Morgunblaðið - 17.11.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.11.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 33 LISTIR Hvassbrýnd hæðni TÖNLIST Kirkjuhvull KAMMERTÓNLIST Blásarakvintett Reykjavíknr og Gerrit Schuil iluttu verk eftir Danzi, Beethoven, Camilleri, Ibert og Parker. Laugardagurinn 14. nóvember, 1998. ÞRIÐJU tónleikamir í hljómleika- röðinni Kammertónlist í Garðabæ, voru haldnir í Kirkjuhvoli, safnaðar- heimili Garðbæinga í Vídalínskirkju sl. laugardag og hófust þeir á kvin- tett í g-moll eftir Franz Danzi, sem aðallega er þekktur fyi-ir líflega kammertónlist en telst til minni spá- mannanna af „sinfóníkerunum" í Mannheim-skólanum, sem voru í raun upphafsmenn sinfónískra vinnubragða. Danzi (1763-1826) var sellisti en samdi, auk sinfóníski’a verk, mikið af kammertónlist og óp- erur og má þar til nefna Miðnætur- stundina og Turandot, eftir sögu Gozzi, þeirri sömu og Puccini notaði síðar meh'. Kvintett Danzi er falleg og vel samin tónlist í „Stile galante“ næn’i Mozart en þó nokkuð persón- leg hvað varðar stefgerðir og jafnvel úrvinnslu hugmyndanna. Verkið var mjög vel flutt, leikandi létt í sérlega samvh’kum leik þeiira félaga og lif- andi mótuðum einstaka einleikstón- hendingum. Næsta verk var ekki síðra í fiutn- ingi en verk Danzi, en það var Es- dúr kvintettinn fyrir píanó og fjóra blásai-a, op. 16, eftir Beethoven, saminn er hann var nýkominn til Vínar 1796 og var að hasla sér völl sem tónskáld og píanóleikari. Beet- hoven gerði sér far um að vingast við menn og samdi alls konar tónlist fyi’- ir þessa nýju vini sína, m.a. tvö stutt verk fyrh’ mandólín og píanó. Þessi kvintett er til, samkvæmt ósk nokk- urra vina Beethovens, í umritun hans fyrir píanó og þrjá strengi og munar þar furðu litlu á innihaldi verkanna. Þrátt fyi’h’ að heyra megi dvergmál persónulegi’a einkenna Beethovens, er verkið í heild, hvað snertir stíl og úrvinnslu, mjög nærri sams konar verki (K 452) eftir Moz- art, auk þess að vera í sömu tónteg- und og gert fyrir sömu hljóðfæra- skipan. Verkið var í heild glæsilega flutt, einkum þó hinn yndislegi Rondo-lokakafli, er var einstaklega fallega fluttur en þar blómstraði frá- bært samspilið hjá Gen’it Schuil og Blásarakvintett Reykjavíkur. Eftir hlé var slegið á léttari strengi og þar lék Blásarakvintett- inn The Pieasso Set (Picasso mynda- safnið) eftir Charles Camilleri, er hann samdi upp úr eigin píanólögum fyi’ir Blásarakvintett Reykjavíkur, árið 1997. Camilleri (1931) er frá Möltu og eftir nám þar stundaði hann framhaldsnám í Kanada og starfar nú í Englandi sem hljóm- sveitarstjóri og háskólafyi’irlesai’i en hefur auk þess samið þrjá píanó- konserta, orgelkonsert, þrjár óper- ur, óratoríu, messur og kammer- verk. Þetta er liðlega samið verk, þó ekki sé alveg samræmi á milli nafn- gifta hvers kafla og tónmálsins, nema helst í þeim þriðja, er heitir Hof friðarins, er var að mestu ein- leikur á horn og Joseph Ognibene lék aldeilis vel. Aðrir þætth’ verksins bera nöfn eins og Foxtrott, Gavotte, Primitif, Blues og Cicus Waltz - Reprise. Það þarf ekki að tíunda neitt sérstaklega varðandi flutning, sem í heild var mjög vel útfærður. Blues-kaflinn (Bláa tímabilið) var í raun ekki neinn blues, nema undir það síðasta og þá aðallega í horn- röddinni. Þessi kafli hófst á samleik flautu og klarinetts, er var sérlega fallega leikinn af Bernharði Wilkin- son og Einari Jóhannessyni. Þrjú smástykki, eftir Jacques Ibert, era gamlir kunningjar og þar fóru þeir félagar á kostum og fékk hver hljóðfæraleikari að njóta leikni sinnar. Lokaverkið var fimm þátta skemmtitónlist, eftir Jim Parker (1934), sem er enskur óbóleikari og tónskáld, menntaður í Guildhall tón- listarskólanum