Morgunblaðið - 17.11.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.11.1998, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 VIÐSKIPTI MORG UNBLAÐIÐ Nýstofnuð netfyrirtæki njóta mikillar velgengni í Bandaríkjunum EarthWeb og fleiri slá í gegn í Wcill Street New York. Reuters. ÞRJÚ fyrirtæki hafa boðið hluta- bréf til sölu í fyrsta sinn í Wall Street með frábærum árangri, sem sýnir að eftirspurn eftir nýútgefn- um hlutabréfum hefur ekki verið meiri í marga mánuði. Mesta athygli vakti árangur EarthWeb Inc., sem var rekið með tapi þegar það tók til starfa á Net- inu. Hlutabréf fyrirtækisins hækk- uðu um allt að 45 dollara í verði. Bréfm voru upphaflega boðin á 14 dollara og áhugi á þeim sýnir óvænta eftirspurn við aðstæður, sem hafa leitt til þess á síðustu vik- um að nokkur netfyrirtæki hafa neyðzt til að fresta fyrirætlunum um að setja hlutabréf í umferð í fyrsta sinn. Rétt áður en viðskiptum lauk seldust bréf í EarthWeb á r 48,125 dollara, sem var 34,125 doll- ara hækkun. Fox Entertainment Group Inc. stóð sig einnig vel og hækkuðu bréf í fyrirtækinu um 2,50 dollara í 25,125 dollara. Alls afiaði fyrirtækið 2,8 milljarða dollara með útboðinu, og hefur aðeins tvisvar áður komið fyr- ir að fyrirtæki hafi aflað meira fjár með útgáfu hlutabréfa í fyrsta sinn. Von um skyndigróða Um leið hækkuðu bréf í MONY Group Inc., móðurfyrirtæki eins elzta og stærsta tryggingafélags Bandaríkjanna, um tæplega 5 doll- ara úr 23,50 dollurum, sem bréfin voru boðin á. „Fólk sækist eftir skyndigróða," sagði sérfræðingur Renaissance Capital Corp. Vegna óstöðugleika á mörkuð- um á síðustu mánuðum hafa tugh- fyrirtækja hætt við fyrirætlanir um að setja hlutabréf í sölu, sum- part af ótta við að bréfin falli fljót- lega í verði ef markaðurinn tekur aðra dýfu. Jafnframt forðast verðbréfa- sjóðir hættulegar fjárfestingar og hlutabréf í fyrirtækjum sem rekin eru með tapi og beina sjónum að ráðsettum og arðbærum íyrirtækj- um. Því er búizt við að ráðsettum fyrirtækjum eins og Fox og MONY vegni vel. N Morgurm í París gæti þess vegna verið morgurm á skrifstofunni við Suðurlandsbraut. Með GSM símanum og fartölvunni geturðu sent og tekið á móti tölvupósti, faxskei/tum og SMS-skitaboðum rétt eins og þú sætir við tölvuna á skrifstofunni heima. Og það sem gerir gæfumuninn: „Monsieur" bíður innan seilingar með annan bolla af café au lait og rjúkandi heitt croissant. Ni/ttu þérþráðlausan gagnafluttimg með GSM símanum - vertu alltaf í sambandi. SÍNINN-GSM www.gsm.is 'v._________________________________________________________I_______________________J Gates snýr vörn í sókn New York. Telegraph. BILL GATES hefur sakað banda- rísk stjórnvöld um að útiloka sig frá réttarhöldunum gegn Microsoft til að geta hagrætt vitnisburði hans frá því áður en réttarhöldin hófust. Ummæli Gates komu fram í sjónvarpsviðtali og með þeim rauf hann þögn sína í málinu síðan rétt- arhöldin hófust fyrir mánuði. Áður höfðu 2.300 hluthafar Microsoft hyllt Gates með lófataki þegar hann sagði á ársfundi f'yrir- tækisins að „staðreyndir málsins styddu ekki staðhæfingar ríkis- stjórnarinnar". I sjónvarpsviðtalinu sneri Gates vörn í sókn og varði vitnisburð sinn frá því fyrir réttarhöldin. Vitnis- burðurinn kemur fram á mynd- bandi, þar sem Gates virðist vand- ræðalegur, önugur og fara undan í flæmingi, þegar hann svarar ásök- unum ríkisvaldsins um að hann hafi kúgað keppinauta með offorsi. Efni hagrætt? Gates sagði að fulltrúar stjórn- valda hefðu safnað saman öllum tölvupósti, sem hann hefði sent, og valið atriði sem þeir teldu að gætu ruglað fólk í ríminu. Síðan hefðu þeir klippt myndbandsbúta, sem væru slitnir úr samhengi, og raðað þeim saman án þess að sýna vitn- isburð hans í heild. „Þeir ákváðu vísvitandi að kalla mig ekki fyrir sem vitni, svo að þeir gætu sýnt klippt myndbandsefni," sagði hann. Tölvupóstur, sem stjórnvöld hafa lagt fram, sýnir að Microsoft lagði á ráðin um aðgerðir gegn Netscape vefskoðunarbúnaðinum, tölvuframleiðandanum Apple og örgjörvaframleiðandanum Intel. Gates sagði að þótt tölvupóstur sýndi að um það hefði verið rætt hjá Microsoft að taka einhvern í karphúsið væri ekkert við það að athuga - það sýndi aðeins „kapita- lista vinna í þágu neytenda". ------------------------ News Corp í öldudal New York. Reuters. ÁSTÆÐUR Ruperts Murdochs fyrir því að gera Fox Entertain- ment Group að aðskildu fyrirtæki hafa skýrzt vegna þess að móður- fyrirtæki Fox, News Corp., hefur skýrt frá því að hagnaður hafi minnkað um 18% í 196 milljónir dollara á þremur mánuðum til septemberloka vegna niðursveiflu í blaðaheiminum og byrjunartaps gervihnatta- og kapalfyrirtækja. Hlutabréf í News Corp. lækkuðu um 2,06 dollara í 26,31 dollar, en verð bréfa i Fox lækkaði um 43 sent í 24,06 dollara, annan daginn sem þau voru í boði. Hagnaður Fox Entertainment tvöfaldaðist vegna 150% meiri rekstrartekna 20th Centuiy Fox. News CoiT) á 81% í Fox. Hins vegar minnkuðu rekstrar- tekjur blaðadeilda fyrirtækisins í Bretlandi og Ástralíu um 15% og rekstrartekjur af tímaritum og auglýsingum minnkuðu um 8% í 65 milljónir dollara vegna þess að hagnaður af TV Guide dróst sam- an. Lakara gengi dagblaða fyrir- tækisins stafaði af því að verð á æsifréttablaðinu Sun í lausasölu var lækkað um tíma. Veikur Ástralíudalur dró úr hagnaði ástr- alskra blaða, Tap varð einnig vegna byrjunar- erfiðleika gervihnattasjónvarps, meðal annars sameignarfyrirtækis í Suður-Ameríku og Star sjón- varpsins í Asíu. Þar við bætist tap vegna byrjunarkostnaðar við Fox News og kapalkerfi. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.