Morgunblaðið - 17.11.1998, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Reuters
BANDARÍSKUR sjóliði um borð í flugmóðurskipinu USS Eisenhower
undirbýr flugskeyti fyrir skot á laugardag, skömmu áður en fyrirskip-
aðar loftárásir á írak áttu að hefjast. Áhöfnin fékk á síðustu stundu
skipun um að fresta árásum í sólarhring.
Arás afstýrt á
síðustu stundu
Lundúnum. Reuters.
ÁRAS Bandaríkjamanna og banda-
manna þeirra á Irak var afstýrt á
síðustu stundu um helgina. Hér á
eftir fer lýsing á gangi atburða í
réttri tímaröð.
Föstudaginn 13. nóvember gerir
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, lokatilraun til
að fá Saddam Hussein, forseta
íraks, til að falla frá ákvörðun sinni
um að írakar hættu öllu samstarfi
við vopnaeftirlitsmenn SÞ. Bill
Clinton Bandaríkjaforseti fyrirskip-
ar hernum að láta til skarar skríða.
Laugardaginn 14. nóvember eru
sprengjum hlaðnar orustuþotur á
flugmóðurskipinu USS Eisenhower í
viðbragðsstöðu. Einni klukkustund
áður en þær áttu að fara í loftið
frestar Clinton árásinni um sólar-
hring. Þetta var um klukkan eitt eft-
ir hádegi að íslenzkum tíma.
írakar senda öryggisráði SÞ
tveggja síðna langt bréf, þar sem
þeir bjóða að heimila vopnaeftirlits-
mönnum að hefja aftur störf í Irak,
en bréfinu fylgir tveggja síðna við-
auki, sem að mati Bandaríkja-
manna setti of marga fyrirvara.
Sandy Berger, einn öryggismála-
ráðgjafa Clintons, hafnar tilboði
Iraka formlega skömmu eftir kl.
átta að kvöldi.
Tuttugu mínútum yfir miðnætti á
laugardagskvöld, þ.e. þegar komið
er fram á sunnudaginn 15. nóvem-
ber að íslenzkum tíma, berst Hvíta
húsinu annað bréf Iraka til öryggis-
ráðs SÞ, þar sem þeir bjóða að taka
aftur upp samstarf við vopnaeftir-
litsnefndina skilyrðislaust. Clinton
ráðfærir sig símleiðis við Tony Blair,
forsætisráðherra Bretlands, og
Jacques Chh’ac, forseta Frakklands.
Rétt eftir kl. átta að morgni
sunnudagsins afturkallar Clinton
árásarskipun sína, eftir að _ hafa
ákveðið að taka tilboði Iraka.
Orustuflugvélar Bandaríkjahers
bíða á flugbraut flugmóðurskipsins
með hreyflana í gangi á meðan
Clinton flytur ávarpið þar sem hann
tilkynnir þetta, en hermennirnir
fylgjast með í beinni sjónvarpsút-
sendingu. Clinton segir Bandaríkja-
menn tilbúna að láta til skarar
skii'ða hvenær sem er unz Irakar
hefðu sýnt svo ekki verði um villzt
fram á að þeir hlíttu samþykktum
öryggisráðsins. Hann hvetur til þess
að ný ríkisstjórn taki við völdum í
Bagdad, sem „helgi sig friði“, og
segir að bandarísk stjórnvöld muni
efla aðgerðir af sinni hálfu til að
þetta markmið náist.
Frekari uppbygging bandarísks
herafla við Persaflóa og tilflutningur
hergagna þangað er stöðvaður.
I gær, mánudaginn 16. nóvember,
greinir talsmaður SÞ frá því að 84
manna hópur vopnaeftirlitsmanna
muni halda aftur til íraks í dag,
þriðjudag. Irösk dagblöð fordæma
Clinton fyrir ákall sitt um stjórnar-
skipti í Bagdad og segja það hroka-
fulla ögrun.
Lúsjkov stofnar
slj órnmálasamtök
Moskvu. Reuters.
BORGARSTJÓRINN í Moskvu,
Júrí Lúsjkov, tilkynnti í gær að hann
hygðist stofna
stj órnmálahreyf-
ingu. Hann neitaði
hins vegar að veita
ákveðið svar við
spurningunni um
hvort hann hygðist
hella sér út í for-
setaslaginn árið
2000 en gengið
hefur verið út frá
því sem vísu síð-
ustu vikur að hann bjóði sig fram í
forsetakosningunum.
Lúsjkov kveðst ætla að stofna
stjórnmálahreyfingu, „Föðurland",
sem muni „tileinka sér allt rökrétt
frá vinstri[flokkunum] og allt rökrétt
frá hægri[flokkunum]“ og að hreyf-
ingin muni „forðast allra róttækni til
hægri og vinstri". Hreyfingin verði
fylgjandi því að lögmál markaðsins
ríki en að hún styðji virka þátttöku
ríkisins í efnahagsmálum. Á meðal
flokka sem boðin hefur verið aðild að
hreyfingu Lúsjkovs er samband
óháðra verkalýðsfélaga, og samtök
fyrrverandi hennanna, „Bræðralag í
vopnum".
Lúsjkov ítrekaði að hann hefði
ekki enn tekið ákvörðun um framboð
en kvaðst fylgjast náið með stjórn-
málaþróuninni. Sagðist hann myndu
blanda sér í baráttuna ef fram kæmu
„frambjóðendur sem væru hættuleg-
ir framtíð Rússlands“.
Júrí
Lúsjkov
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 2 7
alltof
GREINILEG
ssm
Thomson samsteypan er fjórði
stærsti framleiðandi raftækja
í heiminum og eru vörumerki hennar
Thomson, General Electric, Proscan, RCA,
Saba og Telefunken.
Thomson er leiðandi í framleiðslu sjónvarps-,
myndbanda- og hljómtækjabúnaðar.
Fyrirtækið var meðal annars fyrst til að
innleiða DVD spilara og plasmatækni
en sú tækni er undirstaða fyrir
þynnri og fyrirferðarminni skjái.
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
Dreifing: Tæknival, heildsala