Morgunblaðið - 17.11.1998, Side 23

Morgunblaðið - 17.11.1998, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 23 ÚR VERINU Lítið er vitað um skaðsemi botnveiðarfæra Rannsóknir á áhrifum togveiða mikilvægar KÓRALBELTI eru yfirleitt ekki á algengustu togslóðum, enda á tak- mörkuðum svæðum við Island, að sögn Jóhanns Sigurjónssonar, for- stjóra Hafrannsóknastofnunar. Hann segir hins vegar enga ástæðu til að efast um að kóralsvæði hafi skaðast í einhverjum mæli vegna notkunar togveiðarfæra. Á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda í síðustu viku var því haldið fram að togveiðar hafi að stórum hluta eyði- lagt kóralsvæði við landið. Jóhann segir mikilvægt að kort- leggja umfang viðkvæmra botns- væða við landið, þar með talin kóral- svæði. Hann segir ekki hægt að full- yrða um hve skaði vegna togveiða sé mikill fyiT en slíkar rannsóknir hafí verið gerðar. Þær athuganir sem gerðar hafi verið á áhrifum togveiða á mjúkum botni sýni að ekki sé um skaðleg áhrif að ræða. Hins vegar hljóti að gegna öðru máli um tog- veiðar þar sem botngerðin breytist við veiðarnar. „Við höfum mikinn áhuga á að fara út í slíkar rannsókn- ir, svo hægt sé að bregðast við með skipulegum og skynsamlegum hætti. Vonandi skapast svigrúm til þess með nýju hafrannsóknaskipi. Þá yrði hægt að kortleggja mismun- andi hafsbotn og hvers konar lifsam- félög lifa þar.“ Alger friðun varla raunhæf Jóhann segir lítið vitað um mikil- vægi kóralsvæða í lífkerfi hafsins og því sé miklvægt að sinna slíkum rannsóknum. „Engu að síður verður að taka tillit til þess, að við nýtingu mannsins á auðlindum breytist gjarnan umhvei'fið á einhvem hátt. Það verður varla hjá því komist að hafa áhrif á það umhverfi sem verið er að nýta. Álger friðun er því ekki alltaf raunhæf. Við nýtingu auðlinda á landi hefur verið tekin sú stefna að friða ákveðin svæði til að vernda ákveðna gerð lífríkis plantna eða dýra. Forsenda þess að vernda ákveðin samfélög lífvera á sjávar- botni er að hafa góða kortlagningu af svæðinu." Jóhann segir það á langtímaáætl- un stofnunarinnar að rannsaka áhrif togveiða á botndýrasamfélög. „Við höfum stundað veiðarfærarannsókn- ir um árabil sem hafa miðað að því að ná fram vistvænni veiðum. Þar hefur náðst góður og miklvægur ár- angur og nægir þar að nefna þróun á seiðaskiljum og gerð togveiðar- færa,“ segir Jóhann. Á aðalfundi LS var einnig lýst yfir stuðningi við fiskirannsóknir Jóns Kristjánssonar fiskifræðings og lögð áhersla á að fleiri vísindamenn en hjá Hafrannsóknastofnun fái að rannsaka fiskstofnana við landið. Jó- hann segir Hafrannsóknastofnunina í sjálfu sér alls ekki mótfallna slíku og vilji eiga gott samstarf við Jón Kristjánsson, sem og aðra, um það. Sjávarútvegsráðuneytið hafi hins vegar synjað Jóni um heimildir til veiða í rannsóknaskyni utan afla- marks. „Hafrannsóknastofnun hefur sérstökum lagaskyldum að gegna varðandi eftirlitsrannsóknir á fiski- stofnunum og hlýtur þannig að hafa talsverða sérstöðu miðað við ein- staklinga eða hagsmunaaðOa í þjóð- félaginu," segir Jóhann. Morgunblaðið/Albert Kemp EKIÐ var með bolfiskafla sem landað var á Fáskrúðsfirðitil vinnslu í Grindavík. Góð veiði línubáta Fáskrúðsfirði. TVEIR línubátar Iönduðu á annað hundrað tonnum af bol- fiski á Fáskrúðsfirði í síðustu viku. Fjölnir GK 7 Iandaði 64 tonnuin eftir fimm lagnir og Hrafnseyri ÍS 10 um 50 tonn- um eftir sex lagnir. Aflanum var öllum ekið til Grindavíkur til vinnslu en Vísir hf. og Þor- björn hf. í Grindavík gera skipin út. Að sögn skipstjórans á Hrafnseyri eru tíu bátar frá Grindavík á línuveiðum út af Austfjörðum á svæði frá Pap- ey og norður úr og virðist afl- ast vel á öllu svæðinu. Reiknilíkön í fiskeldi PÁLL Jensson, prófessor við verk- fræðideild Háskóla íslands, heldur fyrirlestur um rannsóknir á notkun reiknilíkana við áætlanagerð og skipulagningu á rekstri fiskeldis- stöðva í stofu 101 í Lögbergi, mið- vikudaginn 18. nóvember kl. 17. Rannsóknir Páls voru að hluta til unnar við verkfræðiskólann í Hali- fax í Kanada í samvinnu við fiskeld- isfyrirtæki í New Brunswick. Bestunarlíkön eru notuð við áætl- anagerð í fiskeldi en með þeim er leitast við að skila á markað þeim stærðarflokkum fisks sem gefa hæst verð hverju sinni. í fréttatil- kynningu segir að vonir séu bundn- ar við það að hugbúnaður byggður á bestunarlíkönum geti orðið mikil- vægt hjálpartæki í framleiðslu- stjórnun í fiskeldi og stuðlað að því að áætlanagerð fiskeldisfyrirtækja geti betur tekið mið af þörfum markaðarins. Concorde A * APTA V i ö s k i p t a - og stjórnunarkerfi Frumsýning Concordo Ax.ipt.i l-.lanri ohf. býftur til AX&fitii byijtfii <i vidskifit.ihutfbun.iiMmim frumsýningor vidskipIahuc)bun.iAarin*. Ax.ipt.t i Comnrdt' XAl, tu’ .tri fullu Mkl’Osoft ll.islcol.tbiói nitdvikudacjinn 18- nóvoinbor milli Iri, 16:30 vottnð otf honim stóium som sináum ocj 18:30. I ulltrú.u Concorrit* Ax.tpt.t isl.tncls c*bf.. KI’IVKi tyi n t.t-hjum. hámlGÍðnndÍ Akiifitn tu Entlur slcoóunar hf., Samtaka iðnaðlirins ocj Daiucj.tard demskn fyiirtó'kið Dnnufiuinl. franileiðonduin Axapta niunu flytja áv.up, SÖIuaðílar syn.t niÓtjul«*ik.t butjlHtii.tð.irins, Sknntmtiítlríði vuit incj.tr. WWW.ÍtK ft |» I íl . í S Söluaftllar Axapta eru: ThTl(lllVfll HUCUR www.tttlmlvil.il í íj&RÍÍÁbÍtOUfÍ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.