Morgunblaðið - 17.11.1998, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
„Danni rauði“
í forystu
franskra
græningja
París. The Daily Telegraph.
DANIEL Cohn-Bendit, hinn þýzk-
borni leiðtogi námsmannauppþot-
anna í Frakklandi í maí 1968, var
atkvæðamesti þátttakandinn á
flokksþingi
franska græn-
ingjaflokksins
„Les Verts“ um
helgina og steig
þar með á eftir-
minnilegan hátt
aftur á svið
franskra stjórn-
mála.
Cohn-Bendit,
sem varð víð-
frægur sem „Dany le rouge“
(Danni rauði) þá atburðaríku
mánuði ársins 1968 sem skóku
franska ríkið og stjórnmálalífið í
landinu svo um munaði, var í
október sl. kjörinn til að verða
efsti maður á frainboðslista
franskra græningja í kosningum
til Evrópuþingsins, sem fram
fara næsta haust. Hann heldur
þýzku ríkisfangi sínu, en sam-
kvæmt gildandi löggjöf um Evr-
ópuþingið getur borgari hvaða
ESB-ríkis sem er boðið sig fram
til þess í hvaða ESB-ríki sem er.
Cohn-Bendit sýndi og sannaði
á Iaugardaginn, fyrri dag hins
tveggja daga Ianga flokksþings
nærri París, að þrátt fyrir nokk-
ur aukakíló og lítið eitt grátt í
vöngum væri hann ekki farinn að
mýkjast neitt í skoðunum sínum.
Hann sagðist styðja Lionel
Jospin, leiðtoga sósíalista og nú-
verandi forsætisráðherra Frakk-
lands, í forsetaframboð árið
2002. Hann skoraði jafnframt á
Jospin að veita þúsundum ólög-
legra innflytjenda landvistar-
Ieyfi, en það hefur um hríð verið
baráttumál þeirra sem yzt eru til
vinstri í stjórnmálum Frakk-
lands.
Danicl
Cohn-Bendit
Allt orðið með kyrrum kjörum í Indónesíu
Habibie segist reiðubúinn
að flýta forsetakjöri
Djakarta. Reuters.
Reuters
AMIEN Rais, leiðtogi múslíma í Indónesíu, ávarpar stuðningsmenn sína í Djakarta í gær. Hann sagðist
myndu beita sér fyrir því að Habibie forseta yrði steypt af stóli stæði hann ekki við fyrirheit um lýðræð-
isumbætur í landinu.
ALLT var með kyrrum kjörum í
Indónesíu í gær, og svo virtist sem
lát hefði orðið á verstu óeirðunum í
landinu síðan í maí. Enn má þó sjá
skriðdreka og brynvarða bíla við
forsetahöllina og þúsundir her-
manna gæta þinghússins og ann-
arra mikilvægra bygginga. Stúd-
entar stóðu fyrir friðsamlegum
mótmælum í höfuðborginni
Djakarta í gær en ekki kom til
átaka.
Jusuf Habibie, forseti Indónesíu,
gaf í gær til kynna að hann væri
reiðubúinn að flýta kjöri nýs for-
seta, en það er ein höfuðkrafa
stjómarandstæðinga.
Þingkosningar eiga að fara fram
í maí á næsta ári og gert hafði ver-
ið ráð fyrir að æðsta löggjafarsam-
kunda landsins (MPR), sem er
æðri þinginu, kysi nýjan forseta
6-7 mánuðum síðar. Habibie sagði
í gær að til greina kæmi að flýta
kjöri nýs forseta, ef MPR féllist á
það. I síðustu viku skrifuðu helstu
leiðtogar stjórnarandstöðunnar
undir yfirlýsingu, þar sem þess er
krafist að MPR komi saman til for-
setakjörs eigi síðar en þremur
mánuðum eftir að þingkosningar
hafa farið fram í maí 1999.
Að minnsta kosti 16 manns létu
lífið og um 450 særðust í óeirðun-
um, sem staðið höfðu í fjóra daga
og náðu hámarki á laugardag. Eru
þetta mestu óeirðirnar í Indónesíu
síðan í maí, þegar Suharto, fyrr-
verandi forseti, var neyddur til að
segjiPaf sér eftir þriggja áratuga
setu á valdastóli. Habibie hét því í
sjónvarpsávarpi í gær að hafin
yrði rannsókn á beitingu ofbeldis
gegn mótmælendum, og að hver
sá sem gerst hefði sekur um lög-
brot yrði sóttur til saka. Skyldu
lögreglan og herinn ekki verða
undanskilin.
