Morgunblaðið - 17.11.1998, Side 14

Morgunblaðið - 17.11.1998, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Býður sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins Siv og Hjálmar efst á Reykjanesi SIV Friðleifsdóttir alþingismaðui- lýsti þvi yfir á kjördæmisþingi Fram- sóknarflokksins á Reykjanesi um helgina að hún sæktist eftir því að verða kjörinn varaformaður Fram- sóknai-flokksins. Siv og Hjálmar Ái-nason alþingismaður voru kjörin í fyrsta og annað sæti listans á kjör- dæmisþinginu. Siv sagði að fjölmörg rök hefðu orðið til þess að hún hefði ákveðið að taka áskorunum um að gefa kost á sér til varaformanns. „Eg tel að ef ég yrði kjörin myndi það styrkja forystu flokks- ins. Eg held að það yrði mjög sterkt fyrir Framsóknarflokkinn að fá unga konu með langa stjórnmála- reynslu í sæti varaformanns við hlið Halldórs Asgrímssonar. Slík for- ysta myndi höfða til margra, sýna mikla breidd og vera sterk. Sam- kvæmt skoðanakönnun eru stuðn- ingsmenn Framsóknarflokksins hvergi fleiri en í Reykjaneskjör- dæmi. Sveitarstjórnarstigið hefur verið að eflast á síðustu árum og fólk vill sjá van- an sveitarstjórn- armann í sæti varaformanns,“ sagði Siv. Aldrei, í rúm- lega 80 ára sögu Framsóknar- flokksins, hefur kona boðið sig fi-am til foi-manns eða varaformanns flokksins. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, hefm- einnig tilkynnt að hann bjóði sig fram til varafor- manns. Kjörið í 4 efstu sæti á Reykjanesi A kjördæmisþingi Framsóknar- flokksins á Reykjanesi var Siv kjörin í fyrsta sæti flokksins með lófataki. Hjálmar Arnason var sömuleiðis sjálfkjörinn í annað sætið. Fimm gáfu kost á sér í þriðja og fjórða sæt- ið og var Páll Magnússon háskóla- nemi kjörinn í þriðja sætið. Hann fékk 159 atkvæði, en 321 greiddi at- kvæði. Drífa Sigfúsdóttir varaþing- maður var kjörin í fjórða sætið með 206 atkvæðum, en hún var síðast í þriðja sæti listans. Siv sagðist vera ánægð með hvern- ig til tókst við að raða á listann. A honum væri fólk með langa reynslu í stjórnmálum, en í forystusveitina kæmi einnig ungur maður, Páll Magnússon. Hann hefði tekið þátt í bæjarmálum í Kópavogi þar sem Framsóknarflokkurinn hefði verið að styrkja sig. Hlutfall ungi-a kjósenda væri mjög hátt í Reykjaneskjördæmi og Páll væri verðugur fulltrúi þeirra, en hann er einungis 27 ára gamall. „Eg tel að Framsóknarflokkurinn eigi sóknarfæri á Reykjanesi. Það er ljóst að Samfylkingin á í miklum erf- iðleikum og það er hætt við að það verði einhver eftirköst eftir þetta hatramma prófkjör sjálfstæðis- manna. Við munum í kosningabaráttunni leggja áherslu á hvaða árangri við höfum náð. Við lögðum áherslu á að skapa fleiri störf. Það hefur tekist. Efnahagsmálin eru í góðum farvegi, við höfum treyst undirstöður velferð- arkerfisins og bætt stöðu heilbrigðis- mála.“ I síðustu alþingiskosningum jók Framsóknarflokkurinn á Reykjanesi verulega við fylgi sitt og bætti við sig einum manni. Fylgi flokksins fór úi’ 13,9% í 21%. Siv sagði að markmið flokksins í næstu kosningum væri að halda þessu fylgi og vonandi bæta við til að þriðja sætið yrði að baráttusæti. Átta ungmenni tekin við hassreykingar í Hafnarfirði hassi. Unglingarnir voru handteknir og leiddir til yfírheyrslu en látnir lausir að því búnu. Kvöldið áður var gerð húsleit á öðrum stað í Hafnarfírði og þar voru sömuleiðis fjórir fíkniefnaneytendur á unglingsaldri teknir fastir. Minna fannst af hassi í fórum þeirra en á hinum staðnum en það var sömuleið- is gert upptækt og einnig áhöld til neyslunnar. LOGREGLAN í Hafnarfirði stóð átta unga fíkniefnaneytendur að verki í húsleit á tveimur stöðum í bænum um helgina. Ahöld og fíkni- efni voru gerð upptæk á báðum stöð- um. A laugardagskvöld fór lögreglan inn í blokkaríbúð í Norðurbænum og handtók fjögur ungmenni sem sátu þar að hassreykingum. Gerð voru upptæk áhöld og um 20 grömm af Siv Friðleifsdóttir 50 ár frá vígslu Fossvogskirkju Morgunblaðið/Kristján Magnússon Á LAUGARDAG var þess minnst með sérstakri hátíðar- dagskrá, að 50 ár eru liðin frá vígslu Fossvogskirkju. