Morgunblaðið - 24.11.1998, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 5 7
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
HLUTI húsgagnanna sem seldur er á Grand Háteli.
Sölusýning á húsgögnum
SÖLUSÝNING á húsgögnum í
antík-stíl stendur yfir á Grand
Hóteli og lýkur henni nk.
miðvikudagskvöld.
Húsgögnin eru smíðuð eftir
gömlum fyrirmyndum í Indó-
Landssím-
inn opnar
netverslun
LANDSMENN geta nú keypt síma-
búnað af Landssímanum í gegnum
Netið. Netverslunin var opnuð föstu-
daginn 20. nóvember.
Kaupin fara þannig fram að við-
skiptavinurinn skoðar búnaðinn á
vefsíðunum þar sem hann getui' séð
mynd af vörunni og fengið upplýs-
ingar um verð og fleira. Vilji hann
kaupa vöruna velur hann hnapp
„Bæta í innkaupakörfu" og þannig
getur hann sett í körfuna allar þær
vörur sem hann ætlar að kaupa. Síð-
an velur hann hnappinn „Kaupa“ og
þá reiknar vefurinn út heildar-
gi'eiðslu ásamt sendingarkostnaði.
Boðið er upp á tvö möguleika á að
fá vöruna afhenta, að fá hana senda
annað hvort sem grænan eða bláan
böggul. Grænn böggull er almenn
sending á næsta pósthús en blár
böggull er sendur heim til viðtak-
anda.
Vefurinn er líka upplýsingaveita
fyrir þá sem vilja kynna sér verð og
finna aðrar upplýsingar um vörur
hjá Landssímanum.
Vefslóð (URL) Netverslunarinnar
er http://www.simi.is/simar
Sýna kvikmynd
Yves Angelo
KVIKMYNDIN Tímaþjófurinn
verður bráðlega sýnd hér á landi.
Myndin, sem gerð er eftir skáldsögu
Steinunnar Sigurðardóttur, er í leik-
stjórn Yves Angelo.
nesíu og eru fengin í gegnum
antfksala í Danmörku og segir í
fréttatilkynningu að gerður hafi
verið samningur uin að húsgögn-
in yrðu hönnuð úr besta fáanlega
efni, þ.e.a.s. mahóní.
Af því tilefni sýnir Alliance Frang-
aise aðra mynd leikstjórans Yves
Angelo, „Im air si pur“, miðvikudag-
inn 25. nóvember kl. 21 í Austur-
stræti 3.
Kvikmyndin, sem gerð var árið
1996, er önnur mynd leikstjórans og
hefur ekki verið sýnd hér á landi.
Alliance Frangaise hefur áður sýnt
kvikmynd Yves Angelo, Le Colonel
Chabert, sem gerð var eftir sam-
nefndu verki Balzac.
Myndin sem nú verður sýnd ger-
ist á glæstu heilsuhæli uppi til fjalla
á árum fyrri heimsstyrjaldar. Sögu-
efnið minnir á skáldsögu Tómasar
Mann, Töfrafjallið, þó kvikmyndin
eigi ekkert skylt við það verk.
LEIÐRÉTT
Um 170 en ekki 250
I fréttaspjalli við Sigrúnu Hv.
Magnúsdóttur félagsráðgjafa, sem
birtist í blaðinu á laugardag, var
ranghermt að um 250 unglingar
hefðu leitað meðferðar á meðferðar-
heimilinu Tindum. Þeir voru um 170
talsins. Þá skal þess getið að viðtal
þetta hafði beðið birtingar í nokkurn
tíma.
Misritun
í Morgunblaðinu í fyrradag birt-
ist auglýsing á bls. 13 með áskorun
á Alþingi og ríkisstjórn um að fyrh’-
skipa lögformlegt mat á umhverf-
isáhrifum Fljótsdalsvirkjunar. Nafn
eins þeirra, sem undirrituðu áskor-
un þessa misritaðist í auglýsing-
unni. Það átti að vera Hanna
Guðrún Styrmisdóttir en ekki
Harpa Guðrún. Þetta leiðréttist hér
með.
