Morgunblaðið - 17.11.1998, Side 72
72 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
CZ7....
HÁSKÓLABÍÓ
HASKOLABIO
Hagatorgi, simi 530 1919
. nóvember
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Sýnd kl. 7, 9 og 11.
m-,í ■vdiSlw -aMjalHai v-v aiSli
Cam ro Dia
Frá leikstjómum Dumb and
Dumber og Kinapin kemur
gamanmyna ársins.
IHeRe'S
S MÉFd^G/1 \> lT
1/2 BYLGJAN*^
★tti/2 kvikmyndir.is
★ ★★ MBL
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
SpBBÉj HANN HEFUR
RfE SL. I4.000 VITNI
- '0G ENGINN 5Á
*4iVAÐGERÐISl
sJrúie BAKEnTTRAEAA ‘ 1 foreldraGILDRAN W/l 31
Sýnd kl. 4.40, 7 og 9.20. Sýndki.*5. ísl tal.
^ <
imtugsafmæli Karis Bretaprins
Camilla var drottn-
ing í einn dag
Á LAUGARDAGINN hélt Karl
Bretaprins upp á fímrntugsaf-
mæli sitt með fjörugu teiti fyrir
vini og vandamenn. Athygli
vakti að ástkona hans til margra
ái-a, Camilla Parker Bowles, var
við hlið hans alla veisluna, en
hún skipulagði veisluna fyiir ást-
manninn á sveitasetri hans í
Highgi’ove.
Mættu ekki
til veislunnar
Elísabet Englandsdrottning
og Philip eru ósátt við sam-
band Karls við Camillu og voru
þau fjarri góðu gamni, enda
hafði hún staðið fyrir veislu
kvöldinu áður í Buckingham-
höll. Einu meðlimir bresku
konungsfjölskyldunnar sem
mættu á laugardeginum voru
Margrét prinsessa og synir
Karls og Díönu, William og
Harry. Hins vegar mætti
kóngafólk víðs vegar að í veisl-
una, auk þekktra einstaklinga
úr skemmtanabransanum.
Ungu prinsarnir voru með
óvænta skemmtun í afmælis-
veislunni þegar þeir stigu á
stokk og léku atriði úr kvik-
KARL fylgir drottningarmóðurinni
til sætis í Buckingham-höll. Forsæt-
isráðherrann Tony Blair horfir á
brosmildur að vanda.
CAMILLA mætir til afmælisveislunnar, sem liún hélt fyrir Karl.
myndinni Með fullri reisn. Þeir
dönsuðu við lagið „You Sexy
Thing“ og skellihlógu á meðan.
Hins vegar gengu þeir ekki jafn
langt og fyrirmyndirnar, því aðeins
skyrtumar fengu að fjúka.
Vaxandi vinsældir
KARL skálar við gesti í teitinu
á föstudaginn í Buckingham-
höll, sem Elísabet Englands-
drottning hélt fyrir soninn.
Karl Bretaprins kemur vel út í
skoðanakönnun enskra dagblaða
um þessar mundir og í nýlegri
könnun kom í ljós að 74 prósent að-
spurðra telja að hann yrði góður
konungur landsins. Yfír 86 prósent
töldu einnig að hann hefði sýnt og
sannað að föðurhlutverkið væri
honum í blóð borið. Hins vegar eru
46 prósent aðspurðra á móti hjóna-
bandi Karls og Camillu þrátt fyrir
að prinsinn hafí margoft sagt að
slíkt sé ekki á dagskránni.
En Camilla var sem drottning i
afmælisveislunni og segja má að
hún hafí í það minnsta verið
drottning í einn dag.
BÆNDAFÉLAGIÐ við farartækið sem er vitaskuld Landrover-jeppi. MYSA og blóðmör á borðum. Þá er bara að háma í sig.
Bændafélag í Frostaskjóli
Blóðmör og mysa á borðum
BÆNDAVEISLA félagsmið-
stöðvarinnar í Frostaskjóli
bauð nú fyrir skömmu til mik-
illar átveislu. í boði var blóð-
mör og lifrarpylsa ásamt
kartöflumús og rófustöppu.