Stjórnarandstæðingar
yfirheyrðir
Indónesíska lögi’eglan sagðist í
gær hafa yfirheyrt tíu stjómarand-
stæðinga, sem allir höfðu skriíáð
undir áskorun um afsögn Habibies í
síðustu viku, vegna gruns um aðild
þeirra að samsæri um að steypa
stjóminni. Lögreglan sagði að tíu-
menningarnir hefðu ekki verið
handteknir, en að þeim væri óheim-
ilt að fara úr landi. Þeirra á meðal
er Sukmawati Sukamoputri, dóttir
Sukamos, fyrsta forseta landsins.
Fjánnálamarkaðir í Indónesíu
virtust ekki hafa orðið fyrir mikl-
um áhrifum af óeirðunum. Gengi
rúpíunnar er stöðugt og hluta-
bréfavísitala var við lokun markaða
í gær hærri en á föstudag. Þó er
óttast að fjárfestar muni halda að
sér höndum vegna ótryggs stjóm-
málaástands, og að óróinn geti
stefnt í hættu þeim efnhagsbata,
sem orðið hefur undanfarnar vikur
í kjölfar aðstoðar frá Alþjóðagjald-
eyrissjóðnum.
Lýðræði keypt dýru verði
Handtaka Pinochets, fyrrverandi einræð-
isherra í Chile, hefur beint sjónum
manna að því hvaða skilyrðum umskiptin
frá einræði til lýðræðis í ríkjum Suður-
Ameríku voru háð, segir í grein Stefáns
A. Guðmundssonar frá Mexíkó.
HANDTAKA fyrrverandi ein-
ræðisherra Chile, Augustos Pin-
ochets, í London og framsalskröf-
ur æ fleiri ríkja, hafa vakið
heimsathygli. Það hefur hins veg-
ar vafist fyrir Evrópubúum hvers
vegna hann hafi ekki verið
ákærður í heimalandi sínu, maður
sem sakaður er um þjóðarmorð
og pyntingar í Chile á árunum
1973 til 1989. Svarið við þessari
spurningu er að finna í hinum við-
kvæmu umskiptum frá einræði til
lýðræðis sem nær öll Suður- Am-
eríka hefur verið að ganga í gegn-
um.
Frá lokum 7. áratugarins og
fram til loka þess áttunda héldu
flest lönd Suður-Ameríku inn á
braut lýðræðis. Herinn sem hafði
þá verið við völd vegna kalda
stríðsins og þá sérstaklega bylt-
ingarinnar á Kúbu, ákvað í flest-
um ríkjum álfunnar að hliðra til
fyrir lýðræðislegum umbótum og
lét af hendi ríkisvaldið. Gengið var
til borgaralegra kosninga árið
1979 í Ekvador, 1980 í Perú, 1981 í
Bólivíu, 1983 í Argentínu og 1984 í
Úrúgvæ og Brasilíu.
Pinochet, sem stjórnaði Chile
með harðri hendi frá árinu 1973,
beið lengur en nágrannarnir og
lét ekki af völdum fyrr en 1989. I
kosningum það ár bar Patricio
Aylwin úr Kristilega lýðræðis-
flokknum sigur úr býtum. Aylwin,
sem er hægrisinnaður, lýsti því
yfir fyrir kosningarnar að hann
myndi ekki láta draga menn til
ábyrgðar vegna glæpaverka fyrr-
verandi stjórnar. Þetta var mann-
réttindasamtökum auðvitað gífur-
legt áfall, einkum og sér í lagi að-
standendum fórnarlamba ógnar-
stjórnarinnar en mörg þúsund
manns voru myrt eða „týndust" á
þessu tímabili í Chile.
Hefði hrifsað völdin að nýju
Þrátt fyrir að Aylwin hafi verið
gagnrýndur harðlega fyrir þessa
stefnu, hefur hún að flestra mati
verið talin óhjákvæmileg við um-
skiptin frá einræði til lýðræðis.
Ástæðan er sú að herinn stóð fyrst
og fremst að þeim. Hefði vinstri-
maður unnið kosningarnar og vilj-
að ákæra Pinochet, er nánast full-
víst, að herinn hefði hrifsað til sín
völdin og þannig komið í veg fyrir
frekari skref í lýðræðisátt.
Til marks um það hve ákveðinn
Pinochet var og hve sterk staða
hans var kosningaárið, þá tilkynnti
hann opinberlega að „dagurinn
sem þeir snerta einn af mínum
mönnum verður síðasti dagurinn
sem lög ríkisins gilda“.
Skilaboðin gátu ekki verið skýr-
ari. Almenn sakaruppgjöf var
nauðsynleg ef koma ætti á lýð-
ræði.
