Morgunblaðið - 17.11.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.11.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 23 ÚR VERINU Lítið er vitað um skaðsemi botnveiðarfæra Rannsóknir á áhrifum togveiða mikilvægar KÓRALBELTI eru yfirleitt ekki á algengustu togslóðum, enda á tak- mörkuðum svæðum við Island, að sögn Jóhanns Sigurjónssonar, for- stjóra Hafrannsóknastofnunar. Hann segir hins vegar enga ástæðu til að efast um að kóralsvæði hafi skaðast í einhverjum mæli vegna notkunar togveiðarfæra. Á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda í síðustu viku var því haldið fram að togveiðar hafi að stórum hluta eyði- lagt kóralsvæði við landið. Jóhann segir mikilvægt að kort- leggja umfang viðkvæmra botns- væða við landið, þar með talin kóral- svæði. Hann segir ekki hægt að full- yrða um hve skaði vegna togveiða sé mikill fyiT en slíkar rannsóknir hafí verið gerðar. Þær athuganir sem gerðar hafi verið á áhrifum togveiða á mjúkum botni sýni að ekki sé um skaðleg áhrif að ræða. Hins vegar hljóti að gegna öðru máli um tog- veiðar þar sem botngerðin breytist við veiðarnar. „Við höfum mikinn áhuga á að fara út í slíkar rannsókn- ir, svo hægt sé að bregðast við með skipulegum og skynsamlegum hætti. Vonandi skapast svigrúm til þess með nýju hafrannsóknaskipi. Þá yrði hægt að kortleggja mismun- andi hafsbotn og hvers konar lifsam- félög lifa þar.“ Alger friðun varla raunhæf Jóhann segir lítið vitað um mikil- vægi kóralsvæða í lífkerfi hafsins og því sé miklvægt að sinna slíkum rannsóknum. „Engu að síður verður að taka tillit til þess, að við nýtingu mannsins á auðlindum breytist gjarnan umhvei'fið á einhvem hátt. Það verður varla hjá því komist að hafa áhrif á það umhverfi sem verið er að nýta. Álger friðun er því ekki alltaf raunhæf. Við nýtingu auðlinda á landi hefur verið tekin sú stefna að friða ákveðin svæði til að vernda ákveðna gerð lífríkis plantna eða dýra. Forsenda þess að vernda ákveðin samfélög lífvera á sjávar- botni er að hafa góða kortlagningu af svæðinu." Jóhann segir það á langtímaáætl- un stofnunarinnar að rannsaka áhrif togveiða á botndýrasamfélög. „Við höfum stundað veiðarfærarannsókn- ir um árabil sem hafa miðað að því að ná fram vistvænni veiðum. Þar hefur náðst góður og miklvægur ár- angur og nægir þar að nefna þróun á seiðaskiljum og gerð togveiðar- færa,“ segir Jóhann. Á aðalfundi LS var einnig lýst yfir stuðningi við fiskirannsóknir Jóns Kristjánssonar fiskifræðings og lögð áhersla á að fleiri vísindamenn en hjá Hafrannsóknastofnun fái að rannsaka fiskstofnana við landið. Jó- hann segir Hafrannsóknastofnunina í sjálfu sér alls ekki mótfallna slíku og vilji eiga gott samstarf við Jón Kristjánsson, sem og aðra, um það. Sjávarútvegsráðuneytið hafi hins vegar synjað Jóni um heimildir til veiða í rannsóknaskyni utan afla- marks. „Hafrannsóknastofnun hefur sérstökum lagaskyldum að gegna varðandi eftirlitsrannsóknir á fiski- stofnunum og hlýtur þannig að hafa talsverða sérstöðu miðað við ein- staklinga eða hagsmunaaðOa í þjóð- félaginu," segir Jóhann. Morgunblaðið/Albert Kemp EKIÐ var með bolfiskafla sem landað var á Fáskrúðsfirðitil vinnslu í Grindavík. Góð veiði línubáta Fáskrúðsfirði. TVEIR línubátar Iönduðu á annað hundrað tonnum af bol- fiski á Fáskrúðsfirði í síðustu viku. Fjölnir GK 7 Iandaði 64 tonnuin eftir fimm lagnir og Hrafnseyri ÍS 10 um 50 tonn- um eftir sex lagnir. Aflanum var öllum ekið til Grindavíkur til vinnslu en Vísir hf. og Þor- björn hf. í Grindavík gera skipin út. Að sögn skipstjórans á Hrafnseyri eru tíu bátar frá Grindavík á línuveiðum út af Austfjörðum á svæði frá Pap- ey og norður úr og virðist afl- ast vel á öllu svæðinu. Reiknilíkön í fiskeldi PÁLL Jensson, prófessor við verk- fræðideild Háskóla íslands, heldur fyrirlestur um rannsóknir á notkun reiknilíkana við áætlanagerð og skipulagningu á rekstri fiskeldis- stöðva í stofu 101 í Lögbergi, mið- vikudaginn 18. nóvember kl. 17. Rannsóknir Páls voru að hluta til unnar við verkfræðiskólann í Hali- fax í Kanada í samvinnu við fiskeld- isfyrirtæki í New Brunswick. Bestunarlíkön eru notuð við áætl- anagerð í fiskeldi en með þeim er leitast við að skila á markað þeim stærðarflokkum fisks sem gefa hæst verð hverju sinni. í fréttatil- kynningu segir að vonir séu bundn- ar við það að hugbúnaður byggður á bestunarlíkönum geti orðið mikil- vægt hjálpartæki í framleiðslu- stjórnun í fiskeldi og stuðlað að því að áætlanagerð fiskeldisfyrirtækja geti betur tekið mið af þörfum markaðarins. Concorde A * APTA V i ö s k i p t a - og stjórnunarkerfi Frumsýning Concordo Ax.ipt.i l-.lanri ohf. býftur til AX&fitii byijtfii <i vidskifit.ihutfbun.iiMmim frumsýningor vidskipIahuc)bun.iAarin*. Ax.ipt.t i Comnrdt' XAl, tu’ .tri fullu Mkl’Osoft ll.islcol.tbiói nitdvikudacjinn 18- nóvoinbor milli Iri, 16:30 vottnð otf honim stóium som sináum ocj 18:30. I ulltrú.u Concorrit* Ax.tpt.t isl.tncls c*bf.. KI’IVKi tyi n t.t-hjum. hámlGÍðnndÍ Akiifitn tu Entlur slcoóunar hf., Samtaka iðnaðlirins ocj Daiucj.tard demskn fyiirtó'kið Dnnufiuinl. franileiðonduin Axapta niunu flytja áv.up, SÖIuaðílar syn.t niÓtjul«*ik.t butjlHtii.tð.irins, Sknntmtiítlríði vuit incj.tr. WWW.ÍtK ft |» I íl . í S Söluaftllar Axapta eru: ThTl(lllVfll HUCUR www.tttlmlvil.il í íj&RÍÍÁbÍtOUfÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.