Morgunblaðið - 17.11.1998, Side 76

Morgunblaðið - 17.11.1998, Side 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Æfðu við- brögð við sprengju- tilræði ÆPÐ voru viðbrögð við hugsanlegu sprengjutilræði gegn bandaríska sendii'áðinu í Reykjavík um hádegis- bilið í gær. Þátt í æfingunni tóku lög- reglan, Landhelgisgæslan og varnai-- liðið á Keflavíkurflugvelli. Æfingin hófst með því að banda- rísk herþyrla lenti um hádegisbilið skammt frá Umferðarmiðstöðinni og út úr henni stukku 6 hermenn með alvæpni. Hlupu þeir inn í lögreglubíl sem ók þeim í átt til sendiráðsins við Laufásveg þar sem sviðsett voru við- brögð við sprengjutilræði gagnvart sendiráðinu. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögregiunni hafa æfíngar af þessu tagi farið fram víða um heim þar sem Bandaríkjamenn hafa sendiráð eða aðrar stofnanir. Hefur það tengst ótta bandarískra stjórnvalda um að hryðjuverkamenn láti til skarar skríða gagnvart banda- rískum hagsmunum vegna loftái’ása á stöðvar múslimskra hryðjuverka- manna í haust í Afganistan og árása á eiturefnaverksmiðju í Súdan. -------------------- Almannavarnir Ekki lengur viðbúnaður ALMANNAVARNIR í Hveragerði aflýstu svokölluðu viðbúnaðarstigi vegna jarðskjálftahættu um kvöld- matarleytið í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Veð- urstofunni seint í gærkvöldi var allt með kyi’rum kjörum á jarðskjálfta- svæðinu. Þar vildu menn þó ekki fullyrða að hrinan væri gengin yfir. Hins vegar hefði staðan verið metin svo í gær að ekki hefðu legið fyrir nægilega skýrar vísbendingar að * vænta mætti fleiri skjálfta til að við- halda viðbúnaði í Hveragerði. ■ GrunnskóIabörnin/38 Morgunblaðið/RAX HALLDÓR Jóhannsson bóndi á Stóru-Breiðuvík við rústir fjárhússins sem brann til kaldra kola í gærmorgun. 244 kindur drápust og mikið eignatjón varð í bruna í Stóru-Breiðuvrk „Aðkoman var skelfíleg “ Á ANNAN tug slökkviliðsmanna frá Brunavörnum Eskifjarðar og Reyðarfjarðar fékk lítið að gert þegar full hlaða af heyi og fjárhús brunnu til grunna í gær á bænum Stóru-Breiðuvík í fyrrum Helgu- staðahreppi á Reyðarfirði. 244 kind- ur brunnu inni í eldsvoðanum og mikið hey í samliggjandi hlöðu auk heys, sem var utan við hlöðuna. Þá brann einnig dráttarvél, sem stóð við fjárhúsdyrnar. Eldsupptök eru ókunn, en talið er að eldurinn hafi kviknað snemma aðfaranótt mánu- dags. Aðkoman var skelfileg," sagði Halldór Jóhannsson, bóndi á Stóru- Breiðuvík, við Morgunblaðið í gær. „Eg get ekki lýst því hvernig mér leið í morgun, það var hræðilegt að koma að þessu nánast öllu í rúst. Það er greinilegt að eldurinn var búinn að krauma þarna lengi.“ Lögreglan fékk tilkynningu um eldinn um kl. 7 í gærmorgun frá trillusjómanni á útstími frá Eski- firði. Slökkvistarfinu lauk um há- degisbil í gær og ljóst er að um stórtjón er að ræða. Húsin sem brunnu voru byggð árið 1990 og voru að grunnfleti tæpir 400 fer- metrar og stóðu um 300 metra frá íbúðarhúsinu á Stóru-Breiðuvík. Aldrei var hætta á að eldurinn legð- ist í það. Rannsóknarlögreglumenn frá Eskifirði vörðu ásamt Halldóri gærdeginum í að kanna eldsupptök, en ekki var neitt komið fram sem varpað gæti