Morgunblaðið - 17.11.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 43
HESTAR
kom í máli hans að hann teldi dóm-
störfín hyrningarstein leiðbeining-
arþjónustunnar og svo hefði verið
frá því farið var að dæma hross og
með henni væri vegið að sér sem
hrossaræktarráðunauti.
Mikil eining ríkti hinsvegar um
að hvetja stjórn félagsins til að hafa
forgöngu um að komið verði á fót
samstarfsverkefni um rannsóknir á
sumarexemi í íslenskum hrossum
með styrk frá ft’amleiðnisjóði,
Stofnverndarsjóði og öðnim hags-
munaaðilum og rannsóknarsjóðum.
Þá skoraði fundurinn á stjórn fé-
lagsins, stjórn Dýralæknafélags Is-
lands og yfirdýralæknisembættið að
upplýsa hestamenn um lög um smit-
sjúkdóma og varnir gegn þeim og
hvaða viðbragðsáætlun er til staðar
af hálfu yfírvalda berist smitsjúk-
dómar til landsins.
Sömuleiðis var þeim fyrirmælum
beint til yfirdýi'alæknisembættisins
að hefja skipulega skráningu á heil-
brigðisupplýsingum sem koma fram
við söluskoðun á hrossum og nýta
mætti til rannsókna á sjúkdómum.
Samþykkt var lagabreyting þar
sem meðal annars er gert ráð fyrir
að aðalfundur félagsins geti staðið í
tvo daga ef þurfa þykir. Þá var
stjórn félagsins hvött til að taka
frumkvæði í að breyta ímynd
hrossaræktar í samstarfi við Land-
græðsluna og Landssamband hesta-
mannafélaga.
Vegna nýútkominnar skýrslu
Hagþjónustu landbúnaðarins telur
fundurinn brýnt að unnið verði
markvisst að aukinni hagkvæmni ís-
lenskrar hrossaræktar í samvinnu
við stjórnvöld og hagsmunaaðila. I
atriða- og áhersluskrá kemur meðal
annars fram að grisja þurfi hrossa-
stofninn á þeim svæðum þar sem
fjöldi hrossa er orðinn umfram beit-
arþol landsins og landnotendum
verði bent á leiðir til úrbóta í hverju
tilfelli fyrir sig.
Þá fagnaði fundurinn því að í
frumvarpi til fjáraukalaga skuli
gert ráð fyrir fjárframlagi til
markaðsmála í hrossarækt og
stjórninni var falið í annarri tillögu
að afla þeirra tekna sem nauðsyn-
legar eru til að geta haldið uppi
eðlilegri starfsemi, öflugu mark-
aðsstarfi og þjónustu við félags-
menn sína.
Bændasamtökin og fagráð var
hvatt til að lögleiða notkun reið-
hjálma í sýningu kynbótahrossa. í
nefnd var tillögunni breytt þannig
að í stað lögleiðingar átti að hvetja
til notkunar hjálma. Birna Hauks-
dóttir í Skáney brást þá hart við og
kom með breytingartillögu sem var
samþykkt.
Fundurinn skoraði á Norðvestur-
bandalagið sem rekur sláturhúsið á
Hvammstanga að auka afköst í
slátrun hrossa. Einnig var stjórn fé-
lagsins falið að beita sér fyrir að
fleiri sláturhús fái leyfi til að slátra
hrossum á Evrópumarkað. Fram
kom að sláturhúsið á Hvammstanga
annar ekki eftirspum en víða er
löng bið með að koma hrossum í
slátrun. Einnig var því beint til
stjórnar að hún kannaði hvort
mögulegt sé að afsetja hross og
senda til Rússlands þaðan sem ósk-
að hefur verið efth- matvælaaðstoð.
Athygli vakti að fundurinn fjall-
aði ekki um væntanlegar breytingar
á kynbótadómum hrossa eins og til
dæmis það að fet verði tekið upp og
fieira. Fram kom að vegna mistaka
eða misskilnings voru þessar hug-
myndir ekki lagðar fyrir fundinn.
Hinsvegar var samþykkt tillaga þar
sem segir að allar fýrirhugaðar
breytingar fagráðs á dómstiga kyn-
bótahrossa og framkvæmd kyn-
bótadóma séu skilyrðislaust til um-
ræðu á aðalfundum Félags hrossa-
bænda.
Félag hrossabænda hefur undan-
farin tvö ár verið rekið með tapi og
bera allar samþykktir þess glögg
merki þar sem mestmegnis er um
að ræða áskoranir og tilmæli til ým-
issa aðila. Kom fram í tali margra
fundarmanna að mjög væri brýnt að
fá aukið fjármagn til ráðstöfunar á
vettvangi félagsins.
