Morgunblaðið - 17.11.1998, Síða 20

Morgunblaðið - 17.11.1998, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 VIÐSKIPTI MORG UNBLAÐIÐ Nýstofnuð netfyrirtæki njóta mikillar velgengni í Bandaríkjunum EarthWeb og fleiri slá í gegn í Wcill Street New York. Reuters. ÞRJÚ fyrirtæki hafa boðið hluta- bréf til sölu í fyrsta sinn í Wall Street með frábærum árangri, sem sýnir að eftirspurn eftir nýútgefn- um hlutabréfum hefur ekki verið meiri í marga mánuði. Mesta athygli vakti árangur EarthWeb Inc., sem var rekið með tapi þegar það tók til starfa á Net- inu. Hlutabréf fyrirtækisins hækk- uðu um allt að 45 dollara í verði. Bréfm voru upphaflega boðin á 14 dollara og áhugi á þeim sýnir óvænta eftirspurn við aðstæður, sem hafa leitt til þess á síðustu vik- um að nokkur netfyrirtæki hafa neyðzt til að fresta fyrirætlunum um að setja hlutabréf í umferð í fyrsta sinn. Rétt áður en viðskiptum lauk seldust bréf í EarthWeb á r 48,125 dollara, sem var 34,125 doll- ara hækkun. Fox Entertainment Group Inc. stóð sig einnig vel og hækkuðu bréf í fyrirtækinu um 2,50 dollara í 25,125 dollara. Alls afiaði fyrirtækið 2,8 milljarða dollara með útboðinu, og hefur aðeins tvisvar áður komið fyr- ir að fyrirtæki hafi aflað meira fjár með útgáfu hlutabréfa í fyrsta sinn. Von um skyndigróða Um leið hækkuðu bréf í MONY Group Inc., móðurfyrirtæki eins elzta og stærsta tryggingafélags Bandaríkjanna, um tæplega 5 doll- ara úr 23,50 dollurum, sem bréfin voru boðin á. „Fólk sækist eftir skyndigróða," sagði sérfræðingur Renaissance Capital Corp. Vegna óstöðugleika á mörkuð- um á síðustu mánuðum hafa tugh- fyrirtækja hætt við fyrirætlanir um að setja hlutabréf í sölu, sum- part af ótta við að bréfin falli fljót- lega í verði ef markaðurinn tekur aðra dýfu. Jafnframt forðast verðbréfa- sjóðir hættulegar fjárfestingar og hlutabréf í fyrirtækjum sem rekin eru með tapi og beina sjónum að ráðsettum og arðbærum íyrirtækj- um. Því er búizt við að ráðsettum fyrirtækjum eins og Fox og MONY vegni vel. N Morgurm í París gæti þess vegna verið morgurm á skrifstofunni við Suðurlandsbraut. Með GSM símanum og fartölvunni geturðu sent og tekið á móti tölvupósti, faxskei/tum og SMS-skitaboðum rétt eins og þú sætir við tölvuna á skrifstofunni heima. Og það sem gerir gæfumuninn: „Monsieur" bíður innan seilingar með annan bolla af café au lait og rjúkandi heitt croissant. Ni/ttu þérþráðlausan gagnafluttimg með GSM símanum - vertu alltaf í sambandi. SÍNINN-GSM www.gsm.is 'v._________________________________________________________I_______________________J Gates snýr vörn í sókn New York. Telegraph. BILL GATES hefur sakað banda- rísk stjórnvöld um að útiloka sig frá réttarhöldunum gegn Microsoft til að geta hagrætt vitnisburði hans frá því áður en réttarhöldin hófust. Ummæli Gates komu fram í sjónvarpsviðtali og með þeim rauf hann þögn sína í málinu síðan rétt- arhöldin hófust fyrir mánuði. Áður höfðu 2.300 hluthafar Microsoft hyllt Gates með lófataki þegar hann sagði á ársfundi f'yrir- tækisins að „staðreyndir málsins styddu ekki staðhæfingar ríkis- stjórnarinnar". I sjónvarpsviðtalinu sneri Gates vörn í sókn og varði vitnisburð sinn frá því fyrir réttarhöldin. Vitnis- burðurinn kemur fram á mynd- bandi, þar sem Gates virðist vand- ræðalegur, önugur og fara undan í flæmingi, þegar hann svarar ásök- unum ríkisvaldsins um að hann hafi kúgað keppinauta með offorsi. Efni hagrætt? Gates sagði að fulltrúar stjórn- valda hefðu safnað saman öllum tölvupósti, sem hann hefði sent, og valið atriði sem þeir teldu að gætu ruglað fólk í ríminu. Síðan hefðu þeir klippt myndbandsbúta, sem væru slitnir úr samhengi, og raðað þeim saman án þess að sýna vitn- isburð hans í heild. „Þeir ákváðu vísvitandi að kalla mig ekki fyrir sem vitni, svo að þeir gætu sýnt klippt myndbandsefni," sagði hann. Tölvupóstur, sem stjórnvöld hafa lagt fram, sýnir að Microsoft lagði á ráðin um aðgerðir gegn Netscape vefskoðunarbúnaðinum, tölvuframleiðandanum Apple og örgjörvaframleiðandanum Intel. Gates sagði að þótt tölvupóstur sýndi að um það hefði verið rætt hjá Microsoft að taka einhvern í karphúsið væri ekkert við það að athuga - það sýndi aðeins „kapita- lista vinna í þágu neytenda". ------------------------ News Corp í öldudal New York. Reuters. ÁSTÆÐUR Ruperts Murdochs fyrir því að gera Fox Entertain- ment Group að aðskildu fyrirtæki hafa skýrzt vegna þess að móður- fyrirtæki Fox, News Corp., hefur skýrt frá því að hagnaður hafi minnkað um 18% í 196 milljónir dollara á þremur mánuðum til septemberloka vegna niðursveiflu í blaðaheiminum og byrjunartaps gervihnatta- og kapalfyrirtækja. Hlutabréf í News Corp. lækkuðu um 2,06 dollara í 26,31 dollar, en verð bréfa i Fox lækkaði um 43 sent í 24,06 dollara, annan daginn sem þau voru í boði. Hagnaður Fox Entertainment tvöfaldaðist vegna 150% meiri rekstrartekna 20th Centuiy Fox. News CoiT) á 81% í Fox. Hins vegar minnkuðu rekstrar- tekjur blaðadeilda fyrirtækisins í Bretlandi og Ástralíu um 15% og rekstrartekjur af tímaritum og auglýsingum minnkuðu um 8% í 65 milljónir dollara vegna þess að hagnaður af TV Guide dróst sam- an. Lakara gengi dagblaða fyrir- tækisins stafaði af því að verð á æsifréttablaðinu Sun í lausasölu var lækkað um tíma. Veikur Ástralíudalur dró úr hagnaði ástr- alskra blaða, Tap varð einnig vegna byrjunar- erfiðleika gervihnattasjónvarps, meðal annars sameignarfyrirtækis í Suður-Ameríku og Star sjón- varpsins í Asíu. Þar við bætist tap vegna byrjunarkostnaðar við Fox News og kapalkerfi. I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.