Morgunblaðið - 24.11.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 4 7
SKOÐUN
UPPLYSINGARI
GAGNAGRUNNIVERÐA
ÓPERSÓNUGREINANLEGAR
SIÐASTLIÐINN
miðvikudag birtist
grein í Morgunblaðinu
eftir Odd Þór Þorkels-
son tölvunarfræðing
undir fyrirsögninni
„Innbrot í miðlægan
gagnagrunn einfalt og
raunhæft". Þar full-
yrðir hann að líta verði
á allar upplýsingar í
miðlægum gagna-
grunni á heilbrigðis-
sviði sem persónu-
gi’einanleg gögn. Beri
því að „líta á gagna-
gnmninn sem persónu-
greinanlegan og ætti
að breyta frumvarpinu
til samræmis", segir
Hákon
Guðbjartsson
í niðurlagi
greinar hans. Hér verður farið yfir
nokkur atriði í málflutningi Odds
til þess að sýna hvernig hann
kemst að rangri niðurstöðu varð-
andi þetta mál með því að gefa sér
rangar forsendur og með mistúlk-
un orða.
Þegar meta á hvort upplýsingar
í miðlægum gagnagrunn séu per-
sónugi’einanlegar eða ekki í skiln-
ingi laga ber að nota mismunandi
mælikvarða. Fyrri mælikvarðinn
er hinn afdráttarlausi. Hann gerir
ráð fyrir að gögnin séu persónu-
greinanleg ef hægt sé að persónu-
greina þau fræðilega séð, sama
hversu langsóttum og fjarstæðu-
kenndum aðferðum þarf að beita
til þess. Seinni mælikvarðinn sem
Oddur skrumskælir í grein sinni
er sanngirnismælikvarði þjóðar-
réttar sem frumvarpið og álit
Lagastofnunar Háskóla Islands
leggja til grundvallar. I sanngirn-
ismælikvarðanum felst að löggjaf-
inn geti metið það svo að gögnin
séu ópersónugreinanleg ef jákvæð
niðurstaða fæst af heildarmati á
öllum þeim ráðstöfunum sem beitt
verður til að tryggja öryggi gagn-
anna. Þetta er sá mælikvarði sem
öryggisreglur á flestum sviðum
byggjast á. Reynt er að grípa til
allra raunhæfra ráðstafana sem
komið geta í veg fyrir misnotkun
og slys en sjaldnast er gerð krafa
um 100% öryggi, enda liggur í
flestum tilfellum í augum uppi að
slíkt sé ekki raunhæft. Taka má
dæmi um að ef Siglingastofnun
gerði afdráttarlausar kröfur um
að skip gætu hvorki sokkið né
strandað er ljóst að íslendingar
myndu hvorki veiða físk né sigla á
milli landa. Þetta breytir hins veg-
ar ekki því að rétt er að grípa til
allra raunhæfra ráðstafana til að
koma í veg fyrir slys á sjó.
I gi’ein sinni telur Oddur upp
einar átta leiðir til þess að per-
sónugreina einstaklinga og lætur
sem allar þessar leiðir hafí farið
framhjá sérfræðingum ÍE. Raunin
er sú að margoft hefur verið fjall-
að um leiðir til þess að fyrirbyggja
slíka misnotkun og nægir í því
sambandi að vísa í grein eftir und-
irritaðan í Morgunblaðinu hinn 29.
september, erinda á fjölmörgum
kynningarfundum á vegum ís-
lenskrar erfðagreiningar og
greina á heimasíðu fyrirtækisins
um gagnagrunnsmál, sem er á
slóðinni www.gagnagi’unnur.is. I
stað þess að kynna sér málin til
hlítar reynir Oddur að færa rök
fyrir ófullnægjandi öryggi í mið-
lægum gagnagi-unni á grundvelli
vanþekkingar sinnar.
I fyi-stu þremur athugasemdum
sínum heldur Oddur fram að
sækja megi gögn
ólöglega úr gagna-
grunninum með því
að bera saman ætta-
grunna, bera saman
gagnasendingar til
gagnagrunns og
sendingar kennitölu í
dulkóðaða hluta
skeytis. Oddur geng-
ur hér út frá því að
starfsmenn rekstrar-
aðila eigi að hafa
óheftan aðgang að
gögnunum. Sam-
kvæmt tillögum IE
verður það hins vegar
ekki raunin. Umsjón-
armenn gagna-
grunnsins munu vinna undir
ströngu eftirliti og enginn einn að-
ili verður í aðstöðu til að misnota
gögnin, auk þess sem slík mis-
notkun yi’ði auðrekjanleg. Þar af
leiðandi verður ekki möguleiki að
bera saman ónafntengdan ætt-
fræðigrunn við nafntengdan ætt-
argi’unn, auk þess sem slíkt væri
brot á vinnureglum og lögum.
Sömuleiðis verður ekki hægt, í því
samsæri sem Oddur gerir ráð fyr-
ir, að skoða þau gögn sem komin
væru í gagnagrunninn, því til þess
þyrfti óheftan aðgang að gögnun-
um. Fimmta og sjötta athugasemd
Odds um að rekstrarleyfishafí við-
Það er ekki gott inn-
legg í umræðuna um
miðlægan gagnagrunn,
segir Hákon Guð-
bjartsson, að reyna að
vekja upp einhvers
konar hræðslu við
„stórabróður“.
haldi tveimur gagnagrunnum eða
fylgist með breytingum í gagna-
grunninum gerir jafnframt ráð
fyrir því að samsæri sé milli
starfsmanna rekstrarleyfishafa og
eftirlitsaðila.
Hvað viðkemur skipulögðum
fyrirspurnum í gagnagrunninn
staðhæfír Oddur að lítið mál verði
að greina einstaklinga á þann hátt
og nefnir dæmi hvernig það eigi
að vera mögulegt. Vissulega hefur
ekki verið farið mikið út í smáat-
riði við kynningu á fyrirhuguðu
fyrirspurnarlagi og grein Odds er
að öllum líkindum skrifuð áður en
frekari lýsingar á því birtust á
heimasíðu okkar á slóðinni
www.gagnagrunnur.is. Hins veg-
ar gefur hann sér að fyrirspurn-
arlagið verði mjög lélegt, og hefði
verið uppbyggilegi’a að velta því
fyrir sér hvernig koma megi í veg
fyrir fyrirspumir af því tagi sem
hann nefnir. Með þeirri útfærslu
sem ÍE hefur hugsað sér verður
ekki mögulegt að framkvæma
slíka fyrirspurn þar sem einungis
verður hægt að útbúa fyrirspurn-
ir samkvæmt ákveðnum reglum.
Þannig getur fyrirspyrjandinn
ekki „breytt fyrirspurninni örlít-
ið“ þannig að hún skili mengi með
51 einstaklingi í stað 50 einstak-
linga sem upphaflega fyrirspurnin
gaf, nema ef vera skyldi fyrir al-
gjöra tilviljun. Þetta má tryggja
með því að fyrirspurnir verði sett-
ar saman úr frumyrðingum þar
sem hver frumyrðing verður að
lúta ákveðnum skilyrðum um
stærð auk þess sem það verður
einungis hægt að skilgreina þær á
fyrirfram ákveðinn hátt. Hér
verður ekki farið nánar út í þessi
atriði en lesendum er bent á
heimasíðu IE þar sem finna má
frekari útskýi’ingar.
Oddur nefnir „miðjumanns
árás“ sem dæmi um möguleika
fyrir óheiðarlega starfsmenn
Tölvunefndar til að smíða sinn
eiginn gagnagrunn. Þetta er væg-
ast sagt óraunhæft dæmi auk
þess sem að Oddur ætti að vita, úr
því hann þekkir árásaraðferðina
með nafni, að til er tæknileg leið
til að koma í veg fyrir slíkt. Sem
dæmi má nefna að gagnagrunns-
framleiðandinn Oracle býður upp
á samskiptalag sem er tryggt fyr-
ir slíkri árás (sjá
http://www.oracle.com/st/o8colla-
teral/html/xano2twp.html).
Einnig má nota svonefnda staf-
ræna undirskrift „digital signat-
ure“ til þess að koma í veg fyrir
„miðjumanns árás“.
Vangaveltur Odds um að breyt-
ingar á stjórnarfari eða áhrif
þrýstihópa geti orðið þess vald-
andi að lögum yrði breytt þannig
að farið verði að nota gagna-
grunninn á persónutengdan hátt
sýna að hann skilur ekki hvað átt
er við með orðunum „með sann-
girni raunhæfur möguleiki", því
þær eru vægast sagt fjarstæðu-
kenndar. Tilvist miðlægs heilsu-
farsgagnagrunns er ekki sá hlut-
ur sem þarf að hafa mestar
áhyggjur af í ólýðræðislegu þjóð-
félagi. í fyrsta lagi gætu viðkom-
andi stjórnvöld alltaf sett lög um
að koma slíkum gagnagrunni
saman frá grunni þar sem að öll
gögnin væru fyrir hendi utan
hans. I annan stað hefði rekstar-
leyfishafi engan hag af því að
veita persónuupplýsingar úr
gagnagrunninum, þar sem allir
viðskiptavinir hans væru erlend
fyrirtæki sem kæra sig ekkert um
slíkar upplýsingar. Það er ekki
gott innlegg í umræðuna um mið-
lægan gagnagrunn að reyna að
vekja upp einhvers konar hræðslu
við „stórabróður". Níðingar for-
tíðarinnar þurftu ekki á neinum
miðlægum gagnagrunni að halda
til að mismuna fólki eða stunda
ódæðisverk.
Mikilvægt er að menn skilji
hvað átt er við með ópersónu-
greinanlegum gögnum og geri
greinarmun á tæknilegri umfjöll-
un um miðlægan gagnagrunn og
svo þeim lagaramma sem slíkur
gagnagrunnur verður starfræktur
eftir. Frumvarpið kveður á um að
gagnagrunnurinn skuli starfrækt-
ur þannig að gögnin í honum telj-
ist ópersónugreinanleg. Margar
leiðir eru til þess að ná þvi mark-
miði og hafa sérfræðingar IE
bent á ákveðna útfærslu í því
sambandi. Eins og kveðið er á um
í lagafrumvarpinu er vottun á
slíkri útfærslu forsenda fyrir
starfsleyfi rekstrarleyfishafa. Slík
vottun á hins vegar ekki að vera
forsenda fyrir lagafrumvarpinu -
samþykkt þess hlýtur umfram allt
að ráðast af markmiðum gagna-
grunnsins, mati á kostum hans og
göllum í víðu samhengi.
Að lokum bendir Oddur lesend-
um á skýrslu sem dr. Ross Ander-
son vann fyrir stjórn Læknafé-
lags Islands. Sérfræðingar ÍE
draga ekki í efa að hann sé virtur
sérfræðingur á sviði öryggismála
upplýsingakerfa. Því er að sama
skapi undarlegt að dr. Anderson
skyldi algjörlega hunsa málflutn-
ing sérfræðinga IE og ráðast á þá
með hroka og rangfærslum. Slík-
ur málflutningur verður ekki til
þess að tekið sé mark á honum
sem „óháðum“ ráðgjafa hérlendis.
Stjórn Læknafélagsins heldur
fram, að hér sé um gríðarlega
mikilvægt mál að ræða, og í ljósi
þess verður að teljast í meira lagi
furðulegt að þeir sem stóðu að
komu dr. Andersons hingað til
lands hafi ekki gefið honum kost á
að kynna sér málið til hlítar. Eins
og kunnugt er hefur framkvæmd-
in við heimsókn dr. Anderson
hingað til lands nú þegar valdið
miklu uppnámi innan Læknafé-
lagsins sem ekki er séð fyrir end-
ann á. Bendir margt til að staðið
hafi verið flausturslega að heim-
sókninni og ber skýrsla hans
merki þess. Ekki verður farið
frekar út í smáatriði í skýrslu dr.
Andersons hér en lesendum er
bent á heimasíðu IE þar sem
gagnrýni hans er svarað og bent á
ýmsar rangfærslur í málflutningi
hans.
Það er ljóst að persónugreining
að hætti Odds Þorkelssonar getur
einungis átt sér stað ef fyrir hendi
er verulegur tími, mannafli og
fjármunir til slíks, þótt hann haldi
öðru fram. Þá þarf einnig að koma
til ásetningur og samantekin ráð
starfsmanna heilbrigðiskerfisins,
rekstrarleyfishafa eða Tölvu-
nefndar til að fremja refsiverðan
verknað. Að endingu grípur hann
til gamalkunnra vangaveltna um
að stjórnvöld og löggjafinn kunni
að taka upp á því að sniðganga
grundvallarreglur lýðræðis. Flest-
ar af hugleiðingum Odds standa
vel fyrir sínu sem áhugaverð
blanda af vísindaskáldskap og
samsæriskenningum, en engum
getur dulist að þær eiga frekar lít-
ið erindi í málefnalega umræðu
um öryggi gagna í miðlægum
gagnagrunni.
líöfunáur er doktor í rafmagns-
verkfræði og tölvunarfræði og
starfar sem framkvæmdastjóri
upplýsingatæknisviðs íslenskrar
crfðagreiningar.
Aðsendar greinar
á Netinu
/D mbl.is
_ALLTAF= &/TTH\SAÐ AÍÝTT
KIRKJUSTARF
Safnaðarstarf
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs-
hópa kl. 10-14. Léttur hádegisverðm-.*
Samverustund foreldra ungra barna
kl. 14-16. Fundur í æskulýðsfélaginu
kl. 20.
Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf kl.
20.30.
Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl.
12.10. Orgelleikur, ritningalestui’, alt-
arisganga, fyrirbænir. Léttur máls-
verður í safnaðarheimilinu eftir
stundina.
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs-
þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum.
Háteigskirkja. Starf fyrir 6-9 ára
börn kl. 17.
Laugameskirkja. „Þriðjudagur með
Þorvaldi" kl. 21. Lofgjörðar- og
bænastund. Fullorðinsfræðsla kl. 20.
Seltjamameskirkja. Foreldramorg-
unn kl. 10-12
Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar
hefjast í safnaðarheimilinu kl. 10-12.
Æskulýðsfundur 10. bekkjar og eldri
kl. 20-22.
Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta
með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefn-
um má koma til sóknarprests í við-
talstímum hans.
Digraneskirkja. Starf aldraðra kl.
11.15. Leikfimi, léttur málsverður,
helgistund og fleira. Æskulýðsstarf
kl. 20 á vegum KFUM & K og Digra-
neskii’kju.
Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 9-10
ára stúlkur kl. 17.30.
Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund
kl. 18.
Grafarvogskirkja. Eldri borgarar,
opið hús kl. 13.30. Söngur, spil, spjall
og handavinna. Veitingar í lok sam-
verustundarinnar. „Kirkjukrakkar" í
Rimaskóla. Börn 7-9 ára kl. 17-18.
KFUM fyrir drengi 9-12 ára kl.
17.30-18.30. Æskulýðsstarf fyrir 8. og
9. bekk kl. 20-22 í kirkjunni.
Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur
presta kl. 9.15 í umsjá dr. Sigurjóns
Árna Eyjólfssonar.
Kópavogskirkja. Mæðramorgunn í
safnaðarheimilinu Borgum í dag kl.
10-12.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús
fyrir 7-9 ára böm frá kl. 17-18.30 í
safnaðarheimilinu, Linnetstíg 6.
Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri
borgara í Kirkjuhvoli milli kl. 13-16
alla þriðjudaga.
Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir 8-9
ára börn kl. 17-18.30. Aftansöngur og
fyrirbænir kl. 18.30.
Ilafnarfjarðarkirkja. TTT-starf fyrir
10-12 ára ki. 17-18.30 í Vonarhöfn
Strandbergs. Kristin íhugun í Stafni,
Kapellu Strandbergs, kl. 21.30-22.
Heimsborgin - Rómverjabréfið, 4.
lestur í Vonai-höfn kl. 18.30-20.
Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin kl.
14-16. Starfsfólk verður á sama tíma
í Kirkjulundi. Fermingarundirbún-
ingur kl. 14.30-15.55 í Kirkjulundi.
Grindavíkurkirkja. Foreldramorg-
unn kl. 10-12.
Borgarneskirkja. Mömmumorgunn í
safnaðarheimilinu milli kl. 10 og 12.
Helgistund í kirkjunni sömu daga kl.
18.30.
Landakirkja, Vestmaimaeyjum. Kl.
16-17 kirkjuprakkai-ai’ (7-9 ára) í safh-
aðarheimilinu. Farið verður í heimsókn
með jólakort og góðar kveðjur. Kl.
17.15 æfing þjá Litlum lærisveinum.
Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30
að Hlíðasmára 5. Allir velkomnh’.
KFUM og KFUK v/Holtaveg. Á
morgun, miðvikudaginn 25. nóvem-
ber, segir sr. Sigurður Grétar Sig-
urðsson frá fermingarbarnanám-
skeiðum KFUM í Vatnaskógi á há-
degisverðarfundi í aðalstöðvum
KFUM og KFUK við Holtaveg.
Fundurinn sem er öllum opinn og
hefst stundvíslega kl. 12.10. Hægt að
fá keyptan mat. Allir velkomnir.
Stretchbuxur kr. 2.900
Konubuxur frá kr. 1.690
Dragtir, kjólar,
blússur og pils.
Ódýr náttfatnaður.
Nýbýlavegi 12, sími 5544433