Glöggt mátti sjá á fundinum að
kynslóðaskipti hafa átt sér stað hjá
Félagi hrossabænda eins og LH.
Mikill meirihluti fundarmanna er af
yngi-i kynslóð en konur hinsvegar í
miklum minnihluta. Gömlu jaxlamir
horfnir af sjónarsviðinu og unga
fólkið tekið við.
Valdimar Kristinsson
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Þeir bestu af mörgum góðum
Á EFRI myndinni er ræktunarmaður ársins 1998 Jón Bergsson ásamt syni sínum Bergi sem verið hefur
virkur í starfinu með föður sinum. Á þeirri neðri hampar Sigurður Sigurðarson Alsvinn gripnum sem knapi
ársins fær til varðveislu í eitt ár.
Kristinn Guðnason kjörinn formaður Félags hrossabænda
Öflun fjár og markaða
mikilvægustu verkefnin
„STÆRSTA verkefni stjómar Fé-
lags hrossabænda um þessar
mundir em tvímælalaust mark-
aðsmálin og er ég þá að tala um
bæði markað iyrir lífhross og slát-
urhross. Þetta era nátengdir hlut-
ir því með fækkun hrossa léttir
mjög á þeirri spennu sem nú er í
greininni og verður hugsanlega þá
svigi-úm til að fá hærra verð fyrir
hrossin. Það er ekki hægt að horfa
framhjá þeirri staðreynd að við er-
um að veltast með mikið af léleg-
um reiðhrossum og óheppOegum
hrossum fyrh' markaðinn sem
þýðir aukið framboð og lægra
verð,“ sagði Kristinn Guðnason í
upphafi þegar hann var tekinn tali
eftir að hafa verið kjörinn formað-
ur félagsins.
Getum stóraukið
reiðhestasölu
„Við getum stóraukið reiðhesta-
markaðinn ef hægt er að bjóða
upp á réttu hestgerðina í ríkari
mæli. Það vantar meira af þessum
þæga og gangörugga gallalausa
hesti. Við eram með mikið af
ágætis hestum sem við vitum að
leggjast í skeiðtölt fari viðvaning-
ar að ríða þeim en era prýðilegir
hjá þeim sem kunna réttu tökin.
Þessir gangöraggu hestar sem
era traustir og öraggir seljast all-
h* á augabragði. Eftirspurnin eftir
þeim er mikil en verðið á þeim
ekki í réttu hlutfalli við það. Þama
virðist markaðslögmálið ekki
vh-ka eðlilega."
Þá sagði Kristinn að Félag
hrossabænda væri ekki gömul
samtök í núverandi mynd sem
Bergur Pálsson fráfarandi for-
maður væri búinn að stýra í
gegnum fyrsta árið eftir samein-
ingu. Taldi Kristinn að hann
þyrfti að halda áfram verki Bergs
við að fá aukið fjármagn til ráð-
stöfunar á vettvangi felagsins en
hann hefði unnið mjög ötullega í
þeim efnum. „Vettvangur félags-
ins er afar fjölbreyttur og eins og
sjá má af reikningum er fjárþörf-
in mikil. Það vantar til dæmis
mikið fjármagn í markaðsöflun-
ina og raunin hefur verið sú að
við höfum verið að deila þessum
fáu krónum sem við höfum til
ráðstöfunar í of marga hluti en
það var meðal annars samþykkt
hér á fundinum að hafa viðfangs-
efnin færri sem fénu er deilt í,“
sagði Kristmn.
Lausn sumarexem-
vandans lífsspursmál
„Þá er lausn sumarexemvand-
ans að ég vil meina lífsspursmál
fyrir hrossaræktendur á íslandi.
Mér sýnist vinna við rannsóknir á
sumarexemi víða komin vel af
stað og þurfum við að styðja vel
við bakið á þeim með þeim hætti
sem við best getum. En svo ég
víki aftur að hrossasölunni þá tei
ég brýnt að huga einnig að innan-
landsmarkaði. Hann má vafalaust
eíla og á aðalfundinum var
einmitt tillaga þar sem hvatt er
til að myndaður verði starfshóp-
ur er hafi það hlutverk að efla
hlut hestamennsku í námi grann-
skólabarna. Segja má að nú sé
lag að auka áhuga fyrir hesta-
mennsku því aðstaða hefur verið
stórbætt víða með reiðhallabygg-
ingum, víða sé hestamennska
raunverulegur kostur í fram-
haldsskólum og Landsmót verður
haldið í Reykjavík árið 2000 og
má vafalaust nota þann meðbyr
og það jákvæða viðhorf sem
borgaryfirvöld sýna hesta-
mennskunni til að auka áhug-
ann,“ sagði Kristinn.
