Morgunblaðið - 17.11.1998, Side 18

Morgunblaðið - 17.11.1998, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 VIÐSKIPTI MORGUNB LAÐIÐ Smáþörunffaverksmiðja í Höfnum á Suðurnesjum Islenskir fjárfestar eiga 40% hlutaljár SAMSTARFSSAMNINGUR Netverks og Skyns undirritaður. Frá vinstri: Sigurður Hrafnsson, sölumaður hjá Netverki, Holberg Másson, framkvæmdastjóri Netverks, Sigurður Asgeir Kristinsson læknir og Jón Bragi Björgvinsson, framkvæmdastjóri Skyns. Skyn semur við Netverk NÝSKÖPUNARSJÓÐUR at- vinnulífsins hf. og Kaupþing hf. gengu í gær frá kaupum á hlutafé í fyrirtækinu BioProcess AS, North Sea Centre, sem hyggst reisa verk- smiðju til framleiðslu og nýtingu á örþörungum í Höfnum á Suður- nesjum. Keflavíkurverktakar, sem höfðu áður gengið frá þátttöku í BioProcess, juku nú hlut sinn og eiga alls 25% í fyrirtækinu. Fram- lag íslensku aðilanna nemur sam- tals 130 milljónum króna en áætlað er að kostnaður við byggingu verk- smiðjunnar og fyrsta áfanga verk- efnisins nemi um 175 milljónum. Nýsköpunarsjóður, Kaupþing og Keflavíkurverktakar fjárfesta í Bi- oProcess í samvinnu við skoska og danska hluthafa, Bank of Scotland Trust og NOVI AS, en danskir, ÍSLANDSFLUG hefur ákveðið að leigja Mýflugi eina Dornier-vél fé- lagsins til að sinna áætlunarflugi á milli Húsavíkur og Reykjavíkur, jafnframt því sem félagið hættir flugi á leiðinni. Samningurinn er til eins árs og tekur gildi 1. desember næstkomandi. Að sögn Ómars Benediktssonar, framkvæmdastjóra íslandsflugs, miðar ákvörðunin fyrst og fremst að því að tryggja áframhaldandi flugsamgöngur til Húsavíkur. Fé- lögin hafa átt í samkeppni á flug- leiðinni, frá því að Flugfélag Is- lands hætti áætlunarílugi til Húsavíkur í ágúst. Astæðan var skoskir og íslenskir vísindamenn hafa átt náið samstarf um verkefn- ið. íslensku aðilarnir eiga nú um 40% í BioProcess, Keflavíkurverk- takar 25%, Nýsköpunarsjóður 7% og Kaupþing 7%. Starfsemi hefst í maí Páll Kr. Pálsson, framkvæmda- stjóri Nýsköpunarsjóðs, segii- að hugmyndin að baki BioProcess sé afar spennandi og nú verði unnið að því að færa hana af tilraunastigi yfir í framleiðslu. „Grunnrann- sóknir hófust í Danmörku en voru síðan fluttar til Skotlands. Nú telja menn sig hafa náð að þróa full- nægjandi lausn svo hægt verði að færa sig yfir í framleiðsluferlið. Fyrsti áfangi verkefnisins snýst um að reisa tilraunaverksmiðju í sögð mikill taprekstur á fyrri hluta ársins sem skýrðist fyrst og fremst af lækkun flugfargjalda í fyrra. 17% fækkun farþega Frá þeim tíma hefur farþegum á leiðinni hins vegar fækkað um 17% og því var Ijóst að annar aðilinn þurfti frá að hverfa: „Mýflug hefur lengi haft forsendur til að gera út 19 sæta farþegaflugvél á sumrin en verkefnaskortur yfir vetrarmánuð- ina hefur hamlað þeim að ráðast í slíkan rekstur. Með því að taka al- farið að sér áætlunarflug á milli Reykjavíkur og Húsavíkur á árs- Höfnum og áformað er að hún hefji starfsemi 1. maí næstkomandi. Endanleg verksmiðja verður síðan starfrækt á grundvelli hennar ef allt gengur vel.“ Samstarfið byggist á aðferð, sem BioProcess hefur einkarétt á, og snýst hún um nýtingu nýrrar tækni við framleiðslu og nýtingu örþörunga. Talið er að náttúruleg- ar afurðir úr örþörangum geti komið í stað fjölda gerviefna, sem bætt er út í fóður. Vonast er til að þessi nýja tækni muni opna nýja möguleika við ræktun örþöranga við vísindalegar aðstæður. Verk- smiðjan verður að veralegu leyti smíðuð á norðanverðu Jótlandi en sett upp á Islandi, þar sem nýta á hagstæðar aðstæður til úrvinnslu einstakra tegunda þöranga. grundvelli hefur skapast þörf fyrir stærri vélakost hjá Mýflugi. Þannig tryggir leigusamningurinn Húsvíkingum áfram viðunandi flugsamgöngur til höfuðborgarinn- ar, Mýflugi stærri vélakost og auknu rekstrarhagræði hjá Is- landsflugi,“ að sögn Ómars. Mýflug mun fljúga 9 sinnum í viku til Reykjavíkur en jafnframt verður flugvélin nýtt í tilfallandi leiguverkefni sem upp koma. Við- hald og afgreiðsla vélarinnar í Reykjavík verður áfram í höndum Islandsflugs jafnframt því sem fé- lagið mun sjá um þjálfun flug- manna Mýflugs á Dornier-vélina. HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Skyn ehf. hefur gert samning við Netverk hf. um samstarf við gerð fjarlækningabúnaðar og mark- aðssetningu á slíkum búnaði er- lendis. Skyn ehf. selur fjarlækninga- búnað fyrir skip og báta. Fjar- lækningar felast í því að nota nýjustu tölvu- og