Morgunblaðið - 17.11.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.11.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 11 FRÉTTIR Skæðadrífa loftsteina eins og stjörnuhröp SVEIMUR loftsteina, svokallaðra Leoníta, mun að líkindum verða fyrir jörðinni á braut hennar um sólu í kvöld. Síðast fór jörðin í gegnum svipaðan sveim loftsteina árið 1966 og er talið að þá hafí meira en hundrað þúsund stjörnu- hröp sést á einni klukkustund frá þeim stöðum á jörðu þar sem skil- yrði voru best. Vegna hraða Le- onítanna er óttast að þeir geti vald- ið tjóni á gervitunglum og þar með truflað fjarskipti. Nafn sitt draga Leonítarnir af þvf að þeir virðast stefna frá stjörnumerkinu Ljóninu (Leo) og mun fyrirbærið ná hámarki þegar Ljónsmerkið er hæst á lofti. Ólíkt öðrum stjörnufræðilegum spám sem yfírleitt eru mjög nákvæmar, er þó óvíst hvort spáin um komu Leonítanna rætist. „Þetta er hlutur sem gæti gerst en gæti hins vegar einnig brugðist," sagði Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Islands. „Um er að ræða tiltölulega mjótt belti lofsteina og ekki vitað hvort eða hvenær jörðin fer í gegn- um það.“ Stjörnuhröp myndast þegar agnir úr geimnum koma inn í loft- hjúp jarðar og brenna upp á mikl- um hraða. Tiltekna daga á ári hverju fer jörðin í gegnum sveima loftsteina og sjást þá óvenju mörg stjörnuhröp á himni. Sumir þess- ara sveima tengjast ákveðnum halastjörnum og þannig er um Le- onítana, loftsteinadrífu sem venju- lega sést hinn 17. nóvember. Þennan dag mætir jörðin braut halastjörnunnar Tempel-Tuttle en á braut hennar umhverfis sólina er dreifður mikill fjöldi loftsteina. Ef halastjarnan sjálf er nærri þeim stað þar sem brautir hennar og jarðarinnar mætast verða stjörnuhröpin óvenju mikil. Þetta gerist á 33 ára fresti, sem er um- ferðartími halastjörnunnar um sól. Síðasta skæðadrífa Leoníta sást árið 1966, en þá var halastjarnan óvenju nálægt þegar jörðin fór fram hjá braut hennar. Er talið að meira en hundrað þúsund stjörnu- hröp hafi þá sést á einni klukku- stund frá þeim stöðum á jörðu þar sem skilyrði voru best, en ekki er vitað til þess að fyrirbærið hafí sést frá Islandi í það skiptið. „Núna er aftur von á hámarki Leoníta, ef ekki í ár þá á næsta ári,“ sagði Þor- steinn. ;rAð líkindum verður þetta síðasta tækifæri núlifandi manna til þess að verða vitni að þessu undri því eftir önnur 33 ár eru minni líkur á skæðadrífu vegna truflunar frá Júpíter." Gæti orðið stórkostleg sýning Þótt afstaðan til halastjörnunnar Tempel-Tuttle í ár sé ekki eins hagstæð og 1966 eru stjörnuáhuga- menn í viðbragðsstöðu og ef skil- yrði verða góð sjást stjörnuhröpin vel með berum augum. „Þetta verður stórkostleg sýning ef af verður," upplýsti Þorsteinn og líkti upplifuninni við að standa úti í hríð. „Sumir steinarnir geta verið mjög bjartir en eru þó ekki hættulegir á að horfa með berum augum.“ Hámarki Leonítanna er spáð á milli klukkan 19 og 22 í kvöld, -17. nóvember, en þá er Ljónsmerkið reyndar ekki komið upp fyrir sjón- deildarhring á Islandi og skilyrðin betri í Austurlöndum fjær. Uppá- komunni gæti þó seinkað um ein- hverjar klukkustundir og verða bestu athugunarskilyrði þá hér- lendis síðla nætur eða undir morg- un, þegar Ljónsmerkið er hæst á lofti. Á Veðurstofu Islands fengust þær upplýsingar að skilyrði til þess að sjá hugsanleg stjörnuhröp verði sennilega best um norðaustanvert landið. Árni Sigurðsson veðurfræð- ingur upplýsti að þar yrði í það minnsta ekki þungskýjað en óvíst væri með háský. Af öðrum