Aðspurður um tillögu þeirra
Sunnlendinga sem samþykkt var,
þar sem þeim tilmælum fundarin.s
var beint til fagi'áðs og Bænda-
samtakanna að endurskoðaðm’
verði starfsvettvangur hrossa-
ræktaraáðunauta með það í huga
að aðskilja dómstörf frá öðram
störfum ráðunautanna sagði
Ki-istinn að hér væri sett fram sú
hugmynd að hrossaræktarráð-
nautur BI komi ekki að dómum.
„Það er ekki endilega skoðun okk-
ar að þetta fyrirkomulag sem
nefnt er í tillögunni sé það sem
koma skal. Starf hrossaræktar-
ráðunauts er mjög mikilvægt starf
og þarf að vera í stöðugri endur-
skoðun. Það er full þörf á umræðu
um þessi mál. Menn mega heldur
ekki persónugera slíka umræðu
og gera stórmál úr. En auðvitað
eigum við að vel athuguðu máli að
koma þessum breytingum á ef
þær þykja henta og telji menn að
það verði til bóta.“
Erum að falla á tíma
„Eg lít svo á að við höfum enn
möguleika á að bregðast við hvað
varðar offjölgun hrossa í landinu,
áður en til niðurskurðar kemur en
það þarf skjót handtök, því við er-
um að lenda í tímahraki. Mín til-
finning er sú að færri hryssum
hafi verið haldið í ár en undanfar-
in ái' sem þýðir að sjálfsögðu að
fæm folöld fæðast næsta sumar.
Aðsókn var almennt minni í hesta
á vegum Hrossaræktarsamtaka
Suðurlands en verið hefur og mér
þykh' líklegt að svo sé víðar farið.
Nátengd þessu máli era land-
vemdarmálin en of mikið hefur
verið gert úr ofbeit vegna mikils
fjölda hrossa. Þetta era staðbund-
in vandamál sem nú þegar hefur
verið tekið á allvíða.“
Aðspurður um áherslubreyt-
ingar sagðist Kristinn ekki vera
farinn að velta því fyrir sér á
þessari stundu þar sem kjör hans
í stöðu formanns hefði borið frek-
ar bi'átt að. „Auðvitað verða alltaf
einhverjar áherslubreytingar
með nýjum mönnum,“ svaraði
Ki-istinn.
Þá var hann spurður hvoi’t
hann hygðist halda áfram for-
mennsku í Hrossaræktarsamtök-
um Suðurlands en rúmlega eitt
ár er í stjórnarkosningar hjá
samtökum?
„Eg get ekki sagt til um það á
þessari stundu en auðvitað gæti
komið til þess að ég myndi segja
af mér formennsku þar og raunar
mjög líklegt að svo verði,“ svar-
aði Kristinn.
En hvert er viðhorf Kristins
Guðnasonar til Kristins Huga-
sonar hrossaræktarráðunautar
eftir ummæli hins síðamefnda í
útvarpsþætti á Rás 1 á laugar-
dag?
Fokið í flest skjól
hjá ráðunautnum
„Eg get ekki annað séð en
hann hafi flutt mjög öfluga lík-
ræðu yfir sjálfum sér sem
hrossaræktarráðunauti. Kristinn
Hugason hefur fram að þessu átt
traust bakland meðal Sunnlend-
inga í því ölduróti sem um hann
hefur leikið en nú má segja að
fokið sé í flest skjólin hjá honum
eftir það sem hann sagði í viðtal-
inu. Ummæli hans eru með þeim
hætti að hestamenn munu vart
sætta sig við þau. Þegar hrossa-
ræktarráðunautur er búinn að fá
nóg af hestamönnum er orðið lít-
ið fyrir hann að gera.“
Aðspurður hver hafi verið hans
þáttur í meintri aðför að sitjandi
formanni, Bergi Pálssyni, sagði
Kristinn að hann hafi ekki verið
annar en sá að gefa sig falan til
starfans þegar honum hafi verið
ljóst hversu mikil andstaða var
við áframhaldandi setu hans i for-
mannsstóli. Aldrei hafi staðið til
að hann færi í kosningar á móti
Bergi. „Það er vissulega leiðin-
legt að þetta skuli hafa borið svo
brátt að en hitt er fyrir löngu
ljóst að ekki ríkti fullur einhugur
um formennsku hans,“ sagði
Kristinn að endingu.