Morgunblaðið - 17.11.1998, Qupperneq 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
PltrgtwWnlíili
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
PRÓFKJÖR í
REYKJANES-
KJÖRDÆMI
PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi,
sem fram fór sl. laugardag, sýnir mikinn styrk Sjálf-
stæðisflokksins í kjördæminu. Rúmlega 12.200 manns tóku
þátt í röðun frambjóðenda í efstu sæti listans. Það er um-
talsvert meira en aðstandendur prófkjörsins reiknuðu með.
Þátttakan speglar ekki síður styrkleika þeirra, sem tókust
á um efstu sætin. Hins vegar er umhugsunarefni, ef rétt er,
að umtalsverður fjöldi stuðningsmanna annarra flokka hafi
tekið þátt í prófkjörinu.
Þrír einstaklingar gáfu kost á sér í forystusæti listans.
Keppni þeirra í milli var allhörð, en niðurstaða er ótvíræð.
Stuðningur við hvern og einn þeirra var á hinn bóginn það
afgerandi og mikill að allir geta þeir vel við unað.
Hlutur kvenna í prófkjörinu vekur athygli. I fimm efstu
sætum, sem talin eru örugg, sitja tvær konur. I sjö efstu
sætum sitja þrjár konur. Þegar þess er gætt að 6. sætið
verður baráttusæti má ætla að þær taki allar meiri og
minni þátt í þingstörfum á næsta kjörtímabili. Þessi niður-
staða gefur konum byr í segl við niðurröðun á framboðs-
lista í öðrum kjördæmum.
Prófkjör hafa bæði kosti og galla. Þau eru ótvírætt lýð-
ræðislegasti kosturinn við röðun á framboðslista; stuðn-
ingsmenn flokkanna ráða milliliðalaust samsetningu fram-
boðslista. Þau kalla á hinn bóginn á nokkur innbyrðis átök í
stjórnmálaflokkum, sem geta skilið eftir sár, ef illa tekst til.
I auglýsingasamfélagi okkar tíma er og hætt við að kostn-
aður geti farið úr böndum. Atök og kostnaður, sem fylgir
prófkjörum, kann síðan að valda því að hæfir einstaklingar
draga sig til hlés í stjórnmálum. Augljóst er, að verulegir
fjármunir hafa verið lagðir í prófkjörsbaráttuna nú eins og
stundum áður.
Hvert prófkjör kallar á umræður og vangaveltur um
hvort þessi aðferð við val frambjóðenda sé komin út fyrir
eitthvað, sem kalla má eðlileg mörk. Færa má rök fyrir því,
að svo sé. A hinn bóginn hefur engin betri aðferð verið
fundin til þess að tryggja lýðræðislegt val frambjóðenda.
Það er auðvitað hugsanlegt að sníða megi verstu agnúana
af prófkjörum með samkomulagi á milli frambjóðenda, en
þó er alltaf hætta á að slíkt samkomulag haldi ekki, þegar á
reynir. En hvað sem þeim umræðum líður er niðurstaðan
sterkur framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjör-
dæmi við alþingiskosningar að vori.
MENNING OG VIÐSKIPTI
MENNING og viðskipti eru tvö nátengd hugtök. Menn
eiga ekki svo viðskipti að menningarleg áhrif íylgi ekki
með. Viðskipti og aukin menningaráhrif hafa þekkingu í för
með sér, þjóðir kynnast og skilningur eykst. Því á síður að
vera hætta á menningarlegum átökum og óvild, ef viðskipti
þjóða eru eðlileg og menningarlegt flæði milli þeirra einnig.
Þekking þjóða hverra á annarri eykur líka víðsýnið og er
oftast, ef ekki alltaf, lykillinn að blómlegum viðskiptum
þeirra í milli.
Við fornleifauppgröft t.d. í Jórvík á Englandi hefur kom-
ið í Ijós að víkingarnir fóru ekki bara ránshendi um lendur
Englands eins og gjarnan er getið í íslendingasögunum,
heldur voru þeir einnig kaupmenn, sem komu til landsins í
friðsamlegum tilgangi og til þess eins að eiga viðskipti,
kaupa og selja vöru. Þeir fluttu með sér menningu sína og
áhrif og þjóðirnar kynntust.