fjarskiptatækni til að veita læknisþjónustu þótt fjarlægðir skilji að lækna og sjúklinga. Fjarlækningabúnaðurinn er í handhægum töskum sem í eru mælitæki til að fylgjast með lífs- marki og tölva sem skráir upp- lýsingar. f töskunni er einnig stafræn myndavél sem nota má til að mynda sjúkling eða þá áverka sem hann hefur orðið fyrir. Ætlunin er að með þessum tækjabúnaði geti áhöfn skips á fjarlægum miðum notað gervi- hnetti til að setja sig í samband við lækni en hann mun síðan með aðstoð búnaðarins leiðbeina áhöfninni við minni háttar að- gerðir, aðhlynningu sjúklings eða veita aðra almenna læknis- ráðgjöf. Með þessum búnaði er auðvelt að meta slys og óhöpp og ákveða hvort kalla þurfi til þyrlu eða ekki að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Netverki. Eykur öryggi sjómanna Sigurður Ásgeir Kristinsson læknir er helsti samstarfsmaður Skyns varðandi læknisfræðilega útfærslu á fjarlækningabúnaðin- um. Sigurður hefur starfað mikið að heilbrigðismálum sjómanna og fór m.a. með varðskipinu Óðni í Smuguna árið 1994. Telur hann að slíkur búnaður myndi bæta heilsugæslu um borð í skipum og auka öryggi sjómanna. Netverk framleiðir Marstar hugbúnaðinn sem auðveldar sam- skipti og gagnaflutning um gervihnetti. Skyn hyggst nýta Marstar til að gera fjarlækningar hagkvæmari og um leið að bjóða samskiptalausn sein nýta má tif annarra gagnasendinga milli skips og lands. Að sögn Georgs Birgissonar, markaðsstjóra Net- verks, hyggjast fyrirtækin í sam- einingu leita leiða til að kynna þessa vöru erlendis. íslandsflug hættir fluffl til Húsavíkur Leigir Mýflugi far- kost til verksins Sala og markaðssetning á Netinu Fimmtudaginn 19. nóv. kl. 8:00-9:30 boðar Félag við- skiptafræðinga og hagfræðinga til morgunverðarfundar að Hótel Sögu, Skála, 2. hæð. 1 Framsögumenn á fundinum verða: Arndís Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri vefstofu íslensku auglýsingastofunnar og Gestur G. Gestsson, markaðsstjóri Marg- miðlunar hf. Þau munu m.a. fjalla um: Amdís Knstjansdóttir , Hönnun vefs. Markaðssetning að lokinni hönnun. Gestur G. Gestsson ♦ Hvernig geta fyrirtæki notað Netið til markaðssetn ingar? ♦ Hvað munu menn versla á Netinu? ♦ Framtíðarþróun í netviðskiptum FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Opinn fundur - gestir velkomnir HÁDEGISVERÐARFUNDUR Þriðjudaginn 17. nóvember 1998, kl. 12:00 í Ársal, Hótel Sögu Markaðshorfur í stáliðnaðmiim í hehninum The World of Stainless Steel - Tlie Far Easteru crisis from the point of view of the steel buisness Ræðumaður: Barrie Cheetham, forstjóri markaðssviðs sænska stálfyrirtækisins Avesta Sheffield AB, eins af stærstu fyrir- tækjum í heimi á sínu sviði. Hann mun flalla um mikla endurskipulagningu á rekstri Avesta Sheffield sem nú stendur yfir, markaðsþróun á ryðfríu stáli í heiminum og um afleiðingar efnahagskreppunar í Asíu fyrir stálfyrirtæki á vesturlöndum. Barrie Cheetham var áður forstjóri markaðsmála hjá British Steel, og hefur setið í stjóm Avesta Sheffield AB frá 1992. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Fundargjald er kr. 2000,- (hádegisverður innifalinn). Fundurinn er öllum opinn. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrirfram hjá Ola Sjöberg í síma 520 1230. mí w I S L E N S K- SÆ N S KA VERSLUNARRÁÐI Ð Hlutafjárútboð LÍ Hlutabréf send til kaupenda UNDIRBÚNINGUR að útgáfu hlutabréfa í Landsbanka íslands er á lokastigi og geta kaupendur átt von á að fá þau send á næstu dögum. Gunnar Viðar, lögfræðingur hjá Landsbankanum, segir að rúmlega 12 þúsund hafi tekið þátt í hluta- bréfakaupum bankans, sem stóð frá 9.-23. september, en einhverjar eignabreytingar hafi átt sér stað síðan útboði lauk. „Ríflega 4 þús- und eru búnir að selja sín bréf til stærai aðila og hluthafafjöldi er því um 8 þúsund." Hann sagði að alltaf mætti gera ráð fýrir einhverjum eignabreytingum í útboði sem þessu. Gunnar sagði að í útboðslýsingu hafi verið gert ráð fyrir að bréfin yrðu send til kaupenda í síðasta lagi 12 vikum eftir að útboði lauk. Nú væri búið að uppfæra hluthafaskrá, bréfin væru á lokastigi prentunar og stefnt að að koma þeim til kaup- enda í vikunni. Hann sagði að eitt bréf væri gefið út til hvers kaup- anda og á því kæmi fram nafnverð hlutabréfsins. í hlutafjárútboði Landsbankans gafst starfsfólki og almenningi kostur á að kaupa hlutabréf að nafnvirði 1 milljarður króna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.