Argentína undantekningin
Öryggi Pinochets og hersins var
því tryggt áður en borgaralegar
kosningar fóru fram og þetta er
ástæða þess að hann hefur aldrei
verið sóttur til saka í heimalandi
sínu. Samskonar samkomulag var
gert í öðrum löndum Suður-Amer-
íku. Er reynslan sú að umskiptin
hafa gengið betur fyrir sig þar
sem hægrisinnaðar stjórnir hafa
tekið við völdum vegna þess að
þær hafa ekki gert róttækar
breytingar á stjómarháttum og
ekki ógnað stöðu hersins.
Undantekning frá þessari reglu
um samkomulag hers og borgara-
legrar stjórnar er Argentína. Þar
hafði borgaralega kosin stjórn Ra-
úls Alfonsíns styrk og völd til að
ákæra fyrrverandi herstjórn fyrir
glæpi. En aðstæður voru aðrar,
þar sem staða hersins var mun
veikari en í nágrannaríkjunum
vegna ósigursins í Falklandseyja-
stríðinu árið 1982. Herinn gerði
nokkrar tilraunir til þess að semja
við borgaraleg öfl um almenna
sakaruppgjöf en tókst ekki.
Tæpast ósvikið lýðræði
Þar sem einræðisstjórnir réðu í
flestum tilfellum breytingunni frá
einræði til lýðræðis, er hægt að
færa rök fyrir því að niðurstaðan
hafi í raun og veru ekki verið
ósvikið lýðræði, því að lýðræðis-
lega kosnar ríkisstjórnir skorti
það vald sem þurfi til að sækja
fyrrverandi ógnarstjómir til saka.
En þó svo að þessi gagnrýni sé
bæði góð og gild, benda margir á
að ekki hafi verið um aðra leið að
ræða. Það sé mjög erfitt, næstum
ómögulegt, að ákæra fyrrverandi
stjórn þegar hún ráði hraða og
ákvæðum umskiptanna. Auðvitað
sé lýðræðið í Suður-Ameríku ekki
á sama stigi og í Evrópu og muni
kannski aldrei verða, en einhvers
staðar verði að byija.
Og þó liðin séu tíu til tuttugu ár
frá breytingunni og ætla mætti að
borgaraleg öfl væru búin að ná
stjórn á hemum, er fólk hrætt við
að ýfa gömul sár og stefna því í
hættu sem þegar hefur áunnist.
Þetta er auðvitað mikið hitamál í
dag, einkum í Chile þar sem Isabel
Allende, dóttir Salvadors Allende
fyrrverandi forseta sem Pinochet
steypti af stóli og myrti, hefur ver-
ið mjög ötul við að telja fólki trú
um það að lýðræðið sé orðið það
sterkt að hægt sé að ákæra gamla
einræðisherrann. En það eitt og
sér yrði gríð arlega stórt skref í átt
að ósviknu lýðræði.
*
Urskurður stríðs-
glæpadómstóls SÞ
Þrír Bosníu-
menn sakfelldir
Haag. Reuters.
SÉRSTAKUR stríðsglæpadómstóll
Sameinuðu þjóðanna vegna stríðs-
ins í fyrrverandi ríkjum Júgóslavíu
sakfelldi í gær tvo Bosníu-múslima
og einn Bosníu-Rróata fyrir ódæðis-
verk gegn serbnesku fólki í
Celebici-fangabúðunum, nærri
Konjic í Mið-Bosníu árið 1992.
Hins vegar sýknaði dómstóllinn
óvænt mann sem gegnt hafði herfor-
ingjastöðu en í dómsúrskurði var að
þeirri niðurstöðu að Zajnil Delalic
hefði ekki gegnt stjórnunai-stöðu í
Celebici eða borið ábyrgð á þeim
ódæðisverkum sem framin voru þar.
Sögðu saksóknarar, sem krafist
höfðu þess að Delalic yrði dæmdur
til tíu ára fangelsisvistar, að þeir
myndu áfrýja málinu.
Celebici-réttarhöldin, sem staðið
hafa í 22 mánuði, eru þau fyrstu
sem fjalla beint um ábyrgð stjórn-
enda, hermanna jafnt sem
óbreyttra borgara, í fangabúðum
sem þessum og einnig þau fyrstu
þar sem fjallað er um ódæðisverk
sem framin voru gegn Serbum.
Héldu saksóknarar því fram að í
Celebici-búðunum hefðu margir
fangar verið myrtir en þar munu
einnig hafa tíðkast pyntingar, bar-
smíðar og nauðganir.
Bosníu-múslimarnir Hazim Delic
og Esad Landzo voru dæmdir til 20
ára og 15 ára fangelsisvistar fyrir
sinn þátt í þeim ódæðisverkum sem
framin voru í Celebici og Bosníu-
Króatinn Zdravko Mucie hlaut ell-
efu ára fangelsisdóm.