Morgunblaðið - 17.11.1998, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Faðir okkar, +
ARNÓR SIGURÐSSON
frá Sauðárkróki, Fögrubrekku 16,
Kópavogi,
lést laugardaginn 14. nóvember í Sjúkrahúsi Reykjavíkur.
Jarðarförin tilkynnt síðar. Fyrir hönd vandamanna, Stefanía Arnórsdóttir, Sveinn Tumi Arnórsson.
+
Ástkaer eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
JÓFRÍÐUR GRÓA SIGURLAUG JÓNSDÓTTIR,
Hrafnistu, Reykjavík,
áður til heimilis
á Snorrabraut 81,
lést á Landspítalanum föstudaginn 13. nóvember.
Guðmundur Lárusson,
Lárus I. Guðmundsson, Jón Valgeir Guðmundsson,
Kristján S. Guðmundsson, Sigurlaug Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Bróðir okkar og fraendi,
EYJÓLFUR ÞORVARÐARSON
sjómaður
frá Bakka,
Kjalarnesi,
lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 13. nóvember.
Systkini og aðrir aðstandendur.
Ástkaer faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
METÚSALEM SIGMARSSON,
Garði,
Reyðarfirði,
lést fimmtudaginn 12. nóvember á heimili sínu.
Útförin fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju laugar-
daginn21. nóvember kl. 14.00.
Ásgeir Metúsalemsson, Inga Ingvarsdóttir,
Hildur Metúsalemsdóttir, Svavar Kristinsson,
Lára R. Metúsalemsdóttir, Guðni Elísson,
Guðlaug B. Metúsalemsdóttir, Sigurður H. Kristjánsson,
Sigmar Metúsalemsson,
barnabörn og barnabarnabörn
+
Kær bróðir okkar og mágur,
RÚTUR HALLDÓRSSON,
Sólvallagötu 14,
Reykjavík,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 10. nóvember.
Útförin ferfram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 19. nóvember kl. 15.00.
Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja styrkja líknarstarfsemi í
minningu hans, er bent á Krabbameinsfélag íslands.
Brynjólfur H. Halldórsson,
Guðrún St. Halldórsdóttir, Brian Dodsworth.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför
RAGNARSÁRNASONAR
sjómanns,
Lindasíðu 4,
Akureyri.
Sigurbjörg Helgadóttir,
Ragna J. Ragnarsdóttir,
Sigurður R. Ragnarsson,
Kolbrún B. Ragnarsdóttir,
Svanhvít B. Ragnarsdóttir,
Valdís B. Þorkelsdóttir
og fjölskyldur.
SVANHVÍT
PÁLSDÓTTIR
+ Svanhvít Pálsdóttir fæddist í
Reykjavík 20. júní 1936. Hún
lést á Sjúkrahúsi Akraness 26.
október sfðastliðinn og fór útfór
hennar fram frá Akraneskirkju
3. nóvember.
Elsku amma, ég sakna þín mikið,
þú varst mjög góð amma og ég er
mjög þakklát fyrir það sem þú
gafst okkur, ég vona að þér líði vel
uppi á himninum. Eg vona að þú
kynnist mörgum, okkur líður öllum
illa síðan þú lést.
Þín
Sigrún Jóhannsdóttir.
Elsku mamma mín, ég trúi varla
að þú sért farin frá okkur.
Otal minningar sækja á mig, þú
varst besta móðir sem nokkurt
bam gat hugsað sér. Eg gat alltaf
leitað til þín með öll mín vandamál,
þú varst alltaf til staðar og leystir
úr þeim af mikilli ánægju. En ég
var nú ekki ein um að leita til þín,
þeir voru ófáir bæði úr okkar fjöl-
skyldu og utan hennar líka. Það
var svo gott að koma til þín og fá
sér kaffi og spjalla saman. Það var
mikið hlegið þegar ég, Hulda syst-
ir, Hulda Mjöll og þú vorum sam-
an, að ég tali nú ekki um þegar öll
fjölskyldan var saman komin. Mik-
ið gat maður nú skemmt sér vel.