Fríður hópur ungmenna úr
vesturbænum sat við langborð
og gæddi sér á þessum vin-
sæla þjóðarrétti langt fram á
^ kvöld. Skáluðu menn í ís-
lensku bergvatni, mysu og ný-
mjólk á milli þess sem ræður
voru fiuttar um ágæti matar-
ins.
Tilefnið var stofnun
„Bændafélagsins" sem í eru
nokkrir vaskir unglingar. Fé-
lagið hefur í hyggju að kynna
sér ýmis málefni sem tengjast
hinum dreifðu byggðum
landsins. Næst á dagskrá er
reiðferð í óbyggðir. Einnig
hefur félagsskapurinn á
prjónunum að heimsækja
bóndabæi í nágrenni Reykja-
víkur og bera saman búnaðar-
hætti. A fundum og uppákom-
um er skylda að klæðast ís-
lenskum lopapeysum og farar-
tæki félagsmanna er forláta
Land Rover jeppi.
MYNDBÖND
Greyið hann
Seagal
Föðurlandsvinurinn
(Patríot)
Spennumynd
★
Framleiðendur: Howard Baldwin,
Patrick D. Choi, Nile Niami, Steven
Seagal. Leikstjóri: Dean Semler.
Handritshöfundur: David Ayer eftir
bók William Heine. Kvikmyndataka:
Stephen F. Windon. Tónlist: Stephen
Edwards. Aðalhlutverk: Steven
Seagal, Gailard Sartain, L.Q. Jones,
Camilla Belle, Dan Beene. 110 mín.
Bandaríkin. Myndform 1998. Myndin
er bönnuð börnum innan 16 ára.
STJARNA Stevens Seagals hefur
fallið jafn skjótt og hún fór upp á him-
ininn fyrir nokkrum árum. Hlutverk í
spennumyndum
eins og „Nico“,
„Marked For De-
ath“ og „Under Si-
ege“ sýndu þennan
svipbrigðalausa
bardagakappa
brjóta útlimi and-
stæðinga sína á alls
konar vegu. Síðan
kom skellurinn „On
sem má kalla vist-
væna ofbeldismynd þar sem Seagal
reyndi að benda á umhverfispjöll og
annað þess háttar meðan hann
lúskraði á vondu körlunum. Það er
eins og greyið hafi ekkert lært á mis-
tökum sínum því að nýjasta mynd
hans, Föðurlandsvinurinn, er afskap-
lega mikið að reyna að koma þeim
boðskap til leiðar að nútíma læknavis-
indi eiga margt eftir ólært meðan
náttúrulækningar geti bjargað mann-
kyninu. Myndin náði ekki að komast í
kvikmyndahús í Bandaríkjunum og
ekki einu sinni myndbandamarkaður-
inn tók við henni, heldur var hún
frumsýnd í sjónvapi.
Gallinn við þessa mynd er Seagal
sjálfur og markhópur hans. Þeir sem
leita upp myndir með Van- Damme,
Seagal og öðrum bar’dagaköppum eru
sjaldnast að leita að háleitum boðskap
um náttúruna eða mannlega gæsku.
Þeh' vilja sjá eyðileggingu og annað
þess háttar og best er að sem flestir
týni lífi í rás myndarinnar nema hin
tilfinningakalda ofurhetja. I Föður-
landsvininum er eins og framleiðend-
ur myndarinnar hafi allt í einu tekið
eftir að ekkert væri að gerast í mynd-
inni svo þeir hafi ákveðið að bæta við
nokkrum bardagaatriðum með Seagal
eftir að tökum lauk og passa atriðin
engan veginn í myndina og gera þau
hana bara enn sorglegri á að horfa. Ef
Seagal ætlar að bjarga ferlinum verð-
ur hann að snúa blaðinu við og byrja
að berja á mönnum en ekki bjarga
viðkvæmu vistkerfi náttúrunnar.
Ottó Geir Borg