Morgunblaðið - 17.11.1998, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 59
FRÉTTIR
Yfirlýsiiig’ Félags starfsmanna LI
Úr dagbók lögreglunnar
Annasöm helgi
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing.
„Stjórn Félags starfsmanna
Landsbanka Islands lýsir furðu
sinni á vinnubrögðum stjórnar
Ibúðalánasjóðs og félagsmálaráð-
heiTa í málefnum Veðdeildar
Landsbanka Islands hf.
Veðdeild Landsbanka íslands
var stofnuð með lögum nr. 1 hinn
12. janúar 1900. Hún hefur hefur
þjónað Húsnæðisstofnun frá upji-
hafi. í Veðdeild Landsbanka Is-
lands hf. starfa nú 25 manns. Meðal
þeirra era starfsmenn sem hafa
unnið í Veðdeildinni nánast allan
sinn starfsaldur og hafa langa
reynslu og sérþekkingu á verkefn-
um Veðdeildar. Nú hefur þessum
starfsmönnum Veðdeildar verið
sagt upp störfum. Það er ekki óá-
nægja með störf fólksins í Veðdeild
LI sem er kveikjan að uppsögn
starfsmanna. Deildin hefur sinnt
hlutverki sínu vel og því ekki verið
haldið fram að þjónustan sé að-
Arnessýsla
Fundur um
stefnu- og
samfylkingarmál
Stjómmálafélag Menntaskólans
að Laugarvatni stendm- fyrir fundi í
kvöld, þriðjudagskvöldið 17. nóvem-
ber, með þingmönnum Alþýðu-
bandalags og Alþýðuflokks ásamt
fulltrúa Kvennalista þar sem kynnt
verða stefnumál og setið fyrir svör-
um varðandi samfylkingarmál og
fleira.
Fundurinn verður haldinn í fyrir-
lestrasal Menntaskólans að Laugar-
vatni og hefst kl. 20. AUir eru vel-
komnir.
finnsluverð á einhvern hátt. Mikil
umsýsla fjármuna fer um deildina á
hverju ári. Hægt er að sýna fram á
að þjónusta deildarínnar er ódýr
miðað við sambærilega fjármála-
starfsemi. Krafa hefur verið á
bankastofnanir að hagræða í
rekstri, fækka bankastofnunum,
sameina þær og gera þjónustuna
eins ódýra og kostur er. Þetta hef-
ur verið krafa eigenda bankanna og
almenn umræða í viðskiptalífinu.
Það sem nú hefur gerst þ.e. með
stofnun Ibúðalánasjóðs með til-
heyrandi yfirbyggingu sbr. at-
vinnuauglýsingar í blöðum og nú
síðast flutningi verkefna Veðdeild-
ar Landsbanka Islands er óskiljan-
legt í þessu ljósi.
Stjórn Félags starfsmanna LI
fordæmir óvönduð og ófagleg
vinnubrögð undirbúningsstjórnar
íbúðalánasjóðs og félagsmálaráð-
heraa í þessu máli. Vinnubrögð
undirbúningsstjórnarinnar og ráð-
herra er móðgun við starfsmenn
Veðdeildar LI eftir ára- og ára-
tugastörf þessa fólks. Stjórn sjóðs-
ins hefur átt í viðræðum við fulltrúa
Landsbankans að undanförnu um
áframhaldandi þjónustu Veðdeildar
við sjóðinn. A sama tíma og þessar
viðræður hafa átt sér stað var
stjórn Ibúðalánasjóðs að ganga frá
samningum um flutning verkefn-
anna til nýrrar innheimtudeildar á
Sauðárkróki. Starfsmenn Veðdeild-
ar vissu ekki annað en alvöru við-
ræður væra í gangi um málið.
Tilkynning um vinnubrögð undir-
búningsnefndar ráðherrans bárust
svo stjórnendum Landsbankans og
starfsfólki í Veðdeildinni í almenn-
um fréttum Ríkisútvarps. Þetta eru
fáheyrð og siðlaus vinnubrögð. Við-
ræður við Landsbankann virðast
því hafa verið yfirvarp meðan var
verið að semja við aðra bankastofn-
un um málið.
Stjórn íbúðalánasjóðs og félags-
málaráðherra sem jafnframt er at-
vinnumálaráðherra taka ekkert til-
lit til fjárhagslegi'ar afkomu þeirra
25 starfsmanna Landsbankans sem
missa vinnuna hér í Reykjavík. Það
er gengið út frá því að þetta sé ekk-
ert vandamál. A sama tíma talar
ráðherra um atvinnuuppbyggingu á
Sauðárkróki og ný störf. Hér er
ekki um ný störf að ræða, heldur
einungis flutning starfa af höfuð-
borgarsvæðinu.
I ljósi þess sem er að gerast núna
er líka athyglisvert að skoða hvern-
ig stjórn sjóðsins er samansett og
hvaða hagsmunir eru að baki full-
trúum í stjóm íbúðalánasjóðs. Árni
Gunnarsson er aðstoðannaður fé-
lagsmálaráðherra. Hann er í undir-
búningsstjórninni. Hann er úr kjör-
dæmi ráðherrans sem á að flytja
starfsemina í. Hrólfur Orlygsson
starfandi bankaráðsmaður í banka-
ráði Búnaðarbanka Islands hf.