í London, áhugamað- ur um tennis, Ijóðlist og nútíma mál- aralist. Tónverkið fjallar um ýmsar stemmningar tengdar mannlífi á Nýjar hljómplötur • PIANÓ hefur að geyma gamlar hljóðritanir sem Rögn- valdur Sigurjónsson gerði fyr- ir Ríkisútvarpið árið 1958, en Rögnvaldur varð áttræður á þessu ári. A plötunni eru Ki’ómatísk fantasía og fúga eftir J. S. Bach, 1961, Wanderer fantasía eftir F. Schubert og 1973, Sonata op. 58 í H moll eftir Fr. Chopin. í kynningu segir að upp- tökutæknin hér áður fyrr hafí verið frumstæð og oftast aðeins einn tæknimaður sem hljóðritaði. Litið var því um klippingar og þess háttar og má því í vissum skilningi kalla upptökurnar „live“ spila- mennsku þar sem þær hafi verið spilaðar í einni striklotu. Þetta er önnur platan sem Japis gefur út með gömlum hljóðritunum Rögnvaldar. Fyrri platan var gefin út 1993. Útgefandi er Japis. Ríkisút- varpið sá um hljóðritun, Þórir Steingrímsson sá um DAT og Rögnvaldur sjálfur skrifar inngang á plötualbúmi. Fram- leiðandi: Sony í Austurríki. Verð: 1.999 kr. Rögnvaldur Sigurjónsson VOVKA Ashkenazy og Sigurður Bragason, Sigurður og Vovka í tónleikaferð SIGURÐUR Bragason, baríton- söngvari og Vovka Ashkenazy, píanóleikari, halda tónleika á Norðurlöndum á vegum plötuút- gáfunnar Arsis Classics. Fyrstu tónleikarnir verða í Munch-safn- inu í Osló í kvöld, þriðjudag, síð- an í Klettakirkjunni í Helsinki föstudaginn 20. nóvember og að lokum í Sívalaturni í Kaupmanna- höfn, sunnudaginn 22. nóvember. Á efnisskrá tónleikanna verða verk eftir íslensk og erlend tón- skáld. Ljósmyndir Ujuukulooqs MYMILIST IVorræna linsið, anddyri LJÓSMYNDIR Sýning á myndum Johns Hoegh. Til 18. nóvember. UJUUKULOOQS, öðru nafni John Hoegh, var Grænlendingur sem lifði frá 1890 til 1966 og bjó lengst af í bænum Qaqortoq á Grænlandi, en þar var hann járn- smíðameistari og frammámaður í bæjarfélaginu. I anddyri Norræna hússins getur að líta úiTal af ljós- myndum sem hann tók frá fyrri hluta aldarinnar af mannlífi og um- hverfí í Grænlandi, einkum heima- bæ sínum. John Hoegh var liðtækur Ijós- myndari og hann hafði næmt auga fyrir sjónarhornum. Flestar eru þær þó fremur hefðbundnar og eru fyrst og fremst skráning á fólki og umhverfi. Þær eru áhugaverðar út frá sögulegu og félagslegu sjónar- miði frekar en listrænu, enda eru þær mikilvægur vitnisburður um uppgangstíma í sögu Grænlendinga þegar efnahagurinn fer að taka við sér og þéttbýliskjarnar að byggjast upp, ekki ósvipað og hér á landi. Innan um getur að líta forvitni- legar myndir, t.d. skemmtilega mynd frá matarboði nýlendustjór- ans Pouls Ibsen frá 1913, hvalskurði frá 1929, vígslu minningarbrunnsins í Qaqortoq frá 1932. Nokkrir ís- lendingar hafa slæðst inn á myndir Hoeghs, og einnig hefur hann tekið tvær athyglisverðar myndir af rúst- um kirkjunnar á Hvalsnesi, skammt frá Qaqortoq, en hún er frá tímum norrænna manna. Ef menn hafa áhuga á græn- lenskri sögu og heimildaljósmyndun frá fyrri hluta aldarinnar á norður- slóðum, þá er ástæða til að gera sér fer í Norræna húsið. Aðrir sem eiga leið um anddyi’ið og kaffistofuna ættu að staldra við og hverfa aftur í tímann með Jóni Hoegh, Ujuuku- looqs. Gunnar J. Árnason fljótabátum þeim er sigldu á Miss- issippi-fljótinu í byrjun 20. aldar. Verkið er léttilega samið, þó nokkuð gæti þeirrar firðar, sem hlýtur að hindra evrópumann í að túlka hið sérstæða líf svartra manna á fljóta- bátunum á Mississippi. Ymislegt skemmtilegt gat þar að heyra og þá sérstaklega minningalagið um söng- konuna Bessie Smith, sem er hug- næm tónlist. Leikur þehra félaga var aldeilis glæsilegui’ og viðbót við þá, sem fyrr var getið, áttu Daði Kol- beinsson óbóleikari og Hafsteinn Guðmundsson fagottleikari sínar vel