Það var okkur öllum því mikið
áfall þegar þú greindist með þann
sjúkdóm sem átti eftir að verða þér
svo erfíður. Þegar þú svo fórst í að-
gerð og við biðum eftir að henni
lyki þá leið okkur mjög illa, en svo
kom læknirinn og sagði okkur að
aðgerðin hefði gengið mjög vel og
urðum við svo bjartsýn. Það var
talið að þeir hefðu komist fyrir
sjúkdóminn. Svo kom að því að þú
máttir fara heim, það var mikill
gleðidagur fyrir okkur öll eftir all-
an þennan langa tíma sem þú hafð-
ir verið á sjúkrahúsinu.
En smám saman dró ský fyrir
sólu og þér fór að versna aftur uns
ekki varð hjá því komist að þú yrð-
ir að fara á spítalann aftur. Við bið-
um öll milli vonar og ótta eftir
fréttum. Eg talaði við þig í síma á
hverjum degi og svo komum við
líka í heimsókn til þín. Mikið var
sárt að sjá þér hraka, það nísti
hjartað en þú varst alltaf svo glöð
og bjartsýn og brostir alltaf þótt
þú hefðir miklar kvalir. Síðan kom
reiðarslagið þegar við fréttum að
sjúkdómurinn hefði tekið sig upp
aftur og það væri ekkert hægt að
gera, ég mun aldrei gleyma þeim
degi. Ég vildi ekki trúa því að allt
væri búið en þurfti samt að horfast
í augu við það. Þú óskaðir eftir að
fara á sjúkrahúsið á Akranesi. Eins
og þú orðaðir það, þú vildir fara
heim og vera nálægt þinni fjöl-
skyldu. Ég fylgdist með og talaði
við þig í síma á þeim degi og mikið
varst þú glöð. Pabbi, Hulda systir
og Björgvin fylgdu þér alla leið.
Pabbi og við systkinin vorum síðan
hjá þér síðustu dagana á spítalan-
um. Það var erfiður tími að sjá líf
þitt smám saman fjara út, hjörtu
okkar fylltust tárum í hvert sinn
sem við sátum hjá þér og héldum í
hönd þína, við töluðum við þig,
aOtaf brostir þú sama hversu mikið
þú þjáðist, augu þín sögðu okkur
hvemig þér í raun og veru leið. Þú
straukst alltaf toppinn frá augum
mínum og brostir til mín og vafðir
handleggnum utan um háls minn,
það mátti lesa ást úr augnaráði
þínu. Bros þitt yljar mér um hjart-
að og á eftir að gera það í framtíð-
inni. Ég söng fyrir þig sálm þegar
við vorum einar og þá kreistir þú
hönd mína til að láta mig vita að þú
heyrðir til mín. Ég vil þakka fyrir
að hafa átt þessar stundir með þér
og pabba. Þetta hafa verið þung
spor fyrir okkur öll.
Ég vil þakka öllum þeim sem
hafa sýnt okkur umhyggju og alúð
á þessum ei'fiða tíma, sérstakar
þakkir til Gerðar á deild 13 D á
Landspítalanum, einnig vil ég
þakka hjúkrunarfólki á Sjúkrahúsi
Akraness fyrir hvað það hugsaði
vel um mömmu allt til hinstu
stundar. Guð blessi ykkur og ykkar
störf. Elsku Gunna mín, þú hefur
misst mikið en guð styrkir þig eins
og okkur öll. Við söknum þín svo
mikið elsku mamma mín, þú varst
hetja í mínum augum. Elsku pabbi,
þú hefur misst mikið en við höfum
minningarnar til að ylja okkur við
á erfiðum stundum. Megi góður
guð varðveita minningu þína og
elsku pabbi, megi góður guð
styrkja þig í þinni miklu sorg. Guð
blessi þig mamma mín, við hitt-
umst seinna, ég elska þig óskap-
lega heitt, megi ljós þitt lýsa okkur
öllum um ókomna framtíð.
Þín dóttir
Hildur.
JOHANNES L.
STEFÁNSSON
+ Jóhannes Líndal
Stefánsson
fæddist að Kleifum í
Gilsfirði 9. júní
1910. Hann lést á
dvalarheimilinu
Silfurtúni í Búðar-
dal 6. nóvember síð-
astliðinn og fór út-
för hans fram frá
Garpsdalskirkju 14.
nóvember.