Hann er ritari nefndarinnar. Þarna
era sýnilega stórfelldir hagsmunaá-
rekstrar á ferðinni auk þess sem
þessi bakgrunnur stjórnarmanna
kallar að okkar mati á skoðun sam-
keppnisyfirvalda á málinu.
Stjórn FSLÍ hefur miklar efa-
semdir um hagræði þess að flytja
þessa starfsemi -af höfuðborgar-
svæðinu þar sem aðalmarkaðs-
svæði íbúðalánasjóðs er og öll önn-
ur starfsemi er viðkemur starfsemi
hans. Það er athyglisvert að þing-
menn landsbyggðar þeysa fram á
völlinn og fagna þessari ákvörðun,
þeir horfa blint á ímynduð störf
sem verið er að búa til, en hvar eru
þingmenn Reykjavíkur þegar verið
er að svipta höfuðborgarbúa at-
vinnunni með þessum hætti?“
Helgin 13.-15. nóveniber
I NOGU var að snúast hjá lögreglu-
mönnum í höfuðborginni um helg-
ina. Alls eru færð til bókunar 470
verkefni af ýmsu tagi. Nokkuð var
um átök milli einstaklinga inná veit-
ingastöðum án þess að hægt sé að
tilgreina ástæður átaka hér.
Karlmaður slasaðist er hann
kastaðist af bifhjóli sem hann mun
hafa tekið ófrjálsri hendi að morgni
sunnudags. Slysið átti sér stað í Alf-
heimum við Suðurlandsbraut en
hjólinu hafði verið stolið úr geymslu
í Mörkinni skömmu áður. Farþegi í
bílnum sem hjólinu var ekið á
kenndi eymsla á höfði eftir óhappið.
Okumaður vélhjólsins er talinn hafa
kastast á þriðja tug metra er hann
keyrði á bifreiðina og þykir því
mildi að hann slasaðist ekki alvar-
lega. Hann er grunaður um að hafa
verið ölvaður við aksturinn.
Bílvelta varð á Laugavegi við
Klapparstíg að morgni sunnudags.
Bifreiðinni var ekið á Ijósastaur og
steinstólpa. Okumaður hljóp brott
af vettvangi en tveir farþegar náð-
ust. Svo virðist sem þeir hafi tekið
lykla bifreiðarinnar traustataki í
gleðskap sem þeir voru í og ákveðið
að fara í ökuferð að eiganda for-
spurðum og með ofangreindum af-
leiðingum.
Til átaka kom þegar lögreglan
var að kanna aldur ungmenna sem
vora framan við skemmtistað við
Kringluna að kvöldi laugardags.
Þarna var samankominn hópur 15
til 16 ára unglinga úr nágranna-
sveitarfélagi og voru margir hverjir
talsvert ölvaðir. Hópurinn brást illa
við aðgerðum lögreglu og veitti tals-
verðan mótþróa. Einn lögreglu-
manna var bitinn og skemmdir unn-
ar á einni lögreglubifreið. Sex aðilar
voru handteknir og fluttir á lög-
reglustöð og nokkrir þeirra vistaðir
í fangahúsi.
Líkanismeiðingar
Ráðist var að konu á heimili
hennar að kvöldi föstudags. Konan
var flutt á slysadeild með áverka.
Ai'ásarmaðurinn er sambýlismaður
konunnar. Til átaka kom milli
tveggja manna á skemmtistað að
kvöldi laugardags og var annar
sleginn í andlitið svo tvær tennur
losnuðu.
Að morgni laugardags barst lög-
reglu tilkynning um að eigandi
hundai' færi ítrekað með kjölturakka
sinn á gæsluvöll þar sem hann skildi
eftir sig „stykki" sín. Haft var tal af
viðkomandi hundaeiganda sem baðst
afsökunar á þessu atferli sínu og lof-
aði bótum. Hundaeigandinn vai' lát-
inn þrífa upp slóð hundsins á gæslu-
vellinum. Ekki þarf að taka fram
hversu tillitslaust það er að að fara
með dýr inná svæði þar sem smá-
börn era að leik.
Að kvöldi laugardags urðu lög-
reglumenn að handsama Scháffer
hund sem var laus í austurborginni
og talinn hættulegur. Fram kom að
hundurinn hefði oft verið laus sem er
ekki í samræmi við gildandi reglur.
Notkun endurskinsmerkja
Lögreglan vill koma því á fram-
færi að mjög mikilvægt er að allir
borgarbúar, ungir sem aldnir noti
endurskinsmerki nú þegar dags-
birtu nýtur ekki við nema fáar
stundir dag hvern.
Skúlagata 59 • Sími 540 5400 • www.raesir.is
Mazda □emio
Mazda Demio er fjölnota bíll sem er kjörinn
fyrir þá sem hafa í mörgu að snúast. Hann
er þeim frábæru eiginleikum búinn að á
svipstundu er hægt að breyta honum úr
fjölskyldubíl í vinnubíl sem rúmar vörur
og kassa eða tómstundabíl fyrir
skíðabúnaðinn, útilegudótið eða
hnakkinn á hestinn. Hann er
fallegur og einstaklega hentugur.
Mazda Demio er alitaf til í allt!
Verö: □emio LX 1.S15.000 kr.
□emio GLX 1.295.000 kr.
- ávallt viðbúinn!