mótuðu sólóstrófur og þeir svo allir sinn þátt í einstaklega skemmtilegu samspili, er endaði með svolitlu sprelli, skemmtilega útfærðu, í síð- asta kaflanum, þar sem heyra mátti alls konar eftirlíkingar á dýi’ahljóð- um, líklega hljóðum þeirra mállausu farþega, sem gjarnan voru fluttir með fljótabátunum. Sem aukalag fluttu þeh' með glæsibrag svo nefndan Sirkus-polka, eftir Shostakovits, sem er sérlega gamansamt verk, þó það sé eftir höf- und sem annars var mjög alvörugef- inn. Þess vegna er þetta verk í raun „tragíkómískt“, því að baki gaman- seminnar býr þung ásökun og hvass- brýnd hæðni. Þetta voru mjög skemmtilegir tón- leikar, þar sem leikið var með klass- íska fegurð, er átti sínar stóru stund- ir í frábærum samleik Gerrit Schuil og Blásarakvintettsins, í Es-dúr pí- anókvintett Beethovens, og svo gam- ansemina, sem var áhrifamest í smá- verkunum eftir Ibert en þó sérstak- lega hinu háðska aukalagi, eftir meistara Shostakovits. Jón Ásgeirsson Bókmennta- kvöld í Þjóðleik- húskj allaranum BÓKMENNTAKVÖLD verður haldið í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld kl. 20.30. Heiðursgestur kvöldins verður Roddy Doyle, einn þekktasti núlif- andi rithöfundur Ira. Nýlega kom út verðlaunabók hans Paddy Clar- ke ha, ha, ha! Fyrir hana hlaut hann Booker-verðlaunin. I fyrra kom út á íslensku bók hans Konan sem gekk á hurðir. Einnig verður lesið úr eftirtöld- um nýjum skáldverkum: Smá- sagnasafni Þórarins Eldjárns: Sérðu það sem ég sé. Verðlauna- sögu Sindra Freyssonar: Augun í bænum. Verðlaunasögu Bjarna Bjarnasonar: Borgin bak við orðin. Nýju sagnasafni Matthíasar Jo- hannessens: Flugnasuð í far- angi’inum. Skáldsögu Jónasar Kristjánssonar: Veröld víð og skáldsögu Arnaldar Indriðasonar: Dauðarósir. SúivfiiLsvÍMiir Karin Herzog • viuna gegn öldrunareinkeimum • enduruppbyggja liúðina • vinna á appelsínulmd ng sliti • vinnu ú uiiglingabúluni • viöhulda ferskleika liúðarinnar Ferskir vindar í umhirðu húðar Ráðgjöf og kynning íVesturbæjar Apóteki, í dag kl. 14-18 Kynningarafsláttur Van Gogh- sýningu lok- að vegna verkfalls París. Reuters. __ STARFSFÓLK í Orsay-listasafn- inu í París ákvað um helgina að halda áfram í verkfalli, sem staðið hefur í viku. Eru dyr safnsins því lokaðar en þar á að standa yfir sýn- ing á 85 verkum Vincents van Goghs og Jean-Francois Millet, sem var lærifaðir hans. Með verk- fallinu vill starfsfólkið mótmæla launum og vinnuaðstöðu í safninu. Stjórn safnsins hefur boðið starfsfólkinu launahækkun, en tals- menn starfsmanna vísuðu henni á bug og sögðu um smáaura að ræða. Sýningin yrði lokuð að minnsta kosti fram í miðja þessa viku. Starfsmennirnir hafa farið fram á 1.600 franka launauppbót, um 20.000 kr„ vegna álagsins sem mik- ill og stöðugur straumur gesta veldur. Því neitar safnstjórnin en mikill þrýstingur er á hana að leysa málið enda nemur tap safnsins vegna lokunarinnar milljónum franka. Millet- og Van Gogh-sýningin var opnuð í september sl. og á að standa fram í janúar. Er inntak hennar landslagsmyndir Millets og þau áhrif sem þær höfðu á verk van Goghs. Toyota Corrola STW, 1,6, árg. ‘98. Ekinn 14 þ. km, grænn, 5 g, verð kr. 1.390.000. ATH. skipti. BMW 735IL, árg. ‘90. D-blár, einn með öllu, listav. kr. 1.790.000, okkar verð kr. 1.350.000. Volvo V40, 1,6, árg. ‘98. Nýr bíll, ekinn 0 km, d-blár, 5 g, verð kr. 1.990.000. MMC Lancer 4WD STW, árg. '97. Ekinn 25 þ. km, hvítur, 5 g, verð kr. 1.590.000. ATH skipti. Renault Mégane Berline 1,6, árg. ‘97. Ekinn 42 þ. km, rauður, 5 g, verð kr. 1.150.000. ATH. skipti. Toyota Landcruiser VX disel, árg. ‘93. Ekinn 147 þ. km (ný vél), d-grár ssk., verð kr. 3,290.000, áhv. bílalán. ATH skipti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.