ljósi á þau. Halldór sagði að ekki lægi ljóst fyrir að hve miklu leyti hann fengi tjónið bætt frá tryggingum. „Skepnur og hey eiga að vera tryggð, en óvíst er með húsin,“ sagði Halldór. „Dráttarvélin var einnig tryggð og eitthvað af lausa- dóti sem tilheyrði húsunum." Halldór stundar eingöngu sauð- fjárbúskap og missti allt sitt fé í brunanum og hverfur því ekki að neinni aukabúgrein. Morgunblaðið/Golli Stundaskránni breytt KENNARAR og nemendur brutu upp hefðbundna stundaskrá í gær og héldu upp á dag íslenskr- ar tungu á margvíslegan hátt. ^jfcNemendur Austurbæjarskóla brugðu á leik í tilefni dagsins eins og íjölmörg önnur skólabörn víða um land. ■ íslensk tunga/6 Viðskiptaráðherra um söfnun kennitalna við kaup á hlut í FBA Þvert á stefnu um dreifða eignaraðild FINNUR Ingólfsson viðskiptaráð- herra sagði í umræðum á Alþingi í gær að ef það væri rétt sem fram hefði komið í fjölmiðlum um helgina að ákveðnir aðilar hefðu staðið fyrir kennitölusöfnun í þeim tilgangi að komast yfír stærri hlut í Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins (FBA) en þeir annars gætu gengi það þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar um að ná fram dreifri eignaraðild að bankan- um. Ráðherra tók skýrt fram að á þessu stigi málsins ætlaði hann ekki að leggja mat á hvort þetta hefði verið gert en sagði að ef svo væri þá væri um alvarlegan hlut að ræða. „Eg hef spurst fyrir um þetta mál hjá þeim sem ég tel að best þekki til eins og hjá Fjárfestingar- bankanum. Sjálfsagt hafa einhver brögð verið að þessu. Eg ætla hins vegar ekki að kveða upp neina dóma hér á þessari stundu um það í hversu miklum mæli þetta hefur verið gert. Ég tel að þetta sé ekki rétti tíminn vegna þess að það mun koma í ljós á næstu dögum hvort menn hafi verið í kennitölusöfnun i þeim tilgangi að komast yfir stærri hlut í FBA,“ sagði hann. Verðmæti hverrar kennitölu 50-100 þúsund krónur Jóhanna Sigurðai’dótth’, þingmað- ur jafnaðarmanna, vakti athygli á þessu máli í umræðum um fnimvarp viðskiptaráðherra þess efnis að heimilt verði að selja 51% hlutafjár ríkissjóðs í bankanum á næsta ári. Vitnaði Jóhanna í frétt Ríkisút- varpsins um helgina þar sem sagði að heimildir væra fyrir því að verð- bréfamiðlarar hefðu samið við menn um að skrá sig fyrir hámarkshlut í FBA á genginu 1,4 en á móti héti verðbréfafyrirtæki því að kaupa hlutinn á hærra gengi. Jóhanna vitnaði einnig í bréf sem henni hafði borist og dreift hafði verið til starfsmanna ákveðins verð- bréfafyrirtækis, sem hún vildi ekki nafngreina, en í því heimiluðu yfir- menn fyrirtækisins undirmönnum sínum að safna kennitölum til að gera tilboð í FBA. Jóhanna skýrði frá því að í bréfinu kæmi fram að starfsmönnum væri heimilt að koma með kennitölur sínar, fjölskyldu sinnar eða aðila sem þeir treystu. „Verðmæti hverrar kennitölu er á bilinu 50.000 til 100.000 krónur,“ segir m.a. í bréfinu, að sögn Jó- hönnu. Hún tók fram að hún teldi að um óeðlilega viðskiptahætti væri að ræða og að hún velti því óneitan- lega fyrir sér hvort svokallaður kol- krabbi væri þai-na á ferð til þess að eignast FBA.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.