Ég get ekki látið
vera að rifja upp nokk-
ur minningabrot úr
bemsku minni vegna andláts Jó-
hannesar Stefánssonar á Kleifum.
Kleifadvölin nokkur sumur hafði
mikil og mótandi áhrif á mig.
Fyrsta sumarið sem ég var á
Kleifum var þegar búið að ráða
vinnustúlku til inniverka og fékk ég
því að vera útivið enda léleg til allra
húsverka í þá daga.
Jói var mjög sérstakur maður og
minnistæður öllum sem hann hittu á
lífsleiðinni. Þegar ég hef verið að
£
%
0*
r
/
^GAV^
Þegar andlát
ber að höndum
Útfararstofa kirkjugarðanna ehf.
Sími 551 1266
Allan sólarhringinn
rökræða við fólk um
hesta, hunda eða jafn-
vel rafmagn og var
komin í rökþrot þá hef
ég borið því við að ég
hafi nú verið hjá honum
Jóa á Kleifum og viti
því heilmikið um málið.
Þá lyftast brúnir við-
mælenda minna og ég
hef þótt miklu merki-
legri fyrir vikið og yfir-
leitt unnið rökræðurnar
bara með því að nefna
Jóa. Eitt sumarið kom
rafmagnið úr eigin
virkjun og þótti mér
þetta algjört undur. Rafmagnsveit-
unum þótti of langt að leggja línu
alla leið inní Gilsfjarðarbotn. Jói átti
bestu hestana og hundana og svo
beislaði hann rafmagnið líka og var
stórmenni í huga barnsins.
Eitthvert sumarið kom ég að
Kleifum þá orðin unglingur og varð
samferða Jóa suður en hann átti þá
erindi í bæinn. Hann keyrði Trabant
og ekkert útvarp var í bflnum en Jói
fór með ljóðabálk eftir Sigfús Blön-
IBIómabtÁðin
Öaf'ðsKom
v/ Fossvo^skipkjMgapð
SUnh 554 0500
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
Erfidrykkjur
P E R L A N
u Sími 562 0200
[IIIIIIIIII
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
£
dal um Drottninguna í Algeirsborg
til þess að hafa ofan af fyrir okkur.
Þessi Ijóðabálkur er um 80 erindi og
honum lauk þegar komið var fyrir
Hvalfjörð. Mér er þetta svo minnis-
stætt og hef minnst á þetta við ýmsa
en fáir kannast við þennan ljóðabálk
um íslensku stúlkuna sem er tekin til
fanga í Tyrkjaráninu og varð drottn-
ing í Algeirsborg. Þennan ljóðabálk
kunni Jói utanbókar.
Ég bjó lengi erlendis og átti í erf-
iðleikum með að taka ákvörðun um
að flytja heim til Islands. Ég ákvað
það eftir draum sem mig dreymdi en
hann var þannig að ég var stödd á
Kleifum á grænum engjum og var að
ná í rauða meri fyrir Jóa. Meri þessi
var kunn að því að hoppa yfir allar
hindranir en Jói hafði keypt hana
suður í Saurbæ eitt sumai'ið. I
draumnum tókst mér að beisla hana
og koma henni á tölt. Eftir þennan
fallega draum ákvað ég því að flytja
heim.
Alltaf höfum við sumarbömin haft
náið samband við Kleifafólkið og Jói
og Unnur fylgst vel með okkur í
gegnum tíðina. Við höfum ætíð verið
velkomin og ættingjai' okkar einnig.
Ég sendi Unni og allri fjölskyldunni
mínar samúðarkveðjur með þökk
fyrir allt hið liðna.
Kristín Benediktsdóttir
(Krissa).
Skilafrestur
minning-
argreina
EIGI minningargrein að birtast
á útfarardegi (eða í sunnudags-
blaði ef útfór er á mánudegi), er
skilafrestur sem hér segir: I
sunnudags- og þriðjudagsblað
þarf grein að berast fyrir hádegi
á fóstudag. I miðvikudags-,
fimmtudags-, föstudags- og laug-
ardagsblað þarf greinin að ber-
ast fyrii' hádegi tveimur virkum
dögum fyrir birtingardag. Berist
grein eftir að skilafrestur er út-
runninn eða eftir að útfór hefur
farið fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þai'
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.