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti ís- lands, heiðraði vígsluminnið með nærveru sinni og Karl Sig- urbjörnsson biskup flutti ávarp og bæn. Þorsteinn Pálsson kirkjumálaráðherra flutti ávarp og prófastar Reykjavíkurpró- fastsdæma, þeir sr. Guðmundur Þorsteinsson og sr. Jón Dalbú Hróbjartsson fluttu ávarp og sáu um ritningarlestur og bæn en í upphafi athafnarinnar flutti Þórsteinn Ragnarsson for- stjóri ávarp. Við athöfnina sungu sameinaðir kórar ásamt kirkjugestum; Hljómkórinn, Kammerkór Langholtskirkju, Kór Bústaðakirkju, Schola Cantorum og Tónakórinn undir stjórn Jóns Stefánssonar. Org- anleikari var Marteinn H. Frið- riksson. Edda Björgvinsdóttir leikkona og dagskrárgerðarmaður í umræðum um málfar á útvarpsstöðvum Greiður aðgangur erlendra áhrifa að öldum ljósvakans NIÐURSTÖÐUR á athugun nemenda í hag- nýtri fjölmiðlun við Háskóla Islands á út- varpsefni í íslensku hljóðvarpi voru kynntar á málræktarþingi Islenskrar málnefndar og Út- varpsréttarnefnd á laugardag, en það var haldið í tengslum við Dag íslenskrar tungu. Edda Björgvinsdóttir, leikkona og dagskrár- gerðarmaður, sagði í umræðum eftir að niður- stöðurnar höfðu verið kynntar, að með nýju stöðvunum sem hófu starfsemi eftir að ljós- vakafjölmiðlun var gefin frjáls, hefðu erlend áhrif átt greiða leið að öldum Ijósvakans. Talsmenn háskólanema tóku fram að könn- un þeirra gæti varla talist fræðileg eða hávís- indaleg en hún gæfi þó vonandi einhverja vís- bendingu um málfar á íslenskum útvarps- stöðvum. Þann 23. október settust nemend- urnir niður, hver við sitt útvarpstæki og hlust- uðu samtals á ellefu útvarpsstöðvar í þrjá af- markaða stundarfjórðunga. Efnið var tekið upp og skráð nákvæmlega. Aðeins þrjár stöðvar villulausar Slettur og málvillur settu svip sinn á mál- far útvarpsfólks. Á þremur stöðvum heyrðust að vísu engar málvillur en engin stöð var laus við slettur sem flestar voru ensk/amerískar eða danskar. Orð eins og „dí djei“, „læf‘, „músík“ og „sjóbisness“ heyrðust í stað orð- anna plötusnúður, bein útsending o.s.frv. og orðalag eins og „ýkt speisaður“ og „lowest of ðe low“ mátti heyra milli tónlistaratriða. Málfar var mjög ólíkt milli stöðvanna ellefu og jafnvel milli þátta á hverri stöð. Þar sem markhópurinn var unglingar var gjarnan mikið slett og málfar kæruleysislegt. „Ánægjulega und- antekningu frá þessu mátti þó heyra á einni blönduðu stöðinni. Framhaldsskólanemar af Vestur- landi sáu um kvöldþátt og var tal- mál þeirra nokkuð vel undirbúið og skýrt sett fram. Þeir töluðu í átta og hálfa mínútu af fímmtán og ræddu eingöngu um íslenskan veruleika. Mál þeirra var fallegt og slettur fá- ar,“ sagði í skýrslunni, en þar kom einnig fram að talað mál á sumum stöðvunum hverfðist undarlega oft um erlendan veru- leika, oft tengdan bandarískum kvikmyndum. Á einni stöðinni mátti jafnvel heyra viðtal á ensku við Englending sem sent var út óþýtt. Setningin „Haldia mar hafi verið tensaður áþí maður?“ sem heyrðist á einni stöðinni er ekki aðeins dæmi um slettur heldur og óskýr- mæli sem áberandi var víða. „Á einni stöðinni var framburður oft mjög óskýr og á köflum svo óskýi' að varla var hægt að skilja hvað við- komandi var að segja, jafnvel þó spólað væri oft til baka og hlustað aftur og aftur. Á annarri stöð var framburðurinn kæruleysis- legur (...) og hlustandinn velti vöngum yfir því hvort hann hefði hugsanlega óvart stillt inn á útlenda útvarpsstöð." Framsögumenn tiltóku einnig dæmi um óröklega tjáningu, setningar án tenginga og óformlegt og óvandað talmál. „Þó er þetta ekki algilt, þarna voru undantekningar á, þar sem talmálið var vel undirbúið og skýrt fram sett.