Morgunblaðið - 24.11.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.11.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 13 w FRÉTTIR Landssími fslands hf. semur við menntamálaráðuneytið um stuðning við skólastarf Styður upplýsingatækni Jón Gunnar Grjetarsson ráðinn tíma- bundið með 23 milljónum króna FORSTJÓRI Landssíma íslands hf. og menntamálaráðherra rituðu í gær undir samning um stuðning Landssímans næstu árin sem miðar að því að efla notkun upplýsinga- tækni í skólum. Leggur fyrirtækið skólakerfmu til 23 milljónir króna á rúmum þremur árum með búnaði, niðurfellingu fjarskiptakostnaðar og námskeiðahaldi. Ólafur Stephensen, forstöðumað- ur upplýsinga- og kynningardeildar Landssímans, sagði stuðning Landssímans miða að því að efla upplýsingatækni í skólum. Hann sagði áherslu lagða á að þróa fjar- skiptatækni vegna fjarnáms og sagði hann fyrirtækið leggja fram þrjár milljónir króna í ár og síðan sjö milljónir á ári næstu þrjú árin. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra og Guðmundur Bjöi-nsson, forstjóri Landssíma Islands hf., undirrituðu samninginn í gær og sagði ráðherrann stuðning Lands- símans við þróun upplýsingatækni í skólum mjög mikilvægan og færði hann fyrirtækinu þakkir fyrir áhug- ann á verkefninu. Sagði hann mikil- vægt að nýta tölvuþekkingu og fjar- skiptatækni til að dreifa námsefni. Unnið yi'ði að verkefninu á tveimur sviðum, annars vegar með sex þró- unarskólum í upplýsingatækni og hins vegar mun Landssíminn styrkja rannsóknarverkefni um með hvaða hætti sé hægt að beita fjar- skipta- og tölvutækni til að dreifa fræðsluefni Námsgagnastofnunar, sem til er á myndböndum, til skóla og annarra sem vilja nýta það til kennslu. Vettvangur tilrauna í sex þróunarskólum Þróunarskólarnir eru Arbæjar- skóli í Reykjavík, grunnskólinn á Stokkseyri og Eyrarbakka og Varmalandsskóli og framhaldsskól- amir Fjölbrautaskólinn. við Armúla í Reykjavík, Fjölbrautaskóli Suður- Morgunblaðið/Ádsís BJORN Bjarnason menntamálaráðherra og Guðmundur Björnsson, forstjóri Landssima Islands, rita undir samning um stuðning Lands símans við upplýsingatækni í skólastarfi. lands á Selfossi og Menntaskólinn á Akui'eyri. Alls sóttu 12 grunnskólar og 12 framhaldsskólar um að verða slíkir þróunarskólar. Björn Bjarna- son sagði þróunarskólana eiga að verða vettvang tilrauna í upplýsinga- starfi og leiðbeina öðrum skólum. Guðmundur Björnsson sagði Landssímann gegna lykilhlutverki í því efni að opna þjóðinni dyrnar að upplýsingasamfélagi nútímans og því væri nú lögð sérstök áhersla á stuðning við menntamál með þess- um samningi. Hann sagði mikla möguleika á nýtingu fjarskiptatækni í endurmenntun og það skipti sköp- um fyrir samkeppnisstöðu atvinnu- lífsins. Guðmundur sagði Landssím- ann veita stuðninginn með tölvubún- aði, fjarskiptabúnaði, með fjar- skiptaflutningi og með sérfræðiað- stoð starfsmanna fyrirtækisins. Ráðstöfun stuðnings verður hverju sinni ákveðin nánar í samráði við menntamálaráðuneytið. Sameining Hins íslenska kennarafélags og Kennarasambands íslands Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna í mars