaklega í Hafnarfirði og Kópavogi, en einnig á Suðurnesjum, þannig að frambjóðendur voru mjög harðir." Hún sagði að áberandi hefði verið í baráttunni hvernig byggðarlögum hefði verið stillt upp hverju gegn öðru. „Það er nokkuð, sem maður vill alls ekki sjá í prófkjöri fyrir alþing- iskosningar,“ sagði hún. „Menn eru vitaskuld að velja sem sterkastan lista fyrir framboð og ég tel að út úr þessu prófkjöri hafí þrátt fyrir þetta komið út sterkur listi, en það er al- veg ljóst að í alþingiskosningum á ekki að skipta máli hvaðan fólk er. Það er hins vegar stundum þannig að stuðningsmönnum einstaki'a frambjóðenda hleypur þvílíkt kapp í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.