“ Aðstandendur könnunarinnar kváðust vilja forðast að krossfesta einstakar stöðvar eða þáttagerðarmenn og tengdu þvi dæmin ekki nöfnum umræddra stöðva sem voru: Rás eitt, Rás tvö, Bylgjan, EffEmm 95,7, X-ið, Mónó, Lindin, Gull, Klassík FM, Matthildur og Stjarnan. Niðurstöðurnar voru að lokum lagðar í dóm áheyrenda og þeir spurðir hvort þær samræmdust þeim kröfum sem þeir gera til íslensks talmáls. Engar lagaheimildir fyrir málfarslögreglu í pallborðsumræðum undii' lok málræktar- þingsins auglýsti Hreggviður Jónsson, út- varpsstjóri Islenska útvarpsfélagsins, eftir skýrari reglum um íslenskt mál í útvarpslög- um. Kvað hann ákvæðin óljós og taldi betra að fá skýrari línur og aðhald. Aðspurður um mál- far benti hann á að prófarkalesarar og mál- farsráðunautur færu yfir allan undirbúinn texta sem sendur væri út í fréttum á útvarps- og sjónvarpsstöðvum ÍÚ. Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri, undirsti'ikaði að sérstök málstefna gilti innan Ríkisútvarpsins. „Allir þeir sem sækja um stöður fréttamanna og dagskrárgerðar- manna gangast undir sérstakt próf þar sem athugað er málfar, þekkingargrunnur og framsögn," sagði Markús. Hann kannaðist ekki við að útvarpslögin væru óljós - þar kæmi fram að útvarpsstöðvar skuli stuðla að almennri menningarþróun og efla íslenska tungu. Þær skuli kosta kapps um að meiri- hluti útsendrar dagskrár sé íslenskt dag- skrárefni og dagskrárefni frá Evrópu. „En ég get ekki séð að stöð sem útvarpar tónlist allan sólarhringinn sé að vinna að eflingu ís- lenskrar tungu, það verður kannski að líta á slíkt sem undan- tekningu frá lagabókstafnum?" sagði Markús. Hann furðaði sig einnig á því að erlendum þáttagerðarmönnum skyldi vera leyft að ávarpa íslenska hlustend- ur á ensku og að hlustendur sem hringdu þyrftu að bera upp óskir sínar á enskri tungu. Taldi hann annað mál ef útsendingin væri sér- staklega ætluð útlendingum en af og frá þeg- ar markhópurinn væri íslenskur. Kjartan Gunnarsson, formaður útvarps- réttarnefndar, svaraði því til að ekkert bann lægi við öðrum tungumálum í talmiðlum fremur en það væri bannað að tala önnur tungumál í landinu enda væri slíkt brot á mannréttindum og jafnræði. „En kjarninn hér er ekki hvaða mál eru töluð heldur hvern- ig fólk vill efla íslenska tungu og það er best gert með leiðbeiningum og hvatningu. Laga- heimildir fyrir málfarslögreglu eru hins veg- ar ekki til staðar,“ sagði Kjartan og kvað það vel. Börn skortir þjálfun í talmáli Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi út- varpsstjóri á Fínum miðli, hrósaði nemendum í hagnýtri fjölmiðlun fyi'ir framtakið en benti á að könnunin hefði ekki verið vísindaleg. „Á morgnana er til dæmis meira talmál en um miðjan dag og það hefði líka verið þjóðráð að mæla lengri tíma í einu.“ Hann taldi einnig að niðurstöður hefðu orðið skýrari, hefði gi'ein- armunur verið gerður á málfari útvarpsmann- anna og viðmælenda þeirra. Guðlaugur sagð- ist ekki sannfærður um að útvarpið legði lín- urnar og almenningur tæki upp talsmáta eftir því, hann taldi unglingastöðvarnar endur- spegla ungmenningu og að þáttagerðarmenn töluðu alla jafna eins og tíðkaðist úti í þjóðfé- laginu. Greið leið erlendra áhrifa „Hvar erum við þá stödd, ef málfar út- varpsfólks er sú íslenska sem töluð er í land- inu?“ spurði Edda Björgvinsdóttir. Hún sagði mikið skorta á í uppeldiskerfinu að börn væru þjálfuð í talmáli, ekki væri nóg að kenna þeim að lesa og ski'ifa rétt mál. „Það þarf að þjálfa fólk frá unga aldri í að tjá sig fyrir framan hóp, ekki bara tveggja manna tal, heldur ættu allir að fá æfingu í að skipuleggja mál sitt og tala skýrt í annarra áheyrn.“ Edda taldi að með nýju stöðvun- um sem hófu starfsemi eftir að ljós- vakafjölmiðlun var gefin frjáls hefðu erlend áhrif átt greiða leið að öldum Ijósvakans. „Boðorðið var að vera öðruvísi en Rás eitt Rík- isútvarpsins og menn höfðu engar fyi-ii'myndir að öðrum stíl nema frá útlöndum." Hún sagði að með þessu hefði skapast hefð um ákveðinn hressileika og áherslu sem enn væru ríkjandi. Amerísk áhrif mætti ekki aðeins heyra í slett- um og umfjöllunarefni heldur einnig í blæ- brigðum framsagnar. „Haldia mar hafi verið tensaður“ „Dí djei fílar ýkt speisaða músík“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.