Morgunblaðið - 24.11.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 19
ESB dæmir í máli Asea Brown Boveri Ltd.
5,7 milljarða sekt fyrir
einokunartilburði
Loftleiðabarir
fá Dynakey
afgreiðslukerfi
HÓTEL Loftleiðir hefur samið
við EJS um að setja upp NCR
Dynakey-afgreiðslukerfi á bör-
um og veitingastöðum þess.
í fréttatilkynningu frá EJS
segir að NCR Dynakey séu not-
endavæn afgreiðslutæki sem
byggist á PC-tölvum og
Windows-stýrikerfum. „A NCR
Dynakey keyrir veitingahúsaút-
gáfa af afgreiðsluhugbúnaðinum
Auði sem er íslenskur hugbún-
aður fyrir Windows, smíðaður á
hugbúnaðarsviði EJS. Af-
greiðslutækin hjá Hótel Loftleið-
um eru með snertiskjá. Sljórnun
kerfísins er myndræn og velur
notandinn allar aðgerðir með
því að styðja á skjáinn. Auður
býður úrval notendaskila sem
henta mismunandi afgreiðslum,
svo sem lyljaverslunum, vínveit-
ingastöðum, matsölustöðum og
almennum verslunum.
I notendaskilum fyrir veit-
ingahús má nefna að uppröðun
borða er breytt með því að
draga borð saman eða sundur
með fíngri á snertiskjá. Upp-
gjör, sem oft eru flókin á veit-
ingastöðum, eru gerð afar ein-
föld í Auði,“ segir í tilkynning-
unni.
Á meðfylgjandi mynd sjást
fulltrúar frá EJS, Hótel Loftleið-
um og G&G veitingum þegar
samstarfssamningurinn var und-
irritaður.
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu-
sambandsins ákvað í síðustu viku að
sænsk-svissneska fyrirtækið ABB,
Asea Brown Boveri Ltd., skuli
greiða 70 milljón Ecu, um 5,7 millj-
arða króna, í sekt fyrir að beita
markaðshamlandi aðgerðum á mark-
aði fyrir hitaveitulagnir. Þetta er
þriðja hæsta sekt sem fyrirtæki inn-
an ESB hefur verið dæmt til að
greiða á þessum forsendum.
Fyrirtækið hefur sýnt íslenskum
markaði mikinn áhuga í gegnum tíð-
ina og hitaveitulagnir frá þeim eru
t.d. í notkun hjá Hitaveitu Reykjavík-
ur. Þekktast er fyrirtækið þó hér á
landi fyrir framleiðslu og sölu á raf-
búnaði, sem notaður er víða um land í
virkjunum Landsvirkjunar m.a.
Reyndu að bola
keppinauti út
Framkvæmdastjórn ESB sagði í
yfirlýsingu að ABB og níu minni fyr-
irtæki hefðu gert leynilegt sam-
komulag um að deila markaði með
hitaveitulagnaefni á milli sín. Þau
hafi einnig haft samráð um verð og
reynt að bola keppinauti út af mark-
aðnum.
Sagði framkvæmdastjórnin að
samvinna fyrirtækjanna hefði hafist
í Danmörku árið 1990, færst út til
Þýskalands skömmu síðar og frá
1994 hefði samráðið náð yfir allt
Evrópusambandið, á markaði sem
væri 400 milljóna Ecu virði.
Einn af varaforsetum ABB, sem
nú er hættur störfum, er sagður hafa
stjórnað þessu samráði. Hann var
ekki nafngreindur. ABB vOdi ekki
Þekkt fyrir raf-
búnað á íslensk-
um markaði
tjá sig um úrskurðinn að svo komnu
máli.
Guðmundur Ólafsson fram-
kvæmdastjóri Johan Rönning hf.
umboðsaðÖa ABB á íslandi, vildi lítið
tjá sig um málið að öðru leyti en því
að sektin væri vegna ABB IC Möll-
er, dótturfyrirtækis ABB-sam-
steypunnar, sem framleiðir hita-
veiturör í Danmörku. „Þetta eru
ekki hefðbundin vinnubrögð hjá
ABB enda er fyrirtækið ekki þekkt
af öðru en góðu hér á markaðnum,"
sagði Guðmundur.
Að hans sögn er rafbúnaður frá
ABB í ýmsum virkjunum hérlendis
og síðasta stóra verkefnið sem íyrir-
tækið tók þátt í hjá Landsvirkjun
var rafbúnaður fyrir Hrauneyjafoss-
virkjun, en auk þess hefur búnaður
frá fyrirtækinu m.a. verið notaður í
spennistöðvum og raflögnum víða
um land auk þess sem Norðurál og
álverið í Straumsvík nota rafbúnað
fráABB.
Fyrirtækið hefur einnig tekið þátt
í útboði hjá Hitaveitu Reykjavíkur
sem notar lagnaefni frá þeim, að
sögn Guðmundar.
ABB er að sögn Guðmundar
stærsta fyrirtækið í heiminum á
sviði framleiðslu á búnaði fyrir flutn-
ing og dreifingu á rafmagni.
Þorsteinn HOmarsson upplýsinga-
fulltrúi Landsvirlgunar sagði- að
þessi dómur skipti fyrirtækið litlu.
„Okkar innkaup eru í mjög fóstum
skorðum. Við vöndum til útboðs-
gagnagerðar og metum gæði og hag-
kvæmni tOboða á hverjum tíma og
við treystum ABB til að bjóða góða
hluti. Við höfum haft ágætt samstarf
við ABB í gegnum tíðina og ég geri
ekki ráð fyrir að við forðumst þá,
þrátt fyrir þennan dóm,“ sagði Þor-
steinn.
Hann sagði að að undanfómu
hefði ABB ekki verið með hagstæð-
ustu boðin í stór verkefni á vegum
Landsvirkjunar og hefði því aðallega
verið með smærri verk fyrir Lands-
virkjun síðustu ár. Landsvirkjun á
þó reglulega í samstarfi við þá, að
sögn Þorsteins. „Ætli við séum ekki í
einhverjum tuga mOljóna viðskiptum
við þá í dag,“ sagði Þorsteinn.
---------------------
Slökkt á síðari
ofni Járnblendi-
félagsins
VEGNA frekari skerðingar á raf-
orku til Islenska jámblendifélagsins
hf. verður síðari af tveimur bræðslu-
ofnum félagsins í verksmiðjunni á
Grundartanga tekinn úr rekstri mið-
vikudaginn 25. nóvember og verður
því slökkt á báðum ofnum verksmiðj-
unnar fram til áramóta, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu. Tím-
inn verður nýttur til stærri viðhalds-
verkefna sem ekki er hægt að vinna
með ofnana í rekstri.
Fram til 5. des. fær
ys og þys á ys.is hundraðasti hver gestur
á ys.is ókeypís áskrift aó Bíórásirmi eða
I
Sýn í desember.”
Gjörðu svo vel
að ganga í bæinn
A ys.is getur þú
kynnt þér dagskrá
Stöövar 2, Sýnar,
Bíórásarinnar og
Fjölvarpsins. Þú sérð 19-20 í beinni og
getur fylgst með útsendingu Bylgjunnar.
Þú kynnír þér áskriftarkosti og skoðar
hvaða íþróttaútsendingar eru fram-
undan. Þú næró sambandí við
þáttagerðarmenn og kemst beínt á
heimasiöur vinsælustu þáttanna.
w ww.ys.is