FULLTRÚARÁÐ Hins ís- lenska kennarafélags (HIK) og samráðsnefnd Kennarasam- bands íslands (KÍ) ákváðu á fundum sínum á föstudag að láta fara fram allsherjarat- kvæðagreiðslu meðal félags- manna um sameiningu félag- anna tveggja. Stefnt er að þvi að atkvæða- gi-eiðslan fari fram í mars nk. en áður verða félagsmönnum kynnt drög að lögum fyrir hin væntan- legu samtök. Verði sameiningin samþykkt verður haldið stofn- þing síðari hluta árs 1999 og miðað við að samtökin verði formlega til hinn 1. janúar árið 2000. Félagar í HIK eru um 1.300 og félagar í KÍ eru um 4.500 og því yrðu tæplega 6.000 manns í hinu nýja félagi. Sameining félaganna á sér langan aðdraganda, að sögn Ei- ríks Jónssonar, formanns KI, en á síðasta ári komu félögin sér saman um ákveðna verkáætlun um framvindu sameiningarinnar og er ákvörðun um atkvæða- greiðsluna í samræmi við þá áætlun. Eiríkui' bendir aðspurð- ur á að miklu fleira sameini fé- lögin en sundri, til að mynda hafi þau staðið saman að gerð síðustu tveggja kjarasamninga, en auk þess megi hagræða rekstrinum með sameiningunni, til dæmis með því að reka eina skrifstofu í stað tveggja. ÚTVARPSRÁÐ ákvað einróma á fundi sínum í síðustu viku að mæla með ráðningu Jóns Gunnars Grjet- arssonar í stöðu fréttamanns inn- lendra frétta á fréttastofu sjónvarps- ins. Er það tímabundin staða til eins árs. I framhaldi af þessari ákvörðun út- varpsráðs ákvað Markús Örn Ant- onsson útvarpsstjóri að ráða Jón Gunnar í umrædda stöðu. Hann hef- ur undanfarið gegnt starfi afieys- ingamanns í innlendum fréttum sjón- varpsins. -------♦-♦-♦----- Grunnskólar Arborgar 36 kennarar hafa sagt upp störfum ALLS hafa 36 kennarar í þremur grunnskólum hins sameinaða sveitar- félags Árborgar sagt upp störfum frá og með 1. febrúar nk. vegna óánægju með launakjör. Sigrún A. Jónasdóttir formaður skólanefndai' Árborgar vill lítið segja um uppsagnirnar á þessu stigi en bendir á að fulltrúar kennara hafi verið boðnir á fund samninga- nefndar Árborgar í dag og segir að á þeim fundi verði reynt að leita lausn- ar á málinu. ----------------- Fyrirlestur um rétt kvenna PRÓFESSOR Hanne Petersen flyt- ur fyrirlestur í Norræna húsinu þriðjudaginn 24. nóvember um efnið: „Kvinder, ret og værdier i en globaliseret verden“. Fyi-irlesturinn hefst kl. 12 og á eftir verða umræður. Að fyrirlestrinum standa m.a. Rannsóknastofa 1 kvennafræðum, fé- lagsvísindadeild Háskóla íslands og Norræna kvennaréttarnetið, sem nýtur styrks frá Norðuriandaráði. Prófessor Hanne Petersen er dönsk að uppruna en starfar nú sem prófessor í Nuuk á Grænlandi. Hún hefur ritað um ýmis lagaleg, heim- spekileg og félagsfræðileg mál, m.a. vinnuvernd kvenna og umhverfismál. »bittrinnjjgflfiiimúffiaiun hjj&tta unggjaftstu igÉaaðapiÉt. Afjh.yife.tilet|ia Bfffðum öfð' upp á^fveðjutiíboðsvéf'ð ■ 50föafsláÍfSf ölluffi*vörunf’“ verslunarinnar. Að auki seljum við hvíta {^lgmál^Sigu ággffitkr. Ijjgjgin ogl^iri litrík tilboð munu líta dagsins Ijós! ÍUutinn Síðumúla 15 • sími 553 3070 Liturinn þakkar öllum viöskiptavinum sínum fyrr og síðar ánæguleg kynni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.