Fundur um
nýútkomin
greinasöfn
FÉLAGSFUNDUR í Sagn-
fræðingafélagi íslands verður hald-
inn þriðjudagskvöldið 24. nóvember
kl. 20.30 í húsi Sögufélags, Fischer-
sundi.
Að þessu sinni verður fjallað um
nýútkomin greinasöfn. Ellen Gunn-
arsdóttir leggur mat á ráðstefnurit
Söguþings í fyrravor. Svavar Hrafn
Svavarsson talar um ráðstefnurit
guðfræði- og heimspekideildar
Háskóla íslands Milli himins og
jarðar. Hjalti Hugason ræðir rit-
gerðasafnið Einsagan - ólíkar leiðir.
ÁRNI Sigfússon með jólapoka
Vímulausrar æsku og Foreldra-
hópsins.
Jólapokar til
styrktar
vímuvörnum
VÍMULAUS æska og Foreldrahóp-
urinn munu fyrir þessi jól selja
sérmerkta plastpoka til styrktar
starfi smu. Þetta eru sterkir plast-
burðarpokar með jólamynd og
merki samtakanna.
Andvirði sölunnar verður notað
til að Ijármagna rekstur ráðgjafar
sem ætluð er foreldrum barna í
vímuefnavanda. Þar fá foreldrar
og börn þeirra ráðgjöf og stuðn-
ing.
Jólapokinn kostar 50 krónur og
er seldur í verslunum Nýkaupa.
Foreldrasími Vímulausrar æsku,
581 1799, er opinn allan sólar-
hringinn. Heimasíða Vímulausrar
æsku er www.tv.is/vimulaus.
Ur dagbók lögreglunnar
20. til 23. nóvember 1998.
Fámennt var í miðborginni um
helgina eins og reyndar hefur
verið undanfarnar helgar. Fá af-
skipti varð að hafa af fólki og
ekki þurfti að flytja nein ung-
menni í athvarf, sem er nokkuð
óvenjulegt. Nokkrir harðar
árekstrar urðu um helgina og er
ástæða til að hvetja ökumenn til
að aka varlega við þær aðstæður
sem oft fylgja þessum árstíma.
AIls voru 38 ökumenn kærðir
fyrir of hraðan akstur og 13 fyrir
ölvunarakstur. Þá voru um 60
bókanir vegna ökutækja sem lagt
var ólöglega. Aldrei er of oft
brýnt fyrir ökumönnum að virða
gildandi reglur og að taka tillit til
þeirra sem nota gangstéttir.
Ökumaður var stöðvaður á
Vesturlandsvegi við Mosfellsbæ
eftir að hafa mælst aka á 113 km
hraða. Ökumaður var færður á
lögreglustöð, en hann er einnig
grunaður um að hafa ekið undir
áhrifum áfengis.
Höfð voru afskipti af ökumanni
á laugardag vegna ógætilegs
aksturs hans. Hafði ökumaðurinn
gerst sekur um hættulegan
svigakstur milli akreina og van-
rækt merkjagjöf. Hann mun fá
sekt fyrir akstur sinn auk þess
sem ökuskírteini hafði ekki verið
meðferðis eins og skylda er.
Klukkan 1 að morgni laugar-
dags varð mjög harður árekstur
tveggja bifreiða á gatnamótum
Kringlumýrar- og Miklubrautar.
Ökumenn beggja bifreiða og
farþegar úr báðum bílum voru
fluttir á slysadeild með áverka á
höfði, hálsi og baki. Annar öku-
mannanna er grunaður um akstur
undir áhrifum vímuefna. Bæði
ökutækin voru óökufær auk þess
sem skemmdir urðu á umferðar-
mannvirkjum. Um miðjan laugar-
dag varð harður árekstur á
Bústaðavegi við Háaleitisbraut.
Fimm einstaklingar voru fluttir á
slysdeild vegna meiðsla, þar af
þrjú börn sem voru öll í annarri
bifreiðinni.
Um hádegisbil á sunnudag var
árekstur fjögurra ökutækja á
Vestui'landsvegi við Víkurveg.
Ekki urðu slys á mönnum en fjar-
lægja varð þrjú ökutæki af vett-
vangi með kranabifreið. Einn öku-
mannanna var sviptur ökuréttind-
um til bráðabirgða vegna ölvunar.