náttúru- fyrirbærum sem sett gætu strik í reikninginn nefndi hann norðurljós en taldi tunglbirtu ekki trufla þar sem tunglið væri mjög lítið þessa dagana. „Þar sem verður stjörnu- bjart á annað borð ætti þetta að sjást vel,“ sagði Árni. Þótt loftsteinarnir í Leoníta- sveimnum séu flestir örsmáir, er hraði þeirra svo mikill að þeir gætu hæglega valdið tjóni á gervitungl- um og geimflaugum. Hafa menn af þessu talsverðar áhyggjur og verð- ur stjörnusjónaukinn Hubble, sem er á braut um jörðu, til dæmis tek- inn úr notkun og snúið þannig að sem minnstur skaði hljótist af árekstrum við loftsteina ef til þeirra kemur. Mönnuðu geimstöð- inni MIR verður einnig snúið. Þorsteinn Sæmundsson sagði starfsbi'æður sína um allan heim fylgjast með framvindu mála. „Það vei'ður mikið gert úr þessu í fjöl- miðlum ef spáin rætist en von- brigðin verða líka mikil ef ekkert sést. Eg vil sem sagt taka fram að ekkert er öruggt með komu Le- onítanna en ef af verður væri synd að missa af sjónarspilinu." Ymsar vefsíður fjalla um heim- sókn Leonítanna og er bein út- sending jafnvel ráðgerð á nokkrum þeirra, þar á meðal vefsíðu banda- rísku geimferðastofnunarinnar, NASA, og er slóðin www.Leon- idsLive.com. Vinnu hætt við Lauga- veg 53b ÚRSKURÐARNEFND skipulags- og byggingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun byggingarnefndar Reykjavíkurborgar um byggingar- leyfi fyrir verslunar-, þjónustu- og íbúðarhús við Laugaveg 53b. Að sögn Oskars Bergssonar, formanns byggingarnefndar, mun skipulags- og umferðarnefnd taka málið upp á ný og að flýtt verði vinnu við deiliskipulag lóðarinnar. I úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingamála er kom- ist að þeirri niðurstöðu að nýtingar- hlutfall nýbyggingarinnar á lóðinni við Laugaveg 53b yrði 3,24, sem er 30% yfir efri mörkum sem skilmálar í gildandi aðalskipulagi segja til um. Bent er á að í greinargerð aðalskipu- lags segi að komi fram tillaga sem borgaiyfii'völd geti fallist á þar sem farið sé verulega yfir það nýtingar- hlutfall sem aðalskipulag geri ráð íyrir skuli unnið deiliskipulag og það auglýst samkvæmt skipulagslögum. Deiliskipulagi flýtt Að sögn Óskars verða allar bygg- ingarframkvæmdir stöðvaðar við Laugaveg 53b og málinu vísað til skipulags- og umferðarnefndar. „Líklega verður flýtt deiliskipulagi fyrir svæðið,“ sagði hann. „Þetta kemur til með að tefja verkið um einhverja mánuði." Benti hann á að í úrskurðinum væru ekki gerðar at- hugasemdir við útlit hússins og byggingarmagn með tilliti til skuggamyndunar á lóð númer 53a né gerðar athugasemdir við af- greiðslu byggingarnefndar. „Þetta eru fyrst og fremst tæknileg atriði um hvort bílageymslur flokkast opn- ar eða lokaðar," sagði hann. I úrskurðinum segir að í aðal- skipulagi sé heimil umbun fyrir að koma fyrir bílastæðum neðanjarðar eða inni í húsum, sem að öðrum kosti væru á lóð hússins en áskilið er að í þeirra stað komi grænt svæði eða almenningstorg á lóðinni. Engu slíku sé fyrir að fara á lóðinni við Laugaveg 53b. Ljóst sé að ekki hafi verið hægt að hafa bílastæði ut- andyra á lóðinni á þeim hluta sem ekki er lagður undir bygginguna, þar sem einungis sé um að ræða 55,2 fermetra ræmu meðfram norðan- verðri vesturhlið hússins. Reuters MONNUÐU geimstöðinni MIR verður snúið og einnig stjörnusjónauk- anum Hubble, sem er á braut um jörðu, þannig að sem minnstur skaði hljótist af árekstrum við loftsteina ef til þeirra kemur. Hugsaðu þér! Þetta verð... 1.649.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.