Lýsi hf. hefur á undanförnum misserum verið að hasla
sér völl í Kína og í síðastliðnum mánuði stóð fyrirtækið fyr-
ir kynningarfundum á markaðsvöru sinni þar eystra í
þremur stórborgum, Beijing, Shanghai og Dalian. Kína er
markaður, sem er gífurlega stór eins og gefur að skilja og
er því mikils verður markaður fyrir Island og Islendinga.
Þekking og skilningur á menningu þjóða er lykillinn að
velgengni á erlendum mörkuðum, sagði í samtali, sem
Morgunblaðið átti við Baldur Hjaltason, framkvæmda-
stjóra Lýsis hf., í Morgunblaðinu nýlega. Þetta er mergur
málsins, því að hægt er að eyða gífurlegum fjármunum til
einskis í kynningarstarf, sé ekki fyrir hendi þekking á þeim
markaði, sem selja á vöruna á. Oft hafa menn hrapað að því
að búa vöruna svo út sem þeim sjálfum líki, í stað þess að
setja sig í spor kaupandans og selja vöruna í því formi, sem
hann myndi helzt kjósa. Þannig er þekking á kröfum mark-
aðarins nauðsynleg til þess að unnt sé að ná þar einhverjum
árangri.
Minna um jarðhræringar í Ölfusi
Grunnskóla-
börnin sýndu
rétt viðbrögð
Jarðhræringar hafa valdið umtalsverðum
skemmdum hjá nokkrum húseigendum í
Ölfusi og innanstokks í Hveragerði. Blaða-
menn Morgunblaðsins voru þar á ferð
um helgina og í gær til að skoða skemmdir
og heyra af viðbrögum fólks.
BAKVAKT verður hjá al-
mannavamanefndum í
Hveragerði og Ölfus-
hreppis og vakt er áfram á
Veðurstofu Islands vegna jarð-
skjálftanna sem verið hafa í Ölfusi
og Hveragerði síðan á föstudag.
Nokkuð hefur dregið úr skjálfta-
virkni á svæðinu, segir í frétt frá Al-
mannavörnum ríkisins.
Einar Mathiesen,
bæjarstjóri í Hvera-
gerði, segir að eftir að
hafa ráðfært sig við sér-
fræðinga Veðurstofunn-
ar hafi almannavarna-
nefndirnar ákveðið að
aflétta sérstökum við-
búnaði og vakt í stjórn-
stöð en að nefndarmenn
og aðrir lykilmenn
vegna hugsanlegra að-
gerða verði áfram á
bakvakt. Hann segir al-
mannavamanefndir
hittast næst þegar til-
efni gefst til og ef hrær-
ingar halda áfram.
„Þetta fór í sjálfu sér
allt frekar rólega fram hjá okkur,
við þurftum að taka utan um nokkra
nemendur og hugga þá á föstudag
og mönnum bregður eðlilega en við
erum líka vön svona hrinum þótt
þessir kippir hafi verið óvenju harð-
ir,“ sagði Guðjón Sigurðsson, skóla-
stjóri í grunnskólanum í Hvera-
gerði, í samtali við Morgunblaðið í
gær þegar hann var spurður um
jarðhræringarnar og viðbrögð við
þeim.
Guðjón og Þorsteinn Hjartarson
aðstoðarskólastjórí ræddu við Morg-
unblaðsmenn og sögðu þeir rætt
reglulega um jarðskjálfta og áhrif
þeirra í skólanum. „Við ræðum þessi
mál einu sinni á ári í hópi kennara,
förum yfir hugsanlega hættu og við-
brögð við jarðskjálftum, og síðan
ræða kennarar málið í sínum bekkj-
um,“ sagði Guðjón. Alls eru um 350
nemendur í skólanum, kennarar eru
29 og nokkrir aðrir starfsmenn.
Á laugardeginum var námskeið
fyrir nemendur og foreldra í skólan-
um, einmitt þegar einn kippurinn
kom yfir. Þeir sögðu mestu truflun-
ina hafa verið vegna hávaða í lausum
vegg sem glamraði í sal skólans en
þar er um bráðabirgðavegg að ræða
sem á eftir að tengjast öðrum vegg
og millilofti. Sögðu þeir þó enga
hættu hafa stafað af þessum titringi.
Fjöllum reglulega um
viðbrögð við jarðskjálftum
Þorsteinn sagði börnin hafa sýnt
rétt viðbrögð þegar skjálftinn reið
yfir á föstudagsmorgninum enda
stutt síðan í'arið hefði verið með
þeim yfir viðbrögð við jarðskjálftum.
„Þau fóru undir borð eins og ráðlagt
hefur verið og dokuðu þar við. Þá
stóðu reyndar yfir próf í einhverjum
bekkjunum og mátti sjá hvar sumir
teygðu hendurnar upp á borðið og
ná í prófverkefnið til að hægt væri
að halda áfram vinnunni undir borði
- það þurfti ekkert að hætta þótt
jörðin titraði!" sagði Þorsteinn.
Hann sagði nemendur þekkja rétt
viðbrögð og það væri mikilvægast að
menn héldu ró sinni en æði ekki af
stað. Þeir Guðjón nefndu að vegna
aðstæðna í Hveragerði, nálægðar við
hverasvæði og jarðhitann, væri hægt
að hafa lifandi kennslu í náttúru-
fræði og var t.d. farið í
haust í göngu upp úr
Reykjadal og framhjá
Skarðsmýrarfjalli þar
sem hægt var að sjá
nýjar sprungur og um-
merki eftir skjálfta á
þeim slóðum í sumar.
Verkfræðingar frá
Verkfræðistofnun Há-
skólans skoðuðu skól-
ann á sunnudag og sagði
Guðjón skólastjóri að
engar skemmdir hefðu
fundist nema að ein
rúða hefði brotnað. Þá
féll einn ljósarammi
niður í eldri hluta hús-
næðisins og sagði Guð-
jón að ákveðið væri í
framhaldi af því að skipta um þá
ramma. Hann sagði að í fyrra hefði
verið gripið til þeirra fyrirbyggj-
andi aðgerða að setja öryggisfílmu
á stórar rúður í skólabyggingunni
enda þótt talið væri samkvæmt
stöðlum að þær rúður ættu ekki að
brotna. Skólastjórinn sagði að í
gærmorgun hefðu kennarar rætt
við nemendur og hann gekk sjálfur
í elstu bekkina:
„Við ræddum almennt við nem-
endur og upplýstum um þá niður-
stöðu verkfræðinganna að byggingin
hefði ekki skemmst og þannig reyn-
um við að halda öllu sem eðlilegustu
enda þekkja nemendur þetta ástand
og halda ró sinni,“ sagði Guðjón og
Þorsteinn nefndi að menn hefðu
kannski heldur meiri vara á sér
gagnvart börnum sem væru ein
heima dagstund og reyndu að hafa
þær stundir sem stystar. „Þetta hef-
ur hins vegar einhver áhrif, það er
erfiðara að einbeita sér í prófum og
menn eru mikið með hugann við
þetta núna en það líður frá um leið
og um hægist," sögðu þeir skóla-
menn að lokum.
Langharðasti
skjálftinn
íbúðarhúsið á Bakka í Ölfusi
stórskemmdist í jarðskjálftanum
um nónbil á laugardag. Jarðskjálft-
inn, sem mædist 4,7 á Richter átti
upptök sín rétt fyrir sunnan Þurá í
Ölfusi. Af frásögn Hvergerðinga,
sem Morgunblaðið heimsótti á
laugardag, mátti ætla að skjálftinn
hefði verið afar kröftugur. Hver-
gerðingar eru ýmsu vanir, en lík-
legt má telja að vegna nálægðar við
upptök skjálftans hafi áhrifa hans
gætt eins áþreifanlega og raun bar
vitni.
Engilbert Hannesson, ábúandi að
Bakka, var fjaiverandi þegar
skjálftinn reið yfir og kom því að
Engilbert Hannesson,
ábúandi á Bakka.
og Hveragerði er
ÓRÓI hefur verið í Hveragerði og n;
enn tal
GUÐJÓN Sigurðsson skólastjdri (t.h,
skdlastjdri fyrir utan Gri
VARNINGUR í verslun í Hveragerði
húsi sínu stórskemmdu er hann kom
heim, svo nú er óíbúðarhæft í hús-
inu. Djúpar sprungur voru víða í
veggjum og bækur höfðu kastast á
þriðja metra úr hillum út á góli'.
Björgunarsveitarmenn frá Þorláks-
höfn bára út húsgögn eftir skjálft-