Innhrot - þjófnaðir
Brotist var inn á heimili í aust-
urborginni á föstudag og þaðan
stolið nokkrum verðmætum auk
þess sem skemmdir voru unnar á
innanstokksmunum.
Afskipti voru höfð af hópi ung-
linga sem hafði farið inn í bakarí í
austurborginni að kvöldi laugar-
dags. Lítilsháttar skemmdir voru
unnar á hurðabúnaði. Að morgni
mánudags v;u' lögreglu tilkynnt
um grunsamlegar mannaferðir
við bíla í Breiðholti. Lögi'eglu-
menn náðu einum pilti á hlaupum
undan réttvísinni. Hann var
handtekinn og fluttur í fangahús
lögi'eglu. Þá urðu lögreglumenn á
eftirlitsferð varir við að verið var
að gangsetja númerslausan bíl í
miðborginni að morgni mánu-
dags. Karlmaður var handtekinn,
en skemmdir höfðu verið unnar á
kveikjulás bifreiðarinnar. Hinn
handtekni var fluttur í fangahús
lögreglu.
Annað
Á laugardag slasaðist karlmað-
ur á báðum fótum er hann féll
niður í lest á skipi við Holta-
bakka. Hann var fluttur ú slysa-
deild til aðhlynningar. Ökumaður
var stöðvaður um miðjan laugar-
dag og fundust nokkrar flöskur af
landa í bifreið hans. Ökumaður-
inn var fluttur á lögreglustöð og
hald lagt á mjöðinn.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
dóttir, systir og fyrrverandi eiginkona,
ÁSDÍS PÁLSDÓTTIR,
Sléttahrauni 19,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju fimmtu-
daginn 26. nóvember kl. 13.30.
Páll Ragnar Kristjánsson,
Kolfinna Líf Pálsdóttir,
Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir,
Gunnar Páll Ægisson,
Eva Björk Kristjánsdóttir,
Páll Ólafsson, María Guðmundsdóttir,
systkini og
Kristján Ingi Gunnarsson.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGRÚN ÞORGRÍMSDÓTTIR,
Bjarmalandi 6,
Sandgerði,
lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur
föstudaginn 20. nóvember.
Jarðarförin fer fram laugardaginn 28. nóvember
kl. 14.00 frá safnaðarheimilinu í Sandgerði.
Björk Garðarsdóttir, Pétur Brynjarsson,
Eyjólfur Gísli Garðarsson, Hrefna Birkisdóttir,
Birna Helga Garðarsdóttir, Benedikt Hrafnsson,
Magnús Garðarsson,
Sigrún, Sigrún Erla, Katrín, Ólöf og Garðar Hrafn.
+
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BJARNI KRISTÓFERSSON
frá Götuhúsum,
Akranesi,
verður jarðsunginn frá Akraneskirkju, í dag,
þriðjudaginn 24. nóvember kl. 14.00.
Guðbjörg Bjarnadóttir,
Kristófer Bjarnason, Sigurlína Guðmundsdóttir,
Júlíana Bjarnadóttir, Jón Trausti Hervarsson,
Haraldur Bjarnason, Sigrún M. Vilhjálmsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega öllum þeim sem sýnt hafa
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
elskulegs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
STANLEY KIERNAN,
Jökulgrunni 13,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar B7
hjartadeild, Sjúkrahúss Reykjavíkur.
Maren Níelsdóttir Kiernan,
Edward Kiernan, Erla Kiernan,
Elsa Kiernan, Stella Kiernan,
Jóhann Kiernan, Victor Kiernan,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn.
+
Þökkum innilega samúð og vinarhug við and-
lát og útför systur okkar, mágkonu og föður-
systur,
Dr. SIGRÍÐAR VALFELLS,
Blönduhlíð 15,
Reykjavík.
Útför hennar fór fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir til allra þeirra sem önnuðust
hana á liðnum árum.
Ágúst Valfells, Matthildur Valfelis,
Sveinn Valfells, Svava Kristín Valfells,
bræðrabörn